Dagur - 26.03.1942, Blaðsíða 1
Vikublaðið DAGUR
Ritstjórar; INGIMAR EYDAL,
JÓHANN FRÍMANN.
Afgreiðsla, auglýsingar, innbeimta:
Jóhann Ó. Haraldsson.
Skrifstofa við Kaupvangstorg.
Simi 96.
Árgangurinn kostar kr. 8,00.
Prentverk Odda Bjömaaonar.
XXV. árg. Akureyri, fimmtudaginn 26. marz 1942 13. tbl.
og byggimgu
Bæjarstjórnin kom saman til aukafundar s. 1.
þriðjudag. til þess að taka afstöðu til tilboðs,
sem borizt hefir frá Bandaríkjunum um véla-
samstæðu til Laxárstöðvarinnar, og tillögu fjár-
hagsnefndar um byggingu Gagnfræðaskóla-
húss á þessu ári. Samþykkt var að hefjast
handa í báðum þessum stórmálum bæjarins. -
Kvennanámskeii í
Amarnestireppi
Afihyglfsverð
nýfung
r\AGANA 20.—21. þ. mán. var að
^ tilhlutun búnaðarfél. Arnarnes-
hrepps haldið námskeið til fræðslu,
kynningar og skemmtunar í sam-
lcomuhúsinu Grund við Reistará. Var
öllum konum hreppsins, giftum og
ógefnum, boðið að saekja mannfund
þennan. — Séra SigurSur Steíánsson
á Möðruvöllum setti námskeiðið með
stuttri ræðu. Fyrri daginn fluttu þess-
ir fyrirlesarar erindi á mótinu: Jóharm
héraðslæknir Þorkelsson talaði um
hjúkrun sjúkra í heimahúsum, eink-
um þó þeirra, er haldnir eru smitandi
og hættulegum sjúkdómum. — Stein-
dór Steindórsson menntaskólakennari
talaði um sögu skóganna á íslandi,
eyðingu þeirra og friðun, og gaf ýmis
ráð og leiðbeiningar um skógrækt. —
Jónas Kristjánsson _samlagsstjóri
flutti erindi um mjólkurgerla og með-
ferð mjólkur á heimilunum. — Síðari
daginn talaði frk. HalldóraBjarnadótt-
ir um ýmis félags- og skipulagsmál
kvenna. — Egill Þórláksson kennari
flutti erindi um uppeldi barna og
unglinga, en Jóhann Frímann ritstjóri
talaði um fornar og nýjar lífsskoðan-
ir. Þá flutti og séra Sigurður Ctef-
ánsson stutt erindi á mótinu um inn-
ansveitarmál, einkum þó stofnun
sjúkrasamlags hér í byggðarlaginu, en
ýmsir hreppsbúar hafa mikinn hug á
að koma því máli í framkvæmd svo
fljótt sem auðið er. — Allir voru fyr-
irlestrar þessir samdir og fluttir af
mestu prýði, enda eru ræðumennirn-
ir allir þekktir að égætum hæfileik-
um hver á sínu sviði.
Á MILLI erindanna skemmtu sam-
komugestir sér á ýmsan hátt, og
var oft glatt á hjalla. Undir kaffiborð-
um, síðast á námskeiðinu, flutti frú
Þóra Stefánsdóttir á Hjalteyri stutta
ræðu og þakkaði boðið, skemmtun og
fræðslu, fyrir hönd kvennanna. Frúin
stjórnaði og almennum söng um dag-
inn. — Að lokum sleit Jón bóndi
Melstað á Hallgilsstöðum námskeið-
inu með nokkrum orðum og þakkaði
ræðumönnum erindin og kvenþjóð-
inni góða þátttöku.
S NÁMSKEIÐINU mættu um 70
konur, eldri og yngri. Fluttu bif-
reiðar sveitarinnar samkomugesti að
heiman og heim. — í fyrra var hald-
ið sams konar námskeið á vegum bún-
aðarfélagsins, og þykir mér líklegt, að
félagið hafi hug á að halda þessaji
starfsemi áfram framvegis. Ekki
þætti mér heldur ósennilegt, að fleiri
búnaðarfélcg tækju þetta til fyrir-
myndar, og væri vel, ef svo yrði. ís-
lenzkar sveitakonur eiga það vissu-
lega skilið, að þeim sé gert kleift að
lyfta sér þannig upp, þótt ekki væri
nema tvo daga á ári hverju og þeim
þá séð fyrir góðri og fræðandi
skemmtun.
ESS skal að lokum getið að karl-
menn önnuðust veitingar allar þar
á staðnum og framreizlu á þeim und-
ir stjórn Arna Björnssonar kennara.
Fékk hann mikið lof fyrir, ekki sízt
fyrir kaffihitunina, og voru þó marg-
ar konur í hópnum, sem höfðu gott
vit á kaffi, og myndu ekki kalla allt
ömmu sína í þeim efnum.
fiefndarmaSur.
Á sameiginlegum fundi raf-
veitustjórnar og fjárhagsnefnd-
ar s.l. mánudag var lagt fram
símskeyti frá Steingrími Jóns-
syni ráfmagnsstjóra í Reykja-
vík, en hann dvelur nú í Banda-
ríkjunum og hefir m. a. unnið
að útvegun tilboða í nýja véla-
samstæðu fyrir rafveituna hér.
í símskeyti þessu er greint frá
þvi, að nokkur amerísk firmu
hafi gert tilboð í 4000 hestafla
vélasamstæðu og 3000 hestafla
vélasamstæðu. Mælir rafmagns-
stjórinn með því að tilboði fir-
manna Morgan 8s Smith og
Westinghouse Electric Co. verði
tekið og 4000 hestafla vélasam-
stæða keypt.
Kostnaðurinn er áætlaður
samtals 1620 þúsund krónur, er
skiptist þannig: Túrbína, hingað
komin, 734 þús. kr., rafall 506
Jón íþróttakennari Þórisson
irá Reykholti heiir undaníarna
mánuöi íerðast um á vegum
Ungmennasambands Islands og
haldið íþróttanámskeið hjá
ýmsum ungmennaiélögum hér
við Eyjatjörð. Á íþróttanám-
skeiði U. M. F. Svarídæla, er
haldið var á Dalvík, voru 36
tullorðnir þáttakendur, en hjá
U. M. F. Dagsbrún, Höfðahveríi,
32 nemendur, að meðtöldum
nokkrum drengjum úr barna-
skólanum á Grenrvík. Á nám-
skeiði U. M. F. Þorsteinn Svörf-
uður, er haldið var að Grund í
Svaríaðardal, voru 54 nem.,
íullorðnir og börn, en á nám-
skeiði U. M. F. Æskunnar á
Svalbarðsströnd voru 56 nem.
alls. Vat þai kennt sund í sund-
þús., mælar o. fl. 30 þús., flutn-
ingur, niðursetning o. fl., 150
þús., vextir og kostnaður 74 þús.
og annar undirbúningur og
kostnaður áætlaður 126 þús.
Nefndirnar lögðu til að geng-
ið væri að tilboði Morgan &
Smith og Westinghouse um
4000 hestafla vélasamstæðu, ef
aðgengilegt lán fæst til virkjun-
arinnar og innflutningsleyfi og
meðmæli frá amerísku viðskipta
nefndinni fást, svo og 1. flokks
útflutningsleyfi í Bandaríkjun-
um.
Bæjarstjórnin samþ. þetta á-
lit nefndarinnar og var bæjar-
stjóra falið að útvega þessi leyfi
og vinna að útvegun láns til
virkjunarinnar.
Þá lá fyrir fundinum álit fjár-
hagsnefndar frá 21. þ. m., um
Framh. á 6. síðu.
laug hreppsins, auk annarra
íþrótta.
Námskeiðin stóðu 2—3 vik-
ur og lauk þeim tlestum með
allijölsóttum íþróttasýningum.
— Jón er nú á törum heimleið-
is, en gerir e. t. v. ráð íyrir að
vera hér á ierð síðar í vor, og
mun hann þá leiðbeina þessum
iél. og e. t .v. tleirum til undir-
búnings undir fyrirhugað hér-
aðsmót Ungmennasmbands
Eyjafjarðar, sem í ráði er að
halda fyrri hluta sumars. Læt-
ur hann hið bezta af dvölinni
hjá ungmennaíélögunum og tel-
ur mikinn og loísverðan íþrótta-
hug í æskumönnum sveita
þeirra, er hann heiir gist nú um
sirm.
Iþrófifanámskelfi
Vilhjálmur Stefánsson landkönnuður greinir frá því í einni af bókum sínum,
að á björtum degi muni mega sjá til austurstrandar Grænlands frá hæstu
fjöllum á Vestfjörðum. — Myndin sýnir landslag á austurströnd Grænlands
gegnt Vestfjörðum, séð úr flugvél.
Slysfartr
Þrír Ólafsfirðingar drukkna
Sá sorglegi atburður gerðist
s.l. sunnudag, að þrjá menn tók
út af vélbátnum „Brynjar“ frá
Tfón
af völdnm sprenglngar
á SyftrM-EIólI
Um klukkan 10 s.l. föstu-
dagsmorgun féllu sprengjur úr
norskri flugvél á túnið á Syðra-
Hóli í Kaupangssveit og urðu
nokkur spjöll af.
Tveir gýgir, ca. 3 m. djúpir
og 7 m. víðir, mynduðust í tún-
inu, annarr þeirra aðeins ca. 70
metra frá íbúðarhúsinu. Klaka-
drönglar, grjót og moldarhnaus-
ar þeyttust allt að 150 metrum
frá gýgunum og urðu af þeim
skemmdir á túninu og lítilshátt-
ar skemmdir á hlöðu og fjár-
húsi. íbúðarhúsið slapp svo að
segja óskaddað og ekkert slys
varð á mönnum né skepnum.
Má það þó heita tilviljun ein,
því börn voru að leik skammt
frá íbúðarhúsinu, er sprengingin
varð.
Vafalaust hefir hér verið um
óviljaverk að ræða, en alvarlegs
eðlis verður það þó að teljast,
að slíkt skuli geta komið fyrir,
ekki sízt fyrir það, að flugvélar
eru á sífelldu flugi yfir íbúðar-
hverfi hér nærlendis, m. a. hér
yfir bænum.
Akureyringar munu krefjast
þess, ef flugvélar þessar halda
áfram uppteknum hætti og
fljúga rétt yfir húsaþökum
borgaranna í bænum, að það sé
svo tryggilega umbúið, að alls-
endis óhugsandi sé, að slíkt geti
komið fyrir aftur. Og raunar er
Ólafsfirði, en báturinn er gerð-
ur út frá Keflavík í vetur.
Báturinn var í fiskiróðri, er
brotsjór kom á stýrishúsið og
tók það af og alla er í því voru,
en það voru þrír ungir rösk-
leikamenn frá Ólafsfirði. Bát-
urinn komst til hafnar við illan
Ieik, en hinir þrír ungu menn
drukknuðu allir.
Þeir voru:
Jón Þ. Björnsson, formaður,
kvæntur og átti 1 bam.
Gunnlaugur Friðriksson, háseti,
kvæntur og átti 1 barn.
Mikael Guðmundsson ,háseti,
* ókvæntur.
Eigandi vélbátsins „Brynjar“
er Sigurður Baldvinsson, út-
gerðarmaður á Kleifum í Ólafs-
firði.
Frá
islenzku flaignem
uniim 6 Kanada
Samkvæmt símskeyti frá
Winnipeg lauk Jóhannes R.
Snorrason (Sigfússonar skóla-
stjóra hér í bæ) farþegaflug-
mannsprófi við Johannesson
Flying Service þar í borg þann
11. þ. m. — Jóhannes gerir ráð
fyrir að dvelja í Kanada fyrst
um sinn, þar sem honum hefir
boðizt flugmannsstaða þar.
erfitt að sjá, að þess gerist nein
þörf, að flugvélar þessar fljúgi
að staðaldri rétt yfir húsaþök-
um hér í beenum-