Dagur - 13.08.1942, Blaðsíða 2

Dagur - 13.08.1942, Blaðsíða 2
2 DAGUR Fimmtudaginn 13. ágúst 1942 Alþingisfréttir. FORSETAR ÞINCSINS. Þingstörfin að þessu sinni hófust með verzlunarsamningi milli Sjálfstæðisflokksins og Al- þýðuflokksins um forsetakosn- ingar og skipun nefnda. Er bandalagið sagt mjög innilegt með þessum tveimur flokkum. Gísli Sveinsson var kosinn for- seti sameinaðs þings með 23 at- kvæðum og Finnur Jónsson 1. varaforseti með sömu atkvæða- tölu. í efri deild var Jóhann Jós- efsson kosinn forseti og Sigur- jón Ólafsson 1. varaforseti, en í neðri deild Emil Jónsson og Jón Pálmason. Framsóknarflokkurinn átti rétt á að fá 7 menn kjörna til efri deildar, en Bjarni Bjarnason var fjarverandi sökum veikinda á heimili hans. Þetta notuðu Sjálfstæðismenn og skömmtuðu Framsóknarflokknum með úr- skurði forseta einum færra en flokknum bar samkv. þingsköp- um .Með þessu vannst það, að Sjálfstæðið og kratar hafa í sameiningu stöðvunarvald í efri deild, en til þess mun leikurinn hafa verið gerður. NOKKUR ÞINGMÁL. Fyrst skal nefna frv. til stjórn- arskipunarlaga um breyting á stjómarskrá konungsríkisins ís- lands. Er frv. þetta samhljóða frv. því, er samþykkt var á síð- asta þingi. Forsætisráðherra leggur fram tillögu til þingsályktunar um að Alþingi álykti, að síldarverk- smiðjur ríkisins skuli selja síld- armjöl til notkunar innan lands á árinu 1942 sama verði og síð- astliðið ár, enda greiði ríkissjóð- ur verksmiðjunum mismuninn á þessu verði og almennu mark- aðsverði erlendis. Bjami Bjamason og Jónas Jónsson flytja till. til þingsál. um að heimila ríkisstjóminni að ábyrgjast lán fyrir eftirtaldar rafveitur: Fyrir Ólafsvík og Sand, allt að IV2 milj. kr. Fyrir Stykkishólm, allt að 1 milj. kr. Fyrir Húsavíkurkauptún, allt að 700 þús. kr. Fyrir Múla- og Grenjaðar- staðabyggðahverfi, allt að 75 þús. kr. Fjórir Framsóknarmenn flytja till. til þingsál. um innflutning á erlendum fóðurvömm. í greinargerð segir m. a.: „Þótt enn verði ekki séð að fullu, hver heyfengur, manna reynist á þessu sumri að magni og gæðum, er hitt þó vitað, að miklum mun færra fólk vinnur að öflun heyja nú en venja er til. Er því fullvíst, að mikil þörf verður fyrir kjarnfóður á kom- andi vetri,. ef bústofn manna á ekki að minnka verulega. Sjálf- sagt er að nota til heysparnaðar innlent kjamfóður — síldar- mjöl — að því leyti, sem það fullnægir þörfinni. En síldarmjölsgjöf kemur ekki að gagni handa mjólkur- kúm, svo nokkru nemi, nema þeim sé jafnframt gefinn kol- vetnisríkur fóðurbætir, svo sem maís“. Frv. til laga um dómnefnd í verðlagsmálum hefir stjórnin lagt fyrir þingið, þar sem ætlazt er til, að 5 manna dómnefnd hafi eftirlit með öllu verðlagi, en nema skuli á brott úr eldri lög- um öll ákvæði, sem banna hækkanir á grunnkaupi. Þá flytja fjórir Framsóknar- menn þingsályktunartillögu um úthlutun bifreiða á þann veg, að þriggja manna nefnd hafi út- hlutun þessa með höndum, en nú um tíma að undanförnu hef- ir fjármálaráðherra ráðstafað bifreiðum til manna eftir sínu eigin höfði. Út af þessu hefir ris- ið megn óánægja. „Ráðstafað hefir verið mörgum tugum bif- reiða, án þess að þörf þeirra, sem þær hafa fengið, hafi verið metin af öðrum en ráðuneytinu, og þessar bifreiðar hafa verið af- hentar á sama tíma og f jölmarg- ir þeirra, sem loforð höfðu feng- ið um bifreiðar, hafa enga úr- lausn fengið", segir í ástæðum fyrir tillögunni. Virðist því að pólitísk hlutdrægni hafi ráðið úrslitum um úthlutun bifreiða að undanförnu. Sigfús Sigurhjartarson og Áki Jakobsson fljdja í n. d. frv. um hækkun á launum embætt- ismanna og annara starfsmanna ríkisins og ríkisstofnana. Har- aldur Guðmundsson og Sigur- (Framhald). BRYNVARÐA EIMREIÐIN. Þegar við nálguðumst hæð- ina, sá eg dálítinn hóp óvinanna á hæðarbrúninni. Allt í einu brá fyrir eldblossa mitt á með- al þeirra, en reykhnoðra lagði upp af. Örskammri stundu síð- ar hvein sprengikúla rétt fyrir ofan höfuðið á mér, — hin fyrsta, sem eg hafði séð í styrj- öld og minnstu munaði, að hún yrði einnig hin síðasta. Kúlnaregnið dundi nú á stál- byrðingi vagnanna; sprenging kvað við framundan og svo hver af annari. Járnbrautin sveigði fyrir rætur hæðarinnar, niður allsnarpa brekku. Skothríð ó- vinanna hafði orðið til þess að auka hraða lestarinnar, og þeg- ar í brekkuna kom, var hún á fleygiferð. Búar höfðu ekki tíma til að hleypa af nema einu skoti úr stærstu fallbyssunni, áður en lestin sveigði fyrir rætur hæðar- innar og var úr augsýn. Mér hafði flogið í hug, með- an á öllu þessu stóð, að líklega væri gildra framundan. Eg var rétt í þann veginn að tala um það við liðsforingjann, að ráð- legast væri að senda mann á fund lestarstjórans til þess að segja honum að hægja ferðina, — þegar ógurlegur hnykkur kom á vagninn. Eg endasendist á grúfu á gólfið ásamt öllum hinum, sem í vagninum voru. Járnbrautarlestin hafði farið af jón Ólafsson flytja frv. sama efnis í efri deild. Eysteinn Jónsson ber fram fyrirspum til dómsmálaráð- herra á þessa leið: „Hvemig stendur á því, að núverandi ríkisstjórn hefir eigi enn skipað lögfræðing til þess að hafa með höndum rannsókn skattamála, svo sem fyrir er mælt í 11. gr. laga nr. 20 1942, um br. á 1. nr. 6 9. jan. 1935, um tekjuskatt og eignaskatt". Sami þingm. ber fram svo- fellda fyrirspurn til atvinnu- málaráðherra: „Ver ríkisstjórnin fé úr ríkis- sjóði til þess að halda niðri verði einstakra vörutegunda í innan- landsverzlun? Sé svo, til hvaða vörutegunda ná framlög og hve miklu nema þau?“ TAPAST HEFIR frá Krossastöðum á Þelamörk rauðstjömóttur hestur, ójárnað- ur, mark: Sýlt biti fr. h., stýft v. Sá, er kynni að verða var við hest þennan, er vinsamlega beð- inn að taka hann fastan og gera aðvart við fyrsta tækifæri. Krossastöðum, 10. ágúst 1942. Gísli Jónsson. Stríðskort, nokkrar tegundir. JAKOB ÁRNASON, Skipagötu 5. Sð, sem geiur leigt íbúð, 2 stofur og eldhús, fyrir 1. okt., getur fengið saumaðan all- an kvenfatnað á sama stað. — Upplýsingar í síma 344. Tómatahemaður kommúnista. JJM SVIPAÐ LEYTI og rússneska herstjómin í Rússlandi ákvað að hefja sóknaraðgerðir hjá Rzheev, að því er „Verkam.“ skýrir oss frá, hóf rússneski smáskæruflokkurinn hér á Akureyri meiriháttar hernaðarað- gerðir „að baki víglínunnar" í mál- gagni öreiganna á Akureyri. Sókn rússnesku herstjórnarinnar var stefnt gegn vígvélum og vamarvirkjum naz- ista, en sókn smáskærumannanna hér var beint gegn því, sem þeir nefna óheiðarlegt brask með tómata í sölu- búðum samvinnumanna á Akureyri. „Verkamaðurinn" fortelur oss að sóknin hjá Rzhev gangi að óskum og ber að fagna því, en svo raunalega virðist hafa tiltekizt með tómatasókn- ina hjá Jakob meðritstjóra, að hún hafi ekki verið undirbúin með nægi- lega mikilli nákvæmni og sé spmng- in á fyrstu vamarlínu andstæðing- anna. Tómathershöfðinginn hefur sókn- ina með því að lýsa því, að meðan tómatar kosti kr. 4.50 kg. í Reykjavík (I. flokkur) kosti þeir kr. 6.50 hjá K. E. A. Þetta mun eiga að skoða sem stórskotahríð til undirbúnings meiri aðgerðum. Enda stóð ekki é þeim. Að baki þessarar fullyrðingar ryðjast aðrar fram, í skipulagðri fylkingu. — Ástæðan fyrir þessu óhæfilega okri er sú, að ýmsir af starfsmönnum K. E. A. séu hluthafar í garðræktarfétagi í Þingeyjarsýslu og sé verðlagið ákveðið með hliðsjón af því, hvað þeim henti »ð graað« á hlutbréfum sínum. JJAGUR“ hefir aflað tér upplýs- " inga um þetta mál hjá kjötbúð- 1 arstjóra K. E. A. og garðyrkjustjóran- um að Brúnalaug. Samkvæmt þessum upplýsingum hefir K. E. A. selt fyrsta flokks tómata í allt vor og sumar á kr. 6.50 kg. í Reykjavík, hins vegar, kostuðu tómatar kr. 10.00 kílo- grammið framan af í vor, síðan 8 kr. og síðan smálækkandi vegna aukinn- ar framleiðslu hinna stóru garðyrkju- stöðva þar, unz þeir eru nú komnir í kr. 4.50 kg. Ef að líkum lætur og venju, hækka þeir aftur þar syðra, þegar dregur nær haustinu, og komast í svipað verð og þeir voru í vor, a. m. k., eða 10.00 kr. kílóið. Þetta mun tó- matasérfræðingnum 1 í „Verkam.“ þykja heppilegri verzlunarmáti en sá, sem hér hefir ríkt, sérstaklega með tilliti til þess, að í Rvík er framleiðcl- an miklu meiri hlutfallslega en hér. Þá er að geta þess, að hér hafa ekki verið seldir II. og III. flokks tómatar fyrir lægra verð og harmar maðurinn með tómatskilninginn það mjög. Tek- ur hann meðaltal af verði I., II. og III. fl. tómata í Rvík og fær út, að þeir kosti kr. 2.83 kg. að meðaltali. En hér eru vopnin ekki jafn góð og hjá Rúss- um við Rzhev, því að í Rvík eru nær allir tómatamir I. flokks, og tiltölu- lega mjög lítið af II. og III. flokks vöru og sér því hver maður hvert vit er í meðaltalsútreikningi hershöfð- ingjans. Vélbyssuskothríðin til starfs- manna K. E. A. missir einnig marks. Verður Jakob sýnilega að grípa til eiturgassins, ef von á að vera inn árangur. Dylgjur hans um auðssöfnun þeirra eru jafn fjarri öllum sanni. Af þessu virðist oss það alveg ljóst, að Jakob kollega hafi undirbúið sókn sína illa, enda er árangurinn orðinn eftir því. Væntanlega vandar hann Æfintýri Churchills í Búastríðinn. sporinu vegna einhverrar tor- færu, sem Búar höfðu lagt á brautina. Enginn hafði meiðst alvarlega í okkar vagni. Eftir fáeinar sek- úndur var eg kominn á fæturna aftur og gat gægst út. Lestin var af sporinu um það bil 1000 metra frá hæðinni fyrrnefndu. Eg sá nokkra tugi manna á hlaupum niður hæðina í áttina til okkar, en annað veifið köst- uðu þeir sér niður í grasið og á sama augnabliki hófst harðvít- ug og örugg skothríð á stöðvar okkar. Kúlurnar hvinu yfir höfðum okkar eða buldu á vagn- inum eins og haglél. Eg ræddi nú við Haldane um það, hvað gera skyldi. Okkur kom saman um, að hann skyldi halda liðinu til aftasta vagnsins og verjast þaðan meðan eg héldi fram með lestinni til þess að komazt að raun um hvaða skemmdir væru á sporinu og hvort nokkur von væri um, að okkur tækist að lagfæra það eða ryðja brakinu svo úr vegi, að við kæmumzt áfram ef eim- reiðin væri ökufær. Eg klöngraðist út úr vagnin- um og hljóp með fram lestinni til eimreiðarinnar. Hún var ennþá á sporinu; fyreti vagninn lá á hvolfi og þeir, sem í honum höfðu verið, lágu í sárum sínum þar, margir höfðu farizt. En vagninn lá alveg af sporinu. Tveir næstu vagnar voru einnig af sporinu; annar var upprétt- ur þó, en hinn á hliðinni. Þessir tveir vagnar hindruðu áfram- hald heimferðarinnar, með þeim, sem á eftir voru. Hermennirnir höfðu þegar tekið sér stöðu í skjóli vagnanna, því að skot- hríð óvinanna var miskunnar- laus og harðvítug og nú heyrð- ust fallbyssudrunur blandast við söng rifflanna. Við vorum fastir í snöru óvinanna. Um leið og eg hljóp fram með eimreiðinni sprakk sprengikúla beint fyrir ofan höfuðið á mér, að því mér virtizt, og þeytti braki í allar áttir. Lestarstjór- inn stökk út úr klefa sínum og hljóp í skjól hjá vögnunum. Hann hafði særst á andliti af sprengjubroti og blóð streymdi úr sárinu. Hann var bæði hryggur og reiður. Hann var borgaralegur starfsmaður! — Héldu þeir kannske að honum væri borgað til þess að láta drepa sig? Ekki aldeilis. Hann færi ekki feti lengra í eimreið- inni. Mér leizt nú svo á, að taugar mannsins væru í þvílíku ésig- komulagi, að hann myndi ekki hæfur til að aka eimreiðinni, — en hér var illt í efni, því að hann var sá eini í hópnum, sem kunni það starf, og ef hans nyti ekki við væri öll von um und- ankomu að engu orðin. Eg tók mér því fyrir hendur að telja honum trú um, að enginn maður særðist tvisvar sama daginn, — að særður maður, sem gegndi skyldustörf- um sínum af fremsta megni, væri æfinlega heiðraður og nú hefði hann tækifæri, sem e. t. v. kæmi aldrei aftur. Hann lét segjast af þessum fortölum, þurrkaði blóðið fram- an úr sér, klifraði upp í klefa sinn aftur og hlýddi hverri fyr- irskipun, sem eg gaf honum möglunarlaust eftir það. Eg áleit nú, að undankomu- von okkar byggðist á því, að okkur tækist að ryðja brakinu af sporinu með því að láta eim- reiðina aka é það, því að jám- brautarlínan sjálf virtizt óskemmd. Haldane höfuðs- maður félzt á þessa ráðagerð. Næsta klukkutímann á eftir var starfað að þessu, og eg var sannarlega heppinn að sleppa ósærður, því að eg varð stöðugt að vera á hlaupum til þess að segja lestarstjóranum fyrir verkum, en skothríð Búa var hin harðvítugasta. (Frwnhald).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.