Dagur - 13.08.1942, Blaðsíða 3

Dagur - 13.08.1942, Blaðsíða 3
Fimmtudaginn 13. ágúst 1942 3 vopnin betur næst, er honum leikur hugur á að rægja samvinnufélögin hér um slóðir, umfram það, lem venja er frá hans hálfu. Eru tækifærisvísur aö veröa úr sögunrd? gKÁLD þjóðarinnar munu nú leggja miklum mun minni stund á þá íþrótt en áður að mæla tækifærisvís- ur af munni fram, sér og öðrum til gamans og hugarhægðar. Ef til vill þykjast þau nú orðin of „fín“ til þess, en hitt mun þó ráða meiru um þetta, að færri leggja nú eyrun við slíkum kveðskap en áður, og vísunum er miklu síður á lofti haldið, enda bár- ust þær þá oft mann frá manni lands- homanna á milli. Er þetta þó ein hin skemmtilegasta og þjóðlegasta íþrótt, og væri mjög illa farið, ef hún yrði sjálfdauð með öllu. Sem betur fer er enn ekki svo illa komið, og munu þess mörg dæmi, að slíkar vísur verði ennþá til, ekki hvað sízt á ferðalög- um, og er oft hin mesta skemmtun og dægradvöl að. Skulu hér til gamans birtar fáeinar slíkar stökur, valdar af handahófi úr stóru vísnasafni, er til varð á skemmtiferðalagi nemenda og kennara Gagnfræðaskóla Akureyrar til Skagafjarðar s.l. vor. Var sú för farin að afloknum prófum í skólan- um, og var allmargt hagyrðinga með í hópnum, eins og raun bar vitni um. Bifreiöar og „postulahestar“. jþAÐ bar til tíðinda í för þessari — auk margra annarra æfintýra, — að bifreiðamar biluðu oft og með ýmsu móti ,og urðu verulegar tafir af. Þegar komið var út í Blönduhlíð- ina á vesturleið urðu t. d. farþegarnir úr einum bílnum að ganga um stund. Þótti það tafasamt, þótt ekki skyggði það á gleði manna. Þá varð þessi Btaka til, kveðin í stíl Jóns Arasonar, en það þótti vel viðeigandi, þar sem förinni var heitið að biskupssetri hans: „Þótt við komumst „heim að Hólum“, og hírumst þar á næstu jólum, víst mun það eigi verða á hjólum, — það vondar nornir banna, — eg held það verði á „hestum postulanna“l“ þETTA reyndist orð að sönnu: Þegar farið var yfir brúna á Víði- nesá, brotnaði það mannvirki niður undan fremsta bílnum, og varð hóp>- urinn að halda fótgangandi heim á Hólastað. — Þegar ekið var l\á þess- ari brotnu brú aftur, áleiðis til Sauð- érkróks, varð þessi vísa til: „Svona stundum enda æfintýr unglinga, er koma beint úr skóla: Þeir fara geyst og brjóta allar brýr að baki sér og „punktera" og spóla“.“ |f Ð LOKUM skal þessi staka fljóta með, þar sem rúmið leyfir ekki ag fleiri séu birtar að sinni. En hún varð til, þegar stigið var út úr bif- reiðunum á Sauðárkróki. Hafði þá lengi verið mjög glatt á hjalla í hópnum, en nú voru menn þó teknir að dasast nokkuð eftir langt ferðalag og ýmis æfintýri: „Kollveltur ótal kroppinn lama, kjólar og buxur hrukkaðar. Strákunum hætt að standa á lama og atelpumar „illa lukkaðar“.“ DanssHemmtun verður haldin að Þverá nœstk. laugardag, kl. 10 e. h. — Veit- ingar. Nefndin. Drengjaföt nýkomin. Kaupteiag verkamanna Vefnaðarvörudeild. DAGUR CUNNAR JÓNSSON: Vísítala og verðlag (Framhald af 1. »íðu). 1938 1938 1938 Aurar Innlent Útlent Brauð • 4.45 2.45 2.00 Kornvörur 7.56 7.56 Mjólk 30.90 30.90 Mjólkurvörur 9.10 9.10 Ostur 1.39 1.39 Smjör og annað feitmeti 8.10 5.00 3.10 Fiskur 9.21 9.21 Kjöt 30.62 30.62 Ofanáskurður 1.10 1.10 Þurkaðir ávextir 0.93 0.93 Grænmeti 10.01 10.01' Egg 4.06 4.06 Kryddvörur 1.33 1.33 Saft 0.63 0.33 0.30 Sykur 4.06 4.06 Heitir diykkir 4.20 4 20 Samtals 127.65 104.17 23.48 Hér með tilkynnist, að sonur minn, Jóhann Sigurgeir Bald- vinsson, andaðist 9. þ. m. Jarðarförin er ákveðin mánudaginn 17. þ. m. og hefst með húskveðju, kl. 1 e. h., að heimili mínu, Hjalt- eyrargötu 1. Fyrir mína hönd og annara vandamanna. Margrét Jónsdóttir. Eftir þeim upplýsingum, sem eg hefi aflað mér, mun láta mjög nærri, að fatnaður hafi hækkað til jafnaðar um 120%. Þó er rétt að geta þess, að hann hefir hækkað mjög mismun- andi, t. d. hafa vinnuföt karla hækkað frá 200—300%. Raf- orka til ljósa hér á Akureyri hefir hækkað um 20%. Sá kostnaðarliður í heimilis- haldinu, sem mest er talinn halda niðri verðlagsuppbótinni, er húsaleiga, þar sem eigi má hækka húsaleiguna nema um 14%, en sá hagnaður kemur þeim auðvitað mest til góða, sem voru svo heppnir að fá á leigu góðar íbúðir fyrir stríð. En svo eru það mjög margir, sem verða að byggja ný hús, og aðrir, sem kaupa gömlu húsin á mjög háu verði. Húsnæðis- leysið rekur á eftir mönnum að byggja og kaupa. Hvaðan fá þessir menn verðlagsuppbót á hækkandi húsaleigu Vil eg í þessu sambandi benda á, að mjög mikið af þessum húsnæð- isvandræðum stafar einmitt af því, að húsaleigan má ekki hækka til samræmis við aðrar hækkanir. Af þessu stafar, að húseigendur leggja sem allra mest af því húsnæði, sem þeir hafa áður leigt, við sína eigin íbúð, vilja alls ekki leigja fyrir þessa óeðlilega lágu húsaleigu. Er eg þess fullviss, að mikið mundi lagast með húsnæðis- leysið í bæjunum, ef leyft yrði að hækka húsaleiguna til sam- ræmis við aðrar hækkanir og verðlagsuppbótin síðan greidd á hina hækkandi húsaleigu. — Virðist það ekki fjarstæðara að hækka leigu eftir hús, en t. d. skip. Virðist lítil sanngirni í því, að húseigendur hafi leigj- endur að nokkru leyti é fram- færi sínu. Eg vil svo að endingu geta þess, að það er eigi undarlegt, þótt mörgum virðist eitthvað bogið við það, að verðlagsupp- bótin skuli ekki vera hærri en hún er og eins hitt, að hún skuli hafa staðið stöðug frá 1. jan. til 1. ágúst þetta ár. Væri það eigi nema sanngjamt, þó að jafn- mikill fjöldi, og vitað er að fær laun sín greidd með þessari verðlagsuppbót, fari fram á, að útreikningur verðlagsuppbótar- innar sé birtur í blöðunum, minnsta kosti 4 sinnum á ári, svo að menn viti eftir hvaða reglum þeir fá laun sín greidd. Ferðafé- lag Akur- eyrar hefir efnt til ellmargra skemmtiferða á þessu ári. Voru fyrst farnar þrjár gönguferðir, — að nokkru leyti á % skíðum, — en síðan lengri ferðir á bifreiðum. Lengsta ferðin að þessu sinni var farin til Suðurlands dagana 4.—12. júlí. Var farið um Kaldadal til Þingvalla, en þaðan víða um Suð- urlandsundirlendið, allt austur í Fljótshlíð. Fararstjóri var Bjöm Þórd- arson. Samtímis var farin önnur för á hestum, undir stjórn Þorst. Þor- steinssonar, úr Eyjafirði suður Vatna- hjallaveg, og meðfram Hofsjökli aust- anverðum til Þjórsárdals. Mættust hóparnir þar 8. júlí, og var skipt um fólk ó hestunum, nema hvað Þor- steinn var enn fararstjóri norður fjöll- in aftur .Þátttakendur í fjallaförinni voru suður 9 karlmenn og 2 stúlkur, en 10 karlmenn og 1 stúlka norður. Ferðin gekk vel og mun öllum þátt- takendum ógleymanleg. Af öðrum lengri ferðum mó geta um Skagafjarðarför félagsins dagana 1.—3. ág. Var þá farið víða um hérað- ið, út í Drangey og „heim að Hól- um“. Rómar ferðafólkið gestrisni Skagfirðinga, ekki sízt Jóns hrepp- stjóra KonráSssonar að Bæ á HöiSa- strönd og konu hans, og hjónanna að Felli í SléttuhlíS, Siéurbjar&ar Tóm- asdóttur og Björns Jónssonar bónda þar. Jafnframt hinum ýmsu skemmti- ferðum hafa verið farnar 5 vinnu- ferðir til endurbóta ó Vatnahjallavegi. Formaður ferðanefndar fél. hefir stjórnað vinnunni. Gert er ráð fyrir, að slíkar vinnuferðir verði farnar um hverja helgi fyrst um sinn, ef þátttaka fæst og veður leyfir, og þá alltaf unnið að framleng- ingu vegarins suður f jöllin. Vert er að minnast þess, að slíkar vinnuferðir suður á fjöll eru ávallt jafnframt skemmtiferðir. Væntanlegir þátttakendur ættu að gefa sig fram sem allra fyrst við ferðanefndina. Hinn kunni íslandsvinur og norrænalræðingDr Sir uiiiiiom craigie er 75 ara i dag Því miður er, rúmsins vegna, ekki hægt að minnast hér þessa merkismanns og bráðsnjalla málfræðings eins og vert væri. En fjöldi einstakra manna og opinberra stofnana á íslandi mun vafalaust senda honum kveðjur sínar og þakkir í dag, ekki síður en á sjötugsafmæli hans, en þá barst Sir Craigie fjöldi heillaskeyta héðan, ávarp ísl. menntamanna og málverk frá þeim í haglega útskorinni umgerð. Hangir málverk þetta síðan yfir skrifborði hans. Þá voru og Númarímur gefnar út í mjög vandaðri útgáfu honum til heiðurs. Varð sú útgáfa til þess, að þá um haustið flutti hann fyrirlestur í Oxford fyrir enskum lærdómsmönnum um skáldskaparíþróttina á íslandi, og kunnugt er, að þau fimm ár, sem síðan eru liðin, hefir hann að staðaldri unnið að rannsókn rímnakveðskaparins. —- Eftir- farandi afmæliskvæði til Sir Craigie’s hefir blaðinu borizt frá hr. Snæbirni Jónssyni bók- sala í Rvík, en hann er mikill vinur og aðdáandi Craigie’s og gaf m. a. fyrir 4 árum út sér- prentaðan bækling, er hann nefndi Skáldskaparíþróttin á íslandi, og fjallar um þær skoð- anir og athuganir Craigie’s á þessum efnum, er fram komu í áðumefndum fyrirlestri. Sir William A. Craigie 75 ára 13. áéúst 1942. Þú sem unnir íslands tungu, íslands fjöllum, dal og strönd, á því máli, er áður sungu íslenzk skáldin vítt um lönd, . sjálfur kvaðst með sama hreimi, svo við heyrðum þjóðar lag berast utan yzt úr heimi, ísland hyllir þig í dag. Fárra’ að ástum ísland náði eins og þínum segjast ber; enginn vann á Engla láði íslands hróðri betur þér. Skal í dag því Skotlands arfi, skyldu gæta og minnast þes*, er við þökkum þínu starfi: þér skal velja æðstan ses*. Innilegar enginn skildi íslands barna þraut og striS, eða meir af alhug vildi ísland sæi betri tíð; enginn meir af alhug þróði eflast líta þjóðar mátt og að sjá á legi og láði lyftast íslands merki hátt íslands skélda réðstu rúnir, rökkri alda léztu dreift Upp á fjallsins efstu brúnir einum þér var löngum kleift Frægða-jöfur, þakkir þjóðar þiggðu gamla Klakalands; þótt þær flestar ferðist hljóðar, festa þeirra’ er handabands. Þar sem Hekla hvítum tröfum háan faldar brúna stall — vakir yfir gleymdum gröfum greppa’, er mærðu kóng og jarl — fossinn prúði gulli grætur, Grímsey bárum laugar sig, íslands synir, íslands dætur, alla daga blessi þig. Sn. J. Atwiniia 2—3 stúlkur geta fengið atvinnu á Gildaskála K. E. A. Upplýsing- ar á skrifstofum vorum. Kaupfél. Gyfirðinga Tilkynailng frá rikisstjórniuni Brezka flotastjórnin hefir tilkynnt ríkisstjórninni, að þegar íslenzk skip eða hafnarmannvirki verða fyr- ir skemmdum af völdum brezkra herskipa, þá sé nauðsynlegt vegna væntanlegra skaðabóta, að tilkynn- ing um tjónið sé tafarlaust send næsta hernaðaryfir- valdi og að fulltrúa herstjórnarinnar verði veitt tæki- færi til að athuga tjónið. Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið 5. ágúst 1942.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.