Dagur - 13.08.1942, Blaðsíða 4

Dagur - 13.08.1942, Blaðsíða 4
4 Fimmtudaginn 13. ágúst 1942 ÚR BÆ OG BYGGÐ Kirkjan. Messað verður í Akureyr- arkirkju næstk. sunnudag kr. 2 e. h. Nýtt iSnfyrirtæki. Nýlega hafa nokkrir vélsmiðir hér í bænum stofn- að fyrirtæki, sem nefnist Véla- og plötusmiðjan Atli h.f. Smiðjan er til húsa þar sem áður var Vélaverkst. Júní, eign Snæbjamar Magnússonar, á Oddeyrartanga. Vélsmiðjan Atli tók til starfa 1. júlí s.l. og hefir þegar meira en nægileg verkefni til þess að vinna úr. Smiðjan er þegar mjög sæmilega vel búin að vélum og áhöldum og tjáði einn eigendanna fréttaritara blaðsins, að unnið væri að því að útvega nýrri og fullkomnari tæki. Húsakynnin eru ennþá nokkuð þröng, en úr því er ætlun þeirra að bæta eins fljótt og auðið er. Hjónaefni. Ungfrú Áslaug Einars- dóttir, verzlunarmær og Haraldur Helgason, verzlunarmaður hjá K. E. A., hafa nýlega opinberað trúlofun sína. Vegna stórfelldrar hækkunar á út- gáfukostnaði, einkum prentun, hefir blaðið orðið að hækka auglýsingaverð í kr. 3.00 pr. dálksentimetra. Guðsþjónustur í Grundarþinéa- prestakalli. Kaupangi, sunnudaginn 16. ágúst, kl. 2 e. h. — Munkaþverá, snnudaginn 23. ágúst, kl. 1. e. h. — (Safnaðarfundur). — Hólum, sunnu- daginn 6. sept., kl. 1 e. h. — Saurbæ, sunnudaginn 23. ágúst, kl. 1 e. h. — Möðruvöllum, sama dag, kl. 3 e. h. — Grund, sunnudaginn 20. sept., kl. 1 e. h. Dánardægur. Aðfaranótt s.l. mánu- dags andaðist að heimili sínu, Hlíð- argötu 1 hér í bænum, Bergljót Sig- urðardóttir, öldruð sæmdar- og dugn- aðarkona. Athygli skal vakin á auglýsingu Hreiðars Stefánssonar kennara hér i blaðinu. Kennir hann í vetur ungum börnum, aðallega 6—7 ára gömlum, og mun nota hinar nýjustu kennslu- aðferðir í þeirri grein, þar sem hann lauk kennaraprófi í Rvík s.l. vor. Nýja Bíó sýnir í kvöld kl. 9: FLÓÐBYLGJ AN. Föstudaginn kl. 6 og 9: EKKJA AFBROTAM ANNSIN S. Laugardaginn kl. 6 og 9: FLÓÐBYLG J AN. Sunnudaginn kl. 3: NÝLIÐARNIR. Kl. 5 og 9: EKKJA AFBROTAM ANN SINS. Mánudaginn kl. 9: BLÓÐ OG SANDUR. Mixsnæði Barnlaus hjón óska eftir íbúð (2—4 herbergi og eldhús) í ný- legu húsi, frá 1 okt. næstk. — Fyrirfram greiðsla og afnot af síma. — Ritstj. I. EYDAL vísar á. smðbarnasHðla starfræki eg hér í vetur. Þeir sem hafa í hyggju, að koma börnum til mín, tali við mig fyrir haustið. Kenni eftir hljóðlestraraðferðinni. HREIÐAR STEFÁNSSON, kennari, Eiðsvallagötu 30. DAGUR Nokkrar stúlkur vanar karlmannafata- eða kápusaum, eða sem vildu læra slíkan saum, geta komizt að á sauma- stofu vorri nú þegar, eða síðar, eftir samkomulagi. Ennfremur er hægt að bæta við nokkrum stúlkum, sem vildu sauma buxur í heimahúsum. Nánari upplýsingar í síma 305 eða hjá klæð- skerameistara stofunnar Ólafi Daníelssyni. SAUMASTOFA GEFJUNAR. Gasluktir OLÍULAMPAR nægar birgðir. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Járn- og glervörudeild. Stúlka getur fengið atvinnu við verzl- unarstörf nú þegar. — Upplýs- ingar í síma 356. Hrífuhausar ÞVOTTASNÚRUR BLÁSTEINN BURSTAVÖRUR Vöruhús Akureyrar Nýtt NÁTTFATASATIN BLÚSSUR KJÓLAR DRAGTAREFNI TREFLAR (hvítir og misl.) BLÚNDUKLÚTAR VERZLUN Guðiöns Bernharðssonar _________SKIPAGÖTU 1 BÓKAFREGNIR Varnarmál, Nr. 3., apr. 1942. Útg. Ármann Sig- urðsson. Rit þetta er talið hafa inni að halda ýmis erindi og hugleiðingar, er „vorir mestu fræðimenn tala frá öðr- um heimi“, og borizt hafi hingað fyr- ir milligöngu hjónanna vestur- heimsku, Guðlaugar og Jóhannesar Frímann. Tala þarna til lýðsins vms- ir höfuðskörungar, allt frá Höfundi lífsins, Maríu mey, Skarphéðni Njáls- syni og Egéerti Ólafssyni „frá Skor“, til Stefáns Eiríkssonar myndskera og Stefáns Stefánssona, „gagnfræða- skólakennara" (hér). —Blaðið skort- ir sæmilega vog til þess að vega á gildi þessara nýju opinberana, en það mun flestra manna mál, að ekki hafi þessum ágætu mönnum farið stórlega fram af krafti, andríki og málsnilld, síðan þeir fluttu yfir um, né heldur höfundi lífsins frá því á dögum Gamla testamentisins, svo að ekki sé meira sagt. Ein undantekning virðist þó á þessu: Júdas okkar ískariot segist hafa legið á bæn síðan hann hengdi sig forðum, sællar minningar, og virð- Árabátur til sölu. HELGI PÁLSSON. Millisíldar- Oö hafsíldarnet til sölu. HELGI PÁLSSON. EnsKir rdsHinnsiianzHar mjög vandaðir, svartir og dökkbláir. Hannyrðaverzlun Ragnh. O. Bjömsson. Skraut- púðurdósir nýkomnar. STJÖRNU APÓTEK K. E. A. ist það til eftirbreytni undir þeim kringumstæðum. Og þess er engin von, að hann tali eða riti öllu betri íslenzku en t. d. Halldór Kiljan Lax- ness, þótt Júdas telji sig nú líka til þess kallaðan að fræða lýðinn „í ykkar trúverðuga plássi“, eins og hann orðar það! Jóhann J. E. Kúld: Á hættusvæðinu. — Útg. Pálmi H. Jónsson. Ak. 1942. Bók þessi er fjörlega skrifuð lýsing á lífi og kjörum íslenzkra sjómanna í millilandasiglingum nú á ófriðarárun- um. Höfundurinn virðist hafa góða athugunargáfu og trútt minni. Stíll hans er látlaus og víða allþróttmikill, málið gott og prófarkalestur vandaðri en títt er nú orðið um margar slíkar bækur. Það er rétt, sem höf. segir í eftirmálsorðum: „Þetta getur óneit- anlega skoðast sem lítill þáttur at- vinnusögu íslendinga á þessum stríðs- tímum“, enda mun Kúld eini ísl. rit- höfundurinn, sem tekið hefir sér fyrir hendur að kynnast af eigin sjón og raun erfiðleikum þeim, er nú mæta sjómannastéttinni „á hættusvæðinu", Takið eftir! Skóverksmiðjan „KRAFXUR** er flutt í Hafnarstræti 85 (áður skóverk- smiðja J. S. Kvaran). Smíðar nú kven-götuskó og skó með Kína- hæl. Ennfremur inniskó úr flóka, skinni og striga, barnaskó og herraskó. Nokkur skópör til sölu með tækifærisverði. Pálmi Ólafsson. Tilkyaming Vegna stórhækkandi verðlags á flestum lífsnauðsynjum, og stórhækkaðs grunnkaups hjá fjölda mörgum iðnfélögum í land- inu, þá sjáum við, undirritaðir trésmiðir á Akureyri, okkur ekki fært að vinna lengur fyrir það kaup sem við nú höfum. Við höf- um því ákveðið að grunnkaup okkar hækki um 25% frá og með 10. ágúst 1942. Verður því frá þeim tíma tímakaup i dagvinnu kr. 2.25 sem grunnkaup. Að öðru leyti vísast til kauptaxta Tré- smiðafélags Akureyrar. Akureyri 9. ágúst 1942. Fyrir hönd trésmiða á Akureyri. Lárus Björnsson. Páll Tómasson. Jón Sigurjónss. Herra sokkar, ULLAR OG BÓMULLAR í miklu úrvali. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Vefnaðarvörudeild. iQ 0 En þar mun mikið efni og merkilegt, I ari bók sinni, svo langt sem frásögn og gerir Kúld því góð skil með þess-1 hans nær. J, Fr.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.