Dagur - 20.08.1942, Síða 4

Dagur - 20.08.1942, Síða 4
4 Fimmtudaginn 20. ágúst 1942 ÚB BÆ OG BYGGÐ Kirkjan. Messað í Akureyrarkirkju kl. 5 næstk. sunnudag. Dánardæ&ut. Eggert Einarsson kaupmaður hér í bæ andaðist snögg- lega að Laugaskóla s.l. föstudag. Eggert var fæddur 5. jan. 1876 og var því 66 ára. Hann útskrifaðist úr Mööruvallaskóla 1897. Fór síðan ut- an og lærði gosdrykkjagerð á Mineralvandfabrik í Stavanger. Stundaði hann síðan þá iðn hér í bæ um 40 ára skeið. Hann var glaðlyndur röskleika- maður og tryggur vinum sínum. Eggert var kvæntur Guðlaugu Sig- fúsdóttur, er lifir mann sinn ásamt 6 uppkomnum börnum þeirra. Leiöróttmgar. í nokkrum hluta upplags síðasta tölubl. var byrjun greinarinnar „Vísitala og verðlag" á þessa leið: Siðan gengishækkunin var staðfest, en átti að vera: Síðan geng- islækkunin o. s. frv. I sömu grein var verðhækkun rúg- mjöls og hveitis í hundraöshlutum ekki nákvæmlega rétt. Rugmjöls- hækkunin átti að vera 106%, en hveitishækkunin 58%. Þá er enn í sömu grein töluvilla í 2. 1. aö neðan á 3. d. 1. s. Rétt er tal- an 127,65 aurar, sbr. niðurstöðutölu á 3. síðu. Andlátsíregn. S.l. laugardag lézt eftir stutta en þunga legu á sjúkra- húsi Siglufjaröar Eugenius Porsteins- son, Þorkelssonar hreppstj. í Olafs- firði. — Eugenius heitinn var aðeins 35 ára gamall, hinn mesti myndar- og dugnaöarmaður, vel látinn og virtur af öllum, sem kynntust honum. Fimmtugur varð Steingrímur Hans- son, verkstjóri hjá Skinnaverksmiðj- unni „Iðunn“ hér i bænum, þann 17. þ. m. — Steingrímur er ættaður úr Köldukinn, en hefir dvalið larigvist- um hér í bænum. Hann stundaði nám við gagnfræðaskólann hér en gerðist síðar brautryðjandi í jarðabótafram- förum hér um slóðir. Varð hann fyrst- ur manna hér til þess að nota sláttu- véi. Þótti Steingrímur hverjum manni röskari og forsjálli við hvers konar jarðabótavinnu. Árið 1933 réðist hann til dr. Lauge Koch, hins danska heimskautakönn- uðar, og fór með leiðangri hans til Grænlands og öðru sinni órið eftir. Dr. Koch rómaði mjög karlmennsku og dug Steingríms, er heim kom. . Steingrímur hefir gegnt verkstjóra- störfum hjá Skinnaverksmiðjunni „Iðunni“ síðan 1935 og nýtur trausts og vinsælda í því starfi, sem öðrum er hann hefir tekið sér fyrir hendur. Aðalíundur félagsins „Berklavörn“ verður haldinn næstk. mónudagskvöld kl. 8.30 í Verzlunarmannafélagshús- inu. Formaður „Berklavarnar" hefir beðið blaðið að vekja athygli á því, að æskilegt er, að sem flestir, sem áhuga hafa fyrir starfsemi SIBS, sér- staklega þeir, serii einhverntíma hafa notið hælisvistar vegna berkla, gangi í félagið og gerist þannig virkir þátt- takendur í baráttu Sambandsins fyrir málefnum berklasjúklinga. íkviknun. S.l. sunnudagskvöld kviknaði í kjallara hússins nr. 105 við Hafnarstræti hér í bænum út frá flot- potti á eldavél. Slökkviliðið kom á vettvang og tókst því fljótlega að slökkva eldinn, en töluverðar skemmdir urðu á innanstokksmunum. Eigendur hússins eru Jakob S. Kvar- an og Gísli Eylert. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saraan í hjónaband af séra Þormóði Sigurðssyni á, Vatnsenda ungfrú María Brynjólfsdóttir símamær og Skúli Bjarkan cand. phil. Ennfremur voru nýlega gefin saman af séra Friðrik Rafnar vígslubiskup hér ung- Alþingi§> Ríkisstjórnin lofaði því, að þingið skyldi verða ósköp stutt; aðalverkefni þess væri ekki annað en endursamþykkja „réttlætismálið“ og fitja síðan upp á lýðveldisstjórnarskrá..— Þingið hefir nú staðið í hálfan mánuð, og stöðugt rignir mál- unum yfir það, flestum í þings- ályktunarformi. Skulu hér nefndar nokkrar slíkar tillögur auk áður um getinna: Till. til þingsál. um ríkis- ábyrgð á láni til aukningar raf- veitu Akureyrarkaupstaðar, — um drykkjumannahæli, — um rannsókn á lendingarbótum í Oræfum, — um vegagerð inn með Patreksfirði, — um brúar- gerðir á Barðaströnd, — um samgöngur milli hafna á Breiða- firði, Rvíkur og kauptúna V.- Barðastrandars., — um ríkis- ábyrgð á láni til aukningar raf- veitu Isaf jarðar og Eyrarhrepps, — um styrki til byggingar fiskiskipa, — um kaup á sér- stakri gerð bifreiða til fólks- flutninga undir Ólafsvíkur- Enni, — um brúargerðir á vötn í A.-Skaftafellssýslu, -— um til- högun flutninga á langleiðum, um brúargerðir á vötn í V,- Skaftafellssýslu, — um ráð- stafanir til þess að tryggja ísl. bjargræðisv. vinnuafl, — um innfl. véla í fiskibáta, — um vélar og efni í fiskibáta, — um rannsókn á lendingarbótum í Vík í Mýrdal, — um brúargerð á Djúpá í Fljótshverfi, — um raforkumál, — um undanþágu frá greiðslu á benzínskatti, — um rannsókn á því, á hvern hátt bæta megi úr neyzluvatnsskorti í ýmsum kauptúnum landsins, — um brúargerð á Svelgsá, — um vegagerð á Snæfellsnesi, — um að leita samninga við verk- lýðssamtökin um kaup og kjör í opinberri vinnu og allsherjar vinnumiðlun og um undirbún- ing löggjafar um átta stunda vinnudag og vinnuvernd, — um vöru- og farþegaflutninga með ströndum fram, — um samninga við verklýðssamtök- in til að tryggja nauðsynleg- ustu framleiðslu þjóðarinnar, — um flutningastyrk til hafnleys- ishéraða landsins. Þá skulu nefnd nokkur frum- vörp auk þeirra, er áður hefir verið skýrt frá: Frv. til 1. um kosningar til Al- þingis, — um lendingarbætur á Skálum, — um raforkusjóð, — um br. á 1. um hvíldartíma há- seta á ísl. botnvörpuskipum, — um lögreglumenn, — um br. á framfærslulögum, — um br. á 1. um alþýðutryggingar, — frv. til hafnarl. fyrir Grundarf jörð. Öll þessi máladrífa á örstuttu þingi bendir frekar á uppboðs- þing en Alþingi. frú Guðrún Hermannsdóttir og Char- les Gaunt setuliðsmaður. Þá gaf ka- þólskur herprestur hér á staðnum ný- lega saman ungfrú Laufeyju Her- mannsdóttur og William Reeve setu- liðsmann. DAGUR 30-40 liestar af góðu útheyi til sölu. Upp- lýsingar hjá Tryggva Stefánssyni, skósmið. Nýlegt peysupils (klæði) ósk- ast. Fornsalan. SÁ, sem getur útvegað íbúð, 1—2 herbergi og eldhús, getur feng- ið nýja rafmagnseldavél keypta. Snorri Pálsson múrarameist- ari, Holtagötu 5, vísar á. Héraðssamband eyfirzkra kvenna vantar tvær stúlk- ur næstkomandi vetur til hjálpar á heimilum. Gott kaup. Allar nánari upp- lýsingar gefur GUÐRÚN JÓNASDÓTTIR, Möðruvöllum. Amerískar vekjara- og eldhús- ktukkur margar tegundir. Kaupfél. Eyfirðinga Járn- og glervörudeild. SILFURKROSS tapaðist á leið út Brekkugötu í gær. — Finnandi beðinn skila á B. S. O. gegn fundarlaunum. Þýzkap flugvélar gerast nú tíðir gestir hér við land. í tilkynningu frá amerísku herstjórninni í gær, er sagt frá því, að þýzk flugvél hafi gert 5 árásir á brezkan togara hér fyrir Norðurlandi s.l. þriðjudags- morgun. Togarinn slapp lítt skaddaður. Síðar sama dag gerði þýzk flugvél árás á vita á Norð- urlandi, segir í tilkynningunni, og urðu lítilsháttar skemmdir á honum. Litlu síðar var gerð árás á annan vita, en tjón varð ekkert. Mönnum er enn í fersku minni árás Þjóðverja á vitann á Grímsey á Steingrímsfirði fyr- ir nokkru síðan. Lítur helzt út fyrir að hafin sé skipuleg eyð- ingarstarfsemi á leiðarmerkjum sjómanna hér við land. Þýzk flugvél flaug yfir Reykjavík á þriðjudaginn og var gefið hættumerki þar. Þökkum auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarð- arför Baldvins Sigurðssonar frá Höfða. Aðstandendur. Kauptaxti Undirritaðir múrarar lrafa ákveðið að grunnkaup múrara verði frá 15. þ. m. kr. 2,30 um klst., að viðbættri fullri dýrtíðaruppbót. Akureyri, 12. ágúst 1942. Jakob Snorrason. Guðm. Magnússon. Stefán Aðalsteinsson. Fggert Ólafjir Eiríksson. Stefán Halldórsson. Óskar Gíslason. Einar Sveinsson. Pétur Gunnlaugsson. Kristján Mikaelsson. Snorri Pálsson. Þórður Aðalsteinsson. Bjarni Rósantsson. Asgeir Austfjörð. Jón B. Jónsson. KAUPTAXTI Við undirritaðir pípulagningamenn höfum ákveðið að frá 15. ágúst verði grunnkaup okkar kr. 2,25. Akureyri, 18. ágúst -1942. Gestur Pálsson. Ólafur Magnússon. Sveinbjörn Lárusson. Björn Júlíusson. Sveinn Tómasson. Jörðln Kálfagerði í Saurbæjarhreppi fæst til kaups. Verðtilboð sendist fyrir 15. sept- ember n. k. til undirritaðs, sem gefur allar nánari upplýsingar. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. Akureyri, 18. ágúst 1942. Hólmgeir Pálmason, Munkaþverárstræti 3. Frá landssímanum Tvær stúlkur verða teknar til náms við stöðina hér frá 1. sept. n. k. Eiginhandar umsóknir, með upplýsingum um aldur og menntun sendist undirrituðum fyrir 25. þessa mánaðar. Símastjórinn á Akureyri, 18. ágúst 1942. GUNNAR SCHRAM. Kápuefnt i nýkomið, í miklu úrvali. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA V ef naðarvörudeild. TíIIboH óskast fyrir 22. þ. m., í að gera hreinan barna- skólann fyrir 5. september n. k. Upplýs- ingar hjá dyraverðinum. SKÓL AST J ÓRINN. Frá barnaskólanum % Kennsla hefst í skólanum 8. sept. n. k. kl. 10 f. h. Mæti þá öll 7, 8 og 9 ára börn, sem sækja eiga skólann í vetur. 19. ágúst 1942. SNORRI SIGFÚSSON.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.