Dagur - 10.09.1942, Blaðsíða 1

Dagur - 10.09.1942, Blaðsíða 1
« Vikublaðið DAGUR Ritstjórar: INGIMAR EYDAL, JÓHANN FRÍMANN. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Jóhann Ó. Haraldsson. Skrifstofa við Kaupvangstorg. Sími 96. Árgangurinn kostar kr. 8,00. Prentverk Odda Björnsaonar. FMMRJESLI Staðarkfooðarmfra- Verkiö sækistvel,-enverd up varla lokiö fyrr en 1944. Frásfion Árne G. Eiilands, forsíjóra. Tveir mánuðir eru nú liðnir síðan framkvæmdir hófust við fram- ræslu og þurkun Staðarbyggðarmýra í Öngulstaðahreppi, fyrir for- göngu Framræslu- og áveitufélags Staðarbyggðar. Var skýrt frá fyrirætlunum félagsins hér í blaðinu fyrr í sumar, en þessar fram- kvæmdir má óefað telja mjög mérkilegar og þess verðar að þeim sé gaumur gefinn. — Árni G. Eylands, framkvæmdastjóri, formaður Verkfæranefndar, var hér á ferð um síðustu helgi, m. a. til þess að fylgjast með hversu verkið gengur, en Verkfæranefnd ríkisins út- vegaði skurðgröfuna, sem notuð er þar fremra, og sá um uppsetn- ingu hennar. Júdasarkoss- ar íhaldsins* Stjórnarflokkarnir samþykkja í bróðurlegri einingu — síðasta þingdaginn — nýjar kákbreyt- ingar á stjórnarskránni, — að þessu sinni aðeins til þess að hylma á nýjan leik yfir svik sín í sjálfstæðismálinu. TjAU fáheyrðu tíðindi hafa gerzt á “ Alþingi, að stjórnarflokkarnir hafa knúð fram nýja stjórnarskrár- breytingu, þar sem því bráðabiréS- arákvæði er holað inn í aeðstu stjórn- skipunarlög ríkisins, að Islendingar GETI staðið við yfirlýsingar Alþing- is frá 17. maí 1941 um fullan skilnað við Dani og stofnun nýs lýðveldis á íslandi, og þurfi þá ekki þingrof og nýjar kosningar fram að fara, heldur dugi samþykki eins þings og þjóðar- atkvæðagreiðsla, til þess að sú breyt- ing öðlist fullt gildi. — Slík breyting á stjórnarskránni er hins vegar alger- lega marklaus og kák eitt, þar sem Alþingi hetir þegar slíkt vald í hendi sér og éeeti því skipað þessum mál- um nú þeíar, ef vilji og einhugur væri um þau ríkjandi í þinginu. — Framsóknarmenn hafa því setið hjá við atkvseðagreiðslur um þennan nýja kisuþvott, en hins vegar leyft full afbrigði um meðferð málsins, svo að þinghaldið tefðist ekki þess vegna að óþörfu, þar sem úrslitin voru fyr- irfram vituð. pRAMSÓKNARFLOKKURINN * hefir frá upphafi verið mjög fylgj- andi fullum skilnaði við Dani og stofnun nýs lýðveldis á Islandi, strax og þess væri nokkur kostur. Hins vegar hefir hann ávallt talið, að þjóð- inni myndi það giftudrýgst, að rasa ekki að neinu um róð fram í þessum efnum, og að sjálfsagt væri að und- irbúa þessa þýðingarmiklu breytingu sem allra bezt með rólegri athugun og samstarfi allra flokka. Flokkurinn taldi það því hið mesta og hættuleg- asta óráð að hrófla við stjórnskipun- arlögum ríkisins, eins og gert hefir verið, fyrr en hægt væri að ganga frá þessum málum að fullu, og tryggt væri, að ráðstafanir Alþingis og hið nýja lýðveldi hlyti viðurkenningu og fulltingi stórþjóðanna. Var málum svo komið s.l. vetur, að dómi Fram- sóknarmanna, að eðlilegast og óhættuminnst var að láta þessi mál bíða stríðslokanna, þar sem vafasamt yrði að teljast, að nokkurt mark væri tekið ó slíkum samþykktum um- komulausrar smáþjóðar, er sezt væri Framhald á 4. síðu. Loftárás á Seydisfjöpð Síðastliðinn laugardag um há- degi flaug þýzk , 4 hreyfla sprengjuflugvél yfir Seyðisfjörð og varpaði niður tveim sprengj- um. Kom önnur þeirra í fjöruna við kaupstaðinn og varð af óg- urleg sprenging. Fjórir drengir voru að leik þar skammt frá og meiddust allir, einn svo, að taka varð af annan fótinn. Á sunnu- dagsmorgun varpaði þýzk flug- vél 4 sprengjum í nágrenni bæj- arins, en tjón varð ekkert. Tíðindamaður blaðsins fann Árna að máli og spurðist frétta af þessum framkvæmdum. Fer frásögn hans hér á eftir: — í fyrra haust festi Grænmet- isverzlun ríkisins kaup á 2 skurð- gröfum í Englaridi og valdi ég gröfurnar og réði útbúnaði þeirra, en S. í. S. annaðist kaup- in að öðru leyti og sá um send- ingu til landsins. Báðar þessar gröfur voru valdar með það fyr- ir augum, að þær væru fyrst og frernst hæfar við þurrkun liálf- deigjuinýra til túnræktar. Ríkis- sjóður lánaði Akranesbæ aðra gröfuna og var vinna hafin í júníbyrjun. Er unnið í Garða- flóa, skammt ofan við Akranes. Þar hafa verið grafnir skurðir, sem eru yfirleitt 3,3—3,5 metrar á breidd og um 2 metrar á dýpt, en botnsbreiddin um 1 metri. Vinnan á Akranesi hefir gengið vel og óhappalaust. Hina gröfuna fékk Fram- ræslu- og áveitufélag Staðar- byggðar léða til framkvæmda sinna í Staðarbyggðarmýrum. Var til þess gripið sem úrræðis, þótt grafan sé raunar ekki keypt með það fyrir augum, að vinna á slíku landi, þar sem ekki var líklegt, að félagið gæti fengið aðra betri gröfu, eins og nú er komið málum með kaup á véF um og aðdrætti til landsins. Grafan tók til starfa hinn 5. júlí s. 1. Frá þeim tíma hafa ver- ið grafnir um 1060 lengdar- metrar eða um 6000 rúmmetrar. Vélin var sett saman fyrir neðan Munkaþverá, hjá Maríugerðis- vaði. Var byrjað að grafa við gamla skurðstæðið þar (unnið fyrir aldamótin síðustu), en sá skurður er nú fyrir löngu gró- ýnn og gagnslítill orðinn. Grafn- tr vom þarna 5,50 lengdannetr- ar. Skurðurinn er þar 4—5 metra breiður, dýptin 1,5—2 m. en botnbreiddin 3—4 metrar, þar sem skurðurinn er grafinn með rnjög litlum fláa. Á þessum kafla var við þann örðugleika að etja, að þar eru malarhöft mörg og varð að grafa í gegnum þau, hvað sem það kostaði. Tafði það vinnuna mjög mikið. Á nokkru svæði voru ekki nema 80 sm. niður á grófa, leirrunna möl. Þverá hefir runnið þarna áður fyrr og myndað framburð þenn- an. Skurðurinn nær þarna að merkjum Munkaþverár og Grýtu og er þá komið nokkuð út fyrir yzta malarhaftið. Þann 18. ágúst var grafan flutt frá Munkaþverá út að Þverá og niður að Eyjafjarðará, rétt utan við jódísarstaðasökku og byrjað að grafa jrar þann 20. ágúst. Þann 5. sept var búið að grafa þar 510 lengdarmetra og er skurðbreiddin svipuð þar og framfrá. Verður grafið þarna á- fram, á ská upp að brekkunni fyrir neðan Öngulstaði, en sú vegalengd er urn 1,9 kílómetrar. Öll lengd aðalskurðarins fram að Maríugerðisvaði verður um 8 kílómetrar. — Hvers vegna var hætt við gröftinn fremra og byrjað á ytri enda skurðarins? — Um það hafa margir spurt og er ekki laust við að spunnist hafi um það miður réttar sagn- ir hér í firðinum, og raunar um fleira viðkomandi gröfunni og vinnunni við hana. Þegar grafan var send hingað í vor, var eftir þeim upplýsing- um, sem þá lágu fyrir, ekki bú- izt við að hægt væri að grafa nema nokkurn hluta skurðarins á þann hátt, að láta gröfuna ganga „ofan jarðar", á skriðbelt- (Framh, á 2. síðu), Roosevelt Bandaríkjaiorseti hefir krafizt þess af þjóðþinginu, að það geri tafarlaust ráðstafanir til þess að koma í veé fyrir vaxandi verðbólgu í landinu, þar sem dýrtíð- in stofni atvinnu- og fjármálalífi þjóðarinnar í mikla hættu. Telur for- setinn brýna nauðsyn bera til að löé- binda kaupéjald, oé setja hámarks- verð á nauðsynjavörur,'landbúnaðar- afurðir ekki síður en aðrar. Jafn- framt hefir harm tjáð þinéinu, að ef það éeti ekki komið sér saman um aðéerðir er að éaéni komi, muni hann nota vald sitt til þess að koma þeim á. Bændur lengu 3 hrðnur lurir Kjtfthfiðið srðasiiðlBdr. Stjórn KEA hefir nýskeð ákveðið uppbætur á kjöt, sem lagt var inn á sláturhús félagsins á síðastliðnu hausti. Var áður- búið að greiða kr. 2.10 fyrir 1. fiokks kjöt og verður nú greidd 90 aura uppbót fyrir kíló. Heild- arverð fyrir kíló verður því 3 krónur. Verðuppbót á hina kjötflokkana er 90—95 aurar á kíló. T Gæruframleiðsla ársins 1941 er jregar seld úr landi og er talið líklegt, að verðið reynist um kr. 3,50 á kg. Ættu bændur þá að fá tveggja krónu verðuppbót. Ullarframleiðsla s. 1. árs er hinsvegar ennþá óseld, og ekki líklegt að sala takist fyrst um sinn. Alþingi var slitið í gær. Helztu afrek þessa þings má telja afgreiðslu hins ömurlega kjördæmamáls og nú síðast kák- aðgerðirnar í sjálfstæðismálinu. Má með réttu segja, að þing- meirihlutinn sé spegilmynd hinnar máttlausu ríkisstjórnar sinnar; vandamálin verða erfið- ari með degi hverjum, en hvorki þing né stjórn gera hina mipmtu tilm»n til þe«s Kjötverð- ið kr. 6.40. Kjötverðlagsnefnd hefir á- kveðið, að kjöt skuli kosta kr. 6.40 í heildsölu á komandi haustkauptíð; smásöluálagning- in sé 10% á súpukjöti en 20% á læri. Er kjöt í haustkauptíð- inni þar með orðið dýrara en sumarslátrað kjöt og mun það einsdæmi og næsta furðulegt. Sú ákvörðun nefndarinnar, að bændur þurfi að fá 100% meira fyrir kjötið nú en í fyrra, skal hér ekki véfengd, en hitt virðist oss augljóst, að almenningi í bæjunum muni veitast erfitt að birgja heimili sín nægilega af kjöti til vetrarins fyrir þetta verð. Ríkisstjórnin tók þá ákvörðun fyrir skemmstu að halda niðri verði á margaríni, til þess að almenningur gæti keypt það, og greiddi framleið- endum uppbót. Þessí ráðstöfun stóð að vísu skamma stund, eins og flest það er ríkisstjórnin tek- ur sér fyrir hendur í dýrtíðar- málunum. Hefði ekki verið skynsamlegra að taka til athug- unar að ríkið greiddi bændum verðuppbót; en selja kjötið fyr- ir lægra verð á innanlands- markaði. Virðist það sýnu skyn- skynsamlegri ráðstafanir en margarínsaðgerðirnar. — Einu ráðstafanirnar, sem íhaldsstjórn- in hefir gert í jressum málum, er að setja uppbótarþingmann sinn af Rangárvöllum, Ingólf Jóns- son, í formannssæti Páls Zoph, í kjötverðlagsnefnd. Mun sú ráðstöfun einkum hafa verið gerð með tilliti til kosninganna í sláturtíðarlokin, en neytend- um mun þykja upplausnin öll, er af kosningabröltinu leiðir, þegar ærið dýr, — og mættu vel launa stjórnarflokkunum greið- ann við kjörborðið. sporna í móti. Akureyringar mega minnast þess sérstaklega, að ábyrgðarheimildin fyrir hinu nýja rafveituláni dagaði nú uppi í annað sinn. Fer þar sam- an forystuleysi í málefnum bæj- arins á Alþingi og algert vilja- leysi stjórnarflokkanna til þess að sinna nokkru nýtilegu máli, er til hagsbóta horfir fyrir þetta bæjarfélag. Pinglausnir fóru frami gær fibyrgðarhelinllilln lyrlr ralueituiðni Akureyrar dagaði ugpi, I annað sinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.