Dagur - 10.09.1942, Síða 2

Dagur - 10.09.1942, Síða 2
2 DAGUR Fimmtudaginn 10. september 1942 Stjórnarliðið er farið að hræðast $ín eigin verk Fyrst eftir að stjórnarskipt- in urðu í vor og Sjálfstæðis- flokkurinn myndaði stjórn með stuðningi Alþýðuflokksins og kommúnista, lét stjómarliðið heldur mannalega. Ummæli stjórnarblaðanna vom að efni til á þessa leið: Mikið erum við nú sælir að vera lausir við óhræsis Fram- sóknarráðherrana úr ríkis- stjórninni. Við brottför þeirra hefir hið pólitíska andrúmsloft orðið svo makalaust hreint. Framsóknarmönnum verður að skiljast það, að við getum ósköp vel stjórnað án þeirra hjálpar, og nú er um að gera að láta kné fylgja kviði og eyðileggja F ramsóknarf lokkinn, þenna „þjóðhættulega ofstopaflokk“, þó að það kosti þrennar kosn- ingar á þessu ári. Fram’sóknarmenn aðvömðu þjóðina og bentu henni á, að upplausn og öngþveiti væri í aðsigi í fjármálum og atvinnu- lífi, er breyta mundi á skömm- um tíma velmegunar- og gróða- tímabili í tímabil eymdar og at- vinnuleysis. Gegn þessum aðvömnum hrópuðu stjórnarliðar hásum rómi: Trúið ekki Framsóknar- mönnum. Þeir em að reyna að hræða ykkur til fylgis við sig. Treystið okkur, við skulum verja þjóðina áföllum. Alþingiskosningar fóm fram 5. júlí. Fylgi Framsóknarflokks- ins óx vemlega. Fylgi Sjáljf- stæðis- og Alþýðuflokksins gekk allmjög saman. Þá brá skugga yfir sælu þess- ara flokka. Þé var sýnt hvert stefndi. Og nú er komið nokkuð ann- að hljóð í strokk stjórnarliða en óður var. Fyrir síðustu kosning- ar sagðist Sjálfstæðisflokkur- inn vera að vinna stóra póli- tíska sigra með því „að taka einn völdin á hættutímum“ og ryðja Framsóknarflokknum úr vegi. En Alþýðuflokkurinn og kommúnistar sögðust vinna sína sigra með því að brjóta niður stíflurnar, sem Fram- sóknarmenn af illu innræti sínu hefðu hlaðið fyrir dýrtíðarflóð- ið, til þess að kúga verkamenn- ina og launalýðinn. En í stað sigursöngsins fyrir kosningarnar er nú kominn eymdaróður. Er nú svo komið, að stjómarliðar hræðast sín eigin verk og sína eigin „sigra“. Þeir era farnir að bera fram meira og minna óljósar játning- ar um, að Framsóknarmenn hafi haft öldungís rétt fyrir sér í spádómum sínum um upp- lausn og öngþveiti. „Flestum kemur saman um, að upplausn ríki nú í íslenzku þjóðfélagi og alvarlega horfi á flestum svið- um“, segir Alþýðublaðið 3. þ. m. Stjórnarblöðin beinlínis keppast við að lýsa fjármála- öngbveitinu, upplausninni og ringulreiðinpi, er myndast hef- ir undir merkjum núverandi ríkisstjórnar og með aðstoð flokka þeirra, er að henni hafa staðið. Þau tala um „yfirvofandi háska, ef ekki er gripið snöggt og fast í taumana af því opin- bera“. Þau tala um, „að allur ávinningur launastéttanna af kjarabótunum farist í flóðöldu verðbólgunnar“ og að framund- an blasi við „atvinnuleysi og hrun“. Þannig er lýsing á ástandinu í blöðum stjórnarflokkanna. Þau sjá það rétt, að lengur verður ekkidulizt. Almenningur sér og skilur hinar hryggilegu afleiðingar af verkum þessara flokka. En þau sjá jafnframt, að flokkar þeirra em komnir í hættulega aðstöðu vegna sinna pólitísku „sigra“. Kosningar eru skammt undan landi. Nú eru góð ráð dýr, til þess að gylla sig í augum kjósenda. Og forráða- menn stjórnarflokkanna þykj- ast hafa fundið upp snjallræði. Þeir hugsa sem svo: Upplausnin og öngþveitið verður ekki leng- ur dulið fyrir þjóðinni. Nú skul- um við vera samtaka um að kenna Framsóknarmönnum um þetta allt saman. Það er að vísu erfitt verk og óaðgengilegt að fá fólkið til að trúa því, að flokkur, sem er í minnihluta á Alþingi og hefir þar á ofan eng- an mann í ríkisstjórn, ráði öllu, en við, sem erum í meirihluta og eigum ríkisstjórnina, ráðum engu, en alltaf eru þó einhverj- ir nógu heimskir til að trúa blekkingum og lygi. Þess vegna skulum við nú beita þessum vopnum. Með þessum vopnum leggja nú stjórnarflokkarnir þrír út í kosningabardagann. (Framhald af 1. síðu). um þeim, sem undir henni eru. Búizt var við, að þegar kæmi út undir Klauf yrði að setja gröf- una í þar til gerðan bát og grafa með henni sem flotgröfu. Ef þannig var unnið, var ekki um annað að ræða en grafa alltaf undan þeim litla halla, sem er á mýrunum, svo að alltaf væri vatn í skurðinum fyrir bátinn. Ennfremur er þess að geta, að þegar byrjað var á greftrinum var eigi fullráðið um skurð- stæðið utan til; Jódísarstaðir og Þverá voru þá ekki meðal þeirra jarða, sem framkvæmdir náðu til. Þegar byrjað var að grafa fyrir neðan Munkaþverá var gerð tilraun með að nota skóflu þá, sem fylgdi vélinni, sem auka- skófla, til reynslu, og ætlazt var til að notuð yrði, þegar vélin „kæmist á flot“. Þessi litla reynsla benti eindregið til þess, að ekki væri álitlegt að grafa með henni sem flotgröfu. Pálmi Einarsson ráðunautur tók þá til nýrrar athugunar hvort ekki væri h<egt að breyta SVIPIR SAMTÍÐARMANNA Duiight D. Eísennouier. yfirmaður Bandaríkjahers í Evrópu. AÐ er útbreidd trú meðal her- manna, að góður hershöfðjngi þurfi fremur öðru að hafa „heppnina með sér“. Árið 1915 var róstusamt á landa- mærum Bandaríkjanna og Mexiko. Pershing hershöfðingi, er síðar stjórn- aði her Bandaríkjanna ó vesturvíg- stöðvunum, átti i höggi við hinn al- ræmda æfintýra- og uppreistarmann Pancho Vilta. I leiðangri Pershings var ungur liðsforingi, nýútskrifaður fró West-Point, frægasta foringja- skóla landsins. Honum var dag einn falið að annast lögregluumsjá í smá- bæ nokkrum á landamærunum. — Kvöld eitt kom honum frétt um að blökkumaður í liðinu, heljarmenni að burðum, hefði fengið æðiskast og stæðf* öllum ógn af honum. Hinn ungi liðsforingi brá þegar við og hélt til herbúðanna. Er hann nálgaðist dró negrinn upp marghleypu og skaut fjórum skotum eða fimm á hinn unga foringja, á mjög stuttu færi. Ekkert þeirra hæfði. Alla tíð siðan hefir „Ike“ Eisenhower þótt hafa „heppn- ina með sér“. ■pÁIR menn eru þó fjær því, að * hirða um hégiljur en Eisenhower sjálfur. Engum, sem talar við hann, dettur í hug, að setja nafn hans í samband við hindurvitni, ágizkanir eða oftrú á „guði og lukkunni", því að fáir eru meiri raunsæismenn, hreinni og beinni í framkomu né ákveðnari í framgöngu. Utlit hans er allt þann- ig, að menn trúa þvi, að þar sé mað- ur, sem komi til dyranna eins og hann er klæddur. TKE“ Eisenhower er fæddur i "í Texas. Forfeður hans eru af þýzkum ættum, en fluttust fyrst til Sviss, og síðar vestur um haf. Faðir hans var kaupsýslumaður í smábæ einum. Eisenhower stundaði fyrst nám við háskólann í Kansas, en inn- ritaðist síðar á herforingjaskólann i West-Point og útskrifaðist þaðan ár- ið 1915. Árið 1917 var hann með ameríska hernum í Frakklandi og var þá ofursti að nafnbót. Árið 1935 fór hann með MacArthur til Filippseyja og undirbjó með honum varnir eyj- anna. Þegar Japanir réðust ó Pearl- Harbor' var hann kallaður heim og (Framhald á 3. síðu). Haustrabb. Lesandi sendir blaðinu eitirfarandi pistil. AUSTIÐ er komið til Akureyrar og reynitrén vagga sér við hvern glugga eins og dansmeyjar i bleikum, gegnsæjum kjólum með rauðar rósir i hárinu. Heysáturnar, handan við fjörðinn eru horfnar. Þar sjást aðeins nokkrir gulir reitir til minningar um blessaðar kaupakonurnar, sem skut- ust hingað ó böllin á laugardögum. Við fáum nú nýjar kartöflur, sem við borðum óflysjaðar og Halldór er tekinn að ráða menn i sláturhúsið, hvergi fæst efni í sængurver, og það er farið að draga mátt úr bölvuðum flugunum, sem átu frá okkur allan sykurskammtinn og helminginn af smjörinu, enda hefir gengið fram af þeim hve smjörlíkið hækkaði í verði. Ennþá er allt í blóma með afmælin og undanþágurnar, en það er mesti móðurinn farinn úr knattspyrnu- mönnunum, enda hafa þeir allir feng- ið verðlaun fyrir að sigra hvor annan og eru þar að auki margir „kram- búleraðir" á ólíklegustu stöðum eftir sumarið. Golfmeistararnir eru orðnir arðmæðulegir í göngulagi og nota kylfurnar fyrir göngustafi en lána krökkunum sínum kúlurnar til að leika sér að. Laxveiðimennirnir eru hættir að skríða i grasinu á síðkvöld- um með vasaljós í annarri hendi og „súfjutarínu" í hinni ,þessir höfuð óvinir ánamaðkanna, og þeir segja nú kunningjum sínum frá veiði sum- arsins, hversu stórir laxamir voru, sérstaklega þeir, sem þeir misstu. Það er nú kominn bridgeglampi í augu sumra, menn hverfa 4 saman inn um einar og sömu dyrnar, og leigjandinn á annarri hæð vaknar upp um miðja nótt við það að barið er í borðið og öskrað: „Eg dobla", og á daginn leika smábörnin sér að „jókerunum" úti í garðinum, ó meðan faðir þeirra situr inni og stokkar. jV/TÉR fannst Akureyri leiðinlegur " * bær“, sagði Þórbergur, og sama sagði aðkomumaður við mig um dag- inn. Það má vera, að þetta sé skoðun margra, sem dvelja hér skamma stund, en sá, sem dvelur hér árum saman, unir hvergi annars staðar. W. Somerset Maugham lýsir þvi prýði- lega í sögum sínum, hvernig Suður- hafseyjar grípa hugi og hjörtu þeirra, sem dvelja þar langdvölum, þeir lifa þar í dagdraumum og værukærð og vilja hvergi fara. Akureyri hefir ein- hver svipuð áhrif ó íbúa sína, því að hér er alltaf friðsælt og kyrrt, þrátt fyrir bilaskrölt og heræfingar. Akur- eyri er bær dagdraumanna fyrir alla þá, sem eitthvað eiga til af rómantík, sérstaklega á haustin, þegar reyniber- in roðna og Kaldbakurinn speglast í firðinum, þegar norðrið er dumbrautt og sunnangola feykir sölnuðu laufi um göturnar. Eitthvert sænskt skáld yrk- ir: „Blomande sköna dalar hemför mit hjartats ro.“ Skáldið hefir þjáðst að óróleika hjartans í ysi borgarlífs- ins og leitar á náðir kyrrlátra dala og grænna grunda, en þess þurfum við Akureyringar ekki. Við leggjumst bara í Lystigarðinn, horfum upp í himininn og hlustum á söng þrast- anna, eða við göngum inn Aðalstræti og horfum á gömlu trén og litlu hús- in, sem standa svo örugg undir brekk- unni, hlustum á samsöng mávanna frammi á leirunni, lítum kartöflu- garðana teygja sig upp undir brekku- brún og minnumst þess að þar bregzt aldrei uppskeran, hversu fallvalt sem allt annað er í þessu lífi. £>KKUR vantar Ijóð um Akureyri Wundir fallegu lagi. „Heil og blessuð Akureyri“ heyrist aldrei sungið, enda er hvort tveggja leiðinlegt, lag og ljóð. Nei, það þarf að vera á borð við: „Ack, Varmeland, du sköna“---------- svo að það streymi ósjálfrátt af vör- um okkar á fögrum haustkvöldum og geri okkur að ennþá meiri „Lokal- patriotum". Davið og Björgvin til starfa! A. Dagana 13.—15. sept. n. k. verður háð á Akureyri mót áhugamanna um uppeldismól og andlega menningu. Þátttakendur munu verða jafnt prest- ar, kennarar og leikmenn. Mótið hefst með guðsþjónustu í Akureyrar- kirkju n. k. sunnudag kl. 2 e. h. og prédikar þar séra Páll Þorleifsson á Skinnastað. Væntanlega fjölmenna bæjarbúar í kirkjuna. Gjalddagi blaðsins var 1. JÚLÍ. Framræsia Slaðar* byggðarmýra legu aðalskurðsins svo, að „vél- fast“ væri eftir skurðstæðinu, sem víðast. Mældi hann skurð- inn að nýju og er nú gert ráð fyrir, að af 8 km.vegalengd verði hægt að grafa um 7 krn. þannig, að grafan fari eftir skurðstæð- inu, annað tveggja á skriðbelt- unum einum eða í timburhler- um, sem til þess eru gerðir. Hin nýja skurðlína nær, eins og áður er sagt, út í gegnum Jódísar- staðaland. Samkvæmt þessu var grafan flutt og byrjað að grafa yzta og lægsta hluta skurðsins. Við það vinnst, meðal annars, að vatnið rennur jafnóðum frá, að verulegu leyti og léttir það mjög mikið gröftinn. Hins vegar er vel farið, að búið er að grafa syðsta hluta skurðsins og vinna bug á þeim örðugleikum, sem þar er um að ræða. Ef félagið lætur byggja flóðgáttina í skurð- inn i haust, - og eg álít það ætti það endilega að gera, — er liægt að veita á, strax næsta vor, — nota syðsta hluta skurðsins sem aðfærsluskurð, og það sem búið verður að grafa út frá, sem af- fallsskurð. Er það mikilsvert að geta haft not af verkinu sem allra fyrst, þótt því sé hvergi nærri lokið. Aðalskurðurinn verður varla grafinn á skemmri tíma en 3 sumrum. — Getur þú ekki lýst vél þess- ari nánar fyrir lesendum blaðs- ins? Grafan vegur um 8800 kíló. Aflgjafinn er 2 strokka dieselvél, sem brennir hráolíu og hefir reynzt mjög sparneytin. Tveir menn vinna með vélinni ög er þá ætlazt til, að áður sé búið að merkja og stinga fyrir skurði, svo að ekki þurfi að tefja sig á því. í sumar hafa þeir Theodór Kristjánsson á Ytri-Tjörnum og Eiríkur F.ylands unnið með vél- inni, en í haust mun Þórhallur Halldórsson frá Öngulstöðum taka við af Eiríki. — Hvað vilt þú svo segja um þessar framkvæmdir í heild sinni? Ég álít, að bændur á Staðar- byggð megi vera ánægðir með byrjun þessa verks, þótt það gangi e. t. v. ekki eins fljótt og þeir áköfustu þeirra höfðu gert sér vonir um. Og þrátt fyrir dýr- tíðina lield eg að það hafi verið rétt ráðið að byrja á verkinu i sumar, fyrst félagið gat fengið skurðgröfu þá, sem notuð er. Þetta verk hefir verið óunnið áratug eftir áratug. Það er því ekkert undarlegt, þótt við ein- hverja örðugleika sé að etja, þegar loksins kemur til fram- kvæmdanna. Það er betra verk og þarfara að taka höndum sam- an til þess að sigrast á þeim, heldur en dreifa kviksögum um að verkið gangi illa, að vinnu- brögðin séu léleg o. s. frv. Það er hér sem oftar, að sá segir flest af Ólafi kóngi, sem hvorki hefir heyrt hann né séð.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.