Dagur - 10.09.1942, Blaðsíða 3

Dagur - 10.09.1942, Blaðsíða 3
Fimmtudaginn 10. september 1942 DAGUR Sjötugur héraðs- höfðingi. Næstkomandi laugardag (12. sept.) er Davíð Jónsson hrepp- stjóri á Kroppi 70 ára að aldri. Davíð hóf búskap á Kroppi 1895 og hefir því rekið búskap þar 48 ár næstk. vor. Mörg op- inber trúnaðarstörf hafa hon- um verið falin á þessu tíma- skeiði. Síðan 1905, eða nær 38 ár, hefir hann verið hreppstjóri Hrafnagilshrepps og sýslu- nefndarmaður síðan 1928. Ennfremur formaður fasteigna- matsnefndar síðan árið 1929. Öll þessi trúnaðarstörf o. fl. hefir hann rækt af röggsemi og vandvirkni. Hitt er þó ekki minna um vert, að Davíð er vinsæll drengskaparmaður, djarfur og einarður í tali og framkomu, jafnan hress í skapi og fylgir honum glaðværð, hvar sem hann fer. Hann er röskleika- maður til allra starfa, að hverju sem hann gengur, framsækinn og fylginn sér í hverju máli. Þó að aldurinn sé nokkuð tekinn að færast yfir hann, er hann enn sami fjör- og gleði- maðurinn eins og þá hann var ungur. Davíð er vel kynjaður í báð- ar ættir. Faðir hans, Jón Da- víðsson, síðast í Reykhúsum, var héraðskunnur gáfu- og fræðimaður, og móðir Davíðs, Rósa, var dóttir hins merka bónda, Páls Steinssonar á Tjörnum í Saurbæjarhreppi og því systir Pálma Pálssonar kennara við Hinn almenna menntaskóla. Kippir Davíð í kynið i báðar ættir. Davíð er kvongaður Sigur- línu Jónasdóttur frá Stóra- hamri, hinni mestu myndar- og dugnaðarkonu. Eiga þau þrjú börn, öll uppkomin: Ragnar, bónda á Grund, Rósu, hús- freyju á Hlöðum í Glæsibæjar- hreppi og Jón, ógiftan heima. Allir hinir mörgu vinir Da- víðs á Kroppi munu á þessum tímamótum í æfi hans færa lionum hugheilar þakkir fyrir samfylgdina á lífsleiðinni og óska honum allra heilla í fram- tíðinni, einkum þó að gleðin og bjartsýnin, sem jafnan hafa verið förunautar hans á lífs- leiðinni, megi endast honum til æfiloka. Nofið Freyju kaffibæti Erfum vér lendið - eða töpum vér pví ? Séra Sigurður Einarsson dó- sent, flytur erindi um þetta efni í Akureyrarkirkju kl. 8.30 á sunnudagskvöld. í bænum er staddur um þess- ar mundir Sigurður Einarsson, dósent. Hefir hann dvalizt á Fljótsdalshéraði í sumar við rit- störf. Sigurður hefir nú um nokkurt skeið lítið látið til sín heyra opinberlega, en á sunnu- dagskvöld kl. flytur hann erindi í Akureyrarkirkju, um ýms alvarlega málefni, er varða framtíð og menningu íslenzku þjóðarinnar. Á undan og eftir eríndinu syngur kirkjukórinn. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. Óþarft er að nræla með Sig- urði dósent sem fyrirlesara, til þess er hann alltof kunnur öll- um landsmönnum m. a. frá út- varpsárum , sínum, sem frábær- lega orðsnjall mælskumaður, sem ávallt hefir nýstárlega og at- hyglisverða boðun að flytja. I HerðubreiQarliflduni 19. Í0IM942 KveðiS við heimför þaðart og skilnað þeirra sem éengu í Ódáðahraun. Við höium skoðað Grafarlönd og éengið um éróðurríkan Herðubreiðar- lund og útsýn viða, glæsta og fríða fengið sem fyrnast mun ei æfilanga stund. Við nutum friðar, sællrar sóls- skinsblíðu, við sáum íslandsfjalla töfra- geim, við dáðumst, hriíumst, gleymd- um ströngu og stríðu. Nú stefnum glöð og þakklát áftur heim. Við kveðjum þau sem héðan burtu halda í heiðarbláma duldrar fjar- lægðar og biðjum þess að faðir allra alda þeim unni heilla og sinnar ná- lægðar. Á liðnum öldum eftir troðnum slóðum ei íslands niðjar stýrðu lífsins knörr. Enn lifir þrá í gömlum ættar glóðum um gjár og auðnir heyja sigur- för. Þ. Öllum þeim, fjcrr og nœr, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum, heillaskeytum og blómum d fimmtuggafmœli minu, ■/. sept. s. L, sendi ég minar hugheilustu þakkir. Ólafur Magnússon, sundkennari. m Olafur Magn- ússon sondKennari iirafugur Fjöldi gesta heimsótti Ólaf Magnússon sundkennara á fimmtugsafmæli hans s. 1. f’östu- dag, og fjöldi heillaskeyta barst lonum frá vinum hans hvaða- næfa af landinu, auk blóma og annarra góðra gjafa. Var glatt á hjalla að vanda á því ágæta heimili, risna mikil og margar ræður fluttar fyrir minni ,,af-« mælisbarnsins“ og kvæði flutt, ort í þessu tilefni. Ól. hefir nú starfað sem sundkennarihéríbæ um rösklega 30 ára skeið og látið mikið til sín taka í íþrótta- málum bæjarins á þeim tíma. Mun hann tvímælalaust í fremstu röð íþróttakennara landsins, enda hefir í. S. í. sæmt hann heiðurspeningi úr gulli fyrir afrek hans í þeim efnum. Auk íþróttamálanna hefir Ólaf- ur tekið mikinn þátt í ýmsum opinberum málurn og nýtur alls staðar trausts og virðingar, þar sem hann leggur hönd á þlóg- inn. Er hann tvímælalaust í hópi hinna mætustu og allra vinsæl- ustu borgara þessa bæjarfélags. ,,Dagur“ árnar Ólafi og fjöl- skyldu hans allra heilla á þess- um tímamótum. BÓKAFREGNIR EIMREIÐIN, 2. heiti, 1942. Eimreiðin, 2. hefti, 1942 hefir ný- lega borizt blaðinu til umsagnar. At- hygli okkar Akureyringa og annarra Norðlendinga vekja að þessu sinni tvær ritgerðir um Skrúðsbóndarm, leikrit Björgvins Guðmundssonar, önnur eftir Helga Valtýsson, en hin eftir Finnboga Jónsson. Fjöldi mynda frá leiksýningunum hér fylgja grein- unum. Þá eru þarna greinar um við- horfið til Rússlands eftir ritstjórann, verndun þjóðernis eftir próf. Ólaf Lár- usson, í beitufjöru eftir Hjört frá Skálabrekku, kvæði eftir Sigurjón Friðjónsson, og Þráin, og smásögur eftir Hans Klaufa, Þóri Bergsson og útlenda höfunda, auk margra smá- greina og annars lestrarefnis. JÖRÐ, 2. hefti, 1942. í hinu nýja hefti Jarðar birtist m. a.: Grein um ljóðaþýðingar Magnúsar Ásgeirssonar eftir Arnór Sigurjónsson, Heima og heiman eftir Agúst Sigurðs- son, Verkmenning eftir Olaf Jónsson, Breiðafjarðarheimili fyrir 50 árum eftir Guðmund Eggerz, Gönguferð og jarðfræði eftir Ólaf við Faxafen, og ritgerðabálkurinn Æskan talar með smágreinum ýmissa ungra manna. Þá er þarna kvæði eftir Guðmund E. Geirdal, þýdd saga, matreiðsluþáttur og fjöldi smágreina. Ritið er prýtt fjölda mynda, m. a. 5 myndasíður frá íþróttamóti í Reykjavík 17. júní s.l. TÍMARIT IÐNAÐARMANNA, 3. h., 1942. Ritið flytur marghóttaðan fróðleik fyrir iðnaðarmenn og kennir þar Dívanteppa- efni (Plus) nýkomið. KAUPFÉLAG VERKAMANNA. ðbiigeíieg stuka öskast í vist nú þegar eða F október næstkomandi. JÓRUNN GEIRSSON, Aðalstræti 8. Dugieoar stoikur vantar. Ekki svarað í síma. HÓTEL GULLFOSS. Suíplr sauitlðarmanna (Framh. á 2. síðu). fékk sæti í herforingjaráðinu i Washington. þESSUM manni hefir verið falin yfirstjórn alls herstyrks Banda- ríkjamanna í Evrópu og telja margir að honum verði falin yfirstjórnin er Bandamenn hefja hina margumtöl- uðu innrás á meginlandið. Herfræðingar Bandamanna telja Eisenhower sérlega vel hæfan til þessa starfs. Skriðdrekar munu verða eitt áhrifamesta vopnið í hinni kom- andi sókn á meginlandinu. Hann tók þátt í skriðdrekaorrustum x fyrri heimsstyrjöld og starfaði siðar við skriðdrekasveitir hersins við mikinn orðstír. Sóknin til meginlandsins verður í lofti ekki síður en á láði og legi. Eisenhower er sjálfur flugmað- ur góður og stjórnaði m. a. skipulagn- ingu flughers Bandaríkjamanna í Filippseyjum. Dvöl hans á Filipps- eyjum færði honum og dýrmæta reynslu í sjóhernaði og flutningi her- liðs yfir sjó. Hin fjölþætta menntun Eisenhowers, skarpskyggni hans og skipulagningargáfa hafa fleytt hon- um í eitt ábyrgðarmesta embættið sem nú er völ á innan Bandaríkja- hersins. Undirmenn hans treysta leiðsögn hans og forsjó. Þeir segja um hann, það sem hann sjálfur sagði um Marshall yfirhershöfðingja Bandaríkjamanna: „Þar er hermaður í raun“. margra góðra grasa. Þá eru þarna minningargreinar um ýmisa oddvita iðnaðarins, m. a. grein um Tryggva Jónatansson byggingameistara hér í bæ. Fylgir mynd af Tryggva greininni og ennfremur myndir af húsahverfi því, er hann hefir reist við Ægisgötu og grunnteikningar af smáhýsum þess- um, en þau eru sérstaklega hentug til íbúðar, einföld og stílhrein, en urðu þó mjög ódýr. Stjórnaði Tryggvi verk- inu og fóði gerð húsanna að öllu leyti. RYKIRAKKAR með hettu. GÚMMÍKÁPUR á drengi og telpur. REGNHLÍFAR. GARDÍNUTAU. PEYSUFATASILKI. „SPEJL“-FLAUEL, svart. KJÓLAEFNI og blúndur. LAKALÉREFT. LÉREFT í sláturpoka. SÍU-LÉREFT o. m. fl. af góð- um varningi. Brauns Vepzlun. Pdll Sigurgeirsson. Góð stúlka óskast*nú þegar*eðad. okt. n.U. KRISTÍN BJARNADÓTTIR, Þingvallastræti 18, Akureyri. Sími 370. Ágætt í slátur. Vöruhús Akureyrar Búðardömu °g sendil vantar okkur. KAUPFÉL. VERKAMANNA. Enskarhúfnr í úrvali, frá kr. 5.00. VERZLUN JÓNS EGILS Hárvetn í úrvali. STJÖRNU APOTEK K. E. A.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.