Dagur - 10.09.1942, Blaðsíða 4

Dagur - 10.09.1942, Blaðsíða 4
DAGUR ÚRBÆOG BYGGÐ í. 0. 0. F. = 1249119 —1 = Kirkjen: Messað í Akureyrarkirkju næstk. sunnudag kl. 2. (Séra Páll Þorleifsson predikar). Kventélag Akureyrarkirkju biður blaðið að færa bæjarbúum beztu þakkir fyrir góðar undirtektir og að- stoð við hlutaveltu kirkjunnar. Blaðið hefir verið beðið að færa þeim hjónum Guðrúnu Aðólfsdóttur og Asgrími Stefánssyni verzlunar- manni, beztu þakkir fyrir vefstól, sem þau sendu sjúklingum að Krist- neshæli að gjöf. Hjónaband. Ungfrú Björg Una Sörensdóttir og Hjalti Guðmundsson húsgagnasmiður. Hjónaefni. Ungfrú Ólöf Sigurðar- dóttir og Þorgeir Pálsson, afgreiðslu- maður á Gefjun. Áheit á Sjúkrahúsið. Frá N. N. kr. 100.00. Með þökkum móttekið. — G. Karl Pétursson. Sjötugsaímæli átti Róbert Bárð- dal bóndi að Sigríðarstöðum í Ljósa- vatnshreppi þann 7. þ. m. Róbert er Þingeyingur að ætt og ólst að mestu upp í Bárðardal. Reisti hann fyrst bú að Hallgilsstöðum í Fnjóskadal og bjó þar um tvo tugi ára, en fluttist þá að Lögmannshlið, en hefir búið að Sigriðarstöðum síðan árið 1934. Ró- bert stendur enn fyrir búi að Sigríð- arstöðum. Hann er kvæntur Her- borgu Sigurðardóttur, ættaðri úr Reykjadal. Eignuðust þau hjónin 9 börn og eru þau öll á lífi. Róbert Bárðdal hefir alla tíð verið dugnað- arbóndi, talinn afburða fjárglöggur og röskur maður við hvert starf. Nýt- ur hann trausts og vinsælda sveit- unga sinna og annarra er til hans þekkja. Nýja Bíó sýnir í kvöld kl. 9: Stjörnufundurinn Föstudaginn kl. 6 og 9: Drengjaborgin Laugardaginn kl. 6 og 9: St j örnuf undurinn Sunnudaginn kl. 3: Stjörnufundurinn Kl. 5: Merki Zorros Kl. 9: Drengjaborgin Fiskilínur (enskar Sisallínur) 18 þátta fyrirliggjandi Kaupfél. Eyfirðinga Járn- og glervörudeild. Jfldasarkossar íhaidsins. (Framhald af 1. síðu). að samningaborðinu eftir styrjöldina og skipað til um málefni og sjálf- stæðiskröfur þjóðanna í heild. Væri þá ver farið en heima setið. Flokk- urinn fékk þessu ekki ráðið: Lýð- veldinu lá að vísu ekkert á í augum stjórnarflokkanna: Það átti, þegar bezt gerðist, aðeins að fá að fljóta með! — En „steiktu gæsunum“ lá á, og því var hrapað að hinum dæma- fáu og gersamlega ráðlausu stjórnar- skrárbreytingum, sem enginn hefir hinn minnsta hag af, en kynt hefir ófriðarbálið og sundrungareldinn í stjórnmálalífi þjóðarinnar á hinum hættulegustu tímum, þegar mest reyndi á samheldni og rólega yfirsýn borgaranna. 'P’NGINN fær enn séð út yfir, hve “ dýrar hinar alóþörfu haustkosn- ingar muni reynast þjóðinni: íhaldið þarf að kyssa allar stéttir — og helzt alla menn, sem kosningarétt hafa í landinu — Júdasarkossi, áður en þeir ganga að kjörborðinu: Allir verða að fá öllum kröfum sínum fullnægt, og í sumum greinum miklu meira en þeir sjálfir hafa mælzt til eða óskað eftir. Flestum kröfunum og óskunum á þó að sinna með látlausri skæða- drífu af þingsályktunartillögum, þar sem allar eftirlanganir þegnanna á hendur ríkisvaldinu eru fullkomlega teknar til greina — á pappímum. Svo er öll súpan látin daga uppi í þinglokin! Það er ódýrast í fram- kvæmdinni, og alltaf hægt að benda á, hvað þingmannsefnin hafi þó ætl- að að gera fyrir blessaða kjósend- urna! Dýrtíðinni og verðbólgunni hefir verið hleypt í skefjalausan al- gleyming, þótt öllum sé ljóst, hvílík- ur reginháski er þar á ferðnini. En enginn hefir þorað að stinga fótum við nokkrum kröfum, hvaðan sem þær hafa komið, af ótta við það að stíga á stél einhvers háttvirts kjós- enda, með því að sinna ekki kvabbi hans. Og nú síðast á að teygja stjóm- arskrána eins og hráa hrosshúð út yfir öll svikin og óheilindin í hinum örlagaríkustu og vandasömustu mál- um. Má segja, að þá keyra fyrst óskammfeilnin og blygðunarleysið um þvert bak. — Framsóknarflokk- urinn hefir ekki tekið þátt í þessum leik, né tafið þennan markað með yfirboðum: Hann hefir þegar varað kröftuglega við hættunni og boðið ábyrgt samstarf um lausn vandamál- anna, ef smáskæruhemaðurinn og ófriðurinn í landinu verði látinn nið- ur falla. Það boð hefir enn ekki verið þegið, og á meðan verður ekki hjá því komizt, að hinn ábyrgðarlausi þing- meirihluti verði látinn einn um hit- una. En því miður mun þjóðin öll fyrr eða síðar verða, nauðug eða vilj- ug, að súpa hinn beiska drykk, sem bruggaður er í ölhúsi hinna ráðandi ráðleysingja. B a r n a* va gn a r (enskir) nýkomnií. Silkivoile í gluggatjöld, slétt og mynstruð. Hannyrðaverzlun Ragnh. O. Bjömsson. Spil í fallegum gjafa- kössum. Verzlun Guðjóns Bernharðssonar. Kaupfél. Eyfirðinga Járn- og glervörudeild. Herraveski vönduð. Verzlunin LONDON. Væntanlegt með Súðinni: SAUMUR PIANOHENGSLI SKRÚFUR, margar teg. KANTRÍLAR, o. m. fl. Verzlunin LONDON. Grænmeti allskonar, svo sem blómkál, höfuðkál, salat, grænkál, spínat, graslaukur o. fl., selt daglega í garðyrkjustöðinni Flóru. — Ennfremur nýjar kartöflur. — Beztu kaupin alltaf í FLÓRU, Brekkugötu 7. TIL SÖLU 2 kýr, snemmbær og vorbær. — Upplýsingar gefur PÁLL TÓMASSON, Skipag. 2. ARMBANDSÚR úr stáli hefir tapazt á Þverá s. 1. laugardagskvöld. Skilist gegn fundarlaunum í Vélsm. Oddi. DANS verður haldinn á þinghúsinu að Þverá laugardaginn 12. sept. n.k. kl. 10 e. h. Veitingar d staðnum.. Kaplmannsúp tapaðist í síðastliðnum mánuði í Vaglaskógi. Skilist vinsamlegast á afgreiðslu blaðsins. 99 W aterman “ llndarpennar eru beztu pennar í heimi. Fást í Bókaverzlun Gvmnl Tr. Jónssonar. Fimmtudaginn 10. september 1942 KjóUiefiii í miklu og fallegu úrvali. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Vefnaðarvörudeild. SUNDNÁMSKEIÐ fyrir börn þau, er fermast eiga í Akureyrarkaupstað á nœstkomandi vori, verður haldið frá 15. sept. til 10. okt. þ. á. Nánari tilhögun námskeiðsins verður auglýst við sundstæðið. Vegna sundprófs eru öll börnin áminnt um að sækja námskeiðið með kostgæfni. Ólaiur Magnússon. Slátur og kföt seljum vér, að forfallalausu, alla næstu viku í sláturhúsi voru á Oddeyri. Sími 306. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Bændur og aðrir er reka sauðfé á næstkomandi hausti í fjárskýli eða sláturhús vort á Oddeyrar- tanga, aðvarast hérmeð um, að sauðfjár- veikivarnirnar hafa lagt svo fyrir, að öllu sauðfé, er kemur þar inn skuli lógað þegar í stað. Fæst því engin sauðkind tekin þar út aítur, hver sem í hlut á. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Hrossakjöt verður selt á sláturhúsi voru á Oddeyrar- tanga að aflokinni sauðfjárslátrun. Tekið á móti pöntunum á sláturhúsinu. Aðeins slátrað í pantanir. — Sími 306. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA HðHSHOHOH9HOH9HCHSHCHCHSHÍHOHOH9HOHiHCHOHOH9HOH9HðHOHOHOHOHÍHOHOHOHOHOHOHeH9HiHCHOHOHOHOHOHOH9H9HSHOH9HOl Notið PERLU-þvottaduft. •••••••••••••••••••••••<

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.