Dagur - 17.09.1942, Blaðsíða 4

Dagur - 17.09.1942, Blaðsíða 4
DAGUR Fimmtudaginn 17 september 1942 Dilkakjöt. Eins og að undanförnu seljum við nú í haust úr-vals dilkakjöt á sláturhúsi okkar. Þeir, sem hafa hugsað sér að kaupa kjöt hjá okkur, eru vinsamlega beðnir að senda pantanir áínar sem fyrst ALLT KJÖT SENT HEIM. Verzl. Eyjafjörður. Kjor§krá til Alþingiskosninga í Akureyrarkaupstað, er gildir fyrir tímabilið 23. júní 1942 til 22.-júní 1943, liggur framrni almenningi til sýnis á skrifstofu bæjarstjóra frá 21. sept- ember til 26. september n. k., að báðum dögum með- töldum. Kærum út af skránni verður að skila á skrifstofu bæjarstjóra innan loka framlagningarfrestsins. Bæjarstjórinn á Akureyri, 10. september 1912. 4 ÚR BÆ OG BYGGÐ I. O. O F. = 1249189 = Kirkjan. Messað í Akureyrarkirkju kl. 5 e. h. á sunnudaginn. Noreéssöínuninni miðar hægt áfram. Nýlega tilkynnti söfnunar- nefndin, að alls hefðu safnast kr. 300.000. — Gerði nefndin sér vonir um að enn mundi safnast svo, að heildarupphæðin næði hálfri miljón króna. Ef að svo fer, verður stuðn- ingur vor við málstað Norðmanna oss sízt til sóma. Söfnunarlistar liggja enn frammi í ýmsum verzlunum bæj- arins. Ættu allir þeir, sem ætla sér að taka þátt í söfnuninni, að gera það hið fyrsta. Nokkur bæjarfélög hafa þegar gefið ríflegar upphæðir. — Akureyrarbær er ekki meðal þeirra. Slátrun sauðfjár á sláturhúsi KEA hefst þ. 21. þ. m. — Verð á slátrum mun vera 8 krónur og verð á mör einnig 8 krónur á kg. Nýtt hótel? Bæjarstjórnin hélt funds. 1. þriðjudag. Fyrir fundinum lá m. a. álit byggingarnefndar viðvíkj- andi umsókn Karls Friðrikssonar kaupmanns um leyfi til þess að byggja fjögra hæða hótelbyggingu við Geislagötu hér í bænum. Byggingar- nefndin vildi ekki leyfa bygginguna samkvæmt bráðabirgðauppdrætti, er fylgdi umsókninni, og vildi fela bygg- ingafulltrúa að skýra álit nefndar- innar fyrir umsækjanda. Bæjarstjórn féllst á þetta álit. Heimsóknir þýzkra flugvéla hing- að til lands halda áfram. I síðastl. viku gerðu þýzkir flugmenn vélbyssu- árás á íbúðarhús í Breiðdalsvík ey6tra. Skemmdir urðu litlar og mann tjón ekkert. Þá var skotið úr vél- byssu og sprengju varpað á trillu- báta á veiðum undan austurströnd landsins og á togara á sömu slóðum. Ekkert tjón varð af þessum árásum. Hlutaveltu heldur Kvenfélagið „Hlíf“ n. k. sunnudag í samkomu- húsinu. Fjöldi góðra drátta á boðstól- um. Dansleikur um kvöldið á sama stað. Suipir samtrðarmanna. (Framh. af 3. síðu). þessum orðum: „Fúhrer! Ich gebe Warschau“. — Hitler lét sér fátt um finnast. Reichenau hafði misskilið hlutverk sitt og tekið til sín það, sem honum, Hitler, einum bar, — fögnuð sigurvegarans. Þessa stund stóð Rommel, þögull en trúr, við hlið foringjans. Von Reichenau hvarf af sviðinu síðar á dularfullan hátt. En Rommel var gerður að marskálki. — Hann stjórnaði vélahersveitinni sem brauzt í gegn við Sedan vorið 1940 og aftur við Seine, um sum- arið. * * * Hvað gerði Rommel sér til frægð- ar í þessum leifturferðum? Sagt var að hann færi jafnan með fremstu skriðdrekum sínum, og vildi fara hratt yfir. Hin hærri lögmál her- snillinnar seiddu hann ekki til jafns við dýrðina af hraðför sigurvegarans. Skipulagningin var í höndum undir- manns hans, Cruewells hershöfð- ingja, sem nefndur var „heili Romm- els“. Cruewell fór með Rommel til Afríku og var tekinn höndum þar af Bretum. Týndi Rommel þar „heila sínum?“ Að minnsta kosti týndi hann ekki hinni óviðjafnanlegu heppni sinni. Rommel er ekki dáður af félögum sinum, hvorki í hershöfðingja-stétt né af undirmönnum. En hann er uppáhald leikmanna, vegna snilli sinnar og afreka. Undirmenn hans segja, að hann sé gjarnan afburða- snjall á þeirra kostnað, og skeyti þá ekkert um mannslífin. Einn af foringjum hans hefir kom- ið eftirfarandi sögu af stað og bregð- ur hún nokkru ljósi yfir manninn og aðferðir hans: Liðsforingi þessi var í bifreið, ésamt Rommel í eftirlitsferð um Cyrenaica. Allt í einu sagði Rommel: Það eru of margir menn í þessum bíl. „Það skipti síðan engum togum“, sagði liðsforinginn, „að eg sat á veg- inum, blár og blóðugur. Hershöfð- SILFURKROSS í tvöfaldri festi hefir tapast. Skilist vinsamlega til Valtýs klæðskera. * ELDAVÉL (kolavél) óskast til kaups. Má vera notuð. Upplýsing- ar gefur Jóhann Frímann. Sími 264. 2 KÝR til sölu. Aðalsteinn Einarsson KEA vísar á. Stúlkur vanar buxnasaum geta fengið vinnu heim. — Hátt kaup. B. LAXDAL. Hús til sölu Kauptilboð óskast í húseign- ina Gránufélagsg. 17, Akureyri. GUNNAR JÓNSSON, Sími 222. Ensk fataefni nýkomin. Pöntunarfélagið. Stúlkur Vil taka stúlkur til að sauma karlmannaföt, helzt vanar slíkum saum. Þó geta óvanar einnig komið til greina. VALTÝR klæðskeri. Citrónur Verð kr. 0.35. VERZL. JÓNS EGILS. Barnakjólap ýmsar gerðir. Pöntunarfélaqið. Hrossakjöt sel ég í haust, eins og að undanförnu, í sláturhúsi ARA og HELGA. Nánar auglýst síðar. Magnús Sigurðsson, Björgum-. inginn hafði látið mig út úr bílnum, án þess að hafa fyrir því að stanza á meðan“. Þannig er Rommel 1942, er stjarna hans er í hádegisstað, — ennþá sami maður og hann var 1917 og 1922, — en aðeins þóttafyllri. — Líklega snjallaeti nazistinn, — en nazisti samt. Vetrarstúlka Vönduð og þrifin vetrar- stúlka óskast í vist á fá- mennt og gott heimili í Reykjavík. Upplýsingar hjá JAKOBI FRÍMANNSSYNI. . Góð stúlka óskast í vist nú þegar. JÓNAS KRISTJÁNSSON, Mjólkursamlag KEA. UNGLINGSSTÚLKA óskast 1. október næstk. Hjörtur Gíslason, KEA. Byrja kennslu 1. október. Þeir, sem vilja 'koma börn- um í skólann til mín, geri svo vel að tala við mig sem fyrst. Guðrún Þorsteinsdóttir, Hafnarstræti 71. PRJÓN AKONUR. Nokkrar prjónakonur geta fengið atvinnu við að prjóna heima í vetur. — Upplýsingar gefur Ásgrímur Stefánsson, Hafnarstræti 13. Sími 249. FJÁRMARK mitt er: Sneitt framan, gagnbitað hægra, hálftaf ' aftan vinstra. Karl Jónsson, Möðruvöllum, Hörgárdal. PRJÓNAVÉLAR. Sænskar, notaðar prjónavél- ar óskast keyptar, þurfa að vera 108 nálar á hlið. Ásgrímur Stefánsson, Hafnarstræti 13. Sími 249. FJÁRMARK mitt er: Fjöður fr. h., stýft vaglskorið a. v. Erlingur Davíðsson. Brúnalaug. VETRARMANN vantar sem fyrst. Hátt kaup. Upplýsingar gefur Stefán Jónsson, klæðskeri. Sími 163. Kaupum hæsta verði: ULLARLEIST A SJÓVETTLINGA KÁLFSKINN o. fl. Vönihús Akureyror Klðtvertiú og innaniands- neyzian. (Framhald af 1. síðu). an tilkostnað við búskap og framleiðslu í sveitum. Hinsveg- ar er vitað, að sá hluti fram- leiðslunnar, sem flytja verður úr landi, er aðeins seljanlegur við mjög lágu verði, þar sem þær þjóðir, er þar koma einar til greina sem kaupendur, hafa haldið verðlagi á landbúnaðar- afurðum — sem og flestum öðr- um vörum, — niðri hjá sér með mjög hörðum ráðstöfunum. S. 1. ár bjargaðist þetta að verulegu leyti af þeim sökum, að hið brezka setulið hér keypti mikið kjöt til neyzlu í landinu. En nú er talið, að kjötkaup setuliðsins muni stórum rninnka, þar sem ameríski herinn muni birgður af kjöti að heiman að verulegu leyti. Öll rök hníga því í þá átt, að hyggilegast væri, frá þjóð- hagslegu sjónarmiði, að auka kjötneyzlu innanlands sem allra mest og spara með því kaup á dýrum erlendum matvælum, enda bersýnilegt að hinum harla takmarkaða skipakosti, sem vér höfum yfir að ráða, muni betur ráðstafað til annars á þessum tímum en tilgangslausra flutn- inga á matvælum fram og aftur um hættusvæðið. Verður.af þessu ljóst, hversu gjörsamlega ráðlaus sú ráðstöf- un valdhafanna er, að ætla að verðbæta með miklum fjárfúlg- um vaxandi magn af útfluttu kjöti, en selja afurðirnar svo dýru verði hér innan lands, að almenningur sé tilneyddur að spara við sig kaupin af fremstu getu. Hin rétta lausn hefði tví- mælalaust verið sú að stuðla að aukinni innanlandssölu, með því að selja afurðirnar með hóflegu verði, og verðbæta þær af al- Steinn Steinsen. Sendisveina uantar ð landssrmastifðina Irð 1. ontðner næstk. Nýja Bíó sýnir í kvöld kl. 9: TE-XAS LÖGREGLAN. Föstudaginn kl. 6 og 9: ÞAÐ SKEÐI AFTUR. Laugardaginn kl. 6 og 9: TEXAS LÖGREGLAN. Sunnudaginn kl. 3 og 9: ÞAÐ SKEÐI AFTUR. Kl. 5: TEXAS LÖGREGLAN. mannafé eftir þörfum, í stað þess að nota fé ríkissjóðs til þess að efla erlenda kaupendur til kaupa á íslenzkum afurðum í sam- keppni við landsmenn sjálfa og á þeirra eigin kostnað. Tvímælalaust eru hér á ferð- inni kosningamútur stjórnarliðs- ins, og þær af heldur óhrjálegri tegund, en þó ekki óskynsam- legri en þær eiga kyn til, úr handraða þeirrar stjórnar, sem átti það verkefni eitt, að því er hún sjálf sagði, að tryggja fram- gang stjórnarskrárbreytingar og og stofnun lýðveldis (er þó rann allt út í sandinn), að ógleymdum tvennum kosningum og nýjum, pólitískum ófriðareldi, er kór- óna skyldi valdabrölt hinna nýju hunddagakónga. Ego.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.