Dagur - 02.10.1942, Blaðsíða 3

Dagur - 02.10.1942, Blaðsíða 3
Föstudagur 2. október 1942 DAGUR 3 inu“ og getur lifað iðju- og áhyggjulaus af arði inneignar sinnar í sparisjóðnum, — hann er ekki „kapitalisti", — ef hann aðeins gætir þess, að eignast ekki „fram- leiðslutæki". Þetta er nú „sósíalismi" Þjóðviljans. Stephan G. Stephansson hefir víst ekki verið vel að sér í þessum „sósíalisma", þegar hann deildi harðast á þjóðfélag það, „þar sem iðjulaust fjármagn á féleysi elzt, eins og fúinn í lifandi trjám." Hvað meinar annars Þjóðviljinn með þessari fáránlegu kenningu? Er hann með þessu að búa hinum ný- riku miljónerum í flokki sínum mjúka hvílu í ríkisheimili „öreiganna"? „Búandkarl" (Tíminn, 86. tbl.) Hugleiðingar um horfur. ERKUR Húnvetningur skrifar blað- inu eftirfarandi pistla m. a.: Mikill óhugur gagntekur nú alla þá, sem ekki lifa aðeins fyrir líðandi stund, út af fram- tið lands og lýðs. Er það nú ekki lengur „ástandið", sem kennt er við setuliðið, sem mestum kvíða veldur og ekki heldur yfirvofandi hernaðaraðgerðir hér á landi, þótt hvort tveggja sé þjóðarvoði. En lengi getur vont versnað. Nú hverfur þetta f skugga hins ægilega innbyrðis ástands með þjóð vorri. Virðist helzt svo, að sjálf- stæði þjóðarinnar, menningu hennar og verðmætum öllum sé búin alger glötun fyrir aðgerðir illa gefinna og ábyrgðar- lausra flokksleiðtoga, sem nú um stund hafa haldið um stýri á þjóðarfleyinu, er óðfluga berst að feigðarbjarginu. Varla finnst sá maður í byggð eða borg, sem ekki viðurkennir, að landið hafi nú um nokkra mánuði verið, oð sé enn, algerlega stjórnlaust eða verr en það. Hvernig ætli slíkt stjórnarfar líti út í smásjá stórveld- anna? Með slíkum háttum er erlendri i- hlutun boðið heim. Okkar stjórn mun vera sú eina ríkisstjórn í heiminum, sem ekkert hefst að til að stöðva dýrtíðar- flóðið. Og hún lét sér ekki nægja það eitt — athafnaleysi til hindrunar verðþensl- unni — heldur lét það vera sitt-fyrsta verk að rjúfa þá varnargarða, sem búið var að byggja. Vonandi ber þjóðin gæfu til að velja sér þá forustu, sem fær er um að bjarga því, sem bjargað verður héðan af. Hér er verðlag allra lífsnauðsynja, nema mjólkur, líkt og í Reykjavík og er þó út- lend vara flest nokkuð dýrari en þar. Kaup og verðlag stiga á víxl. En hvar lendir? „Hvað á að gera? Það er stóra spurningin sem enginn getur svarað," segir annað aðalblað stjórnarinnar, Mbl. Er von að vel fari? Framsóknarmenn hafa margbent á, hvað gera þyrfti og gera skyldi, en hinir flokkarnir hafa þverskall- azt i þeirri von að græða á öngþveitinu. Þeir hafa fórnað gæfu og gcngi þjóðar sinnar fyrir flokkslegan stundarhagnað. Fyrst nú, þegar taka að sviðna þeirra eig- in fjaðrir í því ófriðarbáli, sem þeir hafa sjálfir kveikt, þykjast þeir vilja bjarga. En hver eru bjargráðin? Þau sömu, sem Framsóknarmenn vildu nota til að bjarga frá voðanum. Nú er það festing kaups og verðlags, sem verkalýðsflokkarnir hrópa á til hjálpar (sbr. fundarályktun þeirra ný- lega). Framsóknarmenn bentu líka á það, strax í byrjun stríðsins, að landsverzlun væri skynsamlegasta leiðin til að hafa vald á innflutningi nauðsynjavara og verðlagi þeirra. Þá fann það engan hljóm- grunn hjá verkalýðsflokkunum, og Sjálf- stæðisflokkurinn með heildsalana í broddi fylkingar, barðist kröftuglega móti þvi bjargráði, sem öllum öðrum. Er þetta þegnskapur? Því verða kjósendurnir að svara í haust. — Okkur Húnvetningum þykja litlar vera efndirnar hjá stjórnar- flokkunum i sjálfstæðismálinu. Sá skrípa- leikur, sem fram fór á síðasta þingi um þann helgasta dóm þjóðarinnar, á að vonum hvarvetna að mæta hörðum áfell- isdómum allra sannra íslendinga. S. D. er öll mín búslóð, eins og: borð, stólar, rúmföt, rúm- stæði, eldhúsáhöld, amboð, klukka, loftvog, saumavél, taðkvöm og m. fl. ÞÓRÐUR ÞÓRÐARSON, Hvarami, Arnarneshreppi. Kokhrar staðreondlr.... (Framh. af 2. síðu). nokkrum tíma áður hefðu full- yrt, að þær stæðu ekki fyrir dyr- um. Þó að Framsóknarmenn teldu rétt að gefa út gerðardómslögin, þá bentu þeir á, hve miklu örð- ugra væri orðið um vik en á aukaþinginu, þar sem verkföll væru skollin á, og æsingar og ófriður hafinn um málið. Málum var nú þannig komið, að Afþýðufl. hafði dregið ráð- herra sinn út úr stjórninni, og Framsóknarmenn og Sjálfstæð- ismenn fóru einir með stjórn landsins. Sjálfstæðismenn höfðu verið króaðir af í dýrtíðarmál- unum, orðið hræddir og ekki þorað annað en hefjast handa um gerðardóm í kaupgjalds- og verðlagsmálum. Ennfremur höfðu þeir verið knúðir til ^ð fallast á skattatillögur Fram- sóknarmanna, sem þeir áður íöfðu talið kommúnistiskar, en Framsóknarmönnum var ljóst, að stöðvun dýrtíðarinnar með lögbindingarleiðinni yrðu að fylgja háir skattar á stríðsgróð- ann. Alþýðuflokksmenn gripu nú það ráð, til þess að skapa sér betri aðstöðu í kosningunum, sem í hönd fóru, að bera fram kjördæmamálið í því formi, sem frægt er orðið að endemum. Sjálfstæðismenn reyndust ekki megnugir' þess að halda áfram ábyrgu stjórnmálastarfi með Framsóknarmönnum, og gein flokkur þeirra því við kjör- dæmamálinu, sleit stjórnarsam- vinnu við Framsóknarfl., en tók að sér að mynda stjórn, sem allir vissu að gat ekki stjórnað, og naut stuðnings Alþfl. og komm- únista. Hinir síðartöldu gerðu stjórn Ólafs Thors þá svívirð- ingu að lýsa yfir því, að þeir styddu íhaldsstjórnina eingöngu vegna þess, að hún væri bráð- ónýt. Lýsir þessi hugsunarháttur vel ábyrgðartilfinningu og inn- ræti kommúnistaforingjanna. Framsóknarmenn aðvöruðu Sjálfstæðismenn og sýndu fram á, að með þessu háttalagi eyði- legðist allt, sem áunnizt hefði. Þessum aðvörunum svöruðu Sjálfstæðismenn með illyrðum. Þegar svo þing kom saman í sumar, lá hverjum manni í aug- um uppi, að allar þær dýrtíðar- ráðstafanir, sem gerðar höfðu verið, voru að engu orðnar á þriggja mánaða valdaskeiði Sjálfstæðisflokksins, og verð- bólgan flæddi yfir landið, stór- kostlegri en nokkru sinni fyrr. Framsóknarflokkurinn vakti þá enn athygli hinna þriggja stjórnarflokka á því, í hvert ó- efni væri komið, í þeirri von að augu forystumanna flokkanna kynnu ef til vill að ljúkast upp fyrir voðanum, en þær vonir reyndust á engum rökum reistar, því að forystumennirnir svöruðu samkomulagstilraunum Fram- sóknarmanna með nýjum hrak- yrðum. Afleiðingar forustuleysisins og úrræðaleysisins í stjórnmálun- um undanfarna mánuði er nú að koma þjóðinni í koll fyrir al- vöru, AHar flóðgáttir dýrtiðar- innar hafa verið opnaðar. Inn- lend atvinna er að dragast sam- an, vegna síhækkandi kaup- gjalds. — Atvinnufyrirtækin minnka rekstur sinn. Útgerðar- menn leigja setuliðinu skip sín eða selja þau. Bændur minnka bústofn sinn. Framleiðslan, sem á að standa undir dýrtíðinni, er farin að hrynja saman. Verðgildi sparifjárins fellur hröðum skref- um. Verkamenn hafa um tvennt að velja: atvinnuleysi eða vinnu hjá erlendu setuliði, sem skammtar þeim kaup og kjör að eigin geðþótta. Út í þetta fen niðurlægingar og eymdar liefir stjórnieysi síð- ustu mánaða leitt þjóðina. Fram- sóknarflokkurinn einn hefir haft djörfung til að taka vandamálin föstum tökum og gera það, sem rétt var, þó að það kynni að baka honum augnabliks óvin- sældir. Ríkisstjórn Kveldúlfs og flokkar þeir, er að henni hafa staðið, hafa aftur á móti ekkert þorað að gera af ótta við kjós- endatap, nema að rífa niður all- ar hömlur gegn taumlausum kaupgjaldshækkunum og vax- andi verðbólgu, er endar í hruni atvinnulífsins og öngþveiti fjár- hagsmálanna, sem þegar er haf- ið, Þó að ástandið sé nú hið ískyggilegasta, er enn hægt að hefja viðreisnarstarf og bjarga því, sem bjargað verður. Þetta verður að gera ákveðið og hik- laust við fyrsta tækifæri. Og það tækifæri rennur upp 18. og 19. þ. m. Ef þjóðin lætur þá í Ijósi nógu sterka vanþóknun á Kveld- úlfsstjórninni og stuðningsflokk- um hennar, en fylkir sér um Framsóknarflokkinn, þá er von um batnandi tíma. En þekki þjóðin þá ekki sinn vitjunar- tíma, verður hún sinnar eigin ógæfusmiður. Þær þjáningar, sem þjóðin á þá í vændum, hefir hún kallað yfir sig sjálf og á ekki betra skilið. ERLEND TÍÐINDI Washington, 5. sept. í dag voru gefnar út tilkynn- ingar í þinginu um vaxandi hernaðarstyrk Bandaríkjanna. — N. k. mánudag verður hleypt af stokkunum eða lagðir kilir að 150 skipum fyrir flotann, í til- efni verkalýðsdagsins. Donald Nelson, formaður framleiðslu- ráðsins, hefir tilkynnt að flug- vélaframleiðslan hafi verið 11 % meiri í júlí en í júní. Þetta stað- festir það sem Roosevelt hafði áður sagt, að Bandaríkjamenn mundu framleiða 42000 hernað- arflugvélar í ár í stað 40000, eins og upphaflega var áætlað. Þá var ennfremur tilkynnt hér í dag, að 65 ný flutningaskip hefðu verið tekin til nota í ágústmánuði. Flest skipanna eru 10 þús. smálestir að stærð, af „Liberty“gerð. FJÁRAMARK MITT ER: Stúfrifað, biti aftan h. Miðhlutað v. Gunnar H. Kristjánsson, Ytri-Brennihóli. Innilega þökkum við öllum þeim vinum okkar fjœr og ncer, er glöddu okkur d silfurbrúðkaupsdegi okkar með gföfum, skeyt- um og lieimsóknum. — Kœrar kveðjur. Soffía Lilliendahl. Björn Grimsson. rtKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHJiKHKHKHKHKHKHKHKHKHKK Skölafataefnin O J skólaskórnir frá Gefjun og Iðunni. Verðtilkynning Frá og með 1. þ. m. eru saumalaun stofunnar eins og hér segir: Alfatnaður karla..........................kr. 200,00 Frakki karla, með tilleggi..................— 200,00 Jakki, sérstakur, með tilleggi..............— 119,00 Buxur sérstakar, með tilleggi...............— 46,00 Vesti, sérstakt, með tilleggi...............— 35,00 Kvenkápur og dragtir, án tilleggs . . . .— 95,00 SAUMASTOFA GEFJUNAR Efl sá iflunur á KAfflNU síðan vtð fórum að nota Freyfju-kaffi bæti Hjónaband. Nýlega voru gefin sanian i hjónaband af sóknarprestinum hér ung- trú Lilja Jóhannsdóttir og Gunnar Guð- mundMon iðnverkamaðuv,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.