Dagur - 29.10.1942, Blaðsíða 2

Dagur - 29.10.1942, Blaðsíða 2
2 DAGUR Fimmtudaginn 29. október 1942 Manntal bæjarins. Sú nýbreytni hefir verið upp tekin að þessu sinni um manntal bæjarins, að borin hafa verið manntalseyðublöð í húsin og er ætlast til að húsráðendur útfylli þau og hafi þau til til afhending- ar innan 6 daga. Verða þá eyðu- blöðin sótt aftur. Þetta lag hefir verið haft í Reykjavík um langt skeið og þótt gefast vel. Enda er þar hart tekið á vanrækslum um framtal og húsráðendur óspart gerðir ábyrgir fyrir röngu fram- tali eða trassaskap um útfyllingu. Er þess að vænta að húsráðendur hér í bæ bregðist vel við þessu og útfylli vandlega eyðublöðin og gæti þess vel að enginn dálk- ur verði útundan, því mikils er um vert að upplýsingar allar Séu sem greinilegastar og skriftin sem læsilegust. Gæta skal þess að skrifa öll nöfn þeirra sem heita fleiri nöfnum en einu, og ekki gleyma óskírðum börnum eða fjarverandi fólki. Einnig skal gæta þess vel að skrifa heimilis- fang fólks, sem statt kann að vera í húsunum sem vistmenn um stundarsakir. Athygli skal vakin á því að húsráðendum ber að tilkynna skrifstofu bæjarins um fólk sem flytur í húsakynni þeirra 14. maí eða 1. október, sérstaklega ef um fólk er að ræða, sem ekki hefir fyrr átt heimili í bænum. Önnur blöð bæjarins eru vin- samlega beðin að endurprenta þetta. Sóknarpresturinn. r stn Notið Baby- Soap áböpnin Pyrrhusarsigur Sjálfstæðisins. TDLESSAÐ „Sjólfstæðið" hefir unn- U ið stórfelldan kosninga„sigur“. Ja, þvílíkt! Hólf tylft nýrra þing- manna, þar ó meðal einar fjórar „steiktar gæsir“, plokkaðar og mat- reiddar alveg eftir kokkabók Magn- úsar gæsasmala. Er ekki von, oð íhaldsmamma sé glöð? „Gæða kon- an góða grípur fegin við.... Plokkar, pils upp brýtur, pott ó hlóðir setur, segir: „Happ þeim hlýtur“.......“ o. s. frv. — Að vísu skyggir það nokkuð ó gleðina, að gæsirnar urðu mvm færri en gert hafði verið róð fyrir í upp- hafi, þegar hin mikla stórfoglaimöl- un var hafin í nafni „réttlætisv'.s1'. Ennfremur það, að bróðurparturinn af allri uppskeru þeirrar miklu her- ferðar hefir lent í hít kommúnistanna. Skítt með það, þótt bóndinn í Fagra- skógi yrði að sitja heima með sóran endann, fyrst bíóeigandinn og stór- gróðamaðurinn úr Reykjavík slapp inn í þingið sem fulltrúi eyfirskra bænda, enda var þar hver einn íhalds- kjósandi í Eyjafirði gerður næstum jafngóður hverjum tveimui fram- sóknarbændum. Sigurhrósið á náðhúsunum. CJALFSTÆÐISBLÖÐIN berja stríðsbumbumar og hælast öll ósköp um yfir úrslitum kosninganna. Mogginn birtir forystugreinar um „sigur lýðræðisins“ og í hverju nóð- húsi hé ró Akureyri mó lesa hugleið- ingar um sama efni ó hverjum föstu- degi. Hinu er miklu síður ó lofti hald- ið, að hinn tryggi íhalds-meirihluti í Reykjavík, sjólfu „höfuðvigi sjólf- stæðisstefnunnar ó íslandi", er alger- lega glataður. Sjólfstæðisflokkurinn hafði við þingkosningarnar 1937 55% af öllum greiddum atkvæðum í Reykjavík. Nú hefir hann aðeins 41%. Ámi frá Múla kemst í blaði sínu að þeirri niðurstöðu að hans gamli flokkur hafi tapað nólega 3000 atkvæðum í Rvík ó undanförnum 5 í 13 órum, eða um 30% af fylgi sínu í bænum, þegar miðað sé við aukiun kjósendafjölda í bænum ó þessu tímabili. Og ekki þarf ó aðstoð Árna að halda til þess að sjó það, að flokk- uiinn hefii tapaS hvorki meiia né minna en 1042 atkv. í höfuOstaðnnm síðan í vetui. Svipuð þessu og litlu betri er útreiðin í sumum kjördæm- um öðmm, og allur er flokkurinn <ið- um að megrast og hröma, þrótt fyrir allar fóðurbætisgjafir og gæsakró ,ir, sem reynt er að hygla honum með. Gömul saga — og ný. pYRRHUS, einn hinna frægu h»c- * konunga fornaldarinnar, vann einu sinni sigur, sem varð honum svo dýrkeyptur, að honum varð að orði, þegar hann leit yfir valinn í lok or- ustunnar „Það er úti um mig, ef eg vinn fleiri slíka sigra“. Síðan eru slík leikslok kölluð Pyrrhusarsigrar. — Nú hefir islenzka íhaldið unnið e'nn slíkan „sigur", með því að sverjast í fóstbræðralag við krata og kommin- ista og framkvæma með þeim heimskulegar og ranglótar breytingar ó skipan kosninga i landinu. Þessar breytingar hljóta allar að verða þvss- um hrömandi flokki til óhagræðis síðar, þegar flokksforystan hefir f jll- komnað það verk, sem nú er hafið með svo glæsilegum órangri: að fæla æ stærri hópa borgaranna yfir í her- búðir byltingamanna og „rauðliða". — Það er engin furða þótt málgógn flokksins miklist yfir „sigrinum!“ En ólíkt virðast þó vitsmunir og dóm- greind barbaraherkonungsins foma hafa verið á hærra stigi en tilsvarandi viðleitni nóttúmnnar í heilabúum þeirra „herkonunga“, er nú stjóma sigurhrósi sjólfstæðisblaðanna héi. Eftirhreytur „íslendings". OVO virðist þó sem ritstj. „ísl.“ sé W svo viti borinn, að sigurvíma hans sé mest utangama, en undir niðri sé hann ærið úrillur og miður sín. H<ad- wmm Eyfirsklr og Þingeyskip bændur vilja áframhald mæöiveikivarna • , . . . Kosningaúrslitin. Talningu atkvæða við alþing- iskosningarnar 18. og 19. þ. m. var lokið síðastl. laugardag. Atkvæðamagn flokkanna hefir í öllu landinu reynzt sem hér segir: vljiýðuflokkurinn 8456 atkv. l ramsóknarfl. 15868 atkv. Sósíalistaflokkurinn 11060 atkv. Sjálfstæðisfl. 23001 atkv. Þjóðveldismenn 1284 atkv. Þegar þessar atkvæðatölur eru bornar saman við atkvæðatölur ílokkanna í sumar, keniur í ljós, að Alþýðufl. hefir gengið saman um nokkuð á 5. hundrað atkv., Eramsóknarfl. stendur svo að segja nákvæmlega í stað, Só- síalistar hafa grætt nálægt 1600 atkv., og Sjálfstæðisfl. aukið fylgi sitt um rúmlega 200 atkv. Tala kjörinna þingmanna er sem hér segir: Alþýðufl. 4 (áður 5) Framsóknarfl. 15 (áður 20). Sósíalistafl. 4 (áður 2). Sjálfstæðisfl. 18 (áður 11). y\.lþýðufl. hefir tapað einu þingsæti, á Seyðisfirði, en Só- síalistar unnið eitt þingsæti í Reykjavík og annað á Siglufirði. Fullvíst má telja, að tala upp- bótarþingsæta verði á þessa leið: Alþýðufl. 3, Sósíalistar 6. Sjálf- stæðisfl. 2. Samkvæmt framangreindu verða þingmannatölur flokk- anna þessar: Sjálfstæðisfl. 20 (áður 17). Framsóknarfl. 15 (áður 20). Sósíalistafl. 10 (áður 6). Alþýðufl. 7 (áður 6). Þjóðveldismenn 0 (áður 0). „Sigrar“ Sjálfstæðisflokksins. Eins og kunnugt er kepjnu J^eir Bjarni Bjarnason og Gunn- ar Thoroddsen um þingsætið á Snæfellsnesi í sumar. og bar Bjarni sigur af hóimi í þeitri viðureign með 70 atkv. mun. í haust voru sömu menn í kj'jti, og sigraði þá Gunnar nieð 36 at- kv. mun. Ekki er kunnugt um að verðleikar Bjarna hafi minnk að á þessu stutta tímabili, sem leið á milli kosninganna, og þá ekki heldur að verðleikar Gunn- ars hafi vaxið. Orsakanna til þessa sigurs Sjálfstæðisflokksins iitun því vera að leitx á öðrum vettvangi. Leikur m;ög orð á þv/, að rífleg úthlutun síldar- m’óls á vissum stöðum á Snæ- fellsnesi skömmu fyiir kosningar hafi reynzt drjúg „uppfylling í eyður verðleikanna" hjá fram- bjóðanda Sjálfstæðisflokksins þar. En hvað sem um það er, þá virðist svo sem einhver hluti af kjósendum á Snæfellsnesi muni ekki sérlega fastur í rásinni. Það er nú löngu kunnugt, að kjöi'dæmabreytingin ásamt hlut- fallskosningum í tvímennings- kjördæmum var eingöngu gerð til höfuðs Framsóknarflokknum. Árangur þeirrar hei'ferðar er nú kominn í 1 jós, en varð þó nokkru minni en til var ætlazt. í fjÖrum af sex tvímenningskjördæmum hefir Sjálfstæðisflokkurinn kom- ið sér upp fjórum minnihluta- þingmönnum („gæsum"), < báðum slíkum kjördæmum aust- an lands, Múlasýslunum, voru „gæsir“ Magnúsar Jónssonar skotnar niður. Það skortir því mikið á, að Sjálfstæðisflokknum hafi auðnast að ná fullum sigri í þessu efni, eins og hann og Al- þýðuflokkurinn ætluðust til, og það, sem mestu varðar, er, að allir þessir „sigiar“ Sjálfstæðis- flokksins hafa ekki verið unnir í drengilegum leik, heldur með bolabrögðum ofbeldisins, þar sem hvert atkvæði Sjálfstæðis- flokksins er gert allt að því tví- gilt á móts við hvert atkvæði Fi'amsóknarflokksins. Flokkur, sem lætur sér nægja slíka ,,sigra“, er áreiðanlega á niðurleið í pólitlsku velsæmi. Garðar liefir tvo í höggi. Kosningaúrslitin í Eyjafirði urðu á þá leið, að kjörinn var efsti maður á lista Framsóknar- flokksins, Bernharð Stefánsson, og efsti maður á lista Sjálfstæð- isflokksins, Garðar Þorsteinsson. Atkvæðatala Framsóknarfl. ( jressu kjördæmi var nálega 600 atkv. hærri en atkvæðatala Sjálf- stæðisflokksins. En til þess að fullnægja „réttlætinu“ er hærri talan gerð jafngild þeirri lægri. Á þessu ,,réttlæti“ flýtur Garðar inn í þingið, þó að Framsóknar- flokkurinn hafi 260 atkvæða hreinan meirihluta, þ. e. 260 atkv. meira en allir hinir flokk- arnir til samans. Á svona „réttlætis“-grundvelli vinnur Sjálfstæðisflokkurinn „sigra" sína í tvímenningskjör- dæmunum. Á þcssum ,,réttlætis“-grund- velli tekst Garðari Þorsteins- syni að fella Hólmgeir Þorsteins- son. En hann gerir meira en að fella Hólmgeir. Hann hefir tvo í höggi. Hann fellir líka með- frambjóðanda sinn, Stefán í Fagraskógi, frá því að verða 3. uppbótarþingmaður Sjálfstæðis- flokksins. Um leið og Garðar nær kosningu, er Stefán útilok- aður frá því að verða uppbótar- þingmaður. Ef G. Þ. hefði fallið, hefði Sjálfstæðisflokkurinn feng- ið 3 uppbótarþingmenn í stað tveggja. Þar með hefði Stefáni í Fagraskógi verið tiy'ggt þingsæti. Niðurstaðan er því þessi: Kjósendur Garðars Þorsteins- sonar hafa eflt til þingmennsku einn af stórburgeisum Reykja- víkur í stað þess að völ var á tveimur mætum . innanhéraðs- bændum, sem báðum er hafnað. Og geta nú kjósendur G. Þ. velt fyrir sér þeirri samvizku- spurningu, hvort heppilegra og eðlilegra sé fyrir Eyjafjarðar- kjördæmi að hafa fyrir þingfull- trúa reykvískan auðmann eða tvo gáfaða og áhugasama innan- héraðsbændur. Blaðið „íslendingur" getur og bollalagt um þetta sama efni, en eins og kunnugt er, studdi það blað af sinni litlu orku að því, að Garðar næði kosningu sem minnihluta-þingmaður hér f Eyjafirði. Ef til vill færir „ísl.“ og fylgi- lið hans fram þá afsökun, að það hafi fundið svo ilmandi peninga- lykt af G. Þ„ að það hafi ekki staðizt þann þef, (Framhald af 1. síðu). að mæðiveikin var komin inn á þetta grunaða svæði. Kom hún upp í sauðfé á Kaupangsbakka, hér framan við bæinn og í sauð- fé hér í bænum. Þegar svo var komið, ákvað Sauðfjársjúkdóma- nefnd ríkisins, að gera ekki frek- ari varnarráðstafanir á þessu svæði, þar eð hún teldi þær þýð- ingarlausar, en vildi leggja höf- uðáherzlu á að verja veikinni inngöngu í innsveitir Eyjafjarð- ar og utan varnargirðingarinnar í Glæsibæjarhreppi. Var þess vegna ekki horfið að því ráði, að slátra tafarlaust fé á Kaupangs- bakka og hér í bænum, þar sem veikin hafði komið upp, eins og gert var, þar sem veikin kom upp, á þessu svæði, t. d. á Sig- ríðarstöðum í Ljósavatnsskarði, í fyrravetur. Þessi ákvörðun nefndarinnar vakti almenna óánægju bænda og annarra fjáreigenda hér um slóðir, sem vildu enn halda uppi vörnum, í von um að hefta útbreiðslu veikinnar og grípa til róttækra aðgerða, hvar sem hún kæmi upp. Þetta leiddi til þess, að dagana 21. og 22. þ. m. komu fulltrúar bænda úr vesturhluta Þingeyj- imýslu, fri mazðiveikinefnd Eyjáfjarðar og nefnd frá KEA, saman hér á Akureyri, ásamt sýslumönnunum Sig. Eggerz og Júlíusi Havsteen, til þess að ræða þessi mál. Gerði fundurinn svofelldar ályktanir, einróma: 1. Fundurinn lýsir megnri óánægju yfir þeim aðgerðum Sauðfjársjúkdómanefndar, að leggja niður varnir gegn út- breiðslu mæðiveiki í Þingeyjar- sýslu, vestan Skjálfandafljóts. 2. Fundurinn skorar því fast- lega á Sauðfjársjúkdómanefnd: a) Að hlutast til um, að fé í Ljósavatnshreppi sé einangrað, þannig, að það hafi ekki sam- gang við fé annarra hreppa í vetur. b) Að láta fara fram reglu- bundnar skoðanir í vetur á öllu sauðfé á svæðinu vestan Skjálf- andafljóts og vamargirðingum í Eyjafirði. Komi fram mæðiveiki í fé á þessu svæði við þessar skoð- anir, verði það fé einnig tekið í örugga gæzlu. c) Að láta slátra tafarlaust öllu fé á Kaupangsbakka, og öllu því fé á Akureyri og grennd, er grunur leikur á, að þaðan hafi smitast. d) Náist með þessum aðgerð- um sæmilegur árangur, treystir fundurinn Sauðfjársjúkdóma- nefnd til þess að veita okkur stuðning til frekari aðgerða í málinu. Fundurinn fól þeim Júl. Havsteen og Valdimar Pálssyni hreppstjóra á Möðruvöllum að fara til Reykjavíkur til þess að framfylgja málinu til hins ítr- asta við nefndina. Einnig fól fundurinn sýslumönnunum að koma tillögum nefndarinnar til hreppstjóranna í sýlunum og biðja þá að vera vel á verði, ef veikin skyldi koma upp í hrepp- um þeirra og sjá um, að þar verði tekið til rannsókna án laf- ar. Einnig að bxrýna fyrir bænd- um, að varast að hýsa aðkomufé með heimafé sínu. Bíða menn nú átekta til þess að sjá, hversu Sauðfjársjúkdóna- nefndin bregst við þessum ein- dregnu áskorunum. Verður eigi annað séð en að sjálfsagt sé að reyna hverja leið til þess að hefta útbreiðslu veikinnar frekar en orðið er, þar sem þegar er bú- ið að leggja í mikinn kostnað vegna vamanna og hver hliðar- ráðstöfun til þess að tefja fram- sókn veikinnar því æskileg og sjálfsögð, ef líkleg er til einhvers árangurs.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.