Dagur - 29.10.1942, Blaðsíða 4

Dagur - 29.10.1942, Blaðsíða 4
DAGUR Fimmtudaginn 29. október 1942 4 im BÆ OG BYGGÐ I. O. O. F. = 12410309 = Kirkjan. Messað verður í Akur- eyrarkirkju næstk. sunnudag kl. 2 síðd. — 400 ára minning Guðbrands biskups Þorlákssonar. Áheit á Akureyrarkirkju: Kr. 10.00 frá Menntaskólanema. Þakkir Á. R. Messur í Möðruvallakl.prestakalli: Sunnud. 1. nóv. á Möðruvöllum — hótíðarguðsþjónusta í tilefni af 75 ára afmæli kirkjunnar, sunnud. 8. nóv. í Glæsibæ, sunnudaginn 15. nóv. á Bakka og sunnud. 22. nóv. að Bægisá. Hjúskapur: Nýlega voru gefin sam- an í hjónaband á Möðruvöllum í Hörgárdal ungfrú Laufey Stefánsdótt- ir (Jakobssonar) og Karl Sígurðsson, bæði til heimilis á Hjalteyri. Þórsíélaéazi Munið að hlutaveltan er 1. nóvember. Skilið því munum til flokksstjóranna hið allra fyrsta. Lát- ið stjórnina vita strax, ef þið hafið fengið auglýsingarmuni. Stúkuiundur. Ungmennastúkan Ak- urlilja heldur fyrsta fund sinn í Skjaldborg næstk. sunnudag, 1. nóv., klukkan 8,30 e. h. — Mætið mörg og stundvíslega! Barnastúkan Samúð heldur fun 1 á sunnudaginn, 1. nóv., kl. 10 f. h. á venjulegum stað. — Nýkosnir em- bættismenn mæti allir. — Áríðandi að sem flestir komi á funditin. Barnastúkan Bernskan heldur fund næstk. sunnudag x Skjaidborg kl. 1.30. — Kosning embættismanna. — Afhent flokkaverðlaun. Rætt u:n vetrarstarfið. Þakka hjartanleéa Kvenfélaginu Voröld í Öngulsstaðahreppi fyrir pen- ingagjöf mér til handa í sambandi við sjúkrahússlegu mína. — Guð blessi öll störf þessa félags. — Sigurður Jónasson Stórahamri. Gjaiir til nýja spítalans: Aðalsteinn Jónsson, Norðurgötu 1, 500 kr. — Þorsteinn Stefánsson, skipstj., 50 kr. — Sigríður Þorsteinsdóttir, Hafnar- str. 3, 50 kr. — Þakkir. — G. J. Hjúskapur: Nýlega hafa verið gef- in saman af sóknarprestinum, síra Friðrik J. Rafnar vígslubiskupi: Ung- frú Andrea Jónsdóttir og Sverrir Ámason, smjörlíkisgerðarmaður. Ung- frú Guðný Kristjánsdóttir Skjóldal, frá Gili og Helgi Jakobsson, ráðsmað- ur, Skjaldarvík. Ungfrú Irsa Bene- diktsdóttir og Ingólfur Bjargmunds- son, rafvirki. Ungfrú Hjördís Stefáns- dóttir og Jón A. Jónsson, málari. Ungfrú Arnfríður Jónsdóttir og Björg- vin Friðriksson, klæðskeri. Ungfrú Guðrún Kristjánsdóttir og Þórir Valdemarsson, Hrafnagili. Ungfrú Hjördis Davik og Carl Peter Oleson Alvastad. Garðyrkjuritið, ársrit Garðyrkju- fél. íslands, er nýlega komið út. Rit- ið flytur fjölbreytt og mjög athyglis- vert efni um garðrækt og áhugaefni garðyrkjumanna. Það er myndum skreytt og vandað að öllum frágangi. Þeir, sem garðyrkju láta sig varða — en það ættu raunar allir að gera — verða að kynna sér þetta myndar- lega rit. — Ritstjóri þess er Ingólfur Davíðsson. Fisksölumálin. Á fundi bæjarstjórn- ar s.l. þriðjudag var til umræðu til- lcga frá Jakob Frímannssyni og Árna Jóhannssyni, þess efnis, að bæjar- stjórnin tæki til endurskoðunar og athugunar fisksölumál bæjarins. Var tillögunni vísað til allsherjarnefndar, einróma. ÚRSLIT KOSNINGANNA. (Framh. af 1. síðu). sæti, Kommúnistar 6 og Alþýðu- flokkurinn 3. Verða uppbótar- mennirnir þessir: Af Kommún- istum: Sigurður Guðnason, Rvík, frambjóðandi þar, Þórður Benediktsson, Vestmannaeyjum, frambjóðandi þar, Steingrímur Aðalsteinsson, Akureyri, fram- bjóðandi þar, Lúðvík Jósefsson, Norðfirði, frambjóðandi í S.- Múl., Kristinn Andrésson, Rvík, frambjóðandi í S.-Þing. og Sig. Thoroddsen, Rvík, frambjóð- andi á ísafirði. Alþýðuflokkur: — Haraldur Guðmundsson, Rvík, frambjóð- andi þar, Barði Guðmundsson, Rvík, frambjóðandi í N.-ís., og Guðm. I. Guðmundsson, Rvík, frambjóðandi í Gullbr. og Kjós. Sjálfstæðisflokkur: — Pétur Magnússon, Rvík, frambjóðandi þar og Gísli Sveinsson, sýslumað- ur, V.-Skaftafellss. Það vekur sérstaka athygli, að Stefán í Fagraskógi, sem var efsti maður á landslista Sjálfstæðis- flokksins, féll. Mundi hann hafa orðið 3. uppbótarþingmaður flokksins, ef atkvæðamagn hefði verið nægilegt, þar sem honum var raðað efstum á landslistann. En með því að kjósa Garðar Þor- steinsson og fella Hólmgeir á Hrafnagili girtu Eyfirðingar fyr- ir það, að Stefán kæmist á þing. Ef Hólmgeir hefði náð kosningu hefði Stefán farið á þing, en Garðar setið heima í Rvík. Síldarmjölsmálið. Framh. af 1. síBu. magns, sem það liafði yfir að ráða á s. 1. ári. Þessi tíðindi verða þó ekki kunn fyrr en vetur er Tenginn í garð með miklu fann- fergi, en fyrir þann 18. okt. s. 1. birtu blöð Sjálfstæðisflokksins hverja greinina á fætur annari um það, að upplýsingar ,,Dags“ og annarra blaða andstæðing- anna um ástandið í þessum mál- um, væru eintómar blekkingar. Að svo stöddu skal ekki nánar rætt um það, hverjar afleiðingar þessi ákvörðun getur haft fyrir bændur hér um slóðir, en blað- ið mun vikja nánar að þessum málum síðar. Hjónaefni: Ungfrú Elísabet Guð jónsdóttir, verzlunarmær og Baldur Kristjánsson, skrifstofumaður hjá K. E. A. hafa nýlega opinberað trúlofun sína. Noreéssöfnunin. Söfnuninni verður lokið 1. nóv. naístk. Þeir, sem ætla sér að gefa, mega því ekki draga það lengur. Akureyrarbær er ennþá ekki einn af þeim kaupstöðum, sem gefið hafa myndarlega upphæð. Þegar bruninn mikli varð hér í bænum árið 1906 réttu Álasundsbúar bænum hjálparhönd. Væri nú ekki vel tilfájíj ið að Akureyri gæfi ríflega fúlgu í Noregssöfnunarsjóð með því skilyið' að fénu yrði varið í Álasundi að stríðinu loknu? Vér erum nokkuiTi veginn vissir um, að tillögum þessum yrði vel tekið af bæjarbúum. Dansleik heldur U. M. Fr. „Ársól“ að Munkaþverá 31. þ. m., sem hefst kl. 10 e. h. — Bögglauppboð. — Veit ingar á staðnum. Aðeins fyrir íslend- ingia. Snjóar loka landleið. (Framhald af 1. siðu). héldu uppi ferðum úr Skagafirði suður. — Þeir komust vestur yt- ir og að Varmahlíð laust eftir miðnætti samdægurs. Síðan h.afa bílar ekki lagt upp héðan, enda nú komin ófærð hin mesta. BSA mun halda uppi föstum ferðum úr Skagafirði til Rvíkur í vetur, sagði Kristján ennfrem- ur, tvisvar í viku og oftar ef þörf krefur. Snjólaust er ennþá með óllu í Skagafirði og á Vestur- og Suð- urlandi. í fyrra áraði svo vel, að bílar óku yfir Öx-nadalsheiði alít fram i desemberbyrjun. Af sjónarhóli vinnumanns (Framhald af 1. síðu). Þó er eftir aS borga stúlku kaup part úr árinu, greiða eftirgjaldið af jörðinni og kosta viðhald á búshlutum og jarðarhús- um. Einnig er eftir að reikna með alla skatta og skyldur af búinu, og í einhverj- um fötum þurfa foreldrar mínir að vera, en þau cru lítt vinnufær, svo að ég reikna þeim ekki kaup. AÐ hljóta aUir að sjá, sem þetta kunna að lesa, að enginn vinnumaður í sveit fær 12296,00 kr. i árskaup, enda stenzt cnginn búskapur að borga það, en það verður hcldur ekki hrakið, að miðað við kaupgjald bæjanna á sveitamaðurinn þetta kaup, þvf að handtökin má alltaf lcggja að jöfnu, hvar sem þau eru unnin, og ef bæjarmaðurinn vUdi leggja á sig að vinna 11 stundlr á dag, getur hann haft meira upp en þetta, með öllum þeim hlunnindum, sem hans kaupsamningum fylgja. ESSI samanburður ætti að nægja tU þcss að sýna frani á, hvemig hag fram- lciðslunnar er nú komið, þrátt fyrir hið háa verðlag á framleiðsluvörunni. Og hvar stendur svo blómi og dýrð hins háa kaupgjalds, þegar framleiðslan Ul sjávar og sveita er hmnin í rústir? Fjöldi bænda neyðist nú tU að skerða búslofn sinn stór- um, vegna j>ess að verkafólk fæst ekki tU sveitastarfa, jafnvel þótt iniklu hærra kaup sé í boði en framleiðslan raunvera- lega þolir. Og mikU verður 6jálfsagt sú sæla með ástandið, þegar bæði launþegar og framleiðendur verða lifa á „inunn- vatni sínu og guðsblessun", eins og Magn- ús sálarháski f útlegðinni forðum! Ungur Eyfirðingur. Nýja Bíó sýnir í dag kl. 9: VÆNGJUÐ SKIP. Aðalhlutv. leika: John Clementz og Leslie Banks. Föstudaginn kl. 6 og 9: EG HEIMTA SKILNAÐ. Aðalhlutv. leika: Joan Blondell og Dick Powell. Laugardaginn kl. 6: HRÓI HÖTTUR. Kl. 9: VÆNGJUÐ SKIP. Sunnudaginn kl. 3 og 9: EG HEIMTA SKILNAÐ. Kl. 5: HRÓI HÖTTUR. SENDISVEIN vantar á landssímastöð- ina. Kaup ca. kr. 400.00 á mánuði. DRÁTTARVEXTIR falla á síðari helming þeirra útsvara, sem eigi greiðast fyrir 1. nóv. 1942. Vextirnir eru 1 prc. á mánuði og reiknast frá 1. júlí s. 1. Þá er athygli vakin á ákvæðum laga nr. 23, 12. febr. 1940, en samkvæmt þeim ber vinnuveitendum að halda eftir af kaupi þeirra útsvarsgjaldenda, er þeir hafa i þjónustu sinni og eigi sýna skilríki fyrir að hafa gert skil á útsvörum sínum. Hinum innheimtu upp- hæðum ber vinnuveitendum síðan að skila jafnóðum til bæjar- sjóðsins. Dráttarvaxtaákvæðin ná eigi til útsvara, sem igreiðast á þennan hátt. Akureyri, 22. október 1942. Bæjargjaldkerinn. Dómnefnd í verðlagsmálum hefir ákveðið eftirfarani hámarksverð á smjörlíki: í heildsölu.. kr. 4.35 í smásölu .... — 5.10 Reykjavík, 20. október 1942. DÓMNEFND í VERÐLAGSMÁLUM. SMÁSÖLUVERÐ Á VINDLUM Útsöluverð á enskum og amerískum vindlum má eigi vera hærra en hér segir: Golofina Perfectos, 25 stk. kassi kr. 40.00 Golofina Londres, 50 stk. kassi - 61.25 Golofina Conchas, 50 stk. kassi 46.25 Golofina Royal Cheroots, 100 stk. kassi 55.00 Will’s Rajah Perfectos, 25 stk. kassi - 20.00 Panetelas (Elroitan), 50 stk. kassi - 47.50 Cremo, 50 stk. kassi - 42.50 Golfers (smávindlar), 50 stk. kassi - 21.90 Golfers (smávindlar), 5 stk. pakki - 2.20 Piccadilly (smávindlar), 10 stk. blikkaskja - 2.75 Muriel Senators, 25 stk. kassi - 25.00 Muriel Babies, 50 stk. kassi - 32.50 Rocky Ford, 50 stk. kassi - 36.25 Van Bibber, 5 stk. pakki - 2.50 Le Roy, 10 stk. pakki - 5.00 Royal'Bengal, 10 stk. pakki - 3.75 Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má útsöluverðið vera 3% hærra, en að framan greinir, vegna flutningskostnaðar. TÓBAKSEINKASALA RlKISINS. ÍIL VEFNAÐAR: VEFJARSKEIÐAR (allar venjulegar stærðir). STÁLHÖFÖLD. SKYTTUR. ULLARKAMBAR. KAUPFÉLAG eyfirðinga Jám- og glervörudeild.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.