Dagur - 25.02.1943, Page 1

Dagur - 25.02.1943, Page 1
Vikublaðið DAGUR Ritstjórar: INGIMAR EVDAL, JÓHANN FRÍMANN. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Sigurður Jóhannesson. Skrifstofa við Kaupvangstorg. Sími 96. Argangurinn kostar kr. 8,00. Prentverk Odds Bjömssonar. XXVI. árg. Akureyri, fimmtudaginn 25. febrúar 1943 8. tbl. STJORNARFRUMVARP UM RAÐ- STAFANIR GEGN DÝRTlÐINNI Rösklega 12% kauplækkun hjá bændum og launþeg- um. Viðreisnarskattur á 6000 kr. og hærri skatt- skyldar tekjur. Sérstakur skattur á eignaaukningu félaga og einstaklinga á árunum 1940 og 1941. Und- anþága varasjóðstillags félaga frá skatti felld niður að ijokkru leyti. BOKAFREGNIR Kristján Einarsson frá Djúpa- læk: Frá nyrztu ströndum. Ljóð. Bókaútgáfa Pálma H. Jónssonar, Akureyri 1943. HÖFUNDUR ljóðakvers þessa er ung- ur bóndi ættaður austan af Langanes- ströndum. Hann kemst sjálfur svo að orði um átthaga sína í fyrsta og einhverju snotrasta kvæði bókarinnar, samnefndu henni: „Frá nyrztu ströndum landsins er líf mitt runnið, og ljóð minnar bernsku flest eru helguð þeim." Og það eru tvímælalaust smekklegustu og einlægustu kvæðin í bókinni, sem af þeirri rót eru runnin: tryggðinni til átt- haganna og ástinni á lífi sveitafólkains í önn hins daglega lífs, þegar: „Bændurnir glaðir við fólkið tala um verksins gang og um loftsins lit...“ í slíkum kvæðum kemst höfundurinn stundum fallega og innilega að orði, meðan hann enn lítur á vinnuna, starfið í sveitinni, sem fagnaðarríka köllun, eðli- legt og æskilegt hlutskipti ungum og heilbrigðum manni, en ekki aðeins sem böl og áþján, vonlaust og árangurslaust strit. Meðan svo standa sakir er ennþá karlmennska og innileiki í rómnum: „Þótt bóndinn sjái, hvað biður hans, — hvernig byggðanna hagur þrengist, því fleiri, sem sveitinni flýja úr, hann fastar jörð sinni tengist." Og þetta er og vel sagt um hugarþel bóndans: „Á sérstæðan hátt er hjartað tengt hestunum, kúnum, ánum." En seinna breytist viðhorfið: Anægjan yfir lffinu og starfinu í sveitinni snýst í leiða og vol. Vinnan breytist í strit, kjark- urinn dvín, og með honuin flýr raunar öli andagiftin og smekkvísin, hvernig nú sem á því kann að standa. Skáldið vill að sönnu „reisa bú og rækja störf, og ráð út úr vanda finna," en nú bregður svo und- arlega og hjákátlega við, að: „viðfangsefni mig vantar enn, til að vinna á lífs míns sigra."(l) Og síðar: „ónumið bíður mín ekkert land.“(l) Skáldið eygir nú engin sköpuð ráð í þessum vanda, annað en að leita á náðir ríkisins — samfélagið á að sjá hinum unga manni fyrir þeim verkefnum, sem hann finnur hvergi sjálfur: „Ef ríkið gæfi mér* rótgóðan blett að rækta, ég þættist betri." Það kann að vera einhver brú í þessari ályktun, en naumast eftir þeim fráleitu forsendum, sem nefndar hafa verið, — og skáldlegt er þetta ekki, hvað sem öðru líður. Prentvillur eru of margar í kverinu, en þó ekki fleiri en gengur og gerist. En málvillur, smekkleysur og bragvillur eru þar þeim mun fleiri, og væri of langt mál að tína það allt til hér, og engum fróðlegt, nema þá helzt höfundi til at- hugunar eftirleiðis. Rimsins vegna er báran látin „hníga hægst", en ekki hæg- ast; Anna gamla lítur (af sömu ástæðu!) yfir sín lifðu ár, (hvi ekki liðnu ár.), Haustið rænir höfundinn „hinztu tárun- um, hvað þá meir“ (sicl), „urriði og bleikja áar kljúfa straum" ó. s. frv. Þá notar höf. orðið fjáður i merkingunni á- fjáður, og er það fráleitt. — Þó eru smekkleysurnar og hagyrðingsbragurinn stórum verri: í ljóðrænu kvæði er t. d. komizt svo að orði, að „svitinn draup af sláttumannsins hárum“, og í öðru ljóði, sem formsins vegna krefst hnitmiðaðs og fágaðs orðavals, „labbar” fjallarefurinn út úr blámóðu skáldskaparinsl En allra hvimleiðastir eru þó textarnir, sem bera það ótvírætt með sér, að þeir eru ortir * Leturbr, hér. Framh. i ?• aíOu- JJÍKISSTJÓRNIN hefir lagt fyrir Alþingi allmikinn laga- bálk um ráðstafanir gegn dýrtíð- inni og fjáröflun í þeim tilgangi. Hefir frumvarpið vakið mikla athygli, en ennþá er ekki vitað með vissu um undirtektir þær, er það mun fá hjá Alþingi. Blöð Alþýðuflokksins og kommúnista hafa tekið því fálega. Þær grein- ar frumvarpsins, sem mesta at- Iiygli vekja, eru þessar: Greiðsla verðlagsuppbótar. Samkv. frumvarpinu skal frá byrjun næsta mánaðar eftir gild- istöku þess aðeins greiða dýrtíð- aruppbót, er nemur 80% af verð- lagsuppbót samkvæmt fram- færsluvísitölu á laun eða kaup fyrir hvaða starf sem er, eða ann- að, sem slík uppbót er greidd af og eigi af hærri grunnlaunum en um opinbera starfsmenn seg- ir. Samkvæmt þessu mundi verð- lagsuppbót.af vísitölu 162 verða greidd með 132 stigum, eða með 12% kauplækkun. Verðlækkun landbúnaðarafurða. En um leið og greiðsla kaups hefst, samkvæmt þessum ákvæð- um, lækkar verð landbúnaðaraf- urða um 10% frá því sem það var 31. des. 1942, og er gert ráð fyrir, samkvæmt útreikningi, sem ríkisstjórnin hefir látið gera, að þetta svari til rösklega 12% kauplækkunar hjá bændum, með því að vinnulaun séu um 80% af framleiðslukostnaði þeirra. Fjárskaði af völdum snjó- flóðs í Öxnadal HÐFARANÓTT s.l. miðviku- dags hljóp snjóflóð úr svo- nefndri Skjaldastaðahlíð, ofan við Skjaldastaði í Öxnadal. Fór flóðið á fjárhús bóndansþar,Jóns Jónssonar, braut þau all verulega og drap 25 ær af um 50, sem í húsunum voru. Hey, sem geymt var i áfastri tóft, eyðilagðist að mestu leyti. Hefir Jón bóndi á Skjaldastöðum orðið fyrir mjög tilfinnanlegu tjóni af völdum þessa aiburðar. Þessi 10% verðlækkun á land- búnaðarafurðum er því skerðing á tekjum bænda til jafns við kauplækkun launþega, en að auki skal lækka verð landbúnað- arafurða með framlagi úr ríkis- sjóði. Er svo ákveðið í frumvarp- inu, að um leið og verðlækkun- in, sem hér að pfan getur,*kemur til framkvæmda, sjái ríkisstjórn- in um, að verð dilkakjöts færist niður í kr. 4.50 kg. í smásölu og mjólkurverð í Reykjavík í kr. 1.30 ltr. Þá er gert ráð fyrir, að kosin verði 5 manna nefnd, sem h'eiti kauplagsnefnd landbúnaðarins. Kjósi Alþingi 4, en ríkisstj. skipi þann 5. og sé hann formað- ur. Nefndin á að semja verðlags- skrá yfir framfærslu- og fram- leiðslukostnað landbúnaðarins og reikna vísitölu á þeim grund- velli og skal síðan fara eftir henni við ákvörðun verðs land- búnaðarafurða á innlendum markaði. Viðreisnarskattur. Þá skal innheimta sérstakan skatt af tekjum ársins 1942, er nefnist viðreisnarskattur. Skal reikna hann af skattskyldum tekjum (samkv. síðustu skatta- lögunij, samkvæmt eftirfarandi regíum: Af skattskyldum tekjum, sem ekki ná 6000 kr. greiðist enginn viðreisnarskattur. Af 6000—9000 kr. tekjum greiðist 130 kr. af 6 þús. og 5%' af afg. Af 9—11 þús. kr. tekjum greið- ist 280 kr. af 9 þús. og 6% af afg. Af 11—13 þús. kr. tekjum greiðist 400 kr. af 11 þús. og 7% af afg. Af 13—15 þús. kr. tekjum greiðist 540 kr. af 13 þús. og 8% af afg. Af 15—17 þús. kr. tekjum greiðist 700 kr. af 15 þús. og 9% af afg. Af 17—25 þús. kr. tekjum greiðist 880 kr. af 17 þús. og TO0?, nf pf'r. Af 25—30 þús. kr. tekjum greiðist 1680 kr. af 25 þús. og 15% af afg. (Framhald í\ 4. siðg). Maður verður úti á Árskógsströnd þAÐ slys varð á Árskógsströnd s.l. sunnudagskvöld, að Krist- án Marinó Sölvason, frá Litla- Árskógssandi, varð úti skammt neðan við þjóðveginn þar. Fannst hann örendur síðla næt- ur. Tildrög þessa atburðar eru aau, að Marinó hafði verið í heimsókn í Vallholti, þar búa bræður hans tveir, en Vallholt er skammt ofan við þjóðveginn. Um kl. 8.30 lagði hann af stað heimleiðis. Sími er ekki í Vall- holti og vissi heimilisfólk manns- ins því ekki gjörla um ferðir hans, undraðist síður um hann þótt heimkoma hans drægist, þar sem hann var í heimsókn hjá bræðrum sínum. Um kl. 1 var hafin leit að Marinó og fannst hann undir morgun, örendur, skammt neðan við veginn. Þess sáust merki, að hann hefði dottið þar skammt frá, og hlotið dálítinn áverka á höfði. Nánar er ekki vitað um tildrög slyssins. Veður vár hvasst af vestri, með hríðarbyljum, en þó var ratljóst. Marinó heitinn var rúml. hálf-fertugur að aldri, kvæntur og átti 3 börn í æsku. Hann var vel látinn röskleika- maður. Hann var fóstursonur Sigurvins Edilonssonar, útgerð- armanns á Litla-Árskógssandi. JJITIÐ „Dagur 25 ára“ verð- ur fullprentað í næstu viku og verður sent áskrifend- um fimmtudaginn 4. marz n. k. Reglulegt blað kemur ekki út aftúr fyrr en 11. marz. Lesendur! Nú er tækifæri til að gera ódýr kaup! Gerizt áskrifendur að „Degi“ nú þeg- ar, þá fáið þér heilan árgang og afmælisblaðið að auki fyrir 8 krónur. Gerið ritstj. eða af- greiðslunni aðvart. r Látinn Islendingur erlendis þANN 20. þ. m. lézt að heimili sínu í New York Ragnar P. Ólafsson, verzlunarmaður, sonur Péturs A. Ólafssonar, kaupmanns hér í bæ. Ragnar heitinn var rösklega hálf-fimmtugur að aldri. Hann hafði dvalið lang- vistum erlendis, þar á meðal 20 ár í Bandaríkjunum. Hann var giftur Selmu Grönvold, ættaðri héðan úr bænum. HÖRMULEGAR SLYSFARIR 36 Vestfirðingar hafa farizt að undan- förnu, með vélskipunum „Þormóði66 frá Bíldudal og „Draupni“ frá Súðavík. Þar af 9 konur og 7 ára barn. QVEÐUR MIKIL hafa geisað hér við land að undanförnu. Hafa af þeirra völdum orðið hinar hörmulegustu slysfarir, heilar fjöl- kyldur hafa farizt og tvö vestfirzk kauptún misst marga af forráða- inönnum sínum. Vélskipið ÞORMÓÐUR frá Bíldudal lagði af stað til Reykjavík- ur fyrra þriðjudag. Með skipinu voru 24 farþegar og 7 skipsmenn. Aðfaranótt fimmtudagsins mun skipið hafa farizt; neyðarskeyti barst frá því á miðvikudagskvöld, en hjálp varð ekki við komið vegna óveðurs. Á fimmtudaginn fannst rekald úr skipinu og lík eins farþega út af Garðskaga. Þessir fórust með skipinu: Skipsmenn: Gísli Guðmundsson, skipstjóri, Bárður Bjamason, stýrimaður, Lárus Ágústsson, vélstjóri, Jóhann Kr. Guðmundsson, 2. vélstjóri, Gunnlaugur Jóhannsson, matsveinn, Bjami Pétursson, háseti, og Ólafur Ögmuudsson, háseti, allir frá Bildudal. Farþcgar: Séra Þorsteinn Kristjánsson, Sauðlauksdal, séra Jón Jakobsson, Bíldudal, Loftur Jónsson, kaupfélagsstjóri, s. st., Ágúst Sigurðsson, verzlunar- stjóri, s. st., Jakobína Pálsdóttir, kona hans, Þorvaldur Friðfinnsson, verk- smiðjustjóri, Þorkell Jónsson, verzlunarstjóri, Sigríður Eyjólfsdóttir, kona hans, Bjarni sonur þeirra hjóna, 7 ára gamall, Bjarai Pétursson, s. st., Karl Eiríksson, sjómaður, s. st., Áslaug Jensdóttir, s. st., Gísli Kristjánsson, bílstjóri, s. st., Óskar Jónsson, verkamaður. s. st.. Kristján Guðmundsson, sjómaður, s.st., Jón Þ. Jónsson, s. st., Indíana Jónsdóttir, s. sL, Fjóla Ásgeirsdóttir, s. st., Salóme Kristjánsdóttir, s. st., Guðbjörg Elíasdóttir, Dalahreppi, Barðaströnd, Benedikta Jensdóttir, s. st., Þórður Þorsteinsson, skipstjóri, Patreksfirði, Guð- mundur Pétursson, Súluvöllum, Húnaþingi. Vélbáturinn „Draupnir" frá Súðavík fórst í fiskiróðri í fyrri viku. Mcð honum voru 5 vaskir sjómcnn frá Súðavík.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.