Dagur


Dagur - 08.04.1943, Qupperneq 1

Dagur - 08.04.1943, Qupperneq 1
Vikublaðið DAGUR Ritstjórar: INGIMAR EYDAL, JÓHANN FRÍMANN. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Sigurður Jóhannesson. Skrifstofa við Kaupvangstorg. Sími 96. Argangurinn kostar kr. 8,00. Prentverk Odds Bjömssonar. XXVI. árg. Akureyri, fimmtudaginn 8. apríl 1943 15. tbl. Gunnar Jónsson, sjúkrahússgjaldkeri: ÓRÉTTLÆTIÐ í SKIPUN SJÚKRAHÚSMÁLANNA Reykjavík og Hafnarfjörðul* þurfa ekki að kosta sjúkrahússbyggingar eða bera reksturshalla af sjúkrahúsum. Ríkið hefir hlaupið undir bagga með þessum kaupstöðum. Akureyri þarf hins vegar að halda uppi stórum spítala á eigin kostnað, og nota Akureyringar þrátt fyrir það ekki nema 38 prc. af rúmi hans. Ríkið ívilnar Sjúkrasamlagi Reykjavíkur um gjöld til Landspítalans, — en Sjúkrasamlag Akureyrar verður að greiða fullt gjald vegna siúklinga hér. Þetta munar Sjúkrasamlag Akureyrar 22.000 kr. á þessu ári, en Eyjafjarðarsýslu 30 þúsund krónum. Eru til tvenns konar lög í landinn, — önn- ur fyrir Reykvíkinga, og liin fyrir aðra landsmenn? Hljómleikar Kantötukórs Akureyrar vom mjög fjölsóttir og tókust ágætlega. J£ANTÖTUKÓR Akureyrai efndi til hljómleika í Nýja Bíó síðastliðinn sunnudag kl. 2 síðdegis, undir stjórn söngstjóra síns og höfundar, Björgvins Guð- mundssonar, tónskálds. — Á söng skránni voru fyrst og fremst kórar úr söngdrápunni „Streng- leikar“ eftir söngstjórann. Ein- söngvarar voru þau frú Helga Jónsdóttir, Hermann Stefánsson (Framh. á 4. síðu). Verkalýðsfélagi Akureyr- ar vikið úr Alþýðusam- bandi Islands! Nýtt verkalýðsfélag stofnað í fyrrakvöld •piL TÍÐINDA hefir nú dregið í deilum þeim, sem uppi hafa verið hér milli kommúnista og alþýðu- flokksmanna út af verkalýðsmálun- um hér í kaupstaðnum. Sendi Alþýðu- sambandið þá Jón Sigurðsson (Alþ.fl.) og Jón Rafnsson (Kommúnistafl.) hingað norður til þess að framkvæma „sameiningu" Verkalýðsfélags Akur- eyrar (Alþ.fl.) og Verkamannafélags Akureyrar (Kommúnistafl.) en und- anfama mánuði hafa verið stimpingar miklar í blöðum þessara flokka hér út af sameiningarmálinu. Þeim Jón- unum tókst ekki að semja við Erling og Halldór Friðjónssyni svo að þeim líkaði, og var þá horfið að því ráði, að víkja Verkalýðsfél. Ak. úr Alþýðu- sambandinu og stofna nýtt félag á vegum sambandsins. Fór stofnun þess fram í fyrrakvöld. Hlaut það nafnið Verkamannafélag Akureyrarkaupstað- ar og gengu 210 verkamenn í það á fundinum. í stjórn vóru kosnir Mar- teinn Sigurðsson, formaður, Jóhannes Jósefsson, ritari, Bjöm Einarsson, gjaldkeri, Þórður Valdemarsson og Sigurður Baldvinsson meðstjórnend- ur. Framhaldsstofnfundur verður í kvöld. Um 60 verkamenn munu hafa sagt sig úr Verklýðsfélagi Akureyrar. Með stofnun þessa nýja félags er Verkamánnafélag Akureyrar leyst upp og renna eignir þess allar til hins nýstofnaða félags. Marteinn Sigurðs- son er hinn mætasti maður. Hann hefir verið gjaldkeri Framsóknarfé- lags Akureyrar um mörg ár. Hinir Stjómarmeðlimirnir eru óþekktir, í Reykjavík og Hafnarfirði er um þriðjungur allra lands- manna. Þessir tveir kaupstaðir hafa ekki lagt í neinn kostnað við sjúkrahússbyggingar og þar af leiðandi komast þeir bæir hjá öllum reksturshalla, sem fylgir rekstri sjúkrahúsa. Ríkið greiðir allan reksturshalla Landspítal- ans, sem er þar af leiðandi ríkis- styrkur til þessara bijarfélaga. Skal sett hér fram glöggt dærni því til sönnunar, hve miklu rang- læti sum bæjarfélögin eru beitt og þau sveitafélög og einstakling- ar, sem eigi njóta þeirra hlunn- inda að hafa sjúklinga sína á Landsspítalanum. Nú er ástandið þannig, að dag- gjöld á Landsspítalanum eru kr. 15.00, en hér á Akureyrarspítala kr. 7.50 og verðlagsuppbót, eða sama sem kr. 19.65, auk þess verða almennir sjúklingar að greiða fyrir læknishjálp. Ef tek- ið er hér sem dæmi Sjúkrasamlag Akureyrar, kemur í ljós, að það verðu'r að greiða kr. 4.65 hærri daggjöld en Sjúkrasamlag Reykjavíkur. Það má gera ráð fyrir, miðað við undanfarin ár, að legudagar þeir, sem Sjúkra samlag Akureyrar greiðir fyrir séu 4800 á ári. Þá gerir það kr 22.320.00 á ári, þar sem aftur á móti ríkissjóður greiðir sama sem þennan halla fyrir Sjúkra- samlag Reykjavíkur. Geta af þessu allir séð, hvað aðrir sjúkl- ingar, sem verða að liggja hér á sjúkrahúsinu, verða að greiða mikið meira en þeir sjúklingar, sem njóta þess að liggja á Lands- spítalanum. Það sama endurtek- ur sig, ríkið greiðir hallann þar. Ranglæti heilbrigðisstjórnarinnar. Þá virðist mér rétt að láta alla vjta það ósatrsrænii. scm hefir átt sér stað og á sér stað ennþá með berklasjúklinga. í síðastliðin 10 ár hafa ísafjarð arspítala og Landakotsspítala verið greidd hærri daggjöld en Akureyrarspítala fyrir berkla- sjúklinga. Munar þetta á síðast- liðnum 6 árum fyrir Ákureyrar- spítala sem hér segir: Árið 1937 kr. 1.378.00 - 1938 - 3.212.00 - 1939 - 4.880.00 - 1940 - 7.198.68 - 1941 - 2.540.80 - 1942 - 3.189.88 kr. 22.399.36 Nú er svo ákveðið í berkla- varnalöggjöfinni, nr. 78, 23. júní 1936, að ríkissjóður greiði 4/5 berklakostnaðar á sjúkrahúsum, en einstaklingar eða sveitafélög 1/5. Hefir heilbrigðisstjórnin sjálfsagt greitt Ísafjarðarspítala og Landakotsspítala fullan rekst- urskostnað eftir jressu að dæma. Akureyrarspítali samdi við heil- brigðisstjórnina 7. nóv. 1932 um daggjöld berklasjúklinga, en síðan lögin frá 1936 gengu í gildi, hefir þess verið krafizt, að Akureyrarsjúkraluis fengi greitt kostnaðarverð, en ekki fengizt;en jafnframt skal þcss getið, að al- veg nýlega er mér kunnugt um, að Sjúkralnis Akureyrar hefir fengið lægri greiðslu en hin áð- urnefndu sjúkrahús. Þetta er með öllu óþolandi og verður að fást leiðrétt, og bezta leiðrétting in á því er, að ríkið taki við sjúkrahúsinu. Þá skal þess getið, að ríkissjóður greiðir Landakots spítala hærri daggjöld fyrir berklasjúklinga en Landsspítal- anum. Verður þar af leiðandi meira, sem ríkið þarf að greiða til Landsspítalans í reksturs- kostnað, en aftur á móti hafa sjúklingar betri kjör þar. (FramhsM : .< 9 5<ðr.). Ingimar Eydal, ritstjóri, sjötugur JNGIMAR EYDAL, fyrsti ritstjóri „Dags“ og elzti blaðamaður á Akureyri, varð sjötugur í gær. Hann er fæddur að Stekkjarflöt- um í Saurbæjarhreppi 7. apríl ár- ið 1873 og er kominn af eyfirzku bændafólki í báðar ættir. For- eldrar hans voru hjónin Jónatan Jónsson, Benediktssonar bónda í Flöguseli, Sigfússonar, og Sigríð- ur Jóhannesdóttir bónda á Sáms- stöðum, Grímssonar „græðara", bónda og læknis að Espihóli, Magnússonar. Ingimar ólst upp á vegum for- eldra sinna fram að fermingar- aldri, en þá fór hann í vinnu- mennsku til vandalausra; var hann bráðþroska talinn og full- gildur til verka 17 ára. Um tví- tugt gekk hann í Möðruvalla- skóla og útskrifaðist þaðan árið 1895 með góðri I. einkunn. Ingimar tók mikinn þátt í fé- lagslífi skólans, skrifaði allmikið í blað skólapilta og tók mikinn þátt í málfundum, er skólapiltar héldu í viku hverri til þess að æfa sig i ræðumennsku. Laust eftir aldamótin síðustu fór Ingi- mar til Skotlands og dvaldi þar nokkra mánuði. Árið 1905 fór hann aftur utan, til Dan- merkur, og stundaði þá nám við lýðháskólann í Askov. Eftir heimkomuna gerðist Ingimar kennari og stundaði það starf í full 40 ár. Fyrstu tvo vet- urna eftir heimkomuna kenndi DÝRTÍÐARMÁLIN Miðlimartillögur ríkis- stjórnarinnar og álit f jár- hagsnefndar N. d. JTjlNS OG KUNNUGT ER hef- ir dýrtíðarfrumvarp ríkis- stjórnarinnar setið í nefndum þingsins síðan 25. febrúar s. 1. Allharðvítug andstaða hafði komið fram gegn ýmsum ákvæð- um frumvarpsins frá verkalýðs- flokkunum á þingi og verkalýðs- félögum úti um allt land. Seint, síðastliðnum mánuði bar ríkis- hann; ið ^glmgaskóla Magnús stjórnin fram miðlunartillögur í fjárhagsnefnd. Voru aðalatriði þeirra þessi: Kaflarnir um verðlag land- búnaðarafurða og útborgun kaupgjalds skv. lækkaðri vísitölu skyldu falla niður, en í stað þeirra koma þessi ákvæði: Tvær nefndir skulu settar á á stofn og sé verkefni þeirra að finna: 1. hlutfallið milli afurða- verðs og kaupgjalds. 2. fram- leiðslukostnað landbúnaðarins og reikna landbúnaðarvísitölu samkvæmt því. Þessu skal lokið 15. ágúst n. k. Þangað til skal þessi skipun ríkja um verðlag landbúnaðarafurða: Tekið skal verð þeirra árið 1939, bætt með 40% og margfaldað með vísitölu 220. Þetta myndi lækka verð þessara afurða verulega, t. d. mundi mjólk hér á Akurevri kosta kr. 1.01 samkv. þessum út- reikningi. Ríkissjóður greiði bændum verðfallið til 15. maí n. k. á mjólkinni og 3/4 verðlækk- unar kjötsins, miðað við núver- andi birgðir í landinu. Jafnsnemma og þetta kemur til framkvæmda skal greiða kaupgjald með vísitölu 220. Verðlækkun landbúnaðarafurð- anna, er að ofan getur, mundi lækka vísitöluna verulega. í áliti fjárhagsnefndar Nd., (Framhgld á 4, síðu). ar á Grund, síðan var hann far- kennari um hríð eða heimilis- kennari hér í kaupstaðnum, en árið 1908 var hann ráðinn fastur kennari við Barnaskóla Akur- eyrar og var það óslitið í 30 ár. Ingimar var snemma prýðilega máli farinn, ritfær og orð- slyngur, svo að orð fór af. Ekki leið heldur á löngu, eftir að hann settist að hér í bænum, þar til hann fór að taka mikinn þátt í félags- og stjórnmálalífi bæjarins. Hann skrifaði mikið í blaðið „Norðurland" í ritstjórnartíð Sigurðar læknis H jörleifssonar, var meðritstjóri „íslendings" 1915—16 og ritstjóri ,,Dags“, er hann var stofnaður snemma á árinu 1918. Stjórnaði hann „Degi“ til ársloka 1919 og síðan frá miðju ári 1928 allt til þessa dags. Hefir enginn blaðamaður á Akureyri, fyrr né síðar, átt jafn langan starfsferil við eitt og sama blaðið, nema Björn Jónsson. fyrsti ritstjóri „Norðra". Árið 1917 var Ingimar kosinn í bæjarstjórn Akureyrar og átti þar sæti samfellt til ársins 1934, er liann gaf ekki kost á sér leng- ur til þeirra starfa. Hann var kosinn í stjórn K. E. A. árið 1917 og hefir átt þar sæti óslitið síðan og verið varaformaður félagsins síðan 1918. > • (Framhald á 3. siðu),

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.