Dagur - 08.04.1943, Side 3

Dagur - 08.04.1943, Side 3
Fimmtudagur 8. april 1943 DAGUR 3 r ■ ■ (Framhald af 1. síðu). Ingimar kvæntist Guðfinnu Jónsdóttur, ættaðri úr Fljóts- adlshéraði, árið 1907. Hefir þeim hjónum orðið 5 barna auð- ið, og eru öll uppkomin. Ingimar hefir átt óvenju lang- an og fjölþættan starfsdag, og starfar enn að áhugamálum sín- um, þótt hann sé nú sjötugur orðinn. Á störf hans öll og fjöl- þættar gáfur verður ekki lagður dómur hér, eða frá þeim greint nánar. Vísast til annarra greina í blaðinu í dag, í tilefni þessara tímamóta. En þessu vill „Dagur“ bæta við frá núverandi starfs- mönnum Ingimars við blaðið: Ingimar Eydal hefir stjórnað „Degi“ í rösk 17 ár af 25 ára æfi blaðsins, og hin 8 árin verið hinn bezti og öruggasti stuðn- ingsmaður þess. í höndum hans hefir blaðið vaxið frá barni í reifum til fulltíða manns, breytzt úr minnsta blaði landsins í stærsta blað hérlent, utan höf- uðstaðarins, vaxið að áhrifum og vinsældum meðal þeirra manna, er með því hafa átt samleið. Fyrir öll þau störf og alla þá umhyggju vill „Dagur“ fyrir sitt leyti þakka þeim manni, er mest- an þátt hefir átt í þessari þróun. Það þykir jafnan til vegsauka, að eiga til góðra manna að telja. „Dagur" getur skrumlaust sagt það nú, að hann muni jafnan minnast þess fósturs, er hann naut í höndum fyrsta ritstjóra síns, með þakklæti og virðingu. íngimar Eydal ritstjóri varð sjötugur í gær. Hann hefir verið búsettur hér í bænum síðan árið 1908, og allan þann tíma haft með höndum mörg og marghátt- uð trúnaðarstörf I" þágu bæjar- ins, og allir, sem til þekkja, munu á einu máli, að hann hafi rækt þau af stakri samvizku- semi, en þó með fullri festu. Eg veit að fleiri en eg munu minnast Ingimars í dag og þá geta að nokkru um sum af störf- um hans. Eg ætla því að láta nægja að geta lítillega um störf hans í bæjarstjórn Akureyrar, en rúmsins vegna verð eg að fara fljótt yfir sögu. Ingimar var fyrst kosinn í bæjarstjórn árið 1917 og síðan jafnan endurkosinn, þar til árið 1934, að hann baðst eindregið undan endurkosningu. Hann átti því sæti í bæjarstjórn í 17 ár samfleytt og fyrri hlutann af því tímabili var hann varafor- seti, en síðari árin aðalforseti bæjarstjórnarinnar. Árið 1917, þegar Ingimar var fyrst kosinn, var hér í bænum allöflugur verkamannaflokkur, sem starfaði þá sem frjálslyndur umbótaflokkur. Gegn verka- mönnunum stóðu þá íhaldsöfl bæjarins, en utan þessara tveggja hópa voru ýmsir menn, sem ekki gátu verið í flokki með verka- mönnum, en gátu þó átt samleið með þeim í öllum helztu um- bótamálum bæjarins. Það voru þessir menn, með samvinnu viö verkamenn, sem fyrst kusu Ingi- mar í bæjarstjórn. Síðar, þegar Framsóknarmönnum óx fylgi í bænum, var Ingimar fulltrúi aeirra og kosinn af þeim í bæjar- stjórn. Af þessu er ljóst að fyrri árin var Ingimar einn síns liðs í bæj- arstjórninni, en þrátt fyrir það varð hann þegar frá upphafi áhrifamaður þar. Bar þar margt til, þó hygg eg að miklu hafi þar um orkað forusta og stuðningur nans við öll mál, er til umbóta og framfara horfðu, og samfara oví rökföst og glæsileg ræðu- mennska, en Ingimar var, og er enn, einn með beztu ræðumönn- um, sem eg hefi heyrt. Eg ætla ekki að telja hér þau mál, er Ingimar léði sérstaklega lið, eða beitti sér fyrir þau ár, sem hann átti sæti í bæjarstjórn, þó get eg ekki látið vera að minna á, að það var harðfylgi hans að þakka að byrjað var á malbikun vega, holræsalagningu og gangstéttagerð, sem þá þótti óþ'arfa flottheit af allmörgum. Þá var og, með atbeina Ingimars, ákveðið að bærinn hætti að selja lóðir, það var þá nýmæli, sem misjafnlega var tekið þá, en nú er af öllum viðurkennt sem hið eina rétta og bænum hið mesta happ. Á þeim árum var rafstöðin við Glerá reist og barnaskólinn nýi byggður, sem þá voru stórmál og báðum þeim málum fylgdi Ingi- mar af alhug. Fleira mætti telja, en hér skal staðar numið. Aðeins vil eg að lokum leyfa mér að bæta við al- úðarþökk til Ingimars frá okkur samherjunum, fyrir öll störfin á liðnum árum og frá mér sérstak- lega. Guð blessi þig, vinur og frændi. Á. Jóhannsson. Það munu vera liðin 36 eða 37 ár síðan að eg hitti Ingimar Eydal í fyrsta sinni. Eg var þá staddur hér á Akureyri og kom inn i hús Jóns Dalmanns í Strandgötunni. Voru þar þá fyr- ir þrír Eyfirðingar, Hallgrímur Kristinsson kaupfélagsstjóri, Jak- ob bróðir hans og Ingimar Ey- dal. Var þarna rætt um stjórn- mál og gazt mér ágætlega að skoðunum þessara manna. En stjórnmálin í þá daga snerust, eins og kunnugt er, mest um sjálfstæðismálið eða um rétt ís- lendinga gagnvart Dönum. Skildi eg það strax að Ingimar og félagar hans vildu að ísland yrði alveg sjálfstætt og voru sam- mála þeim forustumönnum þjóðmála vorra, sem lengst gengu í því máli. Síðan hefi eg kynnzt Ingimar Eydal allmikið, bæði persónulega og af skrifum hans. Ingimar fylkti sér í flokk hinna gömlu sjálfstæðismanna, en þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Heimastjórnarflokkurinn riðluðust vegna breyttra stjórn- málaviðhorfa, og Framsóknar- flokkurinn var stofnaður, þá gekk Ingimar í þann flokk, og hefir hann síðun verið, eins kunnugt er, einn af máttarstólp- *um hans .Ingimar hefir jafnan reynzt traustur máttarstólpi hverju máli eða stefnu, sem hann hefir lagt lið. Hann mun hafa skrifað fleiri greinar um stjórnmál en nokkur annar mað- ur, sem nú lifir í Norðurlandi. Og það, sem einkennt hefir skrif Ingimars, er ljós og rökrétt hugsun, ramm-íslenzkt málfar,' víðsýni og frjálslyndi. Ingimar er einn þeirra manna, sem allt frá æskuárum hefir aldrei hik- að við að krefjast fulls sjálfstæð- is fyrir þjóð sína, og hefir þráð þá stund, að þjóðin yrði laus allra erlendra yfirráða. Hann hefir jafnan trúað því, að þjóðin sjálf gæti bezt leyst öll sín vanda- mál, að hún gæti bjargast að öllu á eigin spýtur. En sam- kvæmt þessari skoðun sinni hef- ir hann og álitið, að einstakling- ar þjóðarinnar gætu og bezt not- ið sín með því að ráða sjálfir verzlun sinni og atvinnuvegum; því hefir hann verið samvinnu- maður og Framsóknarmaður. í Eddu er sagt frá ásynjunni Iðunni og eplum hennar. Æsir þurftu jafnan að endurnýja orku sína með því að bíta í epli Ið- unnar við og við, og eitt sinn er Loki náði Iðunni ásamt eplun- um burt úr Ásgarði og fékk hana Þjaza jötni, þá gerðust Æsir „brátt hárir og gamlir“. í vöggu er mönnum veitt sti náðargjöf að bíta í epli Iðunnar, eplin, er veita mönnum orku og það sem henni fylgir, en áhrif eplanna verði ýrnsum skamrn- vinn, og margir verði furðu fljótt andlega gamlir. En því virðist hafa verið þannig háttað með Ingimar Eydal, að hann liafi ekki aðeins bitið í Iðunnarepli í upphafi bernsku sinnar, heldui hafi hann náð Iðunnarepli á vald sitt, sem haldi honum sí- ungum andlega, allt til þessa dags, þegar hann er sjötugur orð- inn að aldri. Heilsa lians hefir að vísu ekki haldizt sem skildi, en liann er enn jafn ungur í anda og þegar ég hitti hann í fyrsta skipti. Og hvað sem ár Ingimars verða mörg enn, sem eg vona að verði allmörg, þá er eg þess viss, að þegar hann siglir yfir um landamærin, Jrá verður hann jafn ungur í anda og þeg- ar hann var upp á sitt hið bezta. Og að lokum: Eg vil leyfa mér að flytja Ingimar á sjiitugsaf- mæli hans kveðju ‘og þakkir mínar og annarra flokksbræðra hans og skoðanabræðra, þakkir fyrir samvinnu á liðnum árum, þakkir fyrir djarfa og drengilega baráttu á stjórnmálavelli þjóðar- innar. Við óskum honum heilla. Þorsteinn M. Jónsson. Eg get hugsað mér, að þegar Ingimar Eydal hafði lokið námi á Möðruvöllum og framhalds- námi í lýðskóla í Danmörku, hafi hann ætlað sér að verða ungl- ingakennari heima, enda hó:: hann kennslustörf í unglinga- skólanum að Grund. Við það starf hygg eg að hann hefði notið sín bezt. Yfirburða gáfur hans, staðgóð þykking ög víðfeðpþ hugans, rnyndu hafa heillað unga menn, sem voru að „rakna úr reifum". í þeim hópi hefði íann áreiðanlega orðið mikill áhrifamaður, slíkur mælskumað- ur sem hann var og snillingur við að „draga upp myndir í hug- ans heim, til herfylkja sóknar og varnar“. En Inginrar Eydal varð- ekki kennari við unglingaskóla. 3arnaskóli Akureyrar naut starfskrafta hans um 30 ára skeið. ]>að er löng saga og markverð og verður ekki rakin í nokkrum af- mælisorðum. Það er að sjálf- sögðu sama sagan, sem aðrir frumherjar kennarastéttarinnar aafa að segja, svipuð í höfuð- dráttum, saga um blossandi áhuga á starfinu og óbifanlega trú á gildi þess fyrir einstaklinga og þjóð, saga um starfsgleði, nægjusemi og fórnarhug, sem ekki spurði fyrst og fremst um aunin. En svo er það líka saga urn vonbrigði, vanþakklæti og misskilning og ekki sízt um basl- ið við að bjargast með hin sára- litlu laun, sem varð þá vitanlega að bæta upp með öðru starfi, ef það fékkst. Eg þykist þess full- vijs, að nú er I. E. lítur yfir langa æfi, muni hann blessa þessa sögu, þrátt fyrir allt, því að á spjöld- um hennar mun mörg línan ;litra og varpa ylgeislum í hug og hjarta. Eins og að líkum lætur á I. E. aragrúa af nemendum og mik- inn fjölda samverkamanna. Ekki ^et eg hugsað mér, að hann eigi iiokkurn óvildarmann í þeim >tóra laópi. Hitt er víst, að margir liafa dáð hann sem kennara og mann. Hann var svo ríkur af ýmsum kostum kennarans, snjall í máli, fastur fyrir og öruggur, frábærlega skýr í hugsun, glögg- ur á aðalatriði í kennslunni, og ívo í hina röndina fullur af smá- ’lettni og gamansemi, er jafnan mun reynast hið mikla lífsins balsam í dagsins önn og erli, og þá ekki sízt innan veggja skólans. Og samverkamenn I. E. hafa og jafnan fengið að njóta þessara eðliskosta hans í ríkum mæli. Þeir munu lcngi minnast gáfna hans, geðprýði, góðvilja og gam- ansemi rir sambúðinni, og er etíð óblandinn fögnuður meðal gamalla samverkamanna, er I. E. kemur á fund þeirra, þótt nú sé liann hættur kennslustörfum. Fyrir hönd barnaskólans og allra samverkamanna þar, flyt eg iú hinum gamla kennara inni- ’ega þökk fyrir starfið og sam- húðina, og óska þess, að við meg- un enn lengi fá að sjá hann mitt i meðal okkar. Snoni Sigfússon. ÞREM ÁRUM liðnum verða 60 ár frá því að ey- firzkir bændur stofnuðu Kaup- félag Eyfirðinga að Grund. Sex- tíu ár er ekki langur tími í sögu félags, en það er mestur hluti meðal mannsæfi. Þeir eru því ekki ýkja margir á meðal okkar, sem mega muna þann viðburð, sem svo afdrifaríkur hefir reynzt fyrir þetta hérað. Og þó eru þeir ennþá færri, sem tekið hafa virk- an þátt í starfi félagsins rnikinn hluta þessa nær 60 ára tímabils. Ingimar F.ydal er «inn ÚX þcirri fámennu sveit. Hann er sjötugur dag og má því muna stofnun fé- lagsins, þótt eðlilega liðu all- mörg ár, þangað til starf hans innan samtakanna gæti hafizt. En þó hafa öll eftirminnilegustu átökin, sem félagið hefir gert sér til eflingar og vaxtar, orðið eftir að Ingimar Eydal gerðist félags- maður og flest þó eftir að hann tók sæti í stjórn þess árið 1917, en þar hefir hann átt sæti óslitið síðan og verið varaformaður frá árinu 1918. Ingimar Eydal hefir því verið meira en áhorfandi að þeim miklu og stórstígu framlörum, sem orðið hafa í þessu héraði og sessu bæjarfélagi fyrir atbeina samvinnustefnunnar. Hann hefir verið virkur þátttakandi í þeim. Og því er þessa minnzt hér á þessum tímamótum í æfi hans, að þessi þátttaka hefir ekki verið neitt aukaatriði í lífi hans og starfi. Samvinnustefnan hefir verið lífsskoðun hans. Við hana batt hann snemma miklar vonir um framfarir og hagsæld til handa vinnandi fólki. Hann hef- ir borið gæfu til þess að sjá margar þær vonir rætast og hef- ir sjálfur átt sinn þátt í að gera draumana að veruleika. Þessa hygg eg efalaust, að Ingi- mar muni nú minnast með gleði. Við, sem unnið höfum með honum bæði fyrr og síðar, meg- um hins vegar minnast samstarfs- ins við hann með þakklæti. Hann er gæddur þvf skaplyndi, að það er alveg sérstök ánægja að vinna með honum. Hann hef- ir jafnan verið ótrauður til nýrra átaka og æfinlega vel á verði um heill og heiður félagsins. Það er nú orðið ærið oft, sem hann hef- ir mátt grípa pennann til þess að bera hönd fyrir höfuð félags- ins, er á það hefir verið sótt. Sú vörn hefir hvorgi brugðizt. Fyrir langt og heillaríkt starf hans inn- an stjórnar K. E. A. og utan, fyr- ir óbifanlega trú hans á mætti samvinnunnar, fyrir ákjósanlegt samstarf, vil ég nú færa honum alúðarfylístu þakkir, bæði frá mér sjálfum, starfsmönnum K. E. A. og félagsmönnum. Akureyri 7. apríl 1943. Jakob Frímannsson. NYKOMIÐ Rafmagnsstraujárn tvær tegundir. Brauðristar. Rafmagnskaffikönnur (Percolators). Straujárn með lausu haldi, í settum, hentug fyrir fólk, er ekki hefir rafmagn. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA JAm og glervömdeild,

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.