Dagur - 29.04.1943, Síða 1
Vikublaðið DAGUR
Rltstjórár: INGIMAR EYDAL,
JÓHANN FRÍMANN.
Afgreiðsla, auglýsingar, innlteimta:
Sigurður Jóhaimcsson.
Skrifstofa við Kaupvangstorg.
Simi 96.
Argangurinn kostar kr. 8,00.
Prentverk Odds Bjömssonar.
CtlR
XXVI. árg.
Akureyri, fimmtudaginn 29. apríl 1943
18. tbl.
FJÁRLAGAÞINGI FRESTAÐ TIL HAUSTS
Stóri bróðir hirtir
litla bróður
Ýfingar Rússa og Pólverja
*jAU TÍÐINDI vekja nú gífurlega
athygli um allan heim, að Rúss-
ar hafa slitið stjórnmálasambandi við
flóttamannastjórnina pólsku í Lund-
únum. Ástæðan er sögð sú, að pólska
stjórnin hafði mælzt til þess, að op-
inber rannsókn yrði látin fram fara,
undir eftirliti Alþjóða Rauða Kross-
ins, á þeim sakargiftum, er Þjóðverj-
ar bera nú á rússnesku stjórnina, að
hún hafi látið myrða fjölda pólskra
liðsforingja, meðan stóð á innrás
Rússa í Pólland 1939. Telja Þjóð-
verjar sig hafa fundið dyngjur af lík-
um þeirra í hópgryfjum á Smólensk-
svæðinu. Rússneska stjórnin virðist
meta það meira að gera sig herralega
yfir flóttamannastjórninni pólsku —
og neita allri slíkri rannsókn, en að
varðveita friðinn og eindrægnina í
herbúðum bandamanna allra, meðan
á styrjöldinni stendur. Svissneskar út-
varpsstöðvar herma, að allir Pólverj-
ar, sem staddir eru í Rússlandi — en
þeir eru fjölmargir — hafi verið kyrr-
settir í þessu tilefni. Minna þessar að-
ferðir hinnar voldugu stórþjóðar ekki
svo lítið á það, er hún Iét vísa norsku
sendisveitinni úr landi og sleit stjórn-
málasambandi við Norðmenn, fyrir
engar sakir, strax og Þjóðverjar höfðu
hertekið Noreg árið 1940, til þess að-
eins — að því er virtist — að þókn-
ast þáverandi vinum sínum og sam-
herjum — Nazistunum þýzku.
þÁ HEFIR það og vakið heimsat-
hygli, að sendiherraskrifstofa
Sovét-Rússlands í Bandaríkjunum
hefir sent út tilkynningu þess efnis,
að rússneska stjórnin hafi látið skjóta
hina heimskunnu pólsku verkalýðs
foringja Ehrlich og Alter, er dvöldu
landflótta í Rússlandi, síðan hinni
hetjulegu vörn þeirra gegn innrás
þýzka nazistahersins í föðurlandi
þeirra laúk. Engin opinber réttarhöld
stóðu í máli þeirra. Þjóðviljinn reyn-
ir auðvitað að afsaka þennan ofbeld-
isverknað með því að staðhæfa, að
þeir félagar hafi í tvö tiltekin skipti
gerzt sekir um svik við Sovétstjórn-
ina, er verið hafi hættuleg fyrir
styrjaldarreksturinn, en svo óheppi
lega tekst til fyrir blaðinu, að sann-
anlegt er, að í bæði þessi skipti voru
þeir Ehrlich og Alter forsvaranlega
geymdir undir lás og loku í fangels-
um leynilögreglunnar rússnesku, og
gátu sig þaðan hvergi hrært! — Allt
þetta — og raunar margt fleira —
þykir spá litlu góðu um sambúðina
og friðinn í Austur-Evrópu að heims-
styrjöldinni lokinni.
Samfylking verkalýðsflokkanna við íhaldið bjargar
skattahlunnindum stórgróðafyrirtækja enn um
stund. — Kommúnistar komu í veg fyrir myndun
vinstri stjórnar og ala á aukinni sundrung og upp-
lausn f þinginu
Samtal við Bernharð Stefánsson alþingismann
gERNHARÐ STEFÁNSSON alþm. kom heim af þingi rétt fyrir
páskana, ásamt frú sinni og dóttur. Blaðið kom að máli við
hann í fyrrakveld og spurði frétta af þingmálum. Sagðist Bernharð
m. a. svo frá:
Hátíðahöld verklýðsfélaganna 1
maí. Fulltrúaráð verklýðsfélaganna
hér í bænum, f. h. Alþýðusambands
ins, gengst fyrir hátíðahöldumáhátíð
isdegi verkamanna 1. maí n. k. með
útiskemmtun framan við Verklýðs-
húsið kl. 1V2 e. h. og hópgöngu. Síð-
degisskemmtun í Nýja Bíó kl. 3 e. h.
Fara þar fram ræðuhöld, söngur og
væntanlega kvikmyndasýning. Dans
skemmtun verður í Skjaldborg og
Verkalýðshúsinu um kvöldið. Full-
trúaráðið væntir góðrar þátttöku
verkafólks í hátíðahöldunum.
— Það, senr einkum einkenndi
síðasta þing var þetta: Þegar
ringið kom samari í haust var
rannig í pottinn búið, að bráða-
úrgðastjórn Ólafs Thors hafði
sagt af sér, eftir að hafa heykzt á
öllum þeim vanda, sem hún
hafði tekið að sér að leysa. Hins
vegar var enginn þingflokkanna
þess umkominn að mynda stjórn
á eigin spýtur og ekkert sam-
komulag náðist um þingmeiri-
hluta, er staðið gæti saman um
stjórnarmyndun, þrátt fyrir í-
trekaðar tilraunir í þá átt. Þing-
ið varð því — og verður enn —
að sætta sig við utan flokka
stjórn. Þinginu hefir mjög verið
legið á hálsi fyrir þetta úrræða-
leysi.æn í sjálfu sér er það þó að-
eins rökrétt afleiðing af því,
hvernig til þingsins var stofnað
af kjósendum í síðustu kosning-
um og með þýðingarlausu
stjórnarskrárbrölti á síðasta ári,
sem bezt vár til þess fallið að
eyðileggja allan samstarfsgrund-
völl milli flokkanna, meðan öld-
urnar, sem tvennar kosningar á
einu ári höfðu æst, væri að lægja
nokkuð. Auk þess eru allir þing-
menn allra flokka kosnir til þess
að fylgja fram málstað síns
flokks og sinna umbjóðenda, og
ég geri ráð fyrir því, að það þyk-
ist þeir allir hafa gert.
— Þingið hefir dregizt á lang-
inn, lengur en ætlað var?
Já, það er satt. En þetta staf-
aði mest af því, að dýrtíðarmál-
in, — sem allir voru þó safnmála
um að væri þýðingarmesta úr-
lausnarefnið að þessu sinni, voru
fyrst fyrir það lögð seint á þing-
tímanum, eftir að fjárlög voru
afgreidd. Hins vegar varð í með-
förum þingsins harla lítið eftir
af upphaflegum tillögum stjórn-
arinnar, eða helzt þetta:
1. Stjórnin hefir heimild til
þess að lækka verð landbúnaðar-
afurða með framlögum úr ríkis-
sjóði til bráðabirgða, ef Búnað-
arfélag íslands fellst á þær ráð-
stafanir. — Þetta síðasta atriði er
svo til komið í lögunum, að
verkalýðsflokkarnir vildu ekki
einu sinni ganga að því til sam
aðrar hliðstæðar ráðstafanir, að
launþegum yrði greidd verðlags-
uppbót á kaup í maí eftir vísi-
tölu, eins og hún yrði 1. maí,
nema verkalýðssamtökin féllust
á það. Þetta ákvæði var sett inn
í frumvarpið í bili, en þá þótti
og rétt að hafa þar hliðstæð á-
kvæði vegna landbúnaðarins.
2. Nefnd verður skipuð til
þess að reikna út eða gera tillög
ur um hlutfall það, er framvegis
skal gilda milli afurðaverðs og
kaupgjalds, og eiga í henni sæti
fulltrúar frá báðum aðiljum:
framleiðendum og neytendum.
B. Verðlækkunarskattur, (upp
haflega nefndist hann í frum
varpi stjórnarinnar viðreisnar-
skattur). Hins vegar breyttist á
lagningargrundvöllur þessa nýja
skatts þannig í meðförum þings
ins, að hann nær nú aðeins ti
10 þús. kr. skattskyldra tekna og
þar yfir, (umreiknað eftir fyrir
stríðs-peningagildi), en í frum
varpi stjórnarinnar var þetta lág
mark kr. 6 þús.
— Voru allir þingflokkar
sæmilega samtaka um þá af
greiðslu, sem þetta margumtal
aða stjórnarfrumvarp hlaut
þinginu
— Því fer fjarri. Enda mun
það mála sannast, sem forsætis
ráðherra sagði í ræðu sinni, er
stjórnin tók við lögunum til
framkvæmda, að enginn flokk-
ur — né heldur stjórnin sjálf —,
er ánægður með afgreiðslu máls-
ins. Þegar frumvarpið kom til
efri deildar, voru enn í því ýmis
ákvæði, er miklu máli skipta, svo
sem um niðurfellingu á skatt-
frelsi stórgróðafyrirtækja. En þá
gerðust þau sviplegu tíðindi,
sem almenningur mun að von-
um átta sig illa á, að verkalýðs-
flokkamir báðir hjálpuðu Sjálf-
stæðisflokknum til þess í bróð-
úrlegri einingu að nema þessi
ákvæði burt úr lögunum, og
hélzt þetta bandalag þessara
flokka upp frá því við afgreiðslu
málsins, þrátt fyrir það, að sósíal-
istar höfðu sjálfir við fyrri af-
greiðslu málsins í neðri deild
borið fram tillögu þess efnis, að
sú tillaga þá samþykkt þar. En
sem sagt: Eftir að Jreir höfðu náð
að blanda blóði við íhaldið,
snerust þeir gegn sínu eigin af-
tvæmi frá fyrri sokkabandstím-
anum!
— Hvað hefir þú að segja um
átökin út af þingfrestuninni?
— í sem skemmstu máli þetta:
Þegar fjármálaráðherra lagði
járlagafrumvarp ríkisstjórnar-
innar fyrir þingið, tók hann það
sjálfur fram — enda vissu það
raunar allir fyrir —, að þetta
væri aðeins formsatriði, til þess
að fullnægja ákvæðum stjómar-
skrárinnar: Fjárlög fyrir árið
1944 var ómögulegt að afgreiða
nú, þótt þinginu væri haldið á-
fram, en afgreiðsla fjárlaga hlaut
hins vegar að vera — eins og æf-
Framh. á 3. síðu.
Þýzk sprengjuflug-
vél skotin niður við
Vesturland
^MERÍSKA herstjórnin hér á
landi birti svohljóðandi til-
kynningu s. 1. laugardag:
— Þýzk sprengjuflugvél var á
könnunarflugi yfir vesturströnd
íslands í dag. Amerískar orustu-
flugvélar skutu hana niður. —
Þennan sama dag var gefið
hættumerki í Reykjavík. Ekki
er vitað að hin þýzka flugvél hafi
varpað niður sprengjum eða or-
sakað neitt tjón.
Iðnskóla Akureyrar
var slitið síðasta vetrardag. 101
nemandi var skráður í skólann á
þessu skólaári, þar af 63 iðnnem-
ar, en 83 nemendur þreyttu próf.
9 iðnnemar, allir úr 4. bekk skól-
ans, luku burtfararprófi, og fara
aðaleinkunnir Jreirra hér á eftir:
Björgvin Júníusson, bakari I. 7,87
Friðrik Klausen, ljósm.sm. II. 6.54
Geir Austmann, rafvirki III. 5.32
Jóh. Guðmundsson, vélsm. III. 5.42
Kr. Júl. Guðm., skipasm. II. 6.22
Kjartan F. Sigurðss., vélsm. I. 8.72
Óli G. Laxdal, klæðskeri II. 6.85
Tryggvi Gunnarsson, skipasm. I. 8.50
Tryggvi Samúelsson, járnsm. I. 8.18
Silfurpening I. A., verðlaun
fyrir beztu iðnteikningu í 4.
bekk, hlaut að þessu sinni
Tryggvi Gunnarsson, skipasm..
Verðlaun fyrir beztu fríhend-
isteikningar fengu þessir:
Friðrik Klausen, ljósm.sm. í 4 bekk
Bragi Guðjónsson, klæðsk. í 3. bekk.
Jón Karlsson, húsg.sm. í 2. bekk.
fReynir Kristjánsson, húsg.sm. í 1. b.
jg>' ■'
j SKÓLASLITARÆÐU sinni
ræddi Jóhann Frímann skóla-
stjóri m. a. um „bókvitið og ask-
ana“ í sambandi við dagleg störf
iðnaðarmanna og annarra vinn-
andi stétta, og um skyldur og
réttindi þeirra æskumanna, er
skólafræðslu njóta, í menningar-
lífi þjóðarinnar.
Sýning á teikningum nem-
enda Iðnskólans var opin al-
menningi í skólahúsinu á sum-
ardaginn fyrsta. Var hún mjög
fjölsótt, enda margt góðra teikn-
inga, bæði úr hinum ýmsu sér-
greinum iðnaðarins og almenn-
ar fríhendisteikningar — þar að
sjá.
Auglýsingabannið heldur áfram!
Hinu virðulega viðskiptaráði sýnist enn ekki ástæða
til, að almenningur hér um slóðir fylgist með verð-
lagsákvæðum þess
J^JÝKOMIN sunnanblöð birta
langar tilkynningar frá verð-
lagsstjóra og viðskiptaráði um
hin yfirgripsmiklu hámarks-
ákvæði, sem sett voru í s.l. viku,
um saumalaun o. fl. Akureyrar-
blöðin hafa ekki fengið þessar
tilkynningar til birtingar, þótt
vissulega varði almenning hér
jafnmikið um efni þeirra og
Reykvíkinga. Viðskiptaráð hefir
og alveg nýskeð ítrekað þau til-
rriæli sín til almennings, í út-
varpinu, að fylgjast vel með
verðlagsákvæðum og gæta þess
að þeim sé framfylgt. Á sama
tíma er almenningi úti um land
meinað að fylgjast með hinum
flóknu ákvæðum, vegna auglýs-
ingabannsins, sem þessi ríkis-
stofnun hefir sett á blöð utan
Reykjavíkur. Fyrir skemmstu
komulags og samræmingar við afnema þetta skattfrelsi, og var fékk „Dagur" þau svör frá skrif-
stofu verðlagsstjóra, er þess var
óskað, að blaðið fengi tilkynn-
ingar sem þessar til birtingar, að
framvegis yrðu þær aðeins birt-
ar í útvarpi og Lögbirtingablaði.
Hin nýkomnu sunnanblöð
sanna, að þetta hefir verið fyrir-
sláttur einn, og er hart aðgöngu,
að opinberar stofnanir skuli gera
sig sekar um slíka málafærslu.
Það verður því enn skýlaus
krafa Akureyrarblaðanna og al-
mennings hér, að viðskiþtaráð
láti af hinu einstrengingslega
Reykjavíkursjónarmiði og ann-
að tveggja hætti með öllu að
birta tilkynningar sínar í dag-
og vikublöðum höfuðstaðarins,
eða veiti landsmönnum öllum
jöfn réttindi og birti þeim til-
kynningar sínar á þann hátt, að
líklegt megi teljast, að þær nái
til sem flestra.