Dagur - 29.04.1943, Side 2

Dagur - 29.04.1943, Side 2
2 DAGUR Fimmtudagur 29. apríl 1943 Loddaraleikur kommúnista á Alþingi. Þeir ganga I pjðnustu stðrorðfiamanna og hjðlpa teim til afi viðnalda sHatthlunnindum ðeirra. I. Það vakti mikla eftirtekt, þegar kommúnistar hlupu und- ir bagga með íhaldinu í vetur í þeim tilgangi að bjarga fyrrv. fjármálaráðherra þess frá rann- sókn vegna hneykslanlegrar út- hlutunar bifreiða í stjórnartíð hans. En kommúnistar létu ekki við þetta sitja. Þeir hjálpuðu einnig íhaldinu við að drepa endurreisn bifreiðaeinkasölunn- ar, þó að þeir hafi alltaf haft einkasölur ríkisins ofarlega á stefnuskrá sinni. Kommúnistar báru því við, að þeim geðjaðist ekki allskostar að þeim úthlut- unarreglum, er fyrirhugaðar voru. Framsóknarmenn buðu þeim þá þau kostakjör, ef þeir yrðu með því að koma málinu fram, að þessum reglum yrði breytt í það horf, er kommún- istar töldu hina æðstu fyrir- mynd. Þetta bar þó engan árangur. Kommúnistar sátu fastir við sinn keip um að vera í þjónustu íhaldsins í þessu máli. Þeir Brynjólfur Bjarnason, Einar Olgeirsson, Áki Jakobs- son og öll hersingin aftan í þeim brostu sínu breiða „hægra brosi“ alveg út að eyrum í bif- reiðaeinkasölumálinu. í þessu breiða „hægra brosi“ kommúnista þóttust menn eygja fyrirheit um stórfelldari þjón- ustu við íhaldið síðar. Nú er þetta fram komið. Greiðasemi kommúnista við íhaldið í bif- reiðaeinkasölumálinu er ekki nema lítilræði í sámanburði við þjónustu þeirra til handa stór- gróðamönnum í skattamálum undir þinglokin síðustu. II. í hinu upphaflega dýrtíðar- frumvarpi stjórnarinnar var gert ráð fyrir að felld yrðu niður varasjóðshlunnindi stórgróða- hlutafélaga. Þessi hlunnindi eru í því fólgin, að félögin mega leggja verulegan hluta af tekjum sínum skattfrjálsan í varasjóði sína. Þetta ákvæði urn niðurfell- ing varasjóðshlunnindanna mun hafa verið sett í frumvarpið, vegna þess að ekki þótti rétt- mætt að gróðafélög héldu þess- um hlunnindum, jafnframt því að skattar á almenningi þyngd- ust af völdum viðreisnarskatts- ins, sem síðar var nefndur verð- lækkunarskattur. í fjárhagsnefnd neðri deildar fékk málið þá afgreiðslu að fella skyldi niður kafla frumvarpsins um afnám varasjóðshlunninda. Fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni var einn á móti niður- fellingunni, en fulltrúar komm- únista og krata fylgdu Sjálfstæð- isfl.mönnum í því að láta stór- gróðafélögin halda þessum hlunnindum, í sömu andránni og skattar áttu að hækka á al- menningi, svo sem bændum og verkalýðnum, með verðlækkun- arskattinum. Stefna Framsóknarmanna var í stuttu máli þessi: Varasjóðshlunnindi stórgróða- félaga verði felld niður eða tak- mörkuð. Smáútvegsmenn fái aukin sjóðshlunnindi. Þær tekj- ur, sem ríkissjóði áskotnast á þenna hátt, renni í fram- kvæmdasjóð. Ekki vildu kommúnistar fall- ast á þetta. Þeir vildu að tekj- urnar gengju til alþýðutrygg- inga og báru fram sértiilögur um það. ' Tillögur Framsóknarmanna voru felldar í neðri deild með atkvæðum Sjálfstæðismanna og kommúnista. Hins vegar voru tillögur sósíalista samþykktar ‘með atkvæðum þeirra og Fram- sóknarmanna. Þó að Framsókn- armenn teldu réttast, að féð rynni í framkvæmdasj.óð, kusu þeir samt heldur, að tryggingar- stofnun ríkisins nyti þess en heildsalar, Kveldúlfur og önnur stríðsgróðafélög. Kommúnistum kom mjög á óvart að úrslit málsins skyldu verða þessi. Þeir höfðu talið víst, að báðar tillögurnar mundu ,falla, hin fyrri með atkvæðum þeirra sjálfra og Sjálfstæðis- manna en sú síðari með atkvæð- um Sjálfstæðism. og Framsókn- arm., sem ekki varð. Kommún- istar vildu málið feigt og voru fúlir yfir úrslitunum. Þýtt og samandregið úr apríl- hefti ameríska tímaritsins „The Readers Digest“. ^DOLF HITLER er ennþá sigurviss. Nazistaflokkur- inn telur sigur Þýzkalands enn- þá mögulegan, ef flokknum tekst að halda þýzku þjóðinni í járngreipum enn um hríð. Þýzka herstjórnin er nú að framkvæma hernaðaráætlun, sem kennd er við Alfred Jodl, hershöfðingja, og álítur, að Þýzkaland geti þol- áð langvinna styrjöld, ef naz- istaflokkurinn stendur við þær skuldbindingar, sem hann hefir tekizt á hendur gagnvart her- stjófninni. Og þótt'þýzka þjóðin sé ekki allskostar ánægð, tekur liún ennþá gild loforð leiðtoga sinna. Þessar niðurstöður hafa orðið kunnar af fregnum, sem borizt hafa frá áreiðanlegum heimildarmönnum í Þýzkalandi sjálfu og he'rnumdu löndunum. Mönnum kann að þykja þessi bjartsýni ótrúleg eftir þá at- burði, sem gerzt hafa í styrjöld- inni nú á síðustu mánuðum og vegna vaxandi framleiðslu Bandamanna ng herstyrks. í Sjálfstæðismenn börðust á móti því, að gróði auðfélaga yrði í nokkru skertur, og jafnframt börðust þeir á móti því að létt yrði undir með smáútveginum. — Alþýðuflokkurinn var þrí- klofinn í málinu. Við 3. umræðu í neðri deild fengu Framsóknarmenn því til leiðar komið, að helmingurinn af tekjunum rynni í raforku- sjóð, en helmingurinn til al- þýðutrygginga. III. Nú víkur sögu þessa rnáls til efri deildar. Fulltrúar sósíalista og Alþýðuflokksins í fjárhags- nefnd þar, þeir Steingrímur Að- alsteinsson og Haraldur Guð- mundsson, bundust samtökum við íhaldsmenn um að fella nið- ur úr frumvarpinu ákvæðið um afnám varasjóðshlunninda gróðafyrirtækja, en bæði sósíal- istar og Alþýðuflokksmenn hafa með mörgum stóryrðum for- dæmt þessi hlunnindi áður og talið þau aðalgalla skattalag- anna. Ennfremur sameinuðust þess- ir sömu nefndarmenn um að fella niður úr frumvarpinu þau ákvæði, að stofnaður skyldi þriggja miij. kr. atvinnutrygg- ingasjóður. í stað þess bar meiri hluti nefndarinnar fram þá breytingartillögu, að 3 mlij. kr. af verðlækkunarskatti skyldi renna til tryggingarstofnunar ríkisins. Fulltrúi Framsóknarmanna í nefndinni, Bernharð Stefánsson, vildi samþykkja frv. óbreytt. Til samkomulags bauðst hann þó fyrir hönd flokks síns, að allar tekjur ríkissjóðs af afnámi vara- sjóðshlunninda gróðafélaga, skyldu renna til alþýðutrygging- anna, en áður áttu þær að skiptast jafnt milli þeirra og raf- orkusjóðs. Með því móti var al- þýðutryggingunum tryggt miklu meira fé en þær 3 milj., sem meiri hluti fjárhagsnefndar efri Framh. á 3. siðu. Ruslakistur bæjaríélagsins. j FYRHAVOR var nokkrum sinnum rætt um umgengnisvenjur bæjar- búa hér í blaðinu. Arangurinn af þeim umræðum varð m. a. sá, að bæjar- stjórnin samþykkti að láta setja upp ruslakörfur við aðalgötur bæjarins, og það sem merkilegra var, lét fram- kvæma þessa samþykkt. Vírkörfur voru settar upp á nokkrum stöðum í bænum og blöðin m. a. hvöttu fólk til þess að láta af þeim leiða sið, að þekja göturnar með bréfarusli. Af þessu varð nokkur árangur. Hirðu- samir borgarar tóku á sig tíu skrefa krók til þess að fleygja tómum vind- Ijngapökkum í körfurnar frekar en á gangstéttirnar. En fleiri voru þeir þó, sem ennþá héldu fast við þá trú sína, að göturnar væru hin eina og rétta ruslakista bæjarfélagsins og báru göt- urnar þessum hópi ekki síður órækt vitni en körfurnar vottuðu þrifnað hinna og framtak bæjarstjómar. En dag skal að kveldi lofa. Allt er í heim- inum hverfult. A ársafmæli sam- þykktar hinnar virðulegu bæjar- stjórnar um aukinn þrifnað á götum bæjarfélagsins, eru körfumar horfnar, götumar þaktar dagblaðatætlum, vindlingapappír, karamellubréfum og öðru sliku, er tilheyrir menningu 20. aldarinnar, en sjálf samþykktin graf- in djúpt í skjalasafn bæjarstjórnar- inn'ar á skrifstofu bæjarstjóra. A þessu ári hefir bæjarstjórn Reykjavíkur tekið upp körfuskipu- lagið, sem bæjarstjórn Akureyrar inn- leiddi svo röggsamlega á Islandi á því herrans ári 1942. Og til þess að Reykvíkingar þurfi ekki að halda það, að þeir hafi gerzt brautryðjend- ur á þessu sviði, og til þess að minna Akureyringa á nýsköpun bæjarstjóm- arinnar (því að körfurnar sjálfar em þess ekki megnugar lengur, af skilj- anlegum éstæðum), er saga þessa máls rakin hér. Þess skal getið, sem gert er. H eilbrigðisíulltrúi, — eítirsótt starf. pN það em fleiri en „Dagsmenn", sem em lítið hrifnir af um- gengnismenningunni og vilja ráða bót á. Tíu virðulegir borgarar hafa sótt um heilbrigðisfulltrúastarfið, sem aaaam—Bm auglýst var laust fyrir skemmstu. Ó- neitanlega er það í verkahring þessa starfsmanns bæjarins að vinna gegn óþrifnaðinum á götunum og við hús manna. Undanfarið hefir ekki borið tiltakanlega mikið á þessum starfs- manni á þessu sviði og mætti það gjarnan breytast Umgengnismenning bæjarins og ytra útlit að þessu lejrti er ekkert aukaatriði. Gamalt orðtak segir: „Segðu mér hverja þú um- gengst og ég skal segja þér hver þú ert.“ En segja mætti með jafnmiklum rétti: „Segðu mér hvemig þú um- gengst hlutina og ég skal segja þér hvern mann þú hefir að geyma.“ Sóðaskapur og hirðuleysi með út- lit almenningseigna, — gatna, sam- komuhúsa ,skemmtigarða o. s. frv. og híbýla manna, er eitt órækasta vitn- ið um ómenningu hvers bæjar- og sveitarfélags. Hvaða einkunn mundi sæmilega siðaður maður í þessum efnum gefa Akureyri fyrir „aðalgötu“ bæjarins, og þrifnaðinn þar? Kaupakonur Kaupamenn Unglinga vantar við sveitastörf á kom- andi vori og sumri. Línustúlkur vantar nú þegar eða 1. maí. Starfsstúlkur á sjúkrahús, veitingahús og á heimili í bænum vantar nú þegar og 14. maí næstk. VINNUMIÐLUNARSKRIF- STOFAN. 5 0 0 krónur fær sá, sem útvegar 1 til 2 herbergi og eldhús frá 14. maí n. k. Afgr. vísar á. Hvernig Hitler hyggst að sigra í styrjöldinni. löndum Bandamanna virðist flestum eðlilegast, að Þjóðverj- ar, allt frá Hitler sjálfum til hins óbreytta liðsmanns, hafi nú gert sér þess fulla grein, að þeir heyi vonlausa baráttu. En þessu er ekki svo farið. Eina stórbreytingin sem hefir orðið á sigurhugmyndum Þjóð- verja er, að þeir eru ekki lengur öruggir um fljótfenginn sigur. Þýzka herstjórnin stefnir nú að því, að ná yfirtökunum eftir langvinna og blóðuga viðureign. Allar framtíðaráætlanir eru gerðar í samræmi við þetta. Þessi breyting, frá „leifturstríði" til „stríðs til þrautar", harðvít- ugrar baráttu, þar til andstæð- ingurinn er örmagna orðinn, á rót sína að rekja til þess, að Rússlandsstyrjöldin hefir ekki gengið samkvæmt áætiun: Hald- er hershöfðingi, formaður her- stjórnarinnar, bar fyrst fram hugmyndina, sem nú er leiðar- stjarna í öllum liernaðaraðgerð- um nazista. Halder hélt því fram, að Ráðstjórninni yrði ekki steypt héðan af, fyrst hún stóðst stormana fyrsta árið. Allsherjar sókn á' allri víglínunni í Rúss- landi sumarið 1942 mundi revna um of *á þolrif Þýzkalands, bæði með mannfórnum og hergagna. Þýzkaland ætti langt stríð fvrir höndum. Til þess að sigurinn gæti orðið þýzkur sigur yrði framar öllu öðru að verja „virk- ið Evrópu“ fyrir innrás og skipu- leggja iðnaðar- og landbúnaðar- framkvæmdir í austri, skapa „forðabúr í austri“. Hitler féllst á þessa áætlun, þó að því tilskyldu, að nazistaflokkurinn tæki að sér stjórnina í „forða- búrinu í austri“, til þess að tryggja enn frekar yfirráðin yfir lier og þjóð lieima fyrir. í sam- ræmi við þetta voru landssvæð- in, sem verða áttu „forðabúrið { austri", sett undir landsstjórn flokksforingjanna. — Eistland, Lettland, Lithaugaland og Hvíta-Rússland voru sameinuð í nýlenduna Ostland. Nýlendan Ukraine var stofnsett í suðri. Þessi skipulagning tveggja ný- lendna var þó aðeins byrjunin á framkvæmd Halder-áætlunar- innar. Næsta skrefið var að fá banda- menn Þýzkalands og undirgefna til þess takast á hendur varnir „virkisins Evrópu“. Þriðja skrefið var að kúga Petain til þess að setja Laval við stjórnvöl- inn í Frakklandi, til þess að yf- irráð Þjóðverja þar í landi gætu orðið algjör, og jafnframt aukn- ir möguleikar til þess að fá Spán og Portugal til þátttöku í vörn virkisins. Samkvæmt frumdrögum þess- arar áætlunar skyldi Ostland framleiða hamp, fóðurvörur, matvæli alls konar, timbur o. s. frv., Ukraine sykur, korn, mjólk- urvörur, landbúnaðarvélar og kvikfé til slátrunar, Pólland skyldi verða miðstöð skotfæra- framleiðslu. Sumarið 1942 framkvæmdi Halder hershöfðingi hernaðar-

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.