Dagur - 08.07.1943, Side 1

Dagur - 08.07.1943, Side 1
Vikublaðið DAGUR Ritstjórar: INGIMAR EYDAL, JÓHANN FRÍMANN. Afgreiðsla, auglýsingar, innheirata: Sigurður Jóhannesson. Skrifstofa við Kaupvangstorg. Sími 96. Argangurinn kostar kr. 8,00. Prentverk Odds Björnssonar. XXVI. árg. Akureyri, fimmtudaginn 8. júlí 1943 28. tbl. ISLENZKIR SKIPASMIÐIR ÞURFA AÐ KYNNA SER NYUNGAR IIÆKNI OG VINNUADFERDUM VID SKIPASMÍÐAR I BANDARlKJUNUM Allur kostnaður við skipasmíðar liér á landi hefir aukizt stór- kostlega síðustu árin, en tæknin og vinnuhraðinn stendur í stað. Bylting í skipasmíðatækni á sér nú stað vestan hafs. Það er lífsnauð- syn fyrir íslendinga, að fylgjast með í þeim málurn, og búa svo í liaginn, að hér geti risið upp nýtízku skipasmíðastöðvar að stríðinu loknu. Samtál við GUNNAR JÓNSSON, skipasmíðameistara. „DRA UGSHEND UR“ ÍHA&DSBLAÐANNA Ljót er saga þín, Jón! gÍÐASTI „íslendingur“ birtir skor- inorða hugleiðingu um „einhverja þávóheyrilegustu spillingu, sem þekk- ist meðal lýðfrjálsra þjóða“, en slik spilling nær, að dómi blaðsins, há- marki sínu í starfsháttum Framsókn- arflokksins hér á voru landi, Islandi! Skýrir „Isl.“ fyrst frá því með næsta ófögrum orðum, að Framsóknarmenn grípi jafnan til skoðana- og atvinnu- kúgunar, hvar sem þeir fái því við komið, en einkum og sér í lagi sé þeim þó tamt að beita slikum vinnu- brögðum í kaupfélögunum, enda er helzt að skilja á frásögn blaðsins, að nú sé víðast svo komið, að kaupfélög- in séu aðeins orðin pólitísk veiðistöð og spillingarbæli þessara dæmalausu þjóðníðinga! — Eftir að blaðið hefir gefið lesöndum sínum þessa einkar hógværu og sanngjörnu æfiferils- skýrslu Framsóknarmanna í landinu, kemur auðvitað að því atriðinu, er sízt mátti vanta í greinargerð þessa blaðs, sem svo gjarnan vill láta líta á sig sem hógvært og óskeikult sann- leiksvitni, þ. e. a. s. rökunum fyrir þessum þungu og ófögru aðdróttun- um. Og forsendur blaðsins fyrir þess- um algilda áfellisdómi i garð Fram- sóknarmanna og kaupfélaganna eru ósköp einfaldar og taka vafalaust af öll tvímæli um rétttmæti dómsins í augum hinna harðsoðnustu Sjálfstæð- ismanna hér í bæ, sem hafa „Islend- ing“ fyrir pólitíska biblíu eða goða- fræði, (því að annars staðar getur naumast heitið að blaðið sé keypt eða lesið af nokkrum manni). „Nærtækt dæmi“. FTIR að hafa lýst dómsniðurstöð- um sínum á þá leið, sem áður var sagt, farast blaðinu þannig orð: „Ef einhver kynni að vera í vafa um þetta, er auðvelt að benda á nær- tækt dæmi. Framkvæmdastjóra Kaupfélags Austur-Húnvetninga, Pétri Theódórs, hefir verið sagt upp starfi frá næstu áramótum. Hann hefir starfað við félagið í þriðjung aldar og verið framkvæmdastjóri þess í 28 ár“. — Lýsir blaðið því síðan fagurlega, hversu ágætur starfsmaður Pétur hafi jafnan verið, enda eigi hann að fá laun áfram frá félaginu, þrátt fyrir brottvikninguna, „í viðurkenningar- skyni fyrir vel unnin störf“. Síðan er þess getið, að tillagan um að segja kaupfélagsstjóranum upp starfi frá næstu áramótum hafi komið frá Hannesi Pálssyni, frambjóðanda Framsóknarflokksins í Austur-Húna- vatnssýslu, og sjáist bezt á því, að það séu Framsóknarmenn, sem að þessu gjörræði standi. Síðan heldur blaðið ræðu sinni áfram á þessa leið: ^STÆÐURNAR fyrir brottvikn- " ingu Péturs Theodórs eru ekki þær, að hann sé lélegur starfsmaður eða hafi gerzt sekur um afglöp. Held- ur ekki þær, að hann hafi beitt sér gegn kosningu Hannesar Pálssonar í héraðinu. Það er jafnvel álitið, að kaupfélagsstjórinn hafi fylgt Fram- sókn við kosningar. En hann hefir bara aldrei tekið opinbera afstöðu til stjórnmálarma né gerzt áróðursmað- ur íyrir Framsóknarflokkinn, sem Framsóknarmenn telja meðal helztu höfuðdyggða, er einn kaupfélags- stjóra megi prýða. Brottvikning hans er því aðeins einn liður í því starfi Framsóknarsamvinnumannanna að losa kaupfélögin við þá starfs- menn, sem ekki er hægt að nota Framsóknarflokknum til gagns og efl- ingar. Þessir starfshættir bera vott um (Framhald á 3. j(8u.) gTÆ'RSTA skipi, sem smíðað hefir verið hér á landi til Dessa, var fyrir skemmstu hleypt af stokkunum á Skipasmíðastöð K. E. A. hér í bænum, og fór reynsluferðina s.l. fimmtudag, eins og greint er frá annars stað- ar í blaðinu í dag. í tilefni þess- ara tímamóta hefir „Dagur“ snúið sér til yfirsmiðsins á skipa- smíðastöðinni, Gunnars Jóns- sonar, og rætt við hann um ástand og horfur í skipasmíða- málunr íslendinga. Fórust Gunnari þannig orð, meðal annars: — Fyrir styrjöldina átti hin fá- menna stétt manna, , sem þá stundaði skipasmíði, við mjög erfiða samkeppni að etja, af hálfu skipasmíðastöðva á Norð- urlöndum. Þar var æfðara og ódýrara vinnuafl en hér, efnivið- urinn var framleiddur þar og vélar og annar útbúnaður, var framleitt svo að segja á smíða- staðnum. Þar við bættist svo það, að hið íslenzka ríki hélt uppi hreinum verndartolli fyrir skip, sem smíðuð voru erlendis, allt fram á síðustu ár: þau skip voru tollfrjáls, — en íslenzkir skipasmiðir þurftu að greiða toll af efni og áhöldum í þau skip, sem hér voru smíðuð. Þetta breyttist þó þannig skömmu fyr- ir ófriðarbyrjun, að tollur var lagður á innf’lutt smá-vélskip. Það má vera hverjum manni ljóst, að með þessari stefnu stöndum við höllum fæti í sam- keppninni við erlendar skipa- smíðastöðvar, einnig að styrjöld- inni lokinni, ef ekkert verður að gert. — Urn þessar rnundir fer franr algjör bylting á sviði skipa- smíðaiðnaðarins í löndum Bandamanna. Styrjöldin hefir knúð þá til þess að einbeita kröftum sínum að aukinni skipasmíði. Arangurinn er nú orðinn sá, að í Anreríku eru byggð 10.000 smál. skip á jafn skömmum tima og það tók okk- ur að búa „Snæfellið" á síldveið- ar nú fyrir skemmstu. Þótt telja megi, að þau skip eigi e. t. v. ekki mikla framtíð fyrir sér, þá er hitt víst, að tæknin í skipa- smíði hefir tekið risa-stökk fram á við. Ffér heima situr hins veg- ar allt í sama farinu, nema hvað idýrtíðin hefir vaxið hamslaust, en tæknin og vinnuhraðinn standa í stað, svo að segja. Útlitið er því ekki glæsilegt fyrir þennan iðnað, nema hvað segja má, að skilningur og áhugi sé vaxandi fyrir því, að Is- Framhald á 3. síðu. Norðlenzkir námsmenn við Kaliforníuháskóla TÓHANN HANNESSON og * HARALDUR KRÖYER hafa báðir verið lreiðraðir á þann lrátt, að þeir hafa verið kjörnir meðlimir alþjóðar fé- lagsskapar háskólamanna, sem er heiðursfélag (Honor Society) og kallast Phi Beta Kappa, og hefir deildir í flestum stærri há- skólum Ameríku. Hver háskóli kýs á ári hverju aðeins fáa félaga í samband þetta frá hverjum skóla. Tillit er fyrst og fremst tekið til námshæfileika, til for- ystuhæfileika í félagsskap og-til rersónuleika og skapgerðar námsmanna. Inntaka í „Phi Beta Kappa“ er því mesti heiður, sem náms- manni við ameríska háskóla getur veitzt. — Haraldur Kröyer lauk prófi í ensku (Bachelor of Arts) 5. febr. s.l., nteð heiðri (Honor). Hóf hann þá að lesa alþjóða stjórnmálavísindi (In- ternational Relations) og hyggst að ljúka meistaraprófi (Master of Arts) í Jreim fræðum á tveiin árum. — Jóhann Hannesson mun í þann veginn að ljúka prófi (Bachelor of Arts) í ensku. Mun hann svo halda áfram og ljúka meistaraprófi í þeirri grein. JSLENZKIR stúdentar viðKali- forníuháskóla hafa með sér félagsskap, og er Haraldur Kröyer formaður hans. Nýlega efndu þeir til kynningarkvölds í háskólanum. Fengu þeir til sýningar íslandskvikmynd frá sendiráðinu í Washington. Auk þess sýndu Jreir íslenzkar bækur, hannyrðir, íslenzka skartgripi og „keramik", er þeir gátu tint saman. Vakti þetta allt mikla athygli og áhuga áhorfenda á íslandi. Að lokinni kvikmynda- sýningunni svaraði svo Harald- ur Kröyer fyrirspurnum um ís- land og íslenzk efni. GENGUR TIL KOSNINGA Ástralska þingið hefir verið rofið og verður kosið um miðjan næsta mánuð. CURTIN leiðtogi Verka- mannaflokksins og núverandi forsæt- isráðherra hafði ekki nema eins at- kvæðis meirihluta í þinginu. Búizt er við harðvítugri kosningabaráttu. Lík- ur eru taldar til, að CURTIN og flokkur hans sigri að þessu sirmi. JJIÐ NÝJA SKIP Kaupfélags Eyfirðinga, ,,Snæfell“, fór reyhsluför um Eyjafjörð s.l. fimmtudag. Hafði félagið boðið bæjarstjóra, bæjarfógeta, út- gerðarmönnum, blaðamönnum o. fl. borgurum til fararinnar, og voru um 80 manns með í för- inni. Lagt var af stað frá Torfunefi kl. 5,30 síðdegis og siglt til Hrís- eyjar. Var þar stutt viðdvöl, en síðan siglt til Dalvíkur og þaðan heimleiðis. Veður var hið feg- ursta alla leiðina og mun gestun- um minnisstæð innsiglingin í skini kvöldsólarinnar. Skömrnu eftir að lagt var frá Dalvík, var slegið upp borðum á þiljum og gestum veitt þar af hinni mestu rausn. Undir borð- um voru margar ræður fluttar. Egill Jóhannsson, skipstjóri, bauð gesti velkomna, en Gunnar Jónsson, skipasmíðameistari, lýsti skipinu og ræddi um ástand og horfur í skipasmíðamálum ís- lendinga. Aðrir ræðumenn voru: Steinn Steinsen, bæjarstj., Jakob Frímannsson, forstjóri, Gunnar Larsen, framkvæmdastj., Einar Arnason, fyrrv. alþm., form. K. E. A.,Bernharð Stefáns- son, alþm., Jónas Þór, verk- smiðjustj., Guðmundur Péturs- son, útgerðarmaður, Jentoft Indbjör, framkvæmdastjóri o. fl. Leikfélag Reykjavíkur sýndi „Orðið“ eftir Kaj Munk í leikhúsinu hér í gærkvöldi pRUMSÝNINGIN á „OrðiniU eftir Kaj Munk var prýðilega vel sótt og leikurunum ágætlega fagnað. Verður sýning Jressa leik- rits að teljast með merkustu leiklistarviðburðum hér unr langt skeið. Leikstjóri var Lárus Pálsson og lék hann hlutverk kraftaverkamannsins, J óhannes- ar. Landskunnir leikarar úr Reykjavík fóru og með önnur aðalhlutverk sjónleiks þessa. Leikurinn verður sýndur í kvöld og annað kvöld, en að svo búnu mun leikflokkurinn halda heim- leiðis til Reykjavíkur. — Nánari umsögn um leiksýningar þessar verður að bíða næsta blaðs. Komið var til Akureyrar laust fyrir miðnætti. Skipið reynist í alla staði ágætlega. Reyndist hraði þess um 11 mílur. Hér á eftir fer lýs- ing á skipinu: Skipið er sérstaklega smíðað (Framhald á 4. síðu). Iíarlakórinn „Fóstbræður64 Glæsilegir samsöngvar í síðast liðinni viku plNS og getið var um í síðasta tbl. kom Karlakórinn „Fóst- bræður“ frá Reykjavík hingað til bæjarins s.l. fimmtudags- kvöld og hafði samsöngva hér á föstudagskvöld og laugardag. Það vakti einkum athygli þeg- ar í upphafi samsöngsins á föstu- dagskvöldið, hversu íslenzk og norræn söngskráin var. Hófst söngurinn með þjóðlagasyrpu er Emil Thoroddsen hafði búið undir söng. Voru 8 lög í syrp- unni, flest öllum kunn, svo sem Dalavísur, Eg veit eina bauga- línu, Bára blá, Hrafninn flýgur o .s. frv. „Fóstbræðralag“ Jó- hanns O. Haraldssonar var flutt næst og síðan hvert lagið af (Framh. á 4. síðu). „SNÆFELL" REYNIST ÁGÆTLEGA Um 80 manns í reynsluförinni síðastliðinn fimmtudag

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.