Dagur - 08.07.1943, Side 4

Dagur - 08.07.1943, Side 4
D AGUR ÚRBÆOGBYGGÐ Messað Á Lögmannshlíð næstk. sunnudag kl. 12 á hádegi, í Akureyr- arkirkju kl. 2 e. h. Z íon. Samkomur föstudags- og sunnudagskvöld kl. 8V2. Olafur Ólafs- son o. fl. tala. Allir velkomnir. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af sóknarprestin- um: Ungfrú Jóhanna Bergmann frá Fuglavík, Gullbr.sýslu og Njáll Frið- bjamarson, Jódísarstöðum. Ungfrú Ólöf Baldvinsdóttir frá Grenjum, Mýras. og Valgarður Kristinnsson, verkamaður, Akureyri. Frá héraðslækni: Ólafur Sigurðs- son gegnir læknisstörfum fyrir hér- aðslækninn til 15. ágúst næstk. Til viðtals á lækningastofu hans á venju- legum viðtalstíma. Heima í Mennta- skólanum. Sumarhátíð í Vaélaskóéi. Eips og greint var frá í síðasta tbl. hafði Skógræktarfél. Eyfirðinga auglýst sumarhátíð í Vaglaskógi s.l. laugar- dag og sunnudag. Þrátt fyrir rign- ingu og dumbungsveður sótti fjöldi manns hátíðina, alls nær 3000manns. Skemmtunin var myndarlega undir- búin af félaginu. Þrjár stórar tjald- búðir voru reistar í skóginum, ræðu- palli og danspalli fyrir komið o. s. frv. — Ræðumenn voru: Sig. Nordal prófessor, Hermann Jónasson, fyrrv. forsætisráðh. og Ágúst H. Bjarnason prófessor. Karlakórinn „Geysir" og „Fóstbræður“ sungu og Páll ísólfsson stjómaði „Þjóðkórnum". — Kvik- myndir voru sýndar í tjaldi og dans stiginn í öðru tjaldi. Skemmtunin fór vel fram. Fjöldi íþróttamanna úr Reykjavík er hér á ferð þessa dagana. Fimleikaflokkar „Ármanns“ höfðu sýningu hér s.l. mánudagskvöld og fór héðan austur á land. íþróttafélaé Reykjavíkur kom hér nú í vikunni og fór austur í Þingeyj- arsýslu. Knattspyrnufél. „Fram“ kemur til bæjarins á morgun í boði I. R. A. og keppir við félögin hér og sameinað úrvalslið þeirra. Fyrsti leikurinn verður á laugardagskvöldið og keppir úrvalslið Akureyrar þá við gestina. Knattspyrnufél. Reykjavíkur mun verða hér um aðra helgi og mun þá keppa í knattspyrnu og handknatt- leik við félögin hér. Knattspyrnufél. „Vikinéur“ fer hér um, áleiðis til Húsavíkur um miðjan þennan mánuð og keppir e .t. v. við félögin hér á heimleið. St. Brynja nr. 99 heldur fund í Skjaldborg kl. 8,30 í kvöld. Dagskrá: Inntaka, fréttir af Stórstúkuþinginu. Fjölmennið á fundinn. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Guðrún Sigurð- ardóttir frá Valþjófsstað í Norður- Þingeyjarsýslu og Jón Ragnar Helga- son, Þórustöðum, Kaupangssveit. Fjármark mitt er: gat hægra, heilrifað og biti framan vinstra. Brennimark: J. Steins. JÓHANN STEINSSON, Grundaigötu 3. — Akureyri. ÍSLENZK FLÖG6 Vöruhús Akureyrar TAPAST HEFIR jarpur hestur, 5 vetra, óafrakaður, mark: sneitt aftan fjöður framan h., sýlt fjöður framan vinstra, lítt eða ekki járnaður. Björn Halldórsson lögfræðingur. KARTÖFLUR. Til sölu næstu daéa hjá Birni Sié- mundssyni smáar kartöflur, 2 Vá—3 cm. stærð, á 10 kr. 25 kg. pokar, Kristirm Siémundsson, INNILEGASTA HJARTANS ÞAKKLÆTI færum við öllum þeim er glöddu okkur á gullbrúðkaups- daginn okkar, 28. júní s.l., með heimsókn, gjöfum og heilla- skeytum. — Guð blessi ykkur öll. Hóli, 2. júlí 1943. Ólöf Kristín Elíasdóttir. Jón Benjamínsson. „SnæfeII“ reynist ágætlega. (Framh. af 1. síðu). með tilliti til þess að stunda tog- veiðar og í sambandi við það flutning á ísfiski til útlanda, auk síldveiða. Skipið er 166 smálestir brúttó og aðalmál þess eru 33 metrar á lengd, 6,6 rnetrar á breidd og 3,45 rnetrar á dýpt. — Aðalvél skipsins er 480 hestafla Ruston & Hornsby Dieselvél, en vinnu- hestöfl eru 432. — Snúnings- lnaði vélar með fullu álagi er 430 á mínútu, en gert er ráð fyr- ir að vélin sé að jafnaði keyrð 375 snúninga á mínútu og fram- leiði þá ca. 375 vinnuhestöfl. Niðurfærsla á skrúfu er 1 : 3 og snýst þá skrúfan 125 snúninga á mínútu. — Vél þessi er sérstak- lega miðuð við botnvörpuveiði og er sams konar og látin hefir verið í nýtízku brezk botnvörpu- skip. — Fyrir skipið hefir verið keypt rafmagnstogvinda af nýj- ustu gerð, sem þó er ekki enn komin, og hefir verið, til bráða- birgða, látin „Boston“-vinda í skipið. — Rafmagn fyrir hina fyrirhuguðu rafmagnsvindu framleiðir 75 kw. rafall með ábyggðri 100 hestafla vél (einnig af Ruston & Hornsby gerð). — Rafmagnsvindan verður aftan við formastur og notast einnig sem akkerisvinda með sérstök- um keðjuhjólum (kabelar). Auk þessarar samstæðu er í skipinu sambyggð „hjálparvél", þ. e. 10 hestafla vél er drífur, auk 6 kw. rafals, miðflóttaaflsdælu og loft- þjöppu. Þar er fyrirhugað að setja í skipið kælivél til kæling- ar á lestarúmi skipsins, sem um- rædd 100 hestafla vél'mun einn- ig drífa. — Innrétting skipsins er í aðalatriðum þessi: — Mannaíbúð framnii í (lúgar) með 11 rúmum. — 3 herbergi undir þiljum aftur í með 8 rúm- um. — Skipstjóraklefi í jrilfars- iiúsi fremst, og að aftan í þilfars- húsi matsalur. í brúarhúsi er, auk skipstjóraklefa, leiðarreikn- ingsklefi (Bestik), og aftast auka- klefi með 1 rúmi. — Skipið er útbúið með sjálfritandi berg- málsdýptarmæli af nýjustu gerð. Yfirsmiður er Gunnar Jóns- son, og hefir hann annast allar teikningar. — Við vélaniðursetn- ingu hefir verið C. S. Dorr, vél- fræðingur frá Ruston & Horns- by, en vélaverkstæðið „Marz“, Jón Jósefsson og Óskar Ósberg, hafa séð um alla vinnu vélasetn- ingu viðkomandi. — Raflagnir annast Samúel Kristbjarnarson, jársmíði Steindór Jóhannsson og Steindór Steindórsson. — Mið- stöðvarlögn miðstöðvardeild Kaupfélags Eyfirðinga. . Skipstjóri verður Egill jó- hannsson, áður skipstjóri á e.s. „Hvassafell". Skipið verður gert út á vegum Otgerðarfélags K. E, A. h,f. Karlakórinn „Fóstbræður. (Framhald af 1. síðu). öðru, tilþrifamikið og stórbrot- ið. — Sérstaka athygli vöktu norsku lögin „Ólafur Tryggva- son“ og „Slaa ring um Norig“. Mun glæsilegri karlakórssöngur vart hafa heyrzt hér. Fer þar saman ágæti raddanna, góð þjálfun og samstilling, smekk- vísi og nákvæmni söngstjórans, Jóns Halldórssonar. — Kórinn söng 20 lög og ætlaði fagnaðar- látunum aldrei að linna. Fagrir blómvendir bárust söngstjóran- um. — í samsöngsbyrjun heils- aði karlakórinn „Geysir,, söng- mönnunum með „Sangerhilsen" eftir Grieg, en Davíð Stefánsson frá Fagraskógi hafði ort ljóð undir laginu. — Síðan ávarpaði Þorst. Þorsteinsson frá Lóni, form. „Geysis“, „Fóstbræður“ og bauð þá velkomna, en Sig. Waage þakkaði fyrir hönd sunn- anmanna. Á laugardagskvöldið sátu „Fóstbræður" boð hjá Karlakór Akureyrar, en fóru að Laugum og í Vaglaskóg í boði „Geysis" á sunnudag. Heimleiðis héldu gestirnir á mánudagsmorgun. sýnir í kvöld kl. 9: SLÆÐINGUR Föstudag kl. 9: Klaufskir kúrekar Laugardag kl. 9: SLÆÐINGUR Sunnudag kl. 3: Klaufskir kúrekar Kl. 5 og 9: SLÆÐÍNGUR Fjármörk Benedikts Guðmundssonar, Vatnsenda, Eyjafirði er: Lögg framan hægra, biti framan vinstra. Sigmundar Benediktssonar s.st.: Lögg frarnan hægra, biti aftan vinstra. Rafsuðuplata óskast keypt. — Upplýsingar í síma 446. VAXDÚKUR VÖRUHÚS AKUREYRAR Fimmtudagur 8. júlí 1943 TILKYNNING Viðskiptaráðið hefir ákveðið eftirfarandi hámarksverð á am- boðum úr tré: Kven-hrifusköft Heildsala. kr. 4,70 Smásala kr. 5,65 Karlmanna-hrífusköft — 5,35 — 6,40 Söxunar-hrífusköft — 6,30 — 7,55 Hrífuhausar ótindaðir — 3,00 — 3,60 do. tindaðir — 3,90 — 4,70 Kvenhrífur — 10,25 — 12,30 Karlmannahrífur — 10,90 —• 13,10 Söxunarhrífur __ 11,85 — 14,20 Orf — 19,50 — 23,40 Við ofangreint smásöluverð má bæta áföllnum flutningskostn- aði frá framleiðslustað til útsölustaðar. Akvæði tilkynningar þessarar ganga í gildi frá og með 1. júlí 1943. Reykjavík, 30. júní 1943. Verðlagsstjórinn. TILKYNNING Viðskiptaráðið hefir ákveðið eftirfarandi hámarksverð á þjón- ustu hárskera og rakara: 1. Klipping ................................ kr. 4,10 2. Höfuðbað ................................. - 3,30 3. Rakstur ................................... — 1,50 Þar, sem verðið hefir verið lægra en að ofan greinir, er bannað að hækka það, nema með leyfi Viðskiptaráðsins. A rakarastofum skal jafnan hanga verðskrá, þar sem getið sé verðs sérhverrar þjónustu, sem innt er af hendi, og sé önnur þjón- usta en nefnd er að ofan verðlögð í samræmi við fyrrgreint há- marksveið. Aðilar á eftirlitssvæði Reykjavíkur skulu nú þegar fá verðskrá sína staðfesta af verðlagsstjóra, en aðilar utan þess hjá trúnaðarmönnum hans. Akvæði tilkynningar þessarar ganga í gildi frá og með 5. júli 1943. Reykjavík, 30. júní 1943. Verðlagsstjórinn. - NOTIÐ SJAFNAR-VÖRUR

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.