Dagur - 22.07.1943, Side 1

Dagur - 22.07.1943, Side 1
Vikublaðið DAGUR Ritstjórar: INGIMAR EYDAL; JÓHANN FRÍMANN. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Sigurður Jóhannesson. Skrifstofa við Kaupvangstorg. Sími 96. Argangurinn kostar kr. 8,00. Prentverk Odds Björnssonar. XXVI, árg. AÐALFUNDUR S. I. S. 20 ÞUSUND LANDSMENN INNAN KAUPFELAGANNA Kaupfélögin leggja 25 þúsund kr. í sjóð Noregssöfnunarinnar og liefja söfnun til hjálpar samvinnumönnum á meginlandi Evrópu með 1000 sterlingspunda framlagi í hjálparsjóð Alþjóðasambands GEORG VI Bretakonungur HELSINGJA RW samvinnumanna. Vörusala S. í. S. nam 69,5 millj. króna á síðastl. ári Háif miljón króna í skipakaupasjóði er nýkominn heim úr ferS um hern- aðarsvæði Miðjarðarhaisins. Konung- skoðaði hersveitir og hernaðar- mannvirki. Skömmu síðar háfst irm- innrásin á Sikiley. nefnist lítið ársrit, sem gefið er tit til ágóða fyrir bóka.vafn sjúklinga í Rristneshæli. Rit þetta mun verða selt hér í bæn- um í næstu viku. Er það fyrsta ár þess og hefir félag berklasjúklinga í Kristneshæli, „Sjálfsvörn“, ráðizt í þessa útgáfu til að reyna að afla bókasafni hælisins tekna, sem því er mikil þörf. Safnið hefir til þessa ein- göngu lifað á gjöfum og góðvild ein- stakra manna. Og með núverandi verðlagi á bókum og bókbandi hefir það átt mjög örðugt aðdrátta síðustu árin. Þess er að vænta að Akureyr- ingar bregðist vel og drengilega við í þessu máli og kaupi þetta litla rit, sem flestir. Drengir eða unglingar, sem vildu taka að sér að selja ritið í húsum óg á götum, geta snúið sér til fornbókaverzlunar Pálma H. Jónsson- ar, Hafnarstræti 105, í byrjun næstu viku. . Ritið hefir inni að halda stuttar greinar, ljóð, ýmislegt til skemmtijust- urs o. fl. NÝTT 125 SMAL. SKIP bætist veiðiflotanum Síðastliðinn laugardag hljóp nýtt 125 smálesta fiskiskip af stokkunum á skipasmíðastöð Nóa Kristjánssonar á Oddeyrartanga. Skipið er eign h.f. Fiskakletts í Hafnarfirði. Hlaut það nafnið „Fagriklettur". — „Fagriklett- ur“ er talinn hið ágætasta smíði og er vel búinn að öllu leyti. Bæjarstjórn Seyðisfjarð- ar og sjálfstæðismálið Á fundi sínum 5. júlí 1943 samþykkti bæjarstjórn Seyðis- fjarðarkaupstaðar eftirfarandi á- lyktun einróma: „Bæjarstjórn Seyðisfjarðar- kaupstaðar lýsir sig eindregið fylgjandi því, að lýðveldi verði 'Stofnað hér á landi, og skorar á Alþingi, þegar það kemur $am- an í sumar eða haust, að sam- (Framhald á 4. síðu). Kappreiðar á Þveráreyrum s. 1. sunnudag Eyfirzkir hestar skara fram úr RITFREGNIR GRÍMA, tímarit fyrir ís- lenzk þjóðleg fræði, 18. árg. n LLIR ÞEIR mörgu íslendingar, “ sem þjóðlegum fræðum unna og safna bókum um slík efni, taka hverju nýju hefti af Grímu, tímariti þeirra Jónasar Rafnar og Þorsteins M. Jónssonar, fegins hendi, þegar út kemur. Gríma er þegar orðið heljar- mikið safn að vöxtum — fjögur þykk bindi bráðum, — fjölbreytt, fróðlegt og einkar skemmtilegt safn alls konar sagna og þjóðlífslýsinga. I þessu nýja hefti bætast þar i hópinn: Sagnir um séra Magnús á Tjörn, skrá- settar af Jónasi Benjamínssyni, en prestur þessi „var álitinn á sinni tíð gáfumaður mikill, andríkur mjög og skáld gott og kallaður af mörgum kraftaskáld“ og eru af honum marg- ar skemmtilegar sagnir. Jón Jóhann- esson fiskimatsmaður á Siglufirði skrifar alllangan og ýtarlegan þátt um snjóflóðin í Hvanneyrarhreppi í aprilmánuði 1919. Eru mörgum enn í fersku minni þau stórfelldu og hörmulegu slys, er af þeim stöfuðu á Siglufirði, Siglunesi, Héðinsfirði og víðar. 18 manns fórust alls í flóðum þessum, en margir björguðust nauð- uglega og sumir meiddir og þjakaðir. Auk þess varð mikill skaði á skipum, húsum, jarðeignum og öðru fémætu, svo að tjónið var talið ekki ofreiknað á aðra miljón króna á Siglufirði ein- um. — Þá birtast og í heftinu nokkr- ar saénir Gísla Olafssonar, skálds frá Eiríksstöðum, en Jón Jóhannesson hefir skrásett þær eftir frásögn Gisla sjálfs. Eru þær læsilegar í bezta lagi, en flestar þannig vaxnar, svo sem raunar er tíðast um sagnir af dulræn- um fyrirburðum, að ekki eru aðrir til frásagnar um það, hvað fyrir sögu- mann hefir raunverulega borið, en hann sjálfur, og veltur það því á kynnum þeim og afspurn, sem menn kunna að hafa af honum, hversu mik- ill trúnaður verður á þær lagður. Stutt þjóðsaga, er nefnist: Leirulækj- ar-Fúsi læknar mann, rekur lestina. Margit Ravn: DRAXJM- URINN FAGRI. Skáld- saga. Helgi Valtýsson ís- lenzkaði. — Bókaforlag Þorst. M. Jónsson. Akur- eyri 1943. TpKKI þarf raunar annarra vitna við um vinsældir þær, sem skáld- sögur frú Ravn njóta hjá isl. lesend- um en að minna á þá staðreynd, að saga þessi er ellefta bók frúarinnar, sem þýdd hefir verið og útgefin á ís- lenzku. Allar eru sögur þessar raunar hver annari likar nokkuð: fjörlega sagðar og yfir þeim léttviðrislegur blær saklausra aeskuásta og æfin- týra. Þær munu fyrst og fremst ætl- aðar unglingum til lestrar og hafa vafalaust mun hollari áhrif á ungt og ómótað fólk en margar aðrar „skáld- menntir", sem nú eru helzt á boðstól- um, svo að ekki séu áhrif annarra „dægradvala" nefnd í því sambandi. J. Fr. Ferðafélaé Akureyrar fer til Nátt- faravíkur næsta laugardag. Ekið verður um Aðaldal að Sandi og gist þar. Ferjað þaðan yfir Skjálfanda- fljót og gengið um fjörur til Náttfara- víkur. En til baka um Kotadal. Frá Sandi verður ekið til baka um Skriðu- hverfi og Köldukinn. Um fyrstu helg- ina I ágúrt verður farið ? Fljótin. Aðalfundur Sanibands ísl. saravinnufélaga var settur að Hólum í Hjaltadal sl. fimmtu- dag. Fundinn sátu 77 fulltrúar frá 50 félögum. Einar Árnason, form. Sam- bandsstjórnar, flutti skýrslu um gerðir stjórnarinnar, en forstjór- inrt, Sig. Kristinsson um starf- semi S. í. S. og fjárhag. Fram- kvæmdastjórar útflutnings- og innflutningsdeilda, Jón Árnason og Aðalsteinn Kristinsson, fluttu einnig ýtarlegar skýrslur. Fundurinn- samþykkti ýmsar tillögur og ályktanir. Ákveðið var að Sambandið legði 25 þús. kr. til Noregssöfnunarinnar, og 1000 sterlingspund (26 þús. kr.) í söfnun Alþjóðasambands sam- vinnumanna til lijálpar sam- vinnumönnum á meginlandinu. (Dagur hefir áður birt grein um þá söfnun.) Þá var stjórninni falið að athuga ýmsar nýungar svo sem möguleik;?’ fyrir því, að koma upp gistihúsi fyrir sam- vinnumenn í Rvík, og koma á fót ódýru og hentugu húsgagna- smíðaverkstæði o. fl. Skipakaupamálið var ofarlega á dagskrá. Jón Árnason framkv.- stjóri upplýsti, að þegar hefði safnazt 500 þús. kr. í skipa- koupasjóð. Söfnunin heldur ' á- fram. Hér fara á eftir helztu atriði úr skýrslu forstjórans, Sigurðar Kristinssonar: í ársbyrjun 1942 voru 48 sam- vinnufélög í Sambandinu, en 2 bættust við -á árinu, Kaupfélag Arnfirðinga og Katijtfélag Súg- firðinga. Voru félögin því 50 í árslok. Tala fékgsmanna í Sanrbands- félögunum var 20189 í árslok og hafði fjölgað um 1595 eða 8,6% á árinu. Vörusala Sambandsins nam um 69.5 miljónum kr. og hafði aukizt um 14.5 miljónir frá næsta ári á undan, mest vegna verðhækkunar. Sala innlendra vara innan og utan lands nam tæpurn 23.8 miljónum og var 2.9 milj. lægri en árið áður. Samvi?muskólinn starfaði 7 mánuði eins og venjulega. í fyrravor útskriluðust 25 nem- endur úr skólanum. Verksmiðjur Sambandsins og önnur fyrirtæki þess. Sambandið rak eftirgreind fyrirtaski árið sem leið: Á Akureyri: Ullarverk- smiðjUna Qeljuni, Skinnaverk- smiðjuna Iðunni og saumastofu. í Reykjavík: Frystihús, garna- hreinsunarstöð, sokkaprjónastofu og saumastofu, ásamt útsölu á f ram leiðslu vörum verksm iðj - anna. í Vestmannaeyjum: Frysti- hús og útsölu á verksmiðjuvör- um S. í. S. og innlendum afurð- um. Framleiðsla Gefjunar og Ið- unnar var nokkru minni en árið áður. Stafaði það aðallega af vöntun á verkafólki og að taka þurfti allmargt af óvönu starfs- fólki, en einnig að nokkru leyti af því, að seint gekk að fá er- lendar efnivörur til framleiðsl- unnar. Þó að magn framleiðsl- nnnar hafi minnkað verulegaj varð þó vörusalan vegna hækk- ðs verðlags svipuð að krónutölu. Vörusala verksmiðjanna og ann- arra fyrirtækja S. I. S. varð sem hér segir: Gefjun .......... 1.937.141.20 Skinnav.sm. Iðunn 1.742.106.56 Saumast., Akureyri 456.961.01 Garnastöðin .... 554.771.13 Sokkaprjónastofan 112.736.10 Verksm.útsalan og saumast. í Rvík 821.460.42 Vöruútsalan í Vest- mannaeyjum . . 473.690.23 Samtals kr. 6.298.866.65 Efnahagur Sambandvins og sambandsfélaganna. í árslok var Sambandssjóður kr. 2.743.000.00 en sameignar- sjóðir námu 3.185.000.00. Sambandsfélögin hafa rhjög bætt bag sinn gagnvart Sam- bandinu árið sem leið. í árslok 1942 voru innieignir þeirrá hjá Sambandinu um 17.8 miljónir og ‘skuldir 1.6 miljónir, svo að innieignir umfram skuldir námu um 16.2 miljónum króna. í árs- lok 1941 voru tilsvarandi inni- eignir tæpar 9 miljónir króna, og hafa sambandsfélögin því bætt hag sinn í reikningum hjá S. í. S. um fullar 7.2 miljónir. Sjóðeignir félaganna 'jukust allmikið á árinu. Sameignarsjóð- ir námu í árslok rúmum 10 mil- jónum og höfðu hækkað um nærri 2.6 milljónir á árinu. Stofnsjóðir námu 5.8 miljónum og höfðu hækkað um rúmlega (Framhalú á 4, síðti). pjESTAMANNAEÉLAGIÐ Léttir efndi til kappreiða síð- astliðiiin sunnudag á Þveráreyr- um. Keppt var á stökki í 300 og 250 nretra sprettfæri. Kepp- endur voru 12 í 300 metra — og 6 í 250 metra hlaupinu. Hest/írn- ir voru ættaðir úr Eyjafjarðar-, Skagafjarðar-, Húnavatns-, Borg- arfjarðar- og Þ/ngeyjarsýslum, allt liinir glæsilegustu gæðingar. Sérstaka athygli vakti það, að af 18 hestum, sent tóku þátt í kappreiðunum, voru 7 eyfirzkr- ar ættar og af þeim fengu 5 verðlaun. Er þetta hinn ánægju- legasti árangur fyrir eyfirzka hestamenn. Úrslit í 300 metra hlaupinu tirðu þessi: I. verðlaun hlaut Gráskjóni, hvítur, 12 vetra, úr Eyjafjarðar- sýslu, eigandi Magnús Aðal- steinsson, Grund, knapi Bjarni ' Kristinsson. II. verðlaun Fálkk | brúnn, 7 vetra, úr Eyjafjarðar- sýslu, eigandi Jón H. Kr/'stins- soí;, Möðrufelli, knapi eigand- inn. III. verðlaun hlaut Hrentsa, rauðstjörnótt, 8 vetra, úr Eyja- fjarðarsýslu, eigandi Bjarni Kristinsson, knapi Hallur jó- bannesson. — Gráskjón; hljóp skeiðið á 24,4 sek. Fálki náði sama tíma, en var þó sjónarmun á eftir. Hremsa, 24,5 sek. Næstir urðu Rauður, eigandi frú María Ragnars, 24,6 sek. og Gráblesi, eigandi Björn Björnsson, Skóg- um, Axarfirði, 24,6 sek., og fékk hann flokksverðlaun. 250 metra sprettínn vann Haukur, 6 vetra, úr Skagafjarð- arsýslu, eigandi Gunnbjörn Arn- ljótsson, knapi Jón Þorsteinssoú, rann skeiðið á 21,2 sek. og blaut I. verðlaun. II. verðlaun hlaut Draumur, 6 vetra, úr Eyjafjarð- arsýslu, eigandi Heiðbjört Krist- (Framhald á 4. síðu).

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.