Dagur - 26.08.1943, Síða 4
4
DAGUR
Fimmtudagur 26. ágúst 1943
A THUGIÐ.
Þeir, sem enn eiga matvœli
■ geymd á frystihúsi voru á
Oddeyri, verda að hafa tekið
þau i síðasta lagi fyrir 1.
sepiember nœstkomandi.
KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA
Nýkomið:
Kvennærföt og
Silkisokkar
KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA
— Vefnaðarvörudeild —
Frá barnaskölanum.
Skólinn tkkur til starfa með 7, 8 og
9 ára börn (sömu og í vor) 10. sept.
kl. 10 f. h. Nauðsynlegt að þau börn,
sem verða í skólanum í vetur, á þess-
um aldri, sæki haustskólannn. —
Sundnám fyrir börn, sem taka eiga
fullnaðarpróf næsta vor, hefst á sama
tíma.
Akureyri, 25. ágúst 1943.
Snorri Sigfússon, skólastfóri.
ÚR BÆ OG BYGGÐ
KIRKJAN: Messað á Akureyri
nœstk. sunnudag kl. 2 e. h.
Áheit á Akureyrarkirkju: Kr. 50.00
fró N. N. og kr. 10.00 frá N. N.
Þakkir Á. R.
Messur í Crundarþingaprestakalli:
Kaupangi sunnud. 5. sept. kl. 2 e. h.
Munkaþverá s.d. 12. sept. kl. 1 e. h.
Möðruvellir sunnud 19. sept. kl. 1 e.h.
Hjónaefni. Ungfrú Sigríður Matt-
híasdóttir, Skjaldborg og Haraldur
Sigurðsson, Möðruvöllum, Hörgárdal.
Húsmeeðraskólafélag Akureyrar
heldur hlutaveltu til ágóða fyrir
væntanlegan húsmæðraskóla (innan-
húsmuni). Félagskonur munu heim-
sækja húsmæður bæjarins og aðra
borgara nú ó næstunni í þeim erind-
um að afla góðra muna í þessu skyni,
og er þess vænzt, að þeim verði hvar-
vetna vel tekið og lótnar njóta hins
góða málefnis.
Danssýningar. Ungfrú Sif Þórs,
dansmær úr Reykjavík, er væntanleg
hingað til bæjarins nú um helgina, og
mun halda danssýningar hér í byrjun
næstu viku.
Leiðrétting. í grein J. J. á 2. síðu
hefir misprentast í 5. dólki 17. línu a.
n. orðið HÆRRA fyrir LÆGRA.
Afurðaverð til bænda hækkar.
(Framhald af 1. síðu).
milli framleiðsluverðs og kaup-
gjalds ættu að vera útilokaðar.
í>ær deilur hafa oft risið hátt og
verið lítt þolandi. Nú er það
komið í ljós, að framleiðsluverð
bænda hefir verið of lágt að und-
anförnu, en ekki of hátt, eins og
sum blöð hafa haldið fram, eigi
þeir að sitja við svipuð kjör og
aðrar vinnandi stéttir.
Fágætur stórhugur.
(Framhald af 1. síðu).
uppdrátt og áætlanir um full-
komna bátakví í firðinum. Þor-
lákur Helgason hafnarverkfræð-
ingur hefir annazt það verk fyr-
ir okkur. Mannvirki þetta verð-
ur auðvitað geysidýrt, og ekkert
viðlit að fullgera það á þessum
tímum, end.a myndi það kosta
margar miljónir króna. Hins
vegar ber brýna nauðsyn til, að
yfirvofandi eyðileggingu hafnar-
innar verði afstýrt. Emil Jónsson
vitamálastjóri var á ferð í Ólafs-
firði ekki alls fyrir löngu í þess-
um erindum. Tók hann á þess-
um málum með sérstökum skiln-
ingi og samúð, og var í samráði
við hann ákveðið að byrja þegar
á því að framkvæma nokkurn
hluta verksins, til þess að stöðva
sandkafið, svo að hægt verði að
framkvæma bráðabirgðardýpk-
un við bryggjuna. Verður í þessu
skyni byggður að nokkru nyrðri
garður hafnarkvíarinnar. Er það
verk þegar hafið með fullum
krafti. Verður sá hluti garðsins
42 m. langur, með steyptu keri
fremst, og er áætlað, að hann
kosti 63 þús. krónur. Frumvarp
til hafnarlaga fyrir Ólafsfjörð
verða nú fyrir haustþinginu, og
vonum við, að það fái þar skjóta
og góða afgreiðslu. Hafnarmálið
er lífsspursmál fyrir kauptúnið
og sveitina. óg við erum fúsir til
að leggja rnikið á okkur til þess
að ráða því farsællega til lykta.
í fyrrasumar gáfu t. d. allir verk-
færir menn í Ólafsfirði og öll
starfandi fyrirtæki þar á staðn-
um atvinnutekjur sínar óskertar
einn tiltekinn dag, „hafnarsjóðs-
daginn“ svonefnda, þessu máli
til framdráttar. Tekjur „dags-
ins“ reyndust rþskar 10 þús,
krónur, og vildi þó svo til, að
afli var þá með rýrasta móti þann
dag. — 17. jr. mán. var svo enn
haldinn „hafnarsjóðsdagur" í
Ólafsfirði, en ekki er ennþá vit-
að til fulls, hvað tekjur hans
hafa orðið, en víst er þó, að þær
liafa ekki verið rninni en í fyrra.
Er í ráði að efna árlega til slíkr-
ar fjársöfnunar til hafnargerðar-
innar, meðan á þarf að halda. —
Þess skal getið, að formaður
hafnarnefndarrÞorsteinn Símon-
arson lögreglustjóri, hefir fylgt
þessu máli með festu og dugn-
aði, en auðvitað hefir hann haft
lireppsnefndina óskipta — og
raunar hreppsbúa alla — að baki
sér þar, því að hafnargerðin er
brennandi áhuga- og liagsmuna-
mál okkar allra.
— Hvernig reynist svo rafveit-
an ykkar nýja?
— Ágætlega, það sem af er, a.
m. k. Hún var tekin í notkun
fyrir síðustu jól, og er þegar
mjög mikið notuð til lýsingar
og suðu í kauptúninu. En að
fullu gagni kemur hún fyrst til
að skerpa upphitunina í mestu
frostum, þegar hitaveitan kem-
ur til skjalanna. En hún mun
ekki nasgja til fullrar hitunar
húsa, nerna í allt að 5° frosti.
— Já, þið hafið líka hitayeitu
á döfinni — að dæmi höfuðstað-
arbúa?
— Já, — 'og vorum meira að
segja fullt svo fljótir til að sumu
leyti. Vatnsrennslið úr laugun-
um í Skeggjabrekkudal og
Garðsdal hafði þegar verið sam-
einað og steypt kringum upp-
treymisopin. — Laugarnar
gefa 9,5 „sekúndulítra“ af ca.
52° heitu vatni. Leiðslan er um
4 km. á lengd, og hafði þegar
verið byggt undir hana alla leið,
en þá strandaði á rörunum og
tengistykkjunum, en nú er allt
efni til hitaveitunnar væntan-
legt innan skamms.
— Og þá líður vonandi ekki á
löngu, að þið getið ornað ykkur
vdð jarðhitann um leið og þið
baðið ykkur í rafljósinu?
— Nei, þess er að vænta. En
við ætlunv nú ekki að láta ljós-
böðin ein duga. Meiningin er,
ið láta laugahitann einnig ylja
fyrir okkur baðvatnið. Við erum
þegar búnir að steypa í hólf og
>ólf 25x8 m. sundlaug og undir-
byggja búnings- og snyrtiklefa
pg nýtízku gufubaðstofu í sam-
bandi við hana í útjaðri kaup-
túnsins. íþróttafélagið „Samein-
ing“ gengst fyrir þessu verki og
leggur fram mikið fé og gjafa-
vinnu í því skyni. Mun félagið
ekkert til spara, að þessi stofnun
geti orðið sem fullkomnust. Ætl-
unin er, að koma klefabygging-
unni undir þak í haust, og verð-
ur þá sundlaugin og gufubað-
stofan tekin í notkun á næsta
vori, ef allt verður með felldu.
Gamall sveitungi okkar, Svein-
björn Jónsson byggingameistari
í Reykjavík, hefir að ýmsu leyti
átt frumkvæðið að öllum þess-
um framkvæmdum og verið okk-
ar önnur hönd í þessum málum,
en bróðir hans, Ágúst Jónsson
trésmíðameistari, er verkstjóri
okkar v-ið öll þessi verk, og eig-
um við lipurð þeirra bræðra,
dugnaði og áhuga mikið að
þakka. — Þess skal ennfremur
getið, að Magnús Gamalíelsson
<- -
sýnir í kvöld kl. 9:
Orustan um Stalingrad
Föstudag kl. 9:
Gög og Gokke í hernaði
Laugardag kl. 9:
Orustan um Stalingrad
Sunnudag kl. 3:
Handan við hafið blátt
Sunnudag kl. 5.:
Orustan um Stalingrad
Sunnudag kl. 9:
{ J Gög og Gokke
REI8HJÖL
til sölu og sýnis við benzín-
afgr. Kea frá kl. 12 1 næst-
komandi mánudag.
Nokkrar kýr
til sölu á Syðri Grund í
Svarfaðardal. —
Uppl. hjá Páli Tómassyni
Skipagötu 2 Akureyri.
Torgsalan
Til þess að draga úr ös’
inni á laugardagsmorgun,
sel ég kartöflur á föstu-
dagskvöld frá kl. 6.
Kristinn Sigmundsson.
Anna KristjánsdóttÍT
(Framhald af 1. síðu).
mennsku. — Tóskaparkona var Anna
mikil, matargerðin var prýðileg og
garðyrkjan ágæt.
Það þarf varla að taka það fram,
að Anna hefir jafnan staðið framar-
lega í öllum kvenfélagsmálum Suður-
Þingeyinga og starfað þar af alhug. —
Stofnun Húsmæðraskólans á Laugum
var henni, sem fleirum þingeyskum
konum, hjartansmál, og hún gleðst
innilega yfir framgangi hans og vin-
sældum.
Anna er gift Kristjáni Jónssyni frá
Arndísarstöðum í Bárðardal. Börn
þeirra eru Jón kennari sveitarinnar
og Arndís ljósmóðir.
Við vinir Önnu þökkum henni
hjartanlega allt hennar ágæta, óeig-
ingjarna starf og óskum henni og
Víðivallaheimilinu allrar blessunar.
Halldóra Bjarnadóttir.
útgerðarmaður hefir veitt raf-
veitumáli okkar sérstakt full-
tingi, og ýmsa fleiri góða menn
og konur mætti sannarlega
nefna í þessu sambandi, en eg
býst við, að þér þyki það of langt
mál að sinni. Ef til vill gefst síð-
ar tækifæri á að bæta úr því og
minnast þá á auknar útgerðar-
framkvæmdir í Ólafsfirði um
leið.
Dagur þakkar Jóni Þorsteins-
syni þessar fróðlegu upplýsing-
ar. Vissulega mættu flest önnur
bæjar- og svéitafélög á íslandi
margt og mikið af Olafsfirðing-
um læra um stórhug, samvinnu
og framsóknarvilja.
Holl
barnafæða:
N iðu rsoðið
Epla- og
Sveskju-
mauk.
Kr. 2.10 dósin.
K.E. A.
— nýlenduvörudeild.
■
1000 krónur
fæt sá, sem útvegar
íbúð.
Afgr. v. á.
Hjólkoppur
af Chrysler bifreið, tapaðist
hér í bænum um s.l. helgi.
Finnandi vinsaml. beðinn að
gera aðvart á lögregluvarð-
stöðinni. Fundarlaun.
íasha með smðdíti
fundin nálægt Veigastöðum.
Geymd þar.
Betamon
Flöskulakk
Vínsýra
Skrauts/kur
Pöntunarfélagið.
Tómir LLREFTSPOKAR
til sölu. — Lágt verð.
Brauðgerð Kea.
Laxastöng
til sölu.
Afgr. v, á.