Dagur - 23.09.1943, Blaðsíða 1
i
XXVI. árg.
Akureyri, fimmtudaginn 23. september 1943
39. tbl.
LANDLEIDUM SUDOR VERDUR SENNILEGA HALDID OPNUM IVE7UR
Póststjórnin undirbýr póstferðir tvisv-
ar í viku milli Reykjavíkur oít Akur-
eyrar yfir vetrarmánuðina
JT’YFIR nokkru birti „Dagur“ ritstjórnargrein um póstsamgöngur
nokkurs hluta Norðlendingaijórðungs yfir vetrarmánuðina. Var
bent á þá staðreynd, að undanfarin ár hefðu Akureyringar, Eyfirð-
ingar og þeir, sem austar búa, átt að búa við svo lélegar samgöngur
á vetrum, að alls ekki væri viðunandi lengur. Einn eða tveir farar-
tálmar á landleiðinni suður hefðu valdið því, að jióstsamgöngur á
landi legðust niður mikinn hluta ársins og öll samgöngumál fengju
á sig miðaldablæ, Blaðið benti á greiðfæra leið til þess að kippa
þessu í lag: Halda uppi bifreiðaferðum að sunnan og héðan suður
eins langt og bifreiðar kæmust á hverjum tíma, þ. e. a. s. að Öxna-
dalsheiði og Vatnsskarði, og hafa þar hesta til taks til þess að flytja
fólk og póst yfir fjallvegina.
Amerískar risaflugvélar
Fluétækninni fleygir fram svo að segja með hverjum mánuðinum. Herflutn-
in&ar og vöruflutningar i lofti eru orðinn mikilsverður þáttur styrjaldar-
rekstrinum. Myndin sýnir amerískar flutningaflugvélar í K'ma, en hjálp sú,
sem Kínverjum berst frá Bandaríkjamönnum, kemur nú orðið öll loftleiðis.
Fullkomin Ijóslækningastöð á Akureyri
Vikublaðið DAGUR
Ritstjórar: INGIMAR EYDAL,
JÓHANN FRÍMANN.
Afgreiðsla, auglýsingar, innlicintta:
Sigurður Jóhannesson.
Skrifstofa við Kaupvangstorg.
Sfmi 96.
Argangurinn kostar kr. 8,00.
Prentverk Odds Björnssonar.
Frá bókamarkaðinum
Emil Ludwig: ROOSE-
VELT. Geir Jónasson,
magister, þýddi. — Utg.
Arni Bjarnarson. Prent-
Odds Björnssonar, Akur-
ureyri 1943.
j FORMÁLSORÐUM fyrir bók þess-
ari segir Porter McKeever blaða-
fulltrúi: „Franklin Delano Roosevelt
og stjórn hans, sem með frjélsu móti
er kjörin af þjóðinni og óbyrg gagn-
vart henni, eru lifandi dæmi þess, að
lýðræðisstjóm getur verið í samræmi
við þarfir einstaklingsins og allrar
þjóðarinnar", og mun það mála sann-
ast. Höfundur bókarinnar, Emil Lud-
wig, er heimskunnur og vel metinn
rithöfundur, er ritað hefir æfisögur
margra stórmenna. Árið 1937, er
hann hóf að rita bókina, dvaldist
hann með Roosevelt um skeið og seg-
ir hann sjálfur um þau kynni: „Þenn-
an heilbrigða, tigna og hreinskilna
mann er sérstaklega gott að virða
fyrir sér á stuttu færi“. Þessi orð höf-
undarins munu og verða dómur
þeirra, er gefa sér gott tóm til þess að
kynnast Roosevelt forseta með því
að lesa þessa merku og mannlegu bók.
Hún fjallar að minnsta leyti um
stjómmál og stefnur, en bregður upp
glöggri mynd af Roosevelt sjálfum
— „manni, sem óx fró hamingju til
valds“,-eins og höf. kemst að orði á
einum stað. — Bókin skiptist í þrjá
meginkafla: Gæfan nefnist sá fyrsti,
og er þar saga Roosevelts sögð frá
fyrstu bernsku, unz þessi „heilbrigð-
asti maður veraldarinnar", íþrótta-
garpur og athafnamaður, var skyndi-
lega lostinn lömunarveiki, sem lamaði
hann ofan fró mjöðmum. Annar kafl-
inn nefnist Breytingin og skýrir frá
þeirri merkilegu þrekraun, er hinn
farlama maður neytir viljastyrks síns
og óbugandi lífsgleði til þess að ráða
bót á krankleika líkamans og nær
loks æðstu metorðum með þjóð sinni
og fádæma vinsældum og trausti al-
þýðunnar. Þriðji þáttur bókarinnar
nefnist Valdið, og er þar skýrt frá
ferli Roosevelts í forsetastóli allt
fram til ársins 1938. Höfundur hefir
reynzt merkilega sannspár, er hann
segir í inngangsorðum bókarinnar,
sem rituð eru í aprílmánuði það ár:
— „Ef styrjöld dynur yfir fyrir 1940
— og aðeins ef svo fer — mun
Roosevelt verða kosinn forseti í
þriðja sinn, og þá mun hann verða
þess megnugur með því að beita því
valdi, er stjórnarskráin heimilar, að
ráða að verulegu leyti úrslitum þess-
arar heimsstyrjaldar". — Þetta er nú
allt komið á daginn. I viðbæti aftan
við bókina er nokkur grein gerð fyrir
ferli forsetans hin viðburðaríku ár
1936—1942. Eykur sú viðbót enn
gildi bókarinnar.
Þýðingin virðist vel og trúlega af
hendi leyst. Bókin er prýdd nokkrum
myndum, og útgáfan hin myndarleg-
asta x alla staði. J. Fr.
CHURCHILL
kominn heim úr 6. lan$ferðinni.
Þessi tillaga vakti nokkra at-
liygli. Morgunblaðið í Reykja-
vík tók málið upp og var ,,Degi“
sammála um, að hér þyrfti ekki
annað en tiltölulega einfalda
skipulagningu til þess að létta
einangruninni af þessum lands-
hlutum. Af þessum skrifum öll-
um spunnust nokkrar umræður
manna í rnilli, m. a. samþykkti
bæjarstjórn Akureyrar tillögu í
málinu, og víst er, að mikill
áhugi er ríkjandi fyrir þessu
máli hér norðanlands.
Nú hefir blaðið áreiðanlegar
fregnir af því, að póststjórnin
Iiefir í undirbúningi áætlun um
slíkar ferðir í vetur. Líklegast er,
að ferðir verði tvisvar í viku í
vetur og hestar notaðir yfir þá
fjallvegi, sem ófærir eru bifreið-
um. Mun ætlunin að koma upp
sæluhúsum báðunr megin fjall-
Raftækjaverkstæði
við Kaupvangsstr æti
brann í fyrrakvöld
\
Mikið af rafmagnstækjum
er ýmsir áttu. ónýttist
S.l. þriðjudagskvöld kom upp
eldur í raftækjaverkstæði þeirra
Ingólfs Bjargmundssonar og
Samúels Kristbjarnarsonar við
Kaupvagnsstræti hér í bænum.
Húsið, sem er einlyft steinhús,
varð alelda á augabragði og
brann allt innan úr húsinu og
allir nrunir, er í því voru. Veggir
og þak standa. Allskonar munir
voru á verkstæðinu til viðgerðar
og eyðilögðust allir. Er tjón
ýmsra bæjarbúa af þeirn sökum
nrjög mikið. Tjón eigenda verk-
stæðisins er og tilfinnanlegt, því
að öll verkfæri og áhöld ónýtt-
ust. Innanhúsmunir voru óvá-
tryggðir, en húsið sjálft var lágt
brunatryggt. Amerískir Irérmenn
aðstoðuðu slökkvilið bæjarins
við að ráða niðurlögum eldsins.
veganna, þar senr ferðanrenn
geta hvílst og e. t. v. þegið
greiða.
„Dagur“ fagnar því, að þessi
nrál eru þar með að færast í
betra horf en verið hefir. Blaðið
nrun skýra ítarlegar frá tilhögun
ferðanna, þegar nánari upplýs-
ingar eru fyrir hendi.
Samband norðlenzkra
barnakennara
gUNNUDAGINN 12. sept. s.l.
var framhaldsstofnfundur
Sambands norðlenzkra barna-
kennara haldinn á Akureyri. Var
sambandið að fullu stofnað og
lög sanrþykkt.
Saga málsins er í fáunr orðunr
þessi: Á vorfundi Kennarafélags
Suður-Þingeyinga 1942 var sam-
þykkt tillaga þess efnis, að æskj-
legt væri að stofna Samband
norðlenzkra barnakennara. Skrif-
aði stjórn félagsins norðlenzkum
barnakennurum unr málið, og
óskaði að þeir tækju afstöðu til
þess fyrir væntanlegt kennara-
námskeið á Akureyri haustið
1942.
Á fundi Kennarafélags Eyja-
fjarðar, senr haldinh var dagana
6.-8. okt. 1942, í sambandi við
námskeiðið, var málið flutt af I
Sigurði Gunnarssyni, skólastjóra,
Húsavík, og var þar samþykkt
að stofna -■ sanrbairdið og bráða-
birgðastjórn kosin. Á fundi þess-
unr voru nrættir 50—60 kennarar
úr Þingeyjar-, Eyjafjarðar- og
Skagafjarðarsýslum.
Bráðabirgðastjórnin konr sam-
an s.l. vor og lagði fyrir þennan
fund uppkast að lögum fyrir
sambandið. Var það sanrþykkt
óbreytt að mestu. Samkvænrt
lögunum er tilgangur sambands-
ins að efla samstarf, fræðslu og
kynningu kennara á sambands-
svæðinu. En þessunr tilgangi vill
sanrbandið ná nreð kennaramót-
um o. fl. Sanrbandssvæðið er
Norðlendingafjórðungur lrinn
fprni. Gert er váð fyrir að kenn-
Nokkrir áhugamenn hér í
bænum hafa nýlega afhent stjórn
Rauðakrossdeildar Akureyrar
6000 krónur og skal féð vera
upphaf sjóðs er hefir þann til-
gang, að koma á fót og starf-
rækja fullkomna ljóslækninga-
stöð fyrir almenning.
Guðm. Karl Pétursson yfir-
læknir skýrði blaðinu frá þess-
um tíðindum í gær. Fórust hon-
um orð á þessa leið: — Tilgang-
ur gefendanna er sá, að veita öll-
um börnum bæjarins og þeim
fullorðnum, er þess þurfa, tæki-"
færi til ljósbaða, og stuðla þann-
ig að aukinni heilsuvernd. Ljós-
böð eru e .t. v. óvíða nauðsyn-
legri en liér, þar sem sólskinið er
harla stopult á stundum, með
þeim afleiðingum, að beinkröm
í börnum er mjög útbreidd, til
tnuna meira en menn gera sér al-
mennt grein fyrir, þótt hún sé
sjaldan á svo háu stigi, að fram
komi áberandi líkamslýti. —
Helzta vörnin gegri þessum sjúk
aramót sambandsins verði flutt
til um fjórðunginn og ákveði
hvert mót næsta mótsstað. Stjórn
sambandsins skal ávalt kosin af
þeirn hluta sambandssvæðisins,
þar sem næsta mót er ákveðið.
Á fundinum mættu kennarar
úr Kennarafélagi Suður-Þingey-
inga, Kennarafélagi Eyjafjarðar,
Kennarafélagi Skagafjarðar og
Kennarafélagi Vestur-Húnvetn-
inga.
Næsti mótsstaður var ákveð-
inn Akureyri, og í stjórn kosnir:
Snorri Sigfússon, skólastjóri,
Hannes J. Magnússon, kennari
og Eiríkur Sigurðsson, kennari.
Norðlenzkir kennarar vænta
þess, að þessi nýju, almennu
samtök þeirra muni er fram líða
stundir, verða þeim til gagns og
blessunar í starfi þeirra.
dómi, þegar sólbaða er ekki völ,
eru ljósböð og skortir nú mjög
á, að allir sem þess þurfa hafi
tækifæri til þess að njóta þeirra.
Eg tel því þessa sjóðstofnun og
væntanlegar framkvæmdir í sam-
bandi við liana mjög þýðingar-
mikla og þess verða, að henni sé
gaumur gefinn af almenningi.
Þess er að vænta, að allur al-
menningur hér um slóðir íhugi
þessi orð læknisins og hlynni að
sjóði þessum á þann veg, að
hann verði jress megnugur að
hyfja framkvæmdir hið bráðasta.
Þeir sem óska að styrkja þetta
mál á einn eða annan hátt sendi
gjafir sínar og tillögur til
stjórnar Rauðakrossdeildar Ak-
ureyrar.
Bréfaskóli S. í. S.
tekinn til starfa
Nemendur skráðir á
skrifstofum K. E. A.
gRÉFASKÓLI Sís er tekinn til
starfa. Námsgreinar í vetur
verða jxær sömu og í fyrra: —
Skipulag og starfshættir sam-
vinnufélaga, fundarstjórn og
fundarreglur, bókfærsla I og II.
búreikningar, enska fyrir byrj-
endur og íslenzk réttritun. —
Kennslugjald er frá 20 til 50 kr.
fyrir hvern flokk.
Fjöldi fólks hefir varið l'rí-
stundum sínum til náms í bréfa-
skólanum á undanförnum árum
og hefir skólinn átt vaxandi vin-
sældum að fagna. Forstöðumað-
ur er Jón Magnússon. cand. phil.
Nánari upplýsingar um starf
skólans geta menn fengið' á
skrifstofu K. E. A. hér, og þar
geta menn einnig látið skrá sig
til þátttöku og greitt kennslu-
gjald.
\>