Dagur - 23.09.1943, Blaðsíða 2

Dagur - 23.09.1943, Blaðsíða 2
2 DAGUR Fimmtudagur 23. sept. 1943 „ÍSLENDINGUR" Á I STRÍDI VID SlNA EIGIN FLOKKSBRÆÐUR Sú leið hefir verið farin á landi hér að jafna stríðsgróðanum til launástéttanna með launahækk- unum og dýrtíðaruppbótum. Þessi aðferð hefir að sjálfsögðu haft í för með sér hækkun á framleiðslukostnaði landbúnað- arins. Af því leiddi aftur, að bændur urðu að fá sína dýrtíðar- uppbót í hækkuðu afurðaverði. Við gátum stjórnað verðlaginu á innlenda markaðinum, en ekki á útlendum markaði, og þar var það mikið lægra, vegna þess að í markaðslöndunum hafði dýrtíð- inni verið haldið í skefjum. Það ráð var þá upp tekið að greiða uppbætur úr ríkissjóði á útflutt- ar landbúnaðarafurðir. Þessar uppbætur eru ekki styrkur til bænda, heldur ráðstöfun ríkis- valdsins til að lialda jafnvægi í þjóðfélaginu. Langvarandi deilur höfðu átt sér stað um hlutfall milli af- urðaverðs landbúnaðarins og kaupgjalds vinnandi stétta bæj- anna. Sú ákvörðun síðasta Al- þingis að skipa nefnd til að rannsaka þetta hlutfall og finna vísitölu fyrir verðlag á fram- leiðsluvörum bænda, byggða á því að bændur fengju svipaðar tekjur og aðrar vinnandi stéttir, hlaut almennt góðar undirtektir. Bændur hafa aldrei gert hærri kröfur en að bera líkt úr býtum og aðrar hliðstæðar. stéttir, en aftur á móti hafa þeir einir allra stétta boðizt til að lækka afurða- verðið í hlutfalli við lækkað kaupgjald, en því tilboði hefir enn ekki verið sinnt, hvað sem kann að gerast í nefnd þeirri. sem ríkisstjórnin hefir nú ný lega' stofnað til í því skyni að at- huga möguleika til samkomu lags í því efni. í þeirri nefnd eru fulltrúar frá Búnaðarfélagi ís lands og Alþýðusambandi ís lands, þrír frá hvorum félags skap. Niðurstöður landbúnaðarvísi tölu-nefndar, er birtar voru í síðasta mánuði, hafa yfirleiti mælst vel fyrir. Þó eru til und antekningar í þessu falli. Þannig ver blaðið íslendingur miklum hluta af sínu dýrmæta rúmi í harmagrát yfir því, að bændui muni hafa það óþarflega gott, ei fylgt verði verðlagi því, er sex manna nefndin stingur upp á Blaðið hefir allt á honum sér út af starfi nefndarinnar, þykir húr hafa byggt útreikninga sína á ramskökkum grundvelli, og eftii orðum ísl. að dæma, hafa nefnd armenn mestmegnis vaðið tómz vitleysu í störfum sínum, þeii hafi t. d. gleymt að telja slátui bændum til tekna. Þá segir blað ið, að verkamenn,sjómennogiðn aðarmenn hafi orðið að leggja hart að sér til þess að fá sínar tekjur, þeir hafi teflt á fremsta hlunn vinnuþols síns, en minnist ekki á að bændur og konur þeirra verða oft að ofbjóða vinnuþoli sínu. Það á ekki við samkv. hugsunarhætti blaðsins aðgeta um slíkt. Enn segirísl., að „bændur komizt af með minni £ tekjur sér t;il lifsframfærjs en flestar aðrar stéttir þjóðfélags- ins“, og þannig telur blaðið það eigi að vera framvegis. Sýnilega lítur ísl. svo á, að hann eigi í miklu stríði við Dag og Framsóknarflokkinn um verðlag landbúnaðarafurða og talar í því sambandi' um „lýð- skrum og atkvæðaveiðar Fram- sóknarpostulanna", sem muni „leiða allsherjar hrun yfir þessa þjóð“. Hruninu vill blaðið af- stýra með því, að bændur búi við skarðari hlut um tekjur en verkamenn, sjómenn og iðnaðar- menn. Dagur getur prýðilega sætt sig við það, að honum og Framsóknarflokknum séu sér- staklega eignaðar þær kröfur, að bændur búi ekki við lakari kjör en aðrar stéttir. En benda má þó Isl. á, að það eru fleiri en Dagur og Framsóknarfl., sem unna bændum þessa hlutskiptis. Um það bil 2/3 af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins hafa nú bundizt samtökum um að tryggja bændastéttinni það verð- lag á framleiðslu sinni, er sé í samræmi við niðurstöður sex manna nefndarinnar. Eru þessi samtök Sjálfstæðisflokks-þing- manna lýðskrum og atkvæða- veiðar, íslendingur sæll? Það er því ekki bara Dagur og Framsóknarflokkurinn, sem ísl. á í stríði við, heldur hefir hann sagt sínum eigin flokksbræðrum á Alþingi ógurlegt stríð á hend- url TIL LEIGU. Ein stofa og aðgangur að eldhúsi er til leigu á fámennu heimili í grennd við Akureyri. Afgr. vísar á. Kaup á eignum setuliðsins hér gAMKVÆMT fyrirspurn frá alþm. Haraldi Guðmunds- syni til utanrí.kismálaráðherra, upplýsti ráðherrann á þingfundi 17. þ. m. eftirfarandi: Ríkisstjórnin bar fyrir all- löngu síðan þá*ósk fram við her- stjórnina, að ef til þess kæmi að hernaðaryfirvöldin selji eitt eða annað af efnivörum, áhöldum eða húsum, þá yrði slík sala gerð eingöngu fyrir milligöngu ríkis- stjórnarinnar eða umboðs, sem hún tilnefndi. Var þessum til- mælum vel tekið og var-form- lega fallizt á þetta og staðfest með bréfaskriftum um miðjan ágúst s.l. Ætti með þessu fyrirkomulagi að verða komið í veg fyrir brask. Ríkisstjórnin hefir skipað þriggja manna nefnd, til þess að hafa milligöngu þessara mála. í nefndinni eru: Svanbjörn Frí- mannsson (formaður), Hörður Bjarnason og Pálmi Einarsson. Nefndin á einnig að vera leið- beinandi um aðgjörðir vegna landspjalla, sem orðið hafa af hernaðaraðgerðum. / Vatnsleiðslurör Galv. i/2”, 3/4", I”. Þeir, sem hafa pantað rör hjá okkur, eru beðn- ir að taka þau sem allra fyrst. Verzl. Eyjafjörður. Sflúlkur elna (il fvœr vanfar nti þegur, cða 1. uklober. HÚTEL mREYijl JÚNAS JÓNSSON: „SAMKVÆMT ÁÆTLUN” EÐA TVENNIR FJÓRTÁN Merkustu tíðindin, sem gerzt hafa á hinu nýbyrjaða Alþingi, hafa ekki orðið í sambandi við útvarpsumræður eða þingdeilur, heldur eru það friðsamleg og nálega vinsamleg átök meiri hluta Alþingis í þá átt, að veita framleiðendum til lands og sjávar og um leið allri þjóðinni, sem lifir af framleiðslunni, nokkurn stuðning til bráðabirgða. Um alllangt skeið í sumar hafa í Degi verið leidd rök að því, að ofsi og ójöfnuður upplausnaraflanna í landinu væri háska- legur og stefndi að stöðvun framleiðslunnar við stríðslokin, verðfellingu krónunnar og þá um leið eyðingu hins samanspar- aða veltufjár í landinu. Það hefir verið bent á eitt ráð til úrlausn- ar í þessu efni, og það var, að framleiðendur landsins byrjuðu sjálfbjargarstarfsemi yfir og utan við landsmálaflokkana. Þetta er nú að verða að veruleika. Fjórtán Framsóknarmenn og fjórtán Sjálfstæðismenn á þingi hafa lýst yfir við ríkisstjórnina, að þeir ætli að standa með tillögum sex manna nefndarinnar, og tryggja bændum landsins það verð fyrir afurðir sínar, að þeir séu ekki verr settir um afkomu nú í ár, heldur en launastéttirnar. En um leið og landbændur fá þessa tryggingu nú í ár, fá útvegsmenn hliðstæðan stuðning. Vísitölunni verður haldið lítið breyttri með framlagi úr ríkissjóði, en það veitir útvegsmönnum þá einu vernd, sem þjóðfélagið getur veitt þeim. Ef landbændur neydd- yst til að fá allar sínar þurftartekjur af innanlandssölu á afurðum Blaðaumræður leysa nauðsynja- mál. pREGNIRNAR um, að samgöngu- málastjórnin hafi nú í undirbún- ingi áætlun um - vetrar-póstferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar, ættu að stuðla að því, að menn Létu af þeirri tizku, sem nú gerizt all út- breidd í landi hér, að nefna ævinlega allt sem blöðin flytja og ræða um markleysu, óábyrgt tal o. s. frv. — því að enginn efi er á því, að blaða- umræðurnar um einangrun Norðlend- inga og nauðsyn betra skipulags á póstferðum, hafa hrundið þessum framkvæmdum af stað. „Dagur“ hóf máls um samgöngumálin fyrir nokkru og benti á þá staðreynd, að vegna þess að einn til tveir fjallvegir lokuðu greiðu bifreiðasambandi suð- ur yfir heiðar yfir vetrarménuðina, byggi Akureyringar, Eyfirðingar og Þingeyingar við samgöngur, sem líkt- ust meira 19. en 20. öldinni. Þetta væri sleifarlag, ekki samboðið fram- sækinni þjóð og bæri að afnema það með einföldu skipulagi. — A. m. k. eitt sunnanblaðanna tók í sama streng og birti 2 ritstjórnargreinar um málið. Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti tillögu í málinu. Árangurinn af þessu öllu er nú að verða sá, að yfir- völdin hafa rumskað og allar líkur eru til að málið verði leyst á viðun- andi hátt þegar á þessum vetri. Þannig geta blöðin unnið og þannig vinna þau oft á tíðum, þótt ýmsum verði starsýnna á stjórnmálaþrasið og telji það til vansæmdar, og má reyndar viðurkenna, að umræðurnar um stjómmálin í íslenzkum blöðum séu oft á tíðum ekki sérlega upp- byggilegar. Norðlendingar á verði. jyjÖRG mál þessu lík bíða úrlausn- ar _nú. — Sum þeirra mikl- um mun stærri og nauðsynlegri. Blöð- in hafa þegar hafið sókn í sumum þeirra. Það má nú telja víst, að kraf- an um fjórðungsspítala á Akureyri, til jafns við Landsspítalann í Rvík, verður ekki látin niður falla fyrr en sigur er fenginn. Þetta er ekki aðeins nauðsynjamál, heldur og prófsteinn á það, hvort sömu lög gilda fyrir borgarana í landinu, án tillits til þess hvort þeir erö búsettir á bæjarlend- um Reykjavíkur eða ekki. í þessu efni heimta Norðlendingar sjólfsagð- an rétt í sínar hendur. Á næsta leiti eru fleiri mál af slíku tagi, og gildir fyrir þá, sem úti um land búa, að vera á verði og halda sínu máli fram og á lofti, svo að al- þjóð megi sjá og heyra. Til dæmis eru væntanlegar framkvæmdir ríkis- ins til atvinnu- og framleiðsluauka í landinu, svo sem áburðarverksmiðja, sementsverksmiðja og lýsisherzlu- stöð. í fyrra taldi Morgunbl. sjálfsagt mál, að þessi fyrirtæki „risu upp í ná- grenni Reykjavíkur11. Hvað segja aðr- ir landsmenn um það? Er það svo sjálfsagt mál? Áreiðanlega ekki. En ef aðrir landsmenn halda ekki sínum kröfum á lofti og spyrna ekki gegn of- urvaldi Reykjavikur, geta þeir verið vissir um, að gjörsamlega verður fram hjá þeim gengið án þess að leita álits þeirra eða vilja í nokkru. Svo mætti lengi telja. gLÖÐIN hafa sínu hlutverki að gegna, nauðsynlegu hlutverki, hvað sem hver segir. Þeirra er að halda hagsmunamálum byggða sinna og þjóðar á lofti gegn deyfð, fram- kvæmdaleysi og klíkuyfirráðum ein- stakra hópa eða hverfa. Þau eiga langa leið að fara til þess að geta sinnt þeim málum óhindrað og eins vel og frekast mætti kjósa, — en vinna þó þegar, þarft og gott starf með þjóðinni, t. d. á þann hátt, sem hér að framan hefir verið rætt um. Myrkvaður bær? ^^KUNNUGUM mundi þykja kveða að því, að rafmagnið frá Laxá væri lítið og ómerkilegt, ef hann liti yfir bæinn eftir að myrkur er skollið á og sæi ljósatýrurnar, sem rafveitan hefir hengt upp í staura og nefnt götu- ljós! Hefir bærinn ekki efni á að lýsa göturnar betur? Er fátækt eða fram- kvæmdaleysi um að kenna? Samur við sig. Fyrirspurn til Alþýðumannsins. j SÍÐASTA Alþm. stendur þessi klausa í langri þvælu um dýrtíðar- málin: „. .. . Nú þegar allt er komið í ó^fni, fyrst og fremst fyrir aðgerðir hins opinbera, þykjast þeir vilja fara að taka málin þeim tökum, sem áður var bent á. En nú er dýrtíðarófreskj- búa sinna, þá yrðu þeir að hækka vörurnar stórlega.Æn við það hækkaði vísitalan og innan skamms myndi meginhluti fiskiflot- ans stöðvast vegna dýrtíðarinnar og kaupgjalds, sem ekki væri hægt að rísa undir. Það sem hefir gerzt í þessu máli er það, að fulltrúar framleið- enda úr tveim flokkum, sem oft deila harkalega um margskonar málefni, fundu, að þeir gátu ekki annað en staðið hlið við hlið í þessu máli, móti kommúnistum og ýmsum Alþýðuflokksmönn- um. Þeim, sem lesa í Tímanum og Morgunblaðinu hve rnikið ýmsum málfærslumönnum Framsóknar- og Sjálfstæðismanna ber á milli, furðar í fyrstu á því, að rödd kjósendanna hefir komið mörgum af þessum mönnum til að festa með undirskriftum sín- um heit að því, að vinna af alefli að því að tryggja afkomu ís-, lenzkra framleiðenda nú í ár. Einn af duglegustu málsvörum verkamanna, Finnur Jónsson, hallmælti þessum tuttugu og átta varnarmönnum framleiðslunnar fyrir að hafa gengið frá málinu utan þingfunda. Óánægja Finns Jónss. stafar ekki af því, að rneiri hluti þings, tók höndum saman um verndun framleiðslunnar, heldur af því, að hann sá, að framvegis myndu framleiðendur landsins taka höndum saman um skynsamlegar sjálfbjargarað- gerðir, og ekki láta öfgamenn upplausnarflokkanna ráða, nema að því leyti sem málefni standa til. Þann stutta tíma, sem liðinn er af starfstíma Alþingis, hefir verið heppilegt samspil með ríkisstjórninni og hinum sundur- lausu þingflokkum. Upp úr því samstarfi í vetur sem leið, kemur dómur sex manna nefndarinnar, um hlutfallið milli afurðaverðs á landbúnaðarvörum og kaupgjalds. Dómur þessarar nefndar var þýðingarmikill af því, að hann færði kommúnistum, krötum og óbilgjörnum Sjálfstæðismönnum með ótvíræðum rökum heim sanninn um, að allt umtal undangenginna ára, um að sveitamenn bæru meira úr þýtum, heldur en fólk í öðrum stéttum, var stór- felld missögn, Nefndin, scm var m, a, skipwð fulltnja frá knmm,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.