Dagur - 23.09.1943, Blaðsíða 3

Dagur - 23.09.1943, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 23. sept. 1943 DAGUR 3 an orðin þessum þjóðmálaskussum sá ofjarl, sem þeir knésetja ekki“. Þaunig syngur nú í blaði Alþfl. hér á Akureyri. En nú væri bæði gagn og gaman fyrir lesendur, að blaðið svar- aði eftirfarandi spurningu frómt og ærlegá: Studdi Alþfl. ekki stjórn sjálfs dýr- tíðarkongsins, Ólafs Thors, meðan hann tvöfaldaði dýrtíðina með þeim skilyrðum, að ekkert yrði aðhafst, sem kynni að stöðva „dýrtíðarófreskj- una“ eða halda henni í skefjum? Voru það ekki Framsóknarmenn, sem „bentu á“ hættuna, en fengu ekki að- gert fyrir offorsi „þjóðmálaskuss- anna?“ Ef Alþýðuflokkurinn og blöð hans eru búin að gleyma þessu, þá má alveg fullyrða, að þjóðin man það, sennilega óþægilega lengi fyrir þá, hverjir það voru, sem steyptu bölvun verðbólgunnar yfir hana. Er minni ritstjórans eitthvað farið að bila? Minnugur. KELLOGGS All Bran og Krumbles K. E. A. Nýlenduvömdeiltl. BÆNDUR ATHUGIÐ! Þar sem kjöt af mylkum ám og mjög lélegum dilkum verður að líkindum óseljanlegt í haust, viljum við benda viðskiptavinum okkar á, að koma ekki með slíkt fé til slátrunar. VERZL. EYJAFJÖRÐUR. Kr. Arnason. Litatlair lopi. Litaði Lopinn er nýjasta nýjungin í íslenzkri lopagerð. — Kvenpeysur, unnar úr litaða lopanum þykja hvort tveggja í senn hlýjar og fallegar. Þegar veturinn nálgast fer konan að hugsa um lopapeysuna, sem á að verja hana gegn kulda vetrarins. — Ullarverksmid|aii GEFJUN Saumanámskeið heldur Heimilisiðnaðarfélag Norðurlands á Akureyri í Brekku- götu 3B frá 20. okt. til 19. nóv. Kenndur verður kvenna- og barna- fatasaumur. Kennslugjald kr. 50.00. Kennari Freyja Antonsdóttir. Frekari upplýsingar gefur undirritaður formaður HALLDÓRA BJARNADÓTTIR. Sími 488. SOYA- BAUNIR fást í K. E. A. N ýlenduvörudeild. Rúgmjöl, ný sending, ágætt í slátur. Blandað Rullupylsukrydd, blandað hér, sem allir kaupa. Pipar st. í baukum og U vigt. Negull — - — — - — Allrahanda — - — — - — Saltpétur í kjöt, Edik og Ediksýra KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA N ÝLEN DU V ÖRUDEILD Litli drengurinn okkar andað- ist s. 1. mánudagskvöld. Karólína Jóhannesdóttir. Jóhann Ögmundsson. Ungling eða eldri mann vantar til að bera blaðið til kaupenda á Oddeyri. Afgreiðslan. sýnir í kvöld kl. 9: GRÍMUMAÐURINN Föstudag kl. 9: VESTURFARAR Láugardag kl. 9: GRÍMUMAÐURINN Sunnudag kl. 5: GRÍMUMAÐURINN Sunnudag kl. 3 og 9: VESTURFARAR Til söln ung kýr haustbær Hallur Sigtryggsson Steinkirkju Svartar olínkápnr á drengi og fullorðna K. E. A. Járn- og glervörudeild. - Milli fjalls og f jöru - Ríkisstjórnin cr meir og meir að f;í á sig blæ þjóðstjórnar. Að því er virðist, vilja gömlu þjóðstjórnarflokkarnir þrír ekki fella hana, né reyna að setja aðra sljórn á laggirnar. Kommiinislar eru mót- fallnir stjórninni, af því þeir vilja fá óstjórn. Landsmenn erti fegnir að hafa nokkurn frið um húsbóndastörfin, og að lekið sé á málum með hófsemi og fcslu, en þó yfirliti og athugun ttm alþjóðar hag. r* Mjög hafa gengið í upþfyllingu spár . Dags um ópólitískt samstarf framleiðenda. Nú hafa nálega 30 þingmenn. allir úr Framsóknar- og Sjálfstæðisflokknum, skriflega bundizt heitum um að koma í framkvæmd tillögum sex manna nefndar- innar. Komnuinistar cru æsitr á móti, kratar fylgja í kjölfar þeirra. Að lokum fylgir Níagmis Jónsson guðfræðiprófessor með fáeina Mbl.menn í slóðina. Má á öllu sjá, að kommúnislar ætla, af óvild til góðra rnála, að gera fulltrúa sinn í sex manna ncfndinni ómcrkan orða sinna. í dýrtíðarmálunum er sennilegt, að rík- isstjórn og Alþingi takist að halda vísi- tölunni nálægt 250. Líklcgt er, að sam- komttlag fáist milli fulltrúa framleiðcnda á Alþingi um að nota auknar tekjur af áfengi og tóbaki með verðlækkunarskatt- inum til að halda lítið breyttri dýrtíð, og bæta upp útfluttar landbúnaðarvörur, svo að svcitafólk fái fyrir yfirstandandi ár svipaðar tekjur og fólk við aðra atvinnu. Sumir menn undrast, að bæta þurfi úr ríkissjóði lágt verð á útfluttum landbún- aðarvörum. Menn gleyma, að þessi fjár- hæð er dýrtíðaruppbót bænda. Sjómenn, verkamenn og alls konar launamenn fá nú sem stendur upphæðir sem nema mörgum milljónura í dýrtíðaruppbætur. Meðan verið er að dreiía striðsgróðanum, verða sveitirnar að fá sinn hlut. J. J. Mpossak|öt í reykhúsinu Norðurgötu 2 á morgun. Mótorhjól til sölu. Afgreiðslan vísar á. únistum, komst að þeirri niðurstöðu, að allar launastéttir lands- ins hefðu nú í ár liaft svo góðar tekjur, að bændur yrðu að fá nokkru meira verð fyrir vörur sínar heldur en á undanförnum árum, til að vera ekki afskiptir uin tekjur. Dómur nefndarinnar varð þess vegna m. a. til að eyða gömlum og leiðinlegum hleypi- dómum milli stærstu stéttanna í landinu, og var þess full þörf. Ríkisstjórnin sá, að ef bændur átttt að fá réttlátt verð fyrir framleiðslu sína, myndu landbúnaðarvörur hækka í verði, hækka vísitöluna, hækka kaupgjaldið og stöðva atvinnuna. Stjórnin óskaði þess vegna eftir samvinnu við þingflokkana um að geta notað verðhækkunina á víni og tóbaki til að lækka í verði kjöt og mjólk vegna neytenda. Þetta var ltið mesta snjallræði. Dýrt vín og dýrt tóbak tryggði neytendum í bæjum mjólk og kjöt með niðursettu verði. Kommúnistar risu þegar í stað gegn frumvarp- inu, og sýndu með því glópsku sína í dýrtíðarmálum, og þá ekki síður hitt, hve mikla fyrirlitningu þeir hafa á fylgismönnum. sínum í verkamannastétt, með því að vilja halda niðri verði á nautnameðölum, en láta mestu nauðsynjavörur liækka í verði að þarflausu. Gömlu þjóðstjórnarflokkarnir hjálpuðu stjórninni til að fá þennan tekjuauka. En þegar sá sigur var unninn, snerist Alþýðu- flokkurinn í lið með kommúnistum og vildi hindra, að stjórnin gæti notað þetta fé til að lialda vísitölunni niðri. Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn vildu ekki bregða fæti fyrir stjórnina í þessu efni. en gáfu heimildina með óþarfri tregðu. Framsóknarmenn lögðu áherzlti á, að stjórnin myndaði sérstakan dýrtíðarsjóð úr þrenns konar tekjulindum: Hinum nýfengna gróða á víni og tóbaki og með því að framlengja verðlækkunarskattinn. Til samans gátu þessir tekjuliðir gefið ca. 18 miljónir króna. Menn gerðu sér von um, að með þessum sjóði væri bæði hægt að verð- bæta útfíutningsvörur bænda og lækka mjólk og kjöt til neyt- enda f bæjum, Aðstaðan í þessum málum er sú, að stjórnin hefir ekkert fast þingfylgi.og enga viðurkennda stuðningsmenn. En mikill meiri hluti manna í gömlu þjóðstjórnarflokkunum er sæmilega ánægð- ur með stjórnina, finnst Iiún leitast við að leysa aðkallandi vanda- mál og vera mannasættir í landinu. Hins vegar á- stjórnin ekki neinum eiginlegum vinsældum að fagna, og ýmsir þingmenn vildu setjast í ráðherrastólana, ef tækifæri gæfist til að komast þangað. Að svo komnu sýnast þau tækifæri vera nokkuð undan landi. Þjóðin og þingið er hægt og hægt að skipa sér í tvenn banda- lög. Annars vegar eru kommúnistar og nokkur hluti Alþýðu- flokksins og lauslyndustu mennirnir í stærsta þingflokkn- um. Kommúnistar marka stefnu þessarar fylkingar. Þar er alið á alls konar sundrung og upplausn. Jafnvel það. að lækka kjöt og mjólk með ágóða af verzlun með óhófsvörur, gefur þessu fólki tækifæri til að sýna mótstöðu. Þar er ekkert gert nema í neikvæða átt, til niðurrifs og eyðingar. Hitt bandalagið er að myndast. Út um allt land hafa þúsundir manna í sumar fylgt með athygli því, sein ritað hefir verið um þetta efni. Svo að segja um allt land koma fregnir um að sveita- fólkið þokar sér saman. Það yfirgefur ekki sína flokka, en það ætlast til af fulltrúum sínum, að þeir standi einhuga móti komm- únistum og öllu eyðileggingarstarfi þeirra. En sérstaklega lieimta bændur, að fulltrúar þeirra vinni saman að verndun framleiðsl- unnar, hvað sem líður persónulegum ríg og gömlum væringum. Og nú hafa málefni framleiðenda þokast áleiðis á þá lund, að nú standa tvennir fjórtán fulltrúar á þingi í öruggri varnarstöðu fyrir framleiðendur landsins móti þeim fáránlega liðsafla. sem vill gefa börnum landsins ódýrt vín og tóbak, en dýra mjólk og kjöt. Slúlkur vantar í heimavist Mennta- skólans. Upplýsingar gefur ráðskonan. 3 kýr til SÖlu. Upplýsingar í*síma 220. sioma oshast tli oeyKia- vlkur. Oóð stúlka óskast á barn- laust heimili, sér herbergi hátt kaup, mikið frí. Upplýsingar í Pingvallastr. 8 Rosentbal.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.