Dagur - 25.11.1943, Síða 2

Dagur - 25.11.1943, Síða 2
2 DAGUR Fimmtudaginn 25. nóvember 1943 ÚTFÖR KJÖTSINS jarðsetta rollukjöti í Hafnar- fjarðarhrauni. Öll hafa þau ráð- izt með fáryrðum á Samband ísl. samvinnufélaga út af þessum at- burði, en einkum hafa þau þó beint árásum sínum að Jóni Árnasyni og m. a. fundið honum það til foráttu, að hann hafi lát- ið framkvæma útför kjötsins með of mikilli leynd.Hafa þau líklega viljað láta Jón bjóða helztu höfðingjum Reykjavík- ur að vera viðstadda athöfnina, til þess að gera hana hátíðlega. Eftir því sem dagblöðunum í Reykjavík segist frá, hefir þó leyndin yfir þessum atburði ekki verið meiri en það, að Reykvík- ingar og Hafnfirðingar þyrptust þegar að kjötdysinni eins og hrafnar að hrossskrokk til að ná sér í lostætan bita af úldnu og súru rollukjöti neðan úr fylgsn- um jarðar. Er þessi frásögn blað- anna gott dæmi um sannsögli þeirra í þessu máli, því að auð- vitað trúir þessu enginn maður. Það ætti nú öllum mönnum með heilbrigða skynsemi að vera það skiljanlegt, að úr því um- rætt kjöt hafði orðið fyrir þeim skemmdum, að það var ekki lengur ætt, var ekki um annað að ræða en eyðileggja það. En fyrrgreind málgögn segja: Kjöt- ið átti alls ekki að skemmast. Það var bæði synd og svívirðing. Þegar svo hinum virðulegu mál- gögnum er á það bent og færð rök fyrir, að skemmdirnar hafi ekki stafað af neinni hand- vömm, heldur af óviðráðanlcg- um orsökum, þá hafa blöð verka- lýðsins fært fram þau mótrök, að öllu hefði mátt bjarga með því að setja kjötverðið svo lágt, að það hefði allt selzt, áður en það skemmdist af of langri Þau undur gerðust fyrir skömmu, að nokkur tonn af rollukjöti voru jarðsett í óbyggð- um vestur á Reykjanesskaga. Jón Árnason framkvæmdastjóri útflutningsdeildar S. í. S. stóð fyrir jarðarför þessari, af því að kjötið var á vegum Sambands- ins, þó að ekki væri það eigandi þess. Ástæðan til þessarar sjald- gæfu jarðarfarar var sú, að kjöt- ið hafði orðið fyrir skemmdum vegna langrar geymslu og var dæmt óætt af yfirdýralækni landsins. Eigandi þess var brezka matvælaráðuneytið. En þar sem útflutningur þess dróst, þoldi það ekki hina löngu geymslu, með því líka að umbúðir þess voru síldartunnur, sem halda illa pækli og reynast því lélegar til kjötgeymslu, en venjulegar kjöttunnur úr beykivið ekki fá- anlegar. Það er engin ný saga hér á landi, að matvæli verði fyrir skemmdum. Upplýst er, að ný- lega hafi á annað þúsund tunn- ur af fiskflökum eyðilagzt vegna skemmda vestur við Faxaflóa. Saltfiskur og síld hafa orðið fyrir hinu sama, og hefir öllu þessu verið tekið með þögn og jafnað argeði. Fyrr á tímum var það nokkuð algengt, að saltkjöt til heimanotkunar yrði fyrir skemmdum. Þá þótti það ekki tiltökumál, þó að „úldið" kjöt væri á borðum, og var sá kallað- ur „gikkur“, sem að því fann. Nú er öldin önnur í þessum efn- um. Almenningur sættir sig ekki við sömu lífskjör og áður, hvorki í mataræði eða öðru. Hann er ófáanlegur að leggja sér skemmd matvæli til munns, sé nokkurs annars kostur. Þetta er vel farið og ber vott um aukna hreinlætis- tilfinningu og aukna menn- ingu. Hér er því um framför að ræða, á meðan ekki snýst upp í hræsni og matvendni, sem ætíð er ljóður á ráði hvers manns. En hverjum er þessi framför að þakka? Því er fljótsvarað. Mestan þátt í henni eiga félags- samtök bænda, kaupfélögin. Þau hafa stórum bætt alla verkun og meðhöndlun á söluvörum land- búnaðarins, bæði á útlendum og innlendum markaði. í því skyni hafa þau byggt fullkomin slátur- hús og nýtízku frystihús til bættrar meðferðar á kjöti og reist mjólkurvinnslustöðvar. Þessi starfsemi kaupfélaga og sláturfélaga hefir stóraukið álit á söluvörum landbúnaðarins og glætt hreinlætistilfinningu neyt- endanna. Or þessu þýðir því ekki að bjóða þeim skemmda matvöru til kaups, jafnvel hversu ódýr sem hún er, enda forðast kaupfélögin og samband þeirra að hafa slíka vöru á boð- stólum. ' Andstæðingar og keppinautar samvinnumanna þegja jafnan um menningarstarf samvinnu- félaganna, en ef eitthvað út af ber, þá er það ekki látið liggja í láginni, heldur básúnað út um alla landsbyggðina. Svo hefir farið nú í kjötgreftrunarmálinu. Blöð þriggja stjómmálaflokka — Alþýðu-, Sjálfstæðis- og Komm- únistaflokksins — hafa öll kyrj- að íinn útfararsöng yfir hinu geymslu. Ef til vill hefði þetta ráð náð tilgangi sínum, ef farið hefði verið með verðið langt niður fyrir framleiðslukostnað, en það hefði þá liaft í för með sér stórfellda lækkun á kaupi bænda. Það getur vel verið, að sumir verklýðsforingjarnir hefðu ekki harmað það svo mjög, en hvað skyldu þeir segja, ef þessu ráði væri beint að þeim sjálfum? Ef gera ætti þá kröfu til frarn- leiðenda landbúnaðarvara, að þeir seldu framleiðslu sína neð- an við sannvirði, til þess að hún gengi betur út, þá hlýtur að vera sanngjarnt að gera sömu kröfu til verkamanna. Samkvæmt því ættu verkamenn á atvinnuleysis-' tímum að lækka kaup sitt, þang- að til vinna þeirra gengi út. Vilja leiðtogar verkalýðsins beita sér.fyrir því, að þessi leið verði farin? Þetta er einmitt sú leið, sem Framsóknarmenn hafa bent á til lækkunar dýrtíðinni. Hún verður aldrei lækkuð á eðlilegan hátt, nema með sam- vinnu og samkomulagi framleið- enda og verkamanna. Fáist þeir til að mætast á miðri leið, þá .er sigurinn vís. Það stendur ekki á bændum. Þeir hafa boðizt til að lækka verð á afurðum sínum gegn því, að tilsvarandi lækkun yrði á kaupgjaldi verkamanna. Frá hendi verklýðsleiðtoganna hefir því tilboði bænda hingað til verið svarað með skætingi og skömmum. Kommúnistar hafa þar haft forustuna. Málgögn heildsala og komm- únista ætluðu að færa sér kjöt- skemmdamálið í nyt á þann hátt að ófrægja Samband ísl. sam- vinnufélaga og kaupfélögin. Eitthvað af Alþýðuflokksforingj- unum fylgdi þar að málum. Hátt var reitt til höggs. Nú skyldi Sís setja ofan, og þó einkum Jón Árnason. En Sís læt- Jónas Jónsson: Stórt höfuð á litlum búki. J^ÝÚTKOMIN Hagtíðindi birta m. a. yfirlit yfir mannfjölda á ís- landi í árslok 1942. Samkvæmt yfir- liti þessu voru íslendingar búsettir hér á landi þá alls 123.979 að tölu, og hafði þeim fjölgað frá því árinu áður um 1.594. Þó hafði fækkað í sýslufélögunum (sveitunum) um nokkuð á 3ja þúsund manns, en fjölg- að í kaupstöðunum um 3.533 persón- ur. Bróðurpartur fjölgunarinnar hefir þó auðvitað lent í höfuðborginni einni saman. Þar hefir fjölgað um 1.163 menn á árinu, og eru nú 40.902 Islendingar búsettir í Reykja- vík, eða rösklega þriðjungur þjóðar- innar allrar. Mun hún tiltölulega ein- hver allra stærsta — ef ekki lang- stærsta — höfuðborg í heimi, ef mið- að er við smæð þjóðarinnar allrar á hinn bóginn. — Nokkur fjölgun hefir og orðið í hinum kaupstöðunum öll- um, en í langflestum sýslufélögun- um hefir fólkinu fækkað nokkuð og allverulega sums staðar. Þó eru nokk- ur frávik á stöku stað undan þessari aðalreglu. T. d. hefir fjölgað í Árnes- sýslu um 76 manns og hér í Eyja- fjarðarsýslu hefir fjölgað um 1 hræðu! Er nú 5401 persóna búsett hér í héraðinu, en á Akureyri 5644 (í fyrra 5357). — Raunverulega mun þó hafa fækkað mun meira í sveitunum sjálfum en þessar tölur ur ekki bjóða sér allt. Það krafð- ist þess af dómsmálaráðuneytinu, að rannsókn yrði látin fram fara í málinu, svo að nakinn sann- leikur þess kæmi í ljós. Rann- sóknin stendur nú yfir til hugar- angurs fyrir óvini og óvildar- menn Sambandsins. Á meðan kyrja þeir útfararsöng sinn yfir rollukjötinu í gjám Hafnarfjarð- arhrauns — og yfir höfði Jóni, svo að brugðið sé til forns laga- máls. sýna, því að í flestum sýslufélögun- um eru meðtalin fleiri eða færri þorp og kauptún, og má gera ráð fyrir því, að þar hafi allvíða fjölgað nokkuð og sums staðar að verulegum mun. þESSAR niðurstöður maontalsins S fyrra koma mönnum að vísu ekki á óvart, en eru þó hins vegar ærið at- hugunar- og áhyggjuefni öllum hugs- andi mönnum. Einkum er fólksfækk- unin í landbúnaðarhéruðum annars vegar, en hinn hraði vöxtur höfuð- borgar vorrar hins vegar fullrar at- hygli verður. Ýmsar stærri þjóðir en vér hafa haft miklar áhyggjur út af sams konar þróun höfuðborga sinna, og er þó hlutfallið þar alls staðar stórum eðlilegra en hjá oss í þessum efnum. Ekki væri þó ástæða til þess að bera sérstakan kvíðboga fyrir framtíð alls mannfjöldans í Reykja- vík, ef sýnt þætti, að atvinnulíf bæj- arins stæði traustum fótum á heil- brigðum og öruggum grundvelli. En því miður fer því fjarri, að svo sé. Ein helzta stoðin, sem rennur nú und- ir afkomu þess bæjarfélags virðist einokunaraðstaða sú, sem höfuðstað- arbúar er usmá msaman að afla — sér í skjóli vaxandi pólitísks valds — yfir verzlun og viðskiptum þjóðar- innar allrar og mjög á kostnað ann- arra landshluta. Meðan hinn upphaf- legi og eðlilegi aðalatvinnuvegur Reykvíkinga, útgerðin, dregst sáman og gengur úr sér með ári hverju að kalla — a. m. k. í hlutfalli við annan vöxt borgarinnar — vaxa. og marg- faldast t. d. vöruhlaðamir við hafnar- bakkann, þar sem nauðsynjavörum annarra landsmanna er hrúgað sam- an til óþarfrar umskipunar og verzl- unarálagningar fyrir braskaralið höf- uðborgarinnar. Og samtímis gengur svo hið pólitíska vald í landinu, — sem nú er smám saman æ fastar dreg- ið í hendur Reykvíkinga einna með breyttri kjördæmaskipan, uppbótar- þingmönnum og öðrum slíkum ráðum — á það lagið, að þröngva hinni al- ræmdu Reykjavíkurdýrtíð upp á aðra baei og landshluta með ýmis konar Tvibýli á Islandi. Þegar ég var drengur, las ég í mikílli sögubók eftir Pál Melsted frásögn um hersetningu bandamanna eftir Waterloo. Þá var í Frakklandi her frá flestum þjóðum Norðurálfunnar, sem nokkuð máttu sín. Þá þótti Frökkum Wellington með Breta sína beztur og drengilegastur í öllum skiptum, en Bliicher með Prússa grimm- astur og harðlyndastur. Þetta var eðlilegt. Hér voru að verki tvær skyldar þjóðir, en með ólík hlutskipti. Bretar hafa búið í eylandi utan við hringiðu meginlandsins. Land þeirra hefir ekki verið sigrað af erlendum her síðan 1066. í þessu eylandi hefir í skjóli friðarins dafnaði frelsi og mannréttindi, og frá Englandi hefir baráttan fyrir frelsi og mannréttindum borizt til allra menntaðra þjóða. En áhrifamestir af öllum lærisveinum Breta í þessu efni eru Bandaríkjamenn. Nú er svo komið, að frelsi og menning allra þjóða er komið undir að öruggt samstarf og vinátta haldist á ó- komnum árum og öldum milli þessara tveggja stórþjóða og frænd- landa þeirra, bæði þeirra sem hafa ensku að móðurmáli og ann- ara þjóða, sem ekki tala tungu Engilsaxa nema sem útlent mál, en eru skyldar þeim að frændsemi, menningu og hugsjónum. Við íslendingar erum meðal þessara þjóða, en fámennastir og kallaðir að vera mjög afskekktir. Um Prússa er það að segja, að þeir hafa búið á hinum háskalegustu vegamótum í álfunni. Allar meiri háttar styrjaldir Norðurálfumanna hafa snert þá og land þeirra. Prússar hafa lært að treysta á sverð sitt, alið börn sín, bæði konur og karla, upp í einlægri styrjaldartrú og orðið meira gegnsýrðir af hemaðaranda en nokkur önnur þjóð álfunnar. í þessu stríði hefir sagan endurtekið sig. Þjóðverjar töldu sig þurfa Danmörku, Noreg, Holland, Belgíu og mörg önnur lönd til að hafa fótfestu á heppilegum baráttustöðum.Þeir hertóku þessi lönd, tileinkuðu sér án endurgjalds allar eigur þjóðanna og allan afrakstur land- anna, sem til varð náð. Þeir lögðu þessar þjóðir í hlekki hinnar hörðustu kúgunar. í öllum þessum löndum er hungursneyð, fá- tækt, réttleyii og niðurbapld grcmja, sem brýít fram I heiftarkgvt hatri hvenær sem þessum þjóðum gefst minnsta tækifæri til að sýna hug sinn og óskir. Eftir að Þjóðverjar höfðu tekið Noreg og Danmörku, töldu Bretar sig þurfa að ráða yfir íslandi meðan stríðið stendur. Þeir sendu hingað í leyfisleysi mikinn her og flota og hafa haft hér öll hernaðarvöld síðan vorið 1940. Árið eftir tóku Bandaríkja- menn við hervaldi þeirra á íslandi með sérstökum samningi við íslenzka ríkið. Um Norðmenn og íslendinga hefir skipt í tvö horn eins og í Frakklandi eftir Waterloo. Norðmenn hafa verið beittir hinni mestu hörku og grimmdaræði. Þjóðin er bláfátæk og útsog- in, með konung sinn og stjóm í útlegð. Hér á íslandi hafa öll skipti við forustumenn ensku og amerísku herjanna, við stjórn- málaerindreka þeirra hér, og stjórnarvöld þeirra í London og Washington verið með mikilli vinsemd og sanngirni. Stjórnarfar landsins hefir ekki breytzt. Þjóðin hefir ekki verið útsogin, heldur orðið í bili auðugri en nokkurn tíma fyrr, þó að sá auður kunni að verða fljóteyddur fyrir okkar eigin skammsýni. Bretar og Bandaríkjamenn hafa búið að íslendingum með þeirri hófsemi, sem einkennir þær þjóðir, sem lengi hafa notið mikilla mann- réttinda og góðs stjórnarfars. Forustumenn Bandamanna halda því fram, að ef þeir hefðu ekki komið með her til íslands, myndu Þjóðverjar hafa teygt hingað arma frá Noregi og stjórnað íslandi á sama hátt og öðrum undirokuðum þjóðum. Hlutskipti íslendinga hefði að því leyti verið sérstaks eðlis, að ef landið var komið í hendur þýzka her- valdsins, mátti búast við að Þjóðverjum veittist erfitt að halda uppi sambandi við lið sitt hér. Mátti þá búast við að landið væri í siglingabanni Breta og Bandaríkjamanna, en að her Þjóðverja yrði að lifa af því, sem landið gaf af sér. Tæplega hefðu þau skipti orðið mjög hagstæð íslendingum. En hvað sem líður hugsanlegri hersetningu íslands frá Noregi, þá er nauðsynlegt fyrir alla ís- lendinga, að bera jafnan í hug sér hvílík gifta það er fyrir okkar þjóð, að búa langt út í hafinu, með þokubönd um enni jöklanna. Fjarlægðin og þokan hefir oft orðið þjóðinni til bjargar, þegar mest lá á. Hafið er ekki aðeins varnarveggur um hin mannmörgu lönd F.ngilsaxa, heldur lífgjafi fslendinga f meira en einnm sþiln- ingi.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.