Dagur - 27.01.1944, Blaðsíða 1

Dagur - 27.01.1944, Blaðsíða 1
M- ANNÁLL DAGS Nokkrir lesendur hafa haft orð á því, að óheppilegt sé að þætt- inum „Sögn og saga" og fram- haldssögunni sé þannig niður- raðað í blaðinu, að ekki sé mögulegt að klippa annað úr án þess að skerða hitt. Til þess að bæta úr þessu hefir „Sögn og sögu" nú verið ætlað rúm á 2. síðu, en ritdómum er þar voru fyrir á 5. síðu. Framhaldssagan er enn á 6. síðu. Vonar blaðið að J>essi breyting þyki til bóta. Úr Bárðardal. 19. jan. 1944. Hér er það almanna álit, að þegar árið 1943 kvaddi, þá hafi gengið úr garði eitt hið versta og óhagstæðasta ár, sem komið hefir um langa tíð. Framan af var það gjaffrekt og gjóstugt, vorið snjó- sælt og kalt, sumarið sólarlítið og haustið bauð snjóunum heim 24. september, svo að eftir það litu kýr naumast út fyrir fjósdyr. Afleiðingarnar urðu þær, að í vor voru fyrningar bænda mjög litlar og heyskapur minni en í meðallagi. Þó höfðu allir hirt hey sín þegar haustsnjóarnir komu. Almennt minnkuðu menn bú sín í haust og sumar mjög til muna. Voru fremur litl- ar fóðurbirgðir þess valdandi og einnig það, að vígabrandur mæðiveikinnar vofir yfir byggð- inni og spáir sauðfénu feigðar, og fellir það að jörð. Það sem af er þessum vetri hefir verið jarðsælt og heyeyðsla því lítil í sauðfé og hesta og er það nokkur uppbót á undan- gengin missiri. Á árunum 1920-40 byggðu flestir bændur steinhús á jörð- um sínum og auk þess voru reist fimm nýbýli, en á sama tíma fóru þrjú heiðabýli í eyði. Enn- fremur sléttuðu þeir túnin og stækkuðu úr 307 dagsláttum í 416 og juku töðufallið úr 2375 hstum í 4344 hesta. Peningshús og hlöður voru reistar á mörgum bæjum og flestar úr steinsteypu og járn" þaktar gamlar hlöður og hús. . .Rafstöðvar byggðar á 9 bæj- um af 27 til ljósa, suðu og hit- unar. Sími lagður á því nær alla bæi hreppsins, bæði landsími og þó aðallega einkasími. Eftir öll þessi átök í framfara- átt, áttu margir bændur við miklar skuldir að stríða, þegar styrjöldin brauzt út. Nú mun svo komið, að þeir hafa borgað hvern skudaðann eyri og margir hafa þegar safnað sér nokkrum vara- og fram- kvæmdasjóðum til þess að geta hafið ný átök, þegar blóðþefur- inn rýkur úr loftinu, átök til meiri vaxtar og vellíðunar ásamt með móður mold. J.B, XXVII. árg. Akureyri, fimmtudaginn 27. janúar 1944. 4. tbl. ÞJÓÐFUNDUR UM SKILNAÐARMÁLIÐ TILLAGA RÍKISSTJÓRA Ríkisstjórinn, Sveinn Björnsson, hefir í bréfi til forseta samein- aðs Alþingis, dags. 21. þ. m. gjört það að tillögu sinni, að sérstakur þjóðfundur verði kvaddur til að ræða og gera ákvarðanir í skilnað- armálinu. Segir í bréfi ríkisstjórans svo m. a.: Tillaga til þingsályktunar um niðurfelling dansk-íslenzkra sambandslagasamningsins m. m. og frumvarp til stjórnskipunar laga um stjórnarskrá lýðveldisins íslands hefir nú hvorttveggja verið falið sérstökum nefndum innan Alþingis til athugunar. Ég tel mér því skylt, að vekja athygli á því, hvort ekki muni heppilegt að nefndir þessar at- hugi jafnframt, hvort tiltækilegt þyki, að Alþingi það, sem nú sit- ur, geri ráðstafanir til þess, að kvatt verði til sérstaks þjóðfund- ar um málið. Mætti þetta verða með öðrum hvorum þeirra hátta, er nú skal nefna. 1. Að Alþingi feli slíkum þjóðfundi meðferð og afgreiðslu mála þessara, án þess að Alþingi geri áður samþykktir sínar um þau. 2. Alþingi geri samþykktir sínar nú og skjóti þeim síðan til slíks þjóðfundar til fullnaðar- meðferðar og samþykktar með eða án breytinga á samþykktum Alþingis. Alþingi það, sem nú situr, mundi þá setja lög um slíkan þjóðfund, fulltrúatölu hans, kosningar fulltrúa, samkomu- Stjórnmálasamband milli Rússlands og Islands Fréttatilkynning frá utanríkis" málaráðuneytinu. Rvík 21. jan. 1944. Síðan 1942 hafa staðið yfir samningar milli stjórnar Sovét- ríkjanna og ríkisstjórnar íslands. Hafa nú orðið þeir samningar að stjórnmálasamband milli ríkjanna verður nú tekið upp að nýju, en það hafði legið niðri um stund. Ríkisstjórn Sovétríkjanna hef- ir óskað eftir og fengið viður- kenningu fyrir Alexei Nicolay- witch Krassilnikov sem sendi- herra í Reykjavík. Á sama hátt hefir ríkisstjórn íslands óskað eftir og fengið viðurkenningu fyrir Pétur Bene- diktsson sem sendiherra í Moskva. Samkvæmt þessu hefir Pétur Benediktsson núverandi sendi- herra í London, í ríkisráði í dag verið skipaður sendiherra ís- lands 1 Moskva, tíma, samkomustað o. s. frv. Geri eg ráð fyrir því, að fulltrú- ar yrðu kosnir með nokkrum öðrum hætti en Alþingismenn eru kosnir nú. M. a. yrði ekki um hlutfallskosningar að ræða, uppbótarsæti o. fl., sem er bein- línis miðað við skiptingu manna í stjórnmálaflokka, eins og nú er, og eðlilegt hefir þótt, er um venjuleg löggjafarmál er að ræða. Enn gæti komið til mála að nokkrir menn sætu fundinn sem sjálfkjörnir vegna stöðu sinnar, svo sem dómarar hæsta- réttar, ráðherrar og lagaprófes- sorar háskólans. Þessi uppástunga frá ríkis- stjóra mun af mörgum verða tal- in óvenjuleg, meðal annars vegna þess. að hún kemur fram sem persónuleg uppástuaiga, án samráðs við ráðuneytið eða á ábyrgð þess eða nokkurs einstaks ráðherra. Eg mun leiða nokkur rök að henni, án þess að telja annað en meginástæður hennar. Hún sprettur ekki af því að í mínum augum sé nokkur vafi um rétt Alþingis til þess að gera hverjar þær samþykktir um þessi mál, sem Alþingi eða meiri hluti þess ákveður. Hins vegar hefir þeim Alþing- ismönnum, sem um málið hafa fjallað fyrr og síðar og samið (Framhald á 7. síðu). Jarðýtan þarf að hreinsa göturnar og f yrirbyggja hálkuna Vegagerð ríkisins hefir jarð- ýtu og veghefil hér fyrir norðan á þessum vetri. Er gert ráð fyrir að ýtan haldi opnum vegum hér um héraðið ef snjóar loka leið- um. Ruddi hún veginn til Dal- víkur fyrir skemmstu. Er mikil bót að þessu. — Þá mun einnig svo ráð fyrir gert að ýtan hreinsi götur í bænum ef þörf krefur. Hefði ýtan þurft að vera meira á ferð í hlákunni um daginn. Hefði með því móti mátt forða mörgum götum frá hálkunni háskalegu, sem plágað hefir bæj- arbúa að undanförnu. Væri ósk- andi, að þeir er stjórna þessum málum væru vel á verði og létu ýtuna hreinsa göturnar jafnan er hlánar til þess að fyrirbyggja svo sem verða má hálkuna og ófærð- ina, sem af henni leiðir, FLOGIÐ I GEGNUM LOFTVARNASKOTHRÍÐ. Fljúgandi virki í árásarleiðangri til Þýzkalands, fljúga í gegnum íoftvarna- skothríð Þjóðverja yfir hernumdu löndunum. „Virkin" fljúfia í skipulegum fylkinéum, þrátt fyrir skothríðina og árásir orrustuflugvéla. Framræslufélag í Glæsibæjarhreppi Ráðgerir að hefja stórframkvæmdir undir eins og tímarnir leyfa Hinn 16. þ. m. var stofnað Framræslufélag Glæsibæjar- hrepps. Stofnendur eru 30 ábú- endur og eigendur jarða á fé- lagssvæðinu, sem nær yfir Krækl- ingahlíð, að Hörgá og fremri hluta Þelamerkur. Tilgangur félagsins er að ann ast sameiginlega framræslu á jörðum félagsmanna til tún- og beitiræktar. Meira en 20 ár eru síðan fyrst var talað um framræslufram kvæmdir í hreppnum og fyrir 15 árum mældi Pálmi Einarsson, ráðunautur Búnaðarfél. íslands, fyrir skurðakerfi á 18 jörðum i Kræklingahlíð og gerði upp- drætti af þeim. Á þessum upp- dráttum verða framkvæmdir fé- lagsins byggðar, en Búhaðarfélag íslands lætur gera mælingar á fleiri jörðum í hreppnum eins fljótt og auðið er. Land það, sem kemur til að njóta framræslunar, samkv. þegar gerðum mæling- um, er 280 ha. að stærð og er áætlaður kostnaður á ha. samtals um 500 kr. Mikill áhugi er meðal bænda í hreppnum fyrir aukinni rækt- un ,en til þess að nokkuð geti orðið úr stórum framkvæmdum þarf að hefja framræsluna. Það er fyrst nú, sem svo stórvirk tæki hafa flutzt hingað, að mögulegt hefir þótt að ráðast í þetta. Fé- lagið mun hafa loforð fyrir skurðgröfu fra Verkfærasjóði, þegar gröfurnar, sem nú vinna á Staðarbyggðarmýrum og Svarf- aðardal, hafa lokið verkinu þar. Talið er að framræslan í Glæsi- bæjarhreppi muni taka 3 sumur með 1 skurðgröfu og fram- kvæmdir munu væntanlega geta hafizt sumarið 1945. StjórnFramræslufélagsins skipa þessir menn: Kristján Sigurðs- jon, Dagverðareyri, Þorleifur Rósantsson, Hamri og Jón Ant- onsson, Samtúni. Innbrot og skemmdir á hermannaskálum Herstjórnin aðvarar skemmdarverkamennina Hér í blaðinu birtist í dag til- kynning frá amerísku herstjórn- inni hér á landi, þar sem kvart- að er yfir því, að brotist hafi ver- ið inn í herbúðir-hér nærlendis að undanförnu, skálarnir hafi verið skemmdir og ýmsir hlutir hafðir á brott. Tilkynnir her- stjórnin, að skálum hafi nú ver- ið lokað vandlega á ný og væntir þess að íslendingar virði eftir- leiðis þessar hernaðarstöðvar og láti þær afskiptalausar. Allmikil brögð munu hafa (Framhald á 7, síðu),

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.