Dagur - 27.01.1944, Blaðsíða 4

Dagur - 27.01.1944, Blaðsíða 4
4 DAGUR Fimmtudaginn 27. janúar 1944 DAGUR Rítstjórn: Ingimar EydciL lóhann Frímann, Haukur Snorrason. Afgreiðslu og innheimtu cmnast: Sigurður Jóhannesson. Skriistofa við Kaupvangstorg. — Sími 96. Blaðið kemur út á hverjum fimmtudegi. Árgangurinn kostar kr. 15.00. Prentverk Odds Björnssonar. »Upp skýtr jörðunni þá ór sænum.« pORNAR spásagnir herma, að eftir ragnarökk- ur, heimslit ásatrúarmanna, muni ný gullöld renna upp yfir hið hrjáða mannkyn. Segir í þeim fræðum margt fagurt um lí£ nýrra ætta manna og guða, er byggja munu á Iðavelli, eftir að Surt- arlogi hefir brennt alla jörðina — „vaxa þá akrar ósánir", — og öll er sú forna spásögn furðulega stórhuga og bjartsýn. Marga menn dreymir nú á dögum um nýjan og betri heim, þegar slökktur verður sá heiti eld- ur haturs og heimsku, er nú leikur við himin sjálfan. Menn gerast enn furðulega stórhuga og bjartsýnir, er þeir rýna út úr fimbulmyrkri og ósköpum nútímans til Furðustrandar framtíðar- innar. Sjálfsagt er sú framsýn ekki öll á einn og sama veg, og sýnist enn sitt hverjum úr hvaða átt helzt muni bjargar og hjálpráða að vænta. Er- lendis er nú mjög skrafað og skeggrætt um þetta efni, og leggja þar margir fróðir menn og fjöl- vísir orð í belg. Enn eitt mun þeim þó öllum koma vel saman um: Akrar hinnar nýju veraldar munu ekki vaxa ósánir, þótt þeir séu vökvaðir blóði og tárum þeirrar kynslóðar, sem „treður nú helveg" heimsstyrjaldarinnar, heldur munu mennirnir enn um sinn verða að afla sér brauðs í sveita síns andlitis — verða að brjóta land sitt og sá sæði sínu með erfiði og ástundun, áður en þeir geti vænzt ríkulegrar uppskeru og bjargað henni í hlöður sínar. Þess verður nú mjög víða vart, að furðulega margir hugsuðir og leiðtogar nútímans líta til aukinnar samvinnu í atvinnu- og viðskiptalífi sem farsællegustu úrræða til þess að tryggja þró- un menningarinnar á jörðunni og stuðla að var- anlegum friði og farsæld allra lýða. Þeir benda á Norðurlönd — sem merkilega og glæsilega fyr- irmynd, sem allar aðrar þjóðir heims mættu gjarnan taka sér til eftirbreytni og fordæmis. Samvinnustefnan táknar í augum þessara manna æskilegt og nauðsynlegt hóf milli skefjalausrar einstaklingshyggju, samkeppni og skipulagsleys- is annars vegar og múgmennskunnar, er vanmet- ur algerlega sjálfsbjargarhvötina og einstaklings- framtakið hins vegar. Samvinnuskipulagið vernd- ar rétt hinna veiku og smáu gegn ofríki yfirgangs- manna, en það gefur og afburðamönnunum nauðsynlegt og eðlilegt svigrúm til þess að neyta krafta sinna. Og það léttir ekki af herðum nokk- urs manns þeirri þroskavænlegu og hollu lífs- kvöð að sjá fyrir sér sjálfur fyrst og fremst og varpa ekki frá sér öllum áhyggjum sínum í blindri oftrú á forsjón „hins opinbera", sem breytist jafnan fyrr en varir í nýja kúgun og ein- ræði „leiðtoganna" yfir -hinum hrekklausa og einfalda lýð - eins og dæmin sýna. Svo er að sjá sem lögmál samvinnunnar muni reynast gulltöflur þær, sem mannkynið finnur í grasinu eftir ragnarök heimsstyrjaldariniiiar, Bandaríkjaflugvélar ráðast á óvinaskip. Blys frá flugvélum lýsa upp höfnina í Tonolei Bougainvilleey, áður en am- erískar sprengjuflugvélar ráðast á skipin í höfninni. „Himinhrópandi svínarí". TJLESSAÐUR „Verkamaðurinn" okkar ber ákaflega mikla um- hyggju fyrir hag bænda, svo sem og önnur málgögn kommúnista. I síðasta tbl. blaðsins birtist t. d. grein, er nefn- ist: „Réttlæti Framsóknar í garð bænda", og f jallar hún um það „him- inhrópandi ranglæti" og „svínarí", sem lýsi sér í uppbótargreiðslunum vegna landbúnaðarafurðanna og fyrir- komu lagi þeirra. Er aumingja Fram- sókn kennt um allt það „ranglæti" og og auðvitað hvergi einu orði á það minnzt í greininni, að Sósíalistaflokk- urinn eigi nokkurt minnsta korn í þeim hinum ægilega syndamæli, sem þar með er skekinn og fleytifullur. gLAÐIÐ LEGGUR til grundvallar útreikningum sínum í þessu sam- bandi „stór og góð bú meS allt .upp undir 1000 f jár" annars vegar, en hins vegar bændur, „sem höfðu næstum ekkert sauðfjárinnlegg haustið 1942". Virðist þar ekki sérlega skammt öfg- anna á milli, og ætti þá miðlungs fjárbóndi að eiga um 500 kindur!! Er ekki að efa það, að bændur muni kunna vel að meta gildi slíkra útreikn- inga! — En væri nú ekki skynsamlegt fyrii þessa skriffinna kommúnistanna að minnast þess í sambandi við allt skraf sitt um stórbændur og smá- bændur og „svínaríið" um úthlutun verðbótaf járins, að kjör bænda ber að miða við kjör annarra vinnandi stétta. TAUN EMBÆTTISMANNA og kaupsýslufólks eru t. d. ærið mis- jöfn, ekki síður en bú bændanna. Ekki er þó annað kunnugt en að full- ar verðlagsuppbætur séu greiddar á hæstu launin eigi síður en þau lægstu. Smiðir og iðnlærðir verkamenn hafa oftast mun hærra kaup en aðrir verkamenn, og mun engum þykja ranglátt. Margir þeirra hafa jafnyel mun hærri tekjur en meðal bóndi. Vill nú „Verkamaðurinn", að hætt sé við að greiða þeim fullar verðlags- bætur af þeim sökum? Ekki er það kunnugt, að sósíalistar hafi stungið upp á að breyta þessu, heldur látið nægja, að skattalögin jöfnuðu þetta að vissu marki, en þau ná einnig til bænda. Kollega „Verkamannsins" hér, blaðið „Nýi Tíminn" í Rvík, nefnir nýlega laun skipstjóra, sem hafi 6—8 þús. kr. á mánuði, eða 72— 96 þús. kr. á ári, án nokkurs reksturs- kostnaðar við starfið. Skyldu margir bændur betur settir? Ekki er heldur neitt um það vitað, að sósíalistar hafi nokkuð við það að athuga, að þessir menn fái fullar verðlagsbætur á kaup sitt. Þeir hafa meira að segja verzlað um það á síðasta Alþingi við flokk striðsgróðamannanna að fresta af- greiðslu eignaaukaskatts-frumvarps- ins í efri deild gegn þvi, að íhaldið hjálpaði þeim til þess að koma Þór- oddl ! síldarútvegsnefndina. t"N SVO heitir það „svínarí" á máli þessara „bændavina", ef meðal bóndi, sem á meira en 87 kindur og 6 nautgripi — en það er talinn meðal bústofn — fær greiddar verðuppbæt- ur á innlegg sitt á borð við aðra bændur, og það enda þótt bú hans sé þannig til komið, að uppkomin börn hans hafi haldið tryggð við sveitina og heimili sitt og unnið áfram í búi föður síns, í stað þess að flykkjast á vinnumarkáðinn í bæjum og taka þar upp samkeppni um hvert vik og snún- ing við verkamenn þá, sem þar eru fyrir. Slík er fyrirhyggja og ráðs- mennska „hinna réttlátu" — sósíalist- anna. Svona er umhyggja þeirra fyrir hag bændanna á litinn inn við beinið! Akureyri — „útskækill Kaupfé- lags Eyfirðinga". S** AMALL Akureyringur, Valtýr Stefánsson ritstjóri Morgunblaðs- ins, ræðir í síðustu „Reykjavíkur- bréfum" sínum m. a. um fyrirhugaða áburðarverksmiðju ríkisins og hvar henni skuli valinn staður. Hefir rit- stjórinn allt á hornum sér út af því, að Vilhjálmur Þór landbúnaðarráð- herra skuli hafa fengið amerískan sér- fræðing til þess að athuga það mál frá sjónarmiði hlutlausrar, erlendrar tækni og verkvísinda. Virðist ritstjór- inn álíta það eitt hið versta hneyksli, að leitað skuli í þessu efni út fyrir hóp þeirra manna, sem ráðið hafa vinnubrögðunum við hitaveitu Reykjavíkur, rafveituna þar og önnur slík fyrirtæki höfuðstaðarins, sem lofa og prísa meistara sína og höfunda á svo einkar skýran og ótví- ræðan hátt, einkum þó þá sólarhring- ana, sem Reykvíkingar skella hæst tönnum í ylnum frá hitaveitunni og fá mestar glýjur í augun af allri ljósa- dýrðinni frá Sogsvirkjuninni! En eink- um og sér í lagi finnst ritstjóra Morg- unblaðsins það firn mikil, að það skuli svo mikið sem hafa hvarflað að landbúnaðarráðherranum að láta at- huga staðhætti fyrir slíkan' rekstur annars staðar á landinu en í Reykja- vík — t. d. hér á Akureyri. OEGIR um þetta efni orðrétt í „Reykjavíkurbréfunum": „-------- Hefi eg heyrt, að þeir (þ. e. ameríski sérfræðingurinn og V. Þór) hafi brugðið sér til Akureyrar, með það fyrir augum að finna á því möguleika (sic!), að hina væntanlegu verk- smiðju mætti reisa á einhverj- um útskæklum Kaupfélags Eyfirð- inga. Rétt eins og sá staður væri mið- svæðis í framtíðarræktunarsvæðum landsins". Mikil er góðfýsi Valtýs og skiln- ingur á mélefnum sinna gömlu heim- kynna, er hann kallar nú Akureyri og allt umhverfi hennar „útskækla Kaup- félags Eyfirðinga!" Og hlýlega andar enn höfuðmálgagn Sjálfstæðisflokks- ins og Reykjavíkurvaldsins í garð okkar samvinnumanna og annarra þeirra, sem í dreifbýlinu búal MÖDIR, K0NÁr MEYJA Þjóðleg og ódýr skemmtun. Til að byrja með, mínar elskanlegu, áttu að vera 100 gr. af smjöri (smjörlíki) í haframakrón- unum í síðasta dálki, og munið þið nú það! Já, það var kvöldvakan, sem bindindismenn gengust fyrir í síðastliðinni viku, sem ég ætlaði að minnast lítilsháttar á. Kvöldvökur eru ekkert nýtt fyrirbrigði í íslenzku þjóðlífi - langt því frá. Þær eru æfagamlar, en hafa nú um langan aidur legið í dvala og lítið látið á sér bæra. Kvöldvaka með sama sniði og tíðkaðist hér í fyrndinni verður þó aldrei til aftur,.af þeirri ein- földu ástæðu að liðið er liðið, en einskonar eftir- líking hennar — til minningar um þá gömlu og horfnu, er hugsanleg. Bindindismenn hafa nýlega gengizt fyrir tveim slíkum kvöldvökum í Skjaldborg. S.l. föstudags- kvöld sátu allir kvöldvökugestir með handavinnu sína, hlustuðu á fróðlega og skemmtilega lestra og sungu þess á milli. „Bjöllurnar".komu þar og skemmtu með hin- um ágæta söng sínum, og var allt kvöldið hið ánægjulegasta. — Eg vil af sérstökum ástæðum geta þess, að þessar kvöldvökur eru fyrir alla, jafnt bindindis- menn og aðra, og þið getið skotið því að mönn- um ykkar, að þeir séu velkomnir — en handa- vinnu verða þeir að hafa! — Er það annars ekki mesti misskilningur að halda, að handavinna hvers konar sé fyrir kon- una eingöngu? Mér finnst það næstum sorglegt, að allflestir karlmenn skuli fara á mis við þá miklu sköpunargleði, er handiðjunni fylgir. — En þeir eru nú flestir á öðru máli. Annars er það ekki handavinnan ein, sem þeim stendur stuggur af. Sama er að segja um öll verk, er almennt eru nefnd kvenmannsverk. Ætli þeir séu hræddir um að þeir verði of kvenlegir í fram- an? Vitið þið nokkuð um það? — En þetta var nú útúrdúr. — Takið prjónana með ykkur, eða aðra handavinnu og reynið næstu kvöldvökul Að síðustu: Haframakrónurnar eru býsna géð- ar, ef þið gætið þess að nota 100 gr. af smjöri (smjörlíki) í stað þessara veslings 11 gramma, sem álpuðust þarna af einhverjum misgáningi. Tvær reglur. Það eru tvær góðar reglur, sem ættu að vera ritaðar í hjarta sérhvers manns. Trúðu aldrei neinu illu um nokkurn mann, án þess að hafa óyggjandi sannanir fyrir því að það sé satt. Og þótt þær fáist, þá segðu samt ekki öðrum frá því, nema þú finnir til þess brýna nauðsyn, og guð hlýði á, meðan þú segir frá. (H. van Dyke). Leifar af saltfiski. Af þeim er tekið roðið og beinin, síðan eru þær látnar í mót, þannig, að annað lagið er fisk- ur, en hitt þunnur hrísgrjónagrautur (nýsoðinn eða leifar). Ofan á fiskinn eru látnir hér og hvar dálitlir smjörbitar. Þetta bakast ljósgult í ofni. Borið á borð með kartöflum og hrærðu smjöri eða rjómasósu. Gerfisilki. „Ekki er allt gull, sem glóir^/og ekki er það allt silki, sem svo er kallað. En gerfisilkið (artifi- cal silk) líkist mjög alsilki, endist fullt eins vel, litast jafnvel betur og kostar aðeins helming al- silkiverðs — en, munið, að það er margfalt minna skjól í því. Dagar mínir eru hraðfleygari en vefjarskyttan. (Jobsbók).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.