Dagur - 27.01.1944, Blaðsíða 3

Dagur - 27.01.1944, Blaðsíða 3
Fimmtudaginn 27. janúar 1944______________________D A G U R_______________________ Jónas Jónsson: » LANDNÁMSMADUR Á SJÁVARSTRÖNDU Fyrir sjötíu árum mátti heita að allir íslendingar væru sveita- menn. Síðan þá hefir orðið á þessu mikil breyting. íslendingar gerðust landnámsmenn í nýjum skilningi. Þúsundir manna, kon- ur, karlar og börn, fluttu vestur um haf, og tóku sér bólfestu á óravíðlendum hinna miklu slétta, eða á hinni mildu og frjósömu strönd milli Klettafjalla og Kyrrahafs. Jafnhliða þessari löngu og erfiðu leit eftir nýjum heimkynnum í fjarlægum löndum, gerðust sögulegir þjóðflutningar heima í landinu sjálfu. Fólkið, sem vaxið var upp í dreifbýli sveitanna, flutti í stríðum straumum niður að ströndinni. Þar risu á skömmum tíma blómleg kauptún og kaup- staðir. Þar hófu íslendingar nýja grein atvinnureksturs, með nýj- um og áður ókunnum vinnubrögðum. Aldrei fyrr í sögu þjóðar- innar síðan landið sjálft var að byggjast, hafa Islendingar tekið þátt í jafn stórkostlegu landnámi utan lands og innan, eins og síðan um 1870. Einn af þessum merkilegu landnámsmönnum andaðist rétt fyrir síðustu jól 55 ára að aldri. Það var Ingvar Guðjónsson, útgerðar- maður á Siglufirði og bóndi í Kaupangi. Ingvar var fæddur og alinn upp í Vestur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru fátæk, áttu mörg börn og vantaði öruggt jarðnæði. Ingvar var tekinn í fóstur hjá frændfólki og góðkunningjum foreldranna, en þó með þeim breytileik, að hann hafði átt heima á fjórtán heimilum, þeg- ar hann var fjórtán ára. Eftir það fór hann að vinna fyrir sér sjálf- ur í vegavinnu, símavinnu eða við sjómennsku. Einn vetur gekk hann í unglingaskólann á Heydalsá í Húnavatnssýslu og síðar á sjómannaskólann í Reykjavík. Þá var Siglufjörður mesti áhættustaður á íslandi. Þar voru ís- lendingar og Norðmenn í kapphlaupi um landnámið og notkun náttúrugæðanna. Ingvar Guðjónsson var að vísu bláfátækur og hafði ekki þekkt annað en fátækt. En hann var djarfur og skarp- skyggn. Honum lék hugur á að fara til Siglufjarðar, og taka þar þátt í hinu djarfa áhættuspili um síldina ogsíldargróðann. í fyrstu voru Norðmenn yfirsterkari íslendingum í þessum kappleik. Þeir höfðu meiri skipastól, meiri peninga, betri sambönd erlendis og kunnu til fullnustu að glíma við síldina. Með því yfirlæti, sem stundum einkennir ríká frændur, gerðu Norðmenn sig í fyrstu heimakomna á Siglufirði, eins og þar væri þeirra bær og þeirra gróðalind í sjónum. íslendingar urðu oft að beygja sig í þessari samkeppni fyrstu árin. Þeir þurftu að læra eitt og annað af Austmönnum, til að geta keppt við þá og orðið þeim snjallari. Ingvar Guðjónsson var einn hinn fremsti í þessum leik. Hann gerðist athafnamikill útgerðar- maður. Hann eignaðist mörg veiðiskip, bryggjur og síldarstöðvar. Eitt sumarið, eftir að farið var að takmarka síldarsöltun, átti hann 50 þús. tunnur af saltsíld. Ingvar var löngum erlendis vegna markaðsmálanna, oftast á .Norðurlöndum, en líka í Ameríku. Síðustu árin sem hann lifði, átti hann mikinn þátt í að verka salt- síld með nýjum hætti, svo að hún væri sem bezt söluhæf á markaði vestanhafs, þar sem húsfreyjurnar vilja ekki eyða of löngum tíma við undirbúning matreiðslunnar. Menn gera sér góðar vonir um að eftir stríðið verði mikill markaður vestan hafs fyrir íslenzka síld. Þá má gjarnan minnast þess, að landnám Ingvars Guðjóns- sonar náði líka þangað vestur. Menn eignuðust ekki skip og báta, bryggjur og söltunarstöðvar á starfsárum Ingvars Guðjónssonar á Siglufirði, fremur en annars staðar, með því að koma á staðinn og ganga þar um með hendur í vösum. Ingvar kom félaus til Siglufjarðar og varð þar á allmörg- um árum ríkur maður á íslenzkan mælikvarða. Ingvar var starf- samur maður í bezta lagi. En hann bar mest af leiknautum sínum að skarpskyggni og dirfsku, samfara gætni. Keppinautarnir norsku voru harðhentir og hneigðir til að beita víkingatökum. Ingvari var unun að þreyta leik við þessa harðlyndu, erlendu gróðamenn. Hann átti líka til hörku og kaldlyndi, þegar því var að skipta. Gáfuð og hugstór börn, sem eiga fjórtán heimili fjórtán fyrstu ár ævinnar, líta ekki svo á, að lífsbaráttan sé ekkert nema kvöld- og morgunroði með miðnætursól til uppfyllingar. Ingvar Guð- jónsson barðist um langa stund baráttu hins sigursæla gróða- manns. Hann tapaði fremur sjaldan og græddi miklu oftar. Þá sigra átti hann að þakka skarpskyggni sinni og viljaþreki. Hann tók fyrst þátt í landnámi og síðan í landvörn Siglufjarðar með öðrum íslenzkum útgerðarmönnum. Smátt og smátt tóku land- arnir fleiri og fleiri skotgrafir af Norðmönnum á Siglufirði, unz bærinn og atvinnan var að fullu og öllu komið í hendur íslend- inga. Þá var lokið fyrsta þætti í landnámi og landvörn hinnar norðlenzku síldarborgar. Ingvari Guðjónssyni hafði heppnazt að verða vel efnaður út- gerðarmaður. Foreldra hans hafði að vísu skort staðfestu í sveit. En í þúsund ár höfðu forfeður hans, eins og allra annarra íslend- inga, verið sveitamenn. Þegar Ingvar tók að efnast, heyrði hann rödd íslenzkrar moldar, sem alið hafði forfeðurna í tíu aldir. Hann vanmat ekki landnám sitt á sjávarbakkanum, þar sem hann hafði komið snauður og orðið ríkur. En sveitin hafði líka sitt seiðmagn, og nú heyrði hann þessa röddu. Fyrir Ingvar Guðjónsson voru fjármunir leið að takmarki en ekki takmarkið sjálft. Þegar hann tók að hafa nokkur fjárráð í símavinnu eða sjómennsku, byrjaði hann að miðla móður sinni og föður af litlum efnum. Eftir því sem gróði hans óx, gat hann veitt foreldrum sínum, börnum sínum og ýmsum mannúðarstofn- unum ríflegri stuðning. En auk þess lagði hahn fé sitt í Kaupang, einhverja stærstu og beztu jörð í Eyjafirði. Að hans tilhlutun var rekið í Kaupangi stórbú og jörðin bætt til stórra muna. Síðustu ár sín átti Ingvar heima í Kaupangi, þó að hann dveldi löngum annars staðar vegna útgerðarframkvæmdanna. Ingvar Guðjónsson hafði legið á sjúkrahúsi nokkrar síðustu vikurnar sem hann lifði. Legan hafði verið erfið, en hann hafði ástæðu til að telja, að batinn væri að hefjast. Hann hafði þó ráð- stafað búi sínu eftir því, sem honum var geðfelldast. Hann hafði selt flest veiðiskip sín, en átti eftir miklar fasteignir á Siglufirði. Ingvar hafði séð fyrir forstöðu þeirra mála á sjávarbakkanum. En í Kaupangi ætlaði han að búa með einum syni sínum og búa stórt. Hann leit svo á, að landnámi sínu á sjávarbakkanum væri lokið. Hann ætlaði að sinna aldagamalli rödd moldarinnar það sem eftir var ævinnar. En þá var því landnámi líka lokið. Þannig var ævi Ingvars Guðjónssonar. Mér finnst barátta hans táknræn fyrir starf núlifandi kynslóðar. Hún hefir lagt undir sig veldi hafsins við strendur landsins með dirfsku og nýrri tækni. En þegar þessir sigrar eru unnir, kallar moldin, sem hefir fætt og klætt börn landsins í þúsund ár, til landnámsmannanna á sjávar- bakkanum og býður þeim til endurfunda, til að nema að nýju land í byggðinni, með nýjum lífsskilyrðum og nýrri tækni. - GUÐNÝ JÓNSDÓTTIR, húsfreyja frá Garði. Aðfaranótt 30. nóv. s.l. andaðist í Garði í Aðaldal Guðný Jónsdóttir, áður lengi húsfreyja þar og ekkja Baldvins sál. Sigurðssonar óðals- bónda í Garði, alþekkts smáskammtalæknis. — Guðný var blind orðin og komin í kör, enda orðin 93 ára að aldri. — Hún var dóttir Jóns hreppstjóra Jóakimssonar að Þverá í Laxárdal, en systir Benedikts á Auðnum og þeirra merku systkina. Um Guðnýju var alsagt, að hún væri búin flestum þeim beztu kostum, er konur mega prýða. — Eftir- farandi ljóðlínur voru lesnar við útför hennar. Skammdegið grúfir í grátkyrrð að héraðsins barmi. Glitrandi blástjörnur tindra á himinsins armi. Hnigin er sól, horfin burt af skýja stól. Sveitin er hnípin af harmi. Löngum féll dómur sá, áður en íslending varði: ágætust húsfrú var kölluð frá Grund eða Skarði. — Liðið er kvöld, — lokin nærri tíðræð öld. — Guðný er dáin frá Garði. Hér varð ei brestur,'né horfið frá óunnu starfi, heldur er sorg yfir runninna daggeisla hvarfi. Heiman og heim haldið út í þráðan geim. — Fagnað þar andlegum arfi. Hennar var köllun að hlúa og verma og næra, hjarta síns auðæfi börnum og vinum að færa. Glæða þeim ljós, græða upp úr moldu rós. — Líða og kenna og læra. Man ég, er ljósin þín lýstu upp skammdegið svarta. Lifandi minningum sporin þín glitra og skarta. Þökk vor og ást þér, sem aldrei veikum brást, hlær enn í fagnandi hjarta. Ljómar nú bros þitt í blástjömum gleði og tára, byrgðar er voru í kvöldhúmi liðinna ára. — Sól þín er rís, sjá þær, eins og hugur kýs, lækningu sjúkleiks og sára. Vöknuð er sál þín, er vonaði, unni og trúði. Vinir fá endurheimt dýrustu móður og brúði. — Lof þitt og ljós lýsir yfir dauðans ós. Skín þar í eilífu skrúðd. K. V. Friðartakmark. - Engra afsakana er þörf þótt vér setjum oss það sem eitt helzta markmið er stríðinu létt- ir, að útrýma atvinnuleysinu. Því að atvinnuleysi hefir verið næst stríði, útbreiddasta, illkynj-' aðasta og óheillaríkasta mein- semd þessarar kynslóðar. Bitrar minningar um hörmungar þess, eru greyptar djúpt í huga verka- fólksins, sem varð að búa við það. Óttinn við sjúkdóminn grefur um sig í undirvitund þeirra, sem nú eru heilbrigðir, — þ. e. a. s. hafa föstum störfum að gegna fyrir land og þjóð. Þessi ótti getur magnast og orðið að þjóðarvoða, ef ekkert verður gert til þess að afstýra atvinnu- leysinu fyrr en stríðinu léttir. Þá er of seint að hef ja undirbún- ing. Það þarf að gerazt nú. Þeir, sem skoða atvinnuleysið sem hörmulegan en ólæknandi sjúkdóm, hafa gefið sig á vald svartsýninni og fullkominni ör- væntingu um þjóðarheill. En það er jafn háskalegt að líta á sjúkdóminn, sem léttan barna- sjúkdóm sem læknist af sjálfu sér. . . . Atvinnuleysisbölið er ekki sprottið af hihu óháða einstakl- ingsframtaki 19. aldarinnar, heldur er það skapað af einka- farmtaki 20. aldarinnar, sem í staðinn fyrir að vera óháð hefir reynst vera stórkostlega bundið og sjálfstjórnandi í formi hringa, einkaframleiðslu, verzlunarsam- banda og verðlagningarsamn- inga. Offramleiðsla hefir verið einkenni þessa skipulags, — ekki 'þó þannig, að offramleiðsla hafi verið, miðað við þörf, - heldur miðað við ákveðið verð. Fram- leiðslan hefir snúist um ágóðann, — en ekki þörfina, — og einstakar framleiðslugreinar hafa verið skipulagðar til þess eins, að skila ágóða í hendur framleiðandans. Þar sem slík fyr- irbrigði koma fyrir, þarf að taka fast í taumana. Reynslan hefir sannað, að ein- angraðar ráðstafanir til þess gerðar að aðstoða hóp framleið- enda eða einn þátt framleiðsl- unnar, án tillits til hinna, er engin lækning á at- vinnuleysisbölinu. Þvert á móti. Áðeins allsherjar áætlun og skipulagning, þar sem enginn þáttur atvinnu- og viðskiptalífs er látinn afskiptalaus, getur af- stýrt bölinu. Framleiðslugetan, framkvæmdaþolið og neyzlu- þörfin, eru atriðin sem þarf að samræma. Ekkert má verða út- undan.. Afnám atvinnuleysisins krefst þess einnig,. að verkalýður- inn láti af þeirri stefnu að tak- marka aðgang að vissum starfs- greinum. Verkalýðurinn þarf að láta sér eins annt um að til séu störf fyrir alla eins og kaup og kjör þeirra, sem í störfum eru. Ýmislegt virðist benda til að brezkur verkalýður skilji þetta mætavel nú. Þá er og á hitt að líta, að at- vinnuleysi er meira en böl og (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.