Dagur - 27.01.1944, Page 6

Dagur - 27.01.1944, Page 6
6 DAGUR Fimmtudaginn 27. janúar 1944 e/rm ST£/WW#£m (Framhald). , og önnum kafnir," hélt Patzer áfram, ánægður yfir því að lrafa stungið svona laglega upp í Preissinger, — „og það er einmitt þetta sem við ætlum okkur að rannsaka, hvað þið voruð að gera þennan tíma. — Þess vegna ætlum við að dvelja hér með ykkur öllum, — undantekningarlaust, — þangað til lögreglan kemur.“ Patzer færði sig fram í birtuna til þess að ljósið félli betur á byssuna og enginn skyldi ganga gruflandi að því, að hér væri al- vara á ferðum. Enginn sagði orð. Ekkert hljóð rauf þögnina, nema söngur bjórglasanna, sem þjónninn hamaðist við að þvo og þurrka, upp aftur og aftur, eins og væri hann úti á þekju. Janoshik varpaði öndinni léttara, þegar hann sá inn í salinn. Breda var farinn. Janoshik hafði engar áhyggjur sjálfs síns vegna. Fyllibytturnar höfðu að vísu kallað á lögregluna og lögreglumenn- irnir mundu sennilega skrifa hjá sér nöfn og heimilisföng gesta og þjónaliðs, við því var ekkert að gera. Ólíklegt var að þeir myndu skipta sér mikið af honum, dyraverði og hreingerningakarli, sem þar að auki var talinn hálfgerður einfeldningur. Og ef til yfir- heyrslu kæmi mundi Janoshik gamli kunna að svara fyrir sig. Eng- inn lögreglumaður yrði ofsæll af þeim viðskiptum. Drykklöng stund leð og ekki sást til lögreglunnar. Gestirnir urðu æ órólegri og Marschmann og Patzer fóru að gerazt óþolinmóðir. Það var ekki laust við að vera spaugilegt, að sjá þá standa þarna á miðju gólfi og munda skotvopnunum í ýmsar áttir, og þeir fundu það sjálfir. „Ef Glasenapp hefir nú laumast út og sefur nú úr sér rykið heima, — hvað gerum við þá?“ hvíslaði Marschmann að yfirmanni sínum. Patzer hafði ekki tíma til að svara þessari athugasemd, því að nú heyrðist ýlfrið í lögreglubílnum, — og eftir augnablik heyrð- ist glamra í járnslegnum hermannastígvélum úti fyrir. Dyrunum var hrundið upp og flokkur svartkápaðra SS-manna gekk inn í sal- inn. Fyrstur fór rjóður unglingur, sem leit út eins og aðstoðar- kennari í hnefaleikaskóla. Hann leit yfir salinn og skundaði því næst til móts við Patzer. „Nafn mitt er Gruber, herra minn, aðstoðarforingi hjá Rein- hardt ríkislögreglustjóra. Hvað hefur skeð hér?“ „Patzer höfuðsmaður, 431sta fótgönguliðsherfylki", svaraði hinn og sló saman hælunum. „Hér hefir komið fyrir óskemmtilegur at- burður. — Félagi okkar, Glasenapp liðsforingi, er horfinn, hefir annaðtveggja verið burtnuminn eða myrtur. Eg hefi haldið öllum gestunum og þjónustuliðinu kyrru Jiér. Allir eru grunsamlegir." Gruber kinkaði kolli. „Ágætt“ sagði hann. „Hvenær og hvernig hvarf liðsforinginn?“ „Klukkan um 11“, svaraði Patzer. „Honum varð illt og hann fór niður í snyrtiherbergið, og hefir ekki sézt síðan.“ „Var enginn starfsmaður í snyrtiherberginu?“ Janoshik hafði staðið kyrr út við dyrnar og fylgst vel með öllu. Hann hafði gert ráð fyrir, að eftirgrennslunin mundi bera þennan árangur og hafði svar á reiðum höndum. Hann gekk fram á gólfið. „Má ég trufla herrana?" sagði hann, — „eg starfa nefnilega þarna niðri þessa stundina, — en ég má muna betri daga, — það get ég fullvissað ykkur um, herrar mínir. •— Ójá, ég man þá tíð, að ég hefði beinlínis litið niður hreingerninga- og dyravarðar karlskrjóð eins og mig, — en . . . . “ „Haldið þér yður saman!“ öskraði Gruber loksins, þegar hann hafði náð sér eftir undrunina yfir málæðinu í manninum. Janoshik þagnaði í miðri setningunni. En svipur hans bar þess ljósan vott, að honum fannst liann liafa verið móðgaður og særð- ur á fruntalegan hátt. „Sáuð þér Glasenapp liðsforingja fara inn í snyrtiherbergið?" spurði Gruber, en bætti við, þegar hann sá Janoshik fylla lungun af lofti, „svarið bara já eða nei.“ „Það er ekki svo auðvelt, herra minn,“ svaraði Janoshik, „því að ég sá.harín og sá hann ekki.“ „Er maðurinn vitlaus," spurði Gruber reiðilega og leit í kring- um sig. Veitingaþjónninn varð fyrir svörum: „Afsakið herra minn, svo slæmur er hann nú ekki, — en dauðans einfeldningur, — það má með sanni segja." „Hvað eigið þér við, maður?“ Gruber liélt áfram að yfirheyra Janoshik. „Annaðhvort sáuð þér liðsforingjann eða þér sáuð hann ekki.“ Sakleysisbros Ijómaði á andlitinu á Janoshik. „Auðvitað, þessu er auðvelt að svara. Eg sá liðsforingjann, — en ég sá hann ekki fara inn í snyrtiherbergið.“ Gruber hnyklaði brýnnar. Var maðurinn að draga hann sundur í háði? Janoshik hélt áfram. „Hann var illa á sig kominn. Það var hörmuleg sjón. Eg hefi séð margan manninn fullann um dagana, en fáa lakari en hann, — eg segi yður þetta í einlægni, herra minn, — hann varð að styðja sig ('Framhald). Framsóknarfélag Akureyrar: ÁRSHÁTÍÐ verður haldin í Samkomuhúsi bæjarins laugardaginn ^ 29. janúar n. k., kí. 8.30 e. h. J| Tilskemmtunar: 1. Kaffidrykkja. 2. Ræðuhöld. 3. Söngur (kvartett). 4. Lúðrasveit Akureyrar (Jakob Tryggvason stjórnar).2í 5. Dans. Askriftalisti fyrir félagsmenn og gesti liggur frammi í Timburhúsi K. E. A. næstu viku. !!& STTÓRNIN i! É TILBÚINN ÁBURÐUR Pöntunum á tilbúnum áburði óskast skilað 1 • W á skrifstofu vora fyrir 20. febrúar næstk. I KAUPFÉLAG EYFIRÐINGAI AKUREYRARBÆR: ATVINNULEYSISSKRÁNING Hin lögboSna skráning atvinnulausra manna fyrir Akureyrarkaupstað, fer fram á Vinnumiðlunarskrif- stofunni dagana 1., 2. og 3. febrúar 1944, kl. 3—6 eftir hádegi. BÆJARSTJÓRINN. TILKYNNING Margar af herbúðum þeim, sem áður voru í notkun, hafa nú verið tæmdar, en þó ekki yfirgefnar til fullnustu, og eru því ennþá mikilvægar hernaðarstöðvar. Menn virð- ast ekki hafa gert sér þetta Ijóst og hafa brotizt inn í her- búðirnar og haft á brott með sér ýmsa hluti. Vér hljótum að líta á þetta sem skemmdastarfsemi til hjálpar óvin- unum, enda þótt það sé ekki í þeirri meiningu gert. Nú hefir öllum þessum herbúðum verið lokað vandlega,, og vonumst vér til að vinir vorir á íslandi taki tillit til ofanskráðs og láti af því að brjótast inn í og skemma herbúðirnar. Herstjórn Bandaríkjanna. # Dagur 29. janúar 1919. Úr grein eftir Matthías Jochums- son til karlakórsins „Braga“. Kæri Bragi! Jafn væminn vantrú- arsöng, sem þann um „Gröfina“ ættir þú ekki að syngja fyrir fólkið, þótt eg lasti hvorki í sjálfu sér skáldskap- inn eða lagið. En þar syngur þú heið- inn brag um dauðann, sem Rómverj- ar kölluðu Rex Terroris. Það er kon- ungur skelfingarinnar. Það er ekki lífsskoðun margra nú á dögum, hversu trúarlitlir sem menn eru, að þakka guði fyrir hvíld grafarinnar, eftir meiningarlaust hörmungarlíf, því að þeir sem enga von hafa verða að játa, að lífið yfirleitt sé blindandi teningskast. Miklu nær, hvað sem trúnni líður er að syngja eins og Longfellow kvað: Líf er vaka, gimsteinn gæða, guði vígt, en eigi mold. Aldrei sagði sjóli hæða: Sálin verði duft og mold. Ellegar þá ef menn enga trú hafa á annað líf, þá þessa: Líf er nauðsyn, lát þig hvetja líkstu ei gauði, berstu djarft. Vertu ei sauður, heldur hetja, hníg ei dauður fyrr en þarft. Um aldamótin síðustu fór mikið orð af Grímseyingum fyrir skákáhuga og skáksnilld. Var þá talið, að hvergi í víðri veröld væri skák iðkuð af meira kappi, miðað við íbúatölu, en þar. — Brezka Skákfélagið sýndi eyj- arskeggjum þá virðingu, að senda til cyjarinnar mjög fagurt Stauntontafl, og próf. Willard Fiske tók miklu ást- fóstri við eyna, gaf tafl á hvert heim- ili og góðar skákbækur til Eyjarbóka- safnsins. (Vill einhver góður Grims- eyingur senda skákdálkinum pistil um skákáhuga í Grímsey nú?) — ekki er skáklistin þó gömul í Gríms- ey, ef rétt er hermt í bréfi frá Gríms- ey er birtist í tímaritinu „í uppnámi" á Hörpunni 1902. Þar segir: „Það getur ekki heitið annað en að skák- taflið sé hér ungt í aldri, því 1846 fluttist það út hingað með prestinum síra Jóni Norðmann og þekkti þá enginn hér til skákar að minnsta kosti um langt tímabil, því að afi minn, sem var um sjötugt, þegar eg var unglingur, sagði, að hann hefði ekki heyrt nefnt skáktafl í sínu ungdæmi". — Eftir þessu að dæma, hefir skák- listin gleymst í Grímsey á tímabili. Því að fyrr á öldum var hún kupn þar og eru til sögur um kunnáttu Gríms- eyinga frá því á dögum Guðbrandar biskups, t. d. sagan um Grímseyjar- strákinn er mátaði biskup o. fl. (Bók Fiske um Skáklist á ísl., bls. 69). Skákreglur þeirra Grímseyinga voru eitthvað talsvert frábrugðnar þeim viðurkenndu reglum, þangað til þeim bárust skákbækur. — Valdskák, göm- ul og alíslenzk skákkredda, sem hvergi hefir verið tíðkuð nema hér, mun eitt sinn hafa verið talsvert út- breidd í Grímsey. „I upnámi“ birti 2 valdskékir tefldar af Ingvari Guð- mundssyni og Albert syni hans árið 1902. Fer önnur skákin hér á eftir: Skák No. 4. Hvítt Ingvar. Svart Al- bert. — 1. e4—e5. 2. Rf3—Df6. 3. Rc3—Df4. 4. d3—Rc6. 5. d4—d6. 6. Be3—Bg4. 7. Rd5—Hac8. 8. Dd3— f5. 9. Db5—Hcb8. 10. Rxc7f—-Kd7. 11. Rd5—Dxe4. 12. Bd3—Rf6. 13. 0—0—0—Be7. 14. Hhgl—Hhe8. 15. Rfd2—Bf3. 16. Rdb3—Ke6. 17. Rdc7f—kf7. 18. Dd5f—kf8. 19. Bc4 og mátar í næsta leik. — Leiðréttiné: I skák no. 3. í 3. tbl. er 2. leikur svarts sagður: c6, á auðvitað að vera 2.— Rc6.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.