Dagur - 23.03.1944, Blaðsíða 3

Dagur - 23.03.1944, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 23. marz 1944 DAQUR 3 Jónas Jónsson: ER SAMSTARF HÆTTULEGT FYRIR FLOKKANA? Menn áfella þingið fyrir að geta ekki myndað stjórn með ábyrg- um meirihluta. Þessar ásakanir eru að verulegu leyti byggðar á misskilningi. Sundrungin í þjóðlífinu stafar frá dýrtíðinni og áhuga manna að klófesta sem allra nrest af hinum fjallháu pen- ingaupphæðum, sem tjaldað er með í viðskiptareikningum. F.in meginástæða til þess, að borgaralegu flokkarnir á Alþingi vinna ekki saman er sú trú, seni nrjög hefir verið breidd út í ýnrs- um stjórnnrálablöðum, að flokkur skaðist á samstarfi um land- stjórnarmál. Grunnfærir og eigingjarnir menn, senr fást við -póli- tík, vilja þá ekki fórna hagsmunum flokkanna, þó að heill lands- ins sé í veði. Nú vil ég gera stutt yfirlit um reynslu Framsóknarnranna í þessu efni, og er litið yfir langan veg. Enginn flokkur á ísjandi hefir gert jafnnrörg bandalög unr landstjórn eins og. Framsóknar- nrenn. Reynsla þess flokks sker úr meira í því efni, heldur en ó- rökstuddir dónrar manna, sem ekki hafa konrið nærri ábyrgu sam- starfi lýðræðisflokka. Framsóknarflokkurinn gekk inn í þjóðstjórn Jóns Magirússonar unr áranrótin 1916—17, nreð tveinr keppinautum, Mbl.liðinu, senr var þá hið sama og nú, og þversum-nrönnum, B. Kr. og Sig. Egg- erz. Þetta bandalag stóð, undir erfiðum kringumstæðum, þar til á útmánuðum 1920. Áður er sagt, lrve nrikið var áunnið fyrir landið á þessunr árum. Mótleikendur Sigurðar Jónssonar í stjórn- inni, Jón Magnússon og Björn Kristjánsson, voru þaulreyndir stjórnmálamenn, mjög kænir í skiptum og fullkomlega andvígir stefnu Framsóknarmanna. Niðurstaðan varð samt sú í kosning- unum 1919, að Framsóknarflokkurinn jók fylgi sitt stórlega og vann mörg kjördænri. Tíminn var bæði stjórnarblað og hugsjóna- blað. Það efldist, engu síður en flokkurinn. Næsta bandalag Framsóknarnranna var við Sigurð Eggerz og menn hans og stóð frá 1922—24. Ekki bar á að þessi samvinna væri óhentug fyrir flokksstarfið, því að kosningarnar 1923 urðu til mikillar eflingar fyrir flokkinn. Þriðja bandalagið var milli Framsóknarmanna og Alþýðu- flokksins um stjóm landsins og stóð frá 1927—31. Að því kjörtíma- bili loknu vann flokkurinn vorið 1931 sinn mesta kosningasigur. Sama er að segja af landkjörinu. Árið 1926 fékk listi Framsóknar- manna um 3000 atkvæði, en 4 árum síðar 8000 atkvæði. Ekki var þessi reynsla sönnun þess, að flokkur hljóti að tapa, fyrir samstarf við annan flokk um ríkisstjórnarmál. Á árunum 1932—34 voru Framsóknarmenn sviknir í tryggðum af Ásgeir Ásgeirssyni til að gefast upp í kjördæmamálinu og inn- leiða uppbótarsæti. Bandalag Ásgeirs var gert að óvilja allra beztu manna flokksins, innan þings og utan, og í þeim tilgangi einum, að fullnægja persónulegri hégómagimi. Kosningarnar 1933 urðu stórfelldur ósigur fyrir Framsóknarflokkinn. Hann missti mörg þingsæti og mikla tiltrú fyrir misnotkun leiðtoganna á valdi þeirra yfir flokksmálunum. Enn varð til nýtt bandalag milli Framsóknarmanna og Alþýðu- flokksins og stóð frá 1934—37. Sáttmálinn um málefni og stjórnar- myndun var ekki aðeins gerður af þingflokki og miðstjórn Fram- sóknarmanna, heldur líka samþykktur í kyrrjrey af öllurn þorra samvinnumanna í landinu, enda barizt um málefni þeirra. Við kosningar 1937 varð raunin hin sama og fyrr. Framsóknarmenn höfðu starfað með öðrum flokki, en ekki blandað við hann blóði. Sízt af öllu höfðu tapazt atkvæði á vegum flokksins. Málefni kaup- félaganna höfðu verið gott veganesti. Uppgangur kommúnista dró úr fylgi Alþýðuflokksins þannig, að hann varð, srnátt og smátt of veikur til að vera landstjómar- flokkur með Framsóknarmönnum einum. En nokkrum rnánuð- um áður en stríðið skall á 1939, var mynduð þjóðstjóm þriggja flokka. Hún stóð í nálega þrjú ár. Að þeim tíma liðnurn fóru fram kosningar vorið 1942. Nú mætti ætla, að Frainsóknarmenn hefðu misst fylgi til Sjálfstæðismanna. En nú fór alveg eins og þegar þjóðstjórn Jóns Magnússonar hafðl kosningar 1919. í það skipti jók Framsóknarflokkurinn fylgi sitt. Eins fór 1942. Niður- staða vorkosninganna það ár var mjög góð fyrir Framsóknarflokk- inn, að því er snertir aukna kjósendatölu, þó að málefni þau, sem þá var barizt um, væru til skaða landinu og bæjaflokkunum til vansæmdar. Sama er reynslan í bæjarmálunum. Á Húsavík hafa Framsókn- armenn og Sjálfstæðismenn borgaralega samstjórn í málefnum kauptúnsins. Kommúnistum stóð eitt sinn til boða að taka við stjórn Húsavíkur með krötum. En þeir gáfust upp fyrirfram. Vissu, að kauptúnið yrði fljótlega greiðslujirota. í vandræðum sínum kusu kommúnistar á Húsavík miðstjórnarmann Framsókn- armanna í Suður-Þingeyjarsýslu til aðalforustu um mál Húsavík- ur. í næsta skipti á eftir voru Þórhallur Sigtryggsson kaupfélags- stjóri og Einar Guðjohnsen kaupmaður saman á sigursælum lista við kosningar um málefni kauptúnsins. Allir, sem þekkja Þórhall kaupfélagsstjóra, vita, að hann er sívinnandi fyrir kaupfélagið myrkranna á milli og sinnir ekki aukastörfum, nema honum þyki hagur kaupfélagsins liggja við. Samstaiff kaupfélagsstjórans og kaupmannsins á Húsavík er borgaralegs eðlis. Að þeim standa tveir fastmótaðir flokkar. Ekkert nerna hin sameiginlega þörf að vernda skipulegt og siðmenntað þjóðfélag, myndi hafa gert kaup- mannasinna og kaupfélagsmenn að samherjum um stundarsakir móti eyðileggingarstarfsemi kommúnista. Á Akureyri er óumsamið starfsbandalag milli kaupfélágsmanna og kaupmannasinna. Nóg var þar af gömlurn og nýjum áreksturs- efnum. En línan sem skilur borgarana frá byltingunni er dýpri heldur en línan milli kaupmanna og kaupfélaga. Enginn, sem þekkir til á Akureyri, lætur sér koma til hugar, að Framsóknar- menn gætu stýrt bænum jafn vel með kommúnistum, eins og Jreir hafa gert nreð Sjálfstæðismönnum. Ástæðan er auðsæ. í borgara- flokkum er mikið af dugandi mönnum, sem kunna að starfa að framleiðslu, verzlun og iðnaði,- án Jress að vera sviftir forræði eigna sinna og og starfa af sendimönnum úr fjarlægu landi. Alþingiskosningarnar á Akureyri 1942, bæði uhi vorið og liaustið, sýndu að Framsóknarflokkurinn í bænuin var í örum vexti, þrátt fyrir það, að hann var ár eftir ár fastur stjórnarflokk- ur í bænum, og Jrað með sínum umfangsmiklu andstæðingum, Sjálfstæðismönnum. Reynsla aldarfjórðungs sýnir, að Eramsóknarflokkurinn hefir getað unnið að stjórn landsins, bæja og kauptúna, með keppinaut- um úr hinum borgaralegu flokkum, hrundið í framkvæmd merk- um áhugamálum, og sarnt eflzt að tiltrú og trausti kjósenda. Eina undantekningin er bandalag Ásgeirs Ásgeirssonar við Mbl.menn 1932—34 um að bregðast áhugamálum og stefnu flokkáhianna í kjördæmamálinu, enda lögðu leiðtogar samvmnufélaganna van- blessun sína yfir allt það háttalag. Nokkuð svipað má segja um viðleitni nokkurra Framsóknarmanna eftir síðustu kosningar að efna til ríkisstjórnar með kommúnistum. Leiðtogar samvinnu- manna réðu frá að eiga slík kynni við byltingarflokkinn, og hefir einn af kaupfélagsstjórunum sagt álit sitt um það efni alveg ný- verið. Saga Framsóknarflokksins sýnir, að hann dafnar vel í banda- laginu við borgaralega flokka, hvort heldur um er að ræða Al- þýðuflokkinn eða Sjálfstæðismenn, ef til samstarfsins er stofnað á þjóðnýtum grundvelli, og fylgi samvinnuleiðtoganna í landinu tryggt, að því er snertir samkomulag og framkvæmdir. Reynslan sýnir, að borgaralegu flokkarnir geta alltaf unnið saman, ef sérhagsmunir einstakra manna hindra ekki réttmætar aðgerðir. Öll þjóðnýt mál, sem Alþingi lýkur í stjórnartíð Björns Þórðarsonar, eru framkvæmd fyrir samstarf manna úr gömlu þjóð- stjórnarflokkunum. Skilnaðarmálið var að komast í hættu fyrir innbyrðis keppni verkamannaflokkanna, þegar „tvennir fjórtán“ komu til skjalanna og réttu málið við. Framtíð íslands veltur á næstu árum á því, að íslandi verði stjórnað ekki verr en Húsavík og Akureyri. r | NOKKUR PÖR AF KARLMANN&- OG UNGLINGA- GÚMMlSTlGVELUM og bússum verða seld félagsmönnum mánudaginn 3. apríl næstk. Deildin verður opnuð kl. 12 á hádegi. KAUPFELAG EYFIRDINGA SKÓDEILD . jDANSLEIKUR P Framsóknarfélag Akureyrar hefir dansleik í Samkomu- • húsi bæjarins n. k. laugardagskvöld, kl. 10.30. " Hljómsveit Óskars Ósbergs leikur. SKEMMTINEFNDIN. MINNINGARORÐ Hinn 27. jan. sl. andaðist að heimili sínu Höskuldur Magn- ússon bóndi í Skriðu í Hörerár- o dal. Hann var fæddur þann 8. okt. árið 1906 og Jrví aðeins rúm- lega 37 ára er hann andaðist. Höskuldur sál. var sonur hjón- anna Friðbjargar Jónsdóttur frá Skriðu í Hörgárdal og Magnúsar Friðbjarnarsonar frá Hátúni, Gíslasonar. Ólst hann upp hjá foreldrum sínum í Hátúni í Skriðuhreppi. Ungur fór hann í Menntaskóla Akureyrar og lauk þaðan gagnfræðaprófi með góðri einkunn. Að námi loknu lrvarf hann heim til loreldra sinna og' vann að búskapnum með þeirn. Var hairn hinn áhugasamasti um allt er að búskap laut, enda var honum í blóð borin óbilandi trú á gildi og menningarhlutverk íslenzkrar bændastéttar, sem hann unni af heilum huo. o Hneigðist hugtlr hans Jrví til stærri verkefna en ábúðarjörð foreldra hans gat í té látið. Keypti hann þá hið forna höfuð- ból, Skriðu í Hörgárdal', og flutti með foreldrum sínum þangað. Kvæntist hann um það leyti eftirlifandi konu sinni, Björgu Steindórsdóttur lrá Þrast- arhóli og eignuðust þau einn son. Höskuldur sál. átti þá hug- sjón, að láta alls staðar eitthvað gott af sér leiða. Gáfur lians voru prýðilegar og öll framkoma hans bar skýran vott um drengi- legan og prúðan hugsunarhátt. Vilji hans til framkvæmda var einlægur og ákveðinn, en heils- an hamlaði honum, að fylgja eftir starfslöngun hans og ósk- um til urnbóta. Varð hann því að sjá vonir sínar í þeim efnum tef jast. En allt slíkt bar hann með þreki og frábærri stillingu, og hittist ætíð glaður og reifur, hlýr og ástúðlegur í viðmóti við hvern, sem var. Hann skildi, að vonbrigði eru svo oft föru- nautur íífsins. En hann hóf sál sína yfir þær veilur, er þau oft skilja eftir í skapgerð manna, og tók því, sem að höndum bar, með karlmannlegri festu og þrótugri stillingu. Af þessum og fleiri ágætum eiginleikum, var Höskuldur sál. virtur af öllum, sem hann þekktu. Hygg eg að allir, senr honum kynntust, eigi um hann minningar, sem góðan dreng, er í engu vildi vamm sitt vita, en skipaði sér Jrar í fylkingu, sem hófsemi, drenglyndi og velvild mætti vera ráðandi. En þótt sjúkdómurinn hindr- aði liann í framkvæmdum Jregar í byrjun starfsára hans, og varn- aði honum ætíð síðan að beita orku sinni svo, sem hann vildi, var hann samt gæfumaður. For- eldrar lians, sem nú hafa, hnigin að aldri, orðið að sjá honum á bak, eru valinkunn sæmdarhjón. Og Hösku'ldur naut ástríkis þeirra og umönnun til hinnstu stundar, og var þeim hinn ástúð- legasti sonur. Hann eignaðist einnig ágæta konu, sem með frá- bærri alúð og umhyggju hlúði, ekki einungis að honum sjálfum í sjúkleik hans, heldur og að öllu því, sem hann mat og unni. (Frarahald á 6, síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.