Dagur - 23.03.1944, Blaðsíða 6

Dagur - 23.03.1944, Blaðsíða 6
$ DAGUR Fimmtudagur 23. marz 1944 ST£f4W#£M (Framhald). meðvitundarlaus, vekið okkur til lífsins aftur með því að hella ís- vatni í andlit okkar .aðeins til þess að njóta þess, að við kveljumst. Því fáum við ekki að deyja í friði? Hann reyndi að útskýra allt,“ hélt Milada áfram. ,Jú, hann hafði v itað að Pavel var dauður. Hann hafði logið að mér til þess að forða mér frá sorg í lengstu lög. Hann hafði logið af ótta við að missa mig. Áður en hann hitti mig, sagði hann, hafði lífið næsta lítið gildi fyrir hann. Eg var orðinn miðdepill lífs hans, og allt snerist um mig. Án kunningsskapar okkar treysti hann sér ekki til að lifa áfram.“ „Eg er einmana og lífsleiður," maldaði hann í móinn. „Hvað, sem eg kann að hafa gert, þá var það af góðum hug og sízt í eigin- gjörnum tilgangi. Hann stóð þarna fyrir framan mig og tárin streymdu niður toginleitar kinnarnar. — Það var andstyggilegt." „Og fór hann svo?“ spurði Breda. Hann sá fyrir sér hin ömurlegu endalok Þjóðverjans. Hann mundi hafa slagað fram af pallbrúninni, fullur af volæði og áfengi, og Moldáin hafði lokast yfir höfði hans, á augabragði. Milada kinkaði kolli. „Já, hann fór. Eg heyrði ekkert frá honum eftir það, — þangað til eg sá auglýsinguna. Og nú rennur upp fyrir mér, að fjöldi manns á að týna lífinu vegna þessa manns. Gæti eg ekki bjargað þeim, ef eg færi á fund þessa Reinhardts og segði hon- um það, sem eg vissi?" Breda var fljótur til svars: „Þú heilaga einfeldni! Nei! Sannleik- urinn hefir ekkert gildi í þerra augum. Ætlun þeirra er að gera sjálfa sig öruggari í sessi með því að hræða okkur.“ „En þeir eru að heita verðlaunum fyrir handsömun morðingj- ans!“ „Þeir hafa vel efni á því, þar sem enginn morðingi er til,“ svar- aði Breda. „Nei, vertu viss um, að þú getur ekki hjálpað gislunum með því að segja Gestapo frá því, að Glasenapp hafi framið sjálfs- morð. Þú mundir aðeins hætta þínu e’igin lífi. Þeir mundu hand- taka þig, loka þig inni, og halda síðan áfram að reka gerfimorðmál sitt.“ Hann var hugsi um stund. „Og þó verðum við að láta nazistana vita um þetta sjálfsmorð," hélt liann áfram. „Þú hefir rétt fyrir þér, að því leyti. Það er að segja, ekki aðeins nazistana, heldur, alla — hvern einasta borgarbúa. En hvernig? Tíminn er svo stuttur.“ Milada horfði í þögulli aðdáun á Breda. Hann var svo fljótur að átta sig. Já, hann mundi hafa talsverða æfingu í að fást við Þjóð- verjana. Hann var djarfur, en þó ekki fífldjarfur. Fífldirfskan mundi ekki gagna í þeirri baráttu. Hann var svo niðursokkinn í hugsanir sínar, að hann virtist hafa gleymt nærveru hennar. „Og get eg þá ekkert gert?“ spurði hún loksins. Hann leit til hennar, brosandi. „Þú ert þegar búin að gera nóg,“ sagði hann. „Þú hefir treyst mér, sagt mér allt sem þú veizt, — skap- að verkefni handa mér. Ef við aðeins gætum skrifað orðsendingu risastöfum yfir þvert himinhvolfið, sagt öllum frá þeim glæp, sem þeir hafa í hyggju að framkvæma. . . . “ Hann þagnaði skyndilega í miðri setningunni. „Hvað er að?“ spurði Milada. „Mér datt nokkuð í hug.“ Hann greikkaði sporið. „Kannske væri hægt að ftamkvæma það. Væri þér sama þó eg léti þig fara einsamla heim?“ Milada varð fyrir vonbrigðum. „Já, — það er auðvitað allt í lagi. . . . þú mátt fara. Eg á ekki langt heim.“ Breda var of niðursokkinn í hugsanir sínar til þess að taka eftir \onbrigðunum í rödd hennar. Hann var orðinn breyttur. Hinn þolinmóði, nærgætni, hugulsami Breda var orðinn ákafur, skeyt- ingarlaus um allt, nema áætlunina, sem hann var að leggja í huga sér. Hann tók ekki eftir því, að henni hafði þótt miður. Af gömlum vana gaf hann leiðbeiningar og fyrirskipanir: „Vertu varkár. Nefndu þetta samtal okkar ekki við nokkum mann. Og ef að því kæmi, að nazistarnir tækju þig til yfirheyrslu, þá. . . .“ „Þakka þér fyrir hugulsemina,“ greip hún fram í. „Eg veit hvað eg á að gera.“ Hann skildi þá, að hann hafði sært hana. Hann greip hönd hennar. „Milada," sagði hann. „Þú mátt ekki misskilja mig. Fyrir- gefðu mér, ef eg hefi sært þig. F.n þú vilt að eg haldi áfram með þá áætlun, sem eg hefi þegar gert. Eg skal ekki gleyma þér!“ Hann hripaði nokkur orð á blað úr vasabók. „Hérna er heimil- isfang mitt. Lærðu það utan að, og brenndu miðanum. Þú ert vel- komin, hvenær sem er, en — þú skilur, að þá mátt þó ekki koma, nema að það sé alveg nauðsynlegt." • „Góða nótt, vinur,“ sagði hún. Hann hraðaði sér á burt. Skóhljóðið fjarlægðist og dó út. Skuggi hans samlagaðist rökkrinu í garðinum. Hún var einmana, ennþá einmanalegri en fyrr. Þá hafði hún ekki þekkt hann. Moldáin gnauðaði við brúarstólpana. Lík Glasenapps hafði (Framhald). Jarðarför ÖNNU FRIÐFINNSDÓTTUR, sem andaðist á sjúkrahúsinu á Akureyri þ. 17. þ. m., fer fram frá Akureyrar- kirkju laugardaginn 25. marz næstkomandi kl. 2 e. h. Aðstandendur. Innilegustu, hjartans þakkir færum við öllum þeim mörgu, sem auðsýndu okkur samúð og hjálp á svo margvíslegan hátt, við fráfall og jarðarför mannsins, míns, föður okkar og tengdaföður, ADÓLFS KRISTJÁNSSONAR, skipstjóra. Eiginkona, böm og tengdasynir. IÐUNNÁR-SKOFATNAÐUR / er viðurkenndur af öllum landsmönnum fyrir gæði. Loksins hefir tekizt, að útvega frá Ameríku efni í: VALASH (óvaxtadrykkur) SÍTRÓNVATN ----- GRAPE FRUIT ---- ORANGEADE ------ SÍTRÓN SÓDAVATN Eftirleiðis verða þessir vel þekktu drykkir til sölu og afgreiðslu hjá: HEILDVERZLUN VALGARÐS STEFÁNSSONAR, Akureyrl. Efnagerð Akureyrar h.f. 20—30 þúsund manns víðsvegar á landinu lesa Dag að staðaldri. Auglýsendur! Athugið, að Dagur er bezta auglýsingablað dreifbýlisins. Súpujurtir Blandað grænmeti Búðingsduft Vöruhús Akureyrar MINNINGARORD. (Framhald af 3. síðu). Var heimili þeirra hjóna og foreldra hans hið ánægjulegasta á alla grein, og andaði góðvild, hlýleika og rausn móti hverjum, sem að garði bar. Lífi þessa prúða og góða drengs er lokið. Honum auðn- aðist ekki að framkvæma nema fátt af því, sem hann vildi og ætlaði að gera til úmbóta á jörð sinni og í málefnum sveitar sinnar. Slfk urðu örlög hans. En honum auðnaðist að eiga heilbrigðan hugsunarhátt, gest- risni og góðvild við nýtar hug- sjónir og fagurt takmark, þótt því yrði ekki að fullu náð, og máske vegna þess, að hann kunni ekki að hlífa sér. En er það ekki mest verk, að eygja takmark, finna leiðir og líta með skilningi á nýjar stefn- ur? Það gerði Höskuldur. Og svo var hann kallaður til starfa á öðru sviði. Blessuð sé minning hans. Sveftungi. Skíðamót Akureyrar K. A. vann svigbikarinn. Skíðamót Akureyrar hófst á sunnudaginn var, með keppni í svigi karla, í A-, B- og C-flokki. Keppt var við Dauðsmannshóla, sem eru í 600 metra hæð í Hlíð- arfjalli. Svigmeistarabikar Akuieyrar vann Magnús Brynjólfsson, K. A., annar í A-flokki var Eysteinn Árnason, K. A. — í B-flokki sigr- aði Guðmundur Guðmundsson, K. A., en Hreinn Ólafsson, Þór, var annar. — Fyrstur í C-flokki var Vignir Guðmundsson, Þór, annar Eggert Steinsen, M. A. og þriðji Finnur Bjömsson, Þór. — Svigbikar Akureyrar vann K. A. til eignar (þrisvar í röð) fyrir beztu fjögurra manna sveit-. 1 sveitinni voru: Magnús Bryn- jólfsson, Guðmundur Guð- mundsson, Eysteinn Ámason og Björgvin Júníusson. Skíðamót Akureyrar heldur áfram næstkomandi sunnudag á sama stað og hefst kl. 10 f. h. Þá verður keppt í bruni karla A-, B- og C-flokkur, svigi fyrir drengi 13—16 ára. Kvennasvigi (einstaklings- og flokkakeppni) og göngu fyrir karlmenn og unglinga. SILFURBRÚÐKAUP Laugardaginn 18. þ. m. áttu 25 ára hjúskaparafmæli Indíana Sigurðardóttir og Finnur Krist- jánsson, Ártúni í Saurbæjar- hreppi. I tilefni af þessum tíma- mótum buðu þau hjón heim til sín allmörgum vinum og kunn- ingjum, svo húsfyllir varð. Þar var veitt af hinni mestu rausn og hvergi til sparað. Enda hefir gestrisni þeirra hjóna jafnan ver- ið við brugðið, og þarf þó mikið til að bera af öðrum hér í sveit. Setið var undir borðum á þriðja klukkutíma. Voru þá jafnframt fluttar ræður og jafnframt rædd- ust menn við um hvers konar málefni til skemmtunar og fróð- leiks. Veizla þessi fór fram með ágætum. Enda hafði Bakkus þar engin völd. Eftir að borð voru upp tekin, var stíginn dans fram undir morgun og skemmtu gest- ir sér hið bezta. Fnnur Kristjánsson er búfræð- ingur frá Hvanneyri. Þaðan fór hann með ágætiseinkunn, jafnt fyrir bóklegt nám og verklegt. Nú hefir hann stundað bú- skap um aldarfjórðung, sléttað og ræktað mikinn hluta lands- síns og byggt á því íbúðarhús og fjós úr steinsteypu. Finnur hefir mörgum leiðbeint um jarðrækt og fleira. Auk þess sem hann hefir oft lagt hönd á plóginn sjálfur — í þess orðs eiginlegu merkingu — til hjálpar náung- anum og það jafnan fyrir lítið endurgjald eða ekkert. Þrjú börn, uppkomin, eiga þau hjón, öll mannvænleg. — Heill og heið- ur sé hverri íslenzkri húsfreyju, sem er bónda sínum jafnörugg- ur æfifélagi eins og Indíana Sig- urðardóttir. Veizlugestur,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.