Dagur - 05.04.1944, Blaðsíða 2

Dagur - 05.04.1944, Blaðsíða 2
3 DAGUR Miðvikudagur 5. apríl 1944 Jón Gauti Pjetursson: (Niðurlag). . II. I Framar í þessari grein er vitnað til þess lagafyrirmælis, sem leggur fyrir sauðfjársjúk- dómanefnd að vinna að því að bændur komi sér upp traustara fé með úrvali eða fjárskiptum. Hefir þegar verið rætt um hið fyrrnefnda atriði, og víkur nú málinu að hinu síðamefnda. Fjárskiptaúrlausnin mun fyrst hafa komið til álita snemma á árum „borgfirsku mæðiveikinn- ar“, og því áður en nokkur sér- stök löggjöf var sett um slíka framkvæmd. Það áform féll þó niður, enda sennilegt að ekki hefði tekizt að ná út yfir út- breiðslusvæðið, sem var orðið stærra en menn höfðu grun um. Þessi aðferð þótti þó svo sjálf- sagður liður í baráttunni við fjárpestirnar, að við undirbún- ing laganna um sauðfjársjúk- dóma, á Búnaðarþingi 1941, vom sett þar ýtarleg fyrirmæli um framkvæmd fjárskipta, og urðu þau að lögum. Haustið áð- ur höfðu verið fyrirskipuð fjár- skipti í Hjaltadal, en fyrstu, og til þessa dags, einu fjárskiptin, sem gerð hafa verið á grund- velli heimildarlaganna, fóru fram í Reykdælahreppi í Þing- eyjarsýslu haustið 1941. Þar voru upptök hinnar þingeysku mæðiveiki, og þó eigi væri aðrir fjáreigendur í héraðinu því við- búnir þá að gangast undir f jár- skipti, hefir þeirri úrlausn sífellt verið að vaxa fylgi hér síðan, sem hinu eina bjargráði í þessu efni, sem framtíðarvonir um sauðf járbúskap yrði reisar á. Hvað veldur því að Þingey- ingar hafa, einir fjáreigenda í landinu, skorið upp úr um fylgi við þessa stefnu? Hvað veldur því að þeir hafa ekki, eins og aðrir, umyrðalaust sætt sig við þá meðferð mál- anna, sem umboðsmenn Al- þingis (sauðfj.sjúkd.nefnd) hafa skipulagt, heldur vakið deilur og ágreining, ýmist innbyrðis eða við nefndina og aðra ráða- menn þessa málefnis? Svör við þessum spurningum kunna að varpa skýrara ljósi en flest annað á framkvæmd fjárpestarmálanna. Þess vegna er skylt að svara þeim, ekki ein- ungis Þingeyinga sjálfra vegna, heldur almennings, sem við lög- in þarf að búa, nú eða síðar. En svörin verða eðlilega margþætt, eins og málefnið sjálft. 1. Þingeyska mæðiveikin svonefnda kom nokkru seinna fram, svo uppvíst yrði, en hin borgfirzka, þó upptökin væri frá sama tíma. Vegna þess að hún útbreiddist ekki eins ört og hin, var lengi litið á hana, út í frá, sem tiltölulega meinlaust fyrirbæri. Eimir jafnvel eftir af þeirri skoðun enn, og er það til marks, að í fyrrnefndri rann- sóknarskýrslu Dr. H. P., frá 1943, er hún talin upp með öðr- um aukakvillum, sem kunni að hafa ruglað rétt framtal van- halda af völdum hinnar „ekta“ mæðiveiki. Reynslan hefir samt sem áður orðið sú, að hér sé ekki um neinn smákvilla að FRAMKVÆMD FJÁRPESTARMÁLANNA ræða, þó smitnæmið sé senni- lega ekki eins geyst og þar, sem um hina upphafl. Deildar- tunguveiki er að ræða. En fjár- dauðinn í Þingeyjarsýslu er aft- ur þeim mun meiri og ískyggi- Iegri, að í sýktri hjörð ná ekki nema mjög fáar ær miðjum aldri, og líklega ekki yfir 2— 3% fullum aldri. Ærnar falla svo ört, þar sem veikin er kom- in á fullan rekspöl, að ef halda ætti stofntölunni við, þyrfti ár- lega að setja á 50—75 lífs- gimbrar á móti hverjum 100 ám. Sú gimbratala er vitanlega ekki til, og afleiðingin er sú, að fjárstofninn þverr ár frá ári, hversu sem við er leitast. Er nú svo komið í heilum hreppum, að fjártala er þorrin um 35— 60% til jafnaðar og er þó að miklum hlut lömb, sem ekki verður mörgum hverjum lengra lífs auðið en 1—2 ár, og gefa því aldrei arð. Þar sem f járbúin voru yfirleitt smá hér fyrir, veita þau ekkert lífsuppeldi er þau smækka, og afurðir rýma einnig stórlega af því sem lifir. Uppeldi þeirra fáu lífsgimbra, sem til falla, eftir að stofninn er genginn saman, gefur að vonum litlar tekjur og nær því styrkja- skipulag sauðfjársjúkdóma- nefndar ekki tilgangi sínum hér, hvorki til að tryggja viðhald stofnsins, né til að veita bænd- um fjárhagslegan stuðning, sem hafi það gildi fyrir afkomu þeirra, sem nokkru skiptir gagn- vart því, hvort þeir geta haldizt við jörð og bú. 2. Þær ástæður, sem þegar eru taldar, ættu að sönnu að nægja til að gera skiljanlegt, að þeir, sem eins eru settir og Þing- eyingar, geti ekki sætt sig við stefnu stjórnarvaldanna í þess- um málum, sem engan sigur get- ur boðað í fyrirsjáanlegri fram- tíð, og ætlar mönnum að lifa á tilhugsunirmi einni um fjár- stuðning, sem þeir hafa að mestu leyti misst skilyrði til að njóta. En jafnvel þó viðureign- in við mæðiveikina hefði hvorki verið örðugri né árangursminni í Þingeyjarsýslu en annars stað- ar, koma þær ástæður jafn- framt og ekki síður til greina, að framleiðsluskilyrði héraðs- ins frá náttúmnnar hendi em mjög einhæf, eða svo að segja eingöngu bundin við sauðfjár- rækt, að því er til verzlunar- framleiðslu tekur. Bændur þar geta því ekki eins og í vel flest- um fjárpestarhéruðum öðmm, aukið aðrar búgreinir, svo sem nautgriparækt, hrossarækt og garðrækt, jöfnum höndum við það, sem sauðfjárstofninn minnkar. Þverri arður hinna smærri sauðfjárbúa í Þingeyjar- sýslu að nokkmm mun, liggur þar ekki annað fyrir en land- auðn og flótti. Þetta augljósa viðhorf hefir rekið á eftir því fyrir Þingeyingum að hrinda af stað aðgerðum til að útrýma mæðiveikinni, þó það kostaði miklar fórnir meðan á því stæði, og vissulega kröpp kjör meðan bústofninn væri að vaxa upp í það, sem hægt er að framfleyta á jörðunum. 3. Þriðja ástæðan, sem hvatt hefir Þingeyinga til að aðhyllast fjárskipti, er reynslan af fjár- skiptunum í Reykjadal. Á þeim 2 árum, sem liðin eru frá fjár- skiptunum hafa bændur þar komið sér upp nokkum veginn þeim fjárstofni, sem þeir höfðu áður, og það blasir við öllum héraðsbúum, hversu framtíðar- skilyrði þeirra til búskapar eru tryggari en annarra héraðsbúa. Þessi framtíðartrygging þeirra er þó því háð, að útrýming mæðiveikinnar komizt fyrr en seinna á í nágrenninu. Enda þótt tvöfladar girðingar séu þarna til varnar, má búast við, þar sem Reykdælahreppur ligg- ur alveg í miðju héraði, að ein- hvern tíma kunni að slysast með þær varnir, ef það óheilla- Ivænlega ástand, sem nú er í ná- býli við hreppinn, þarf að vara lengi við. Frá héraðsheildarinn- ar sjónarmiði er það því mikil áherzla um fullkomna tilhreins- un í héraðinu, að vernda fjár- stofninn í Reykdælahreppi frá þeirri smitunarhættu, sem hann á við að búa. Nú er ástæða til að spurt væri: Hvemig stendur á að Þingeyingar hafa ekki komið á fjárskiptum hjá sér, úr því þeir eru svona illa leiknir af f járpest- inni? Til þess er því að svara, að þar hafa mörg ljón orðið á vegi. Fyrst það, að enda þótt heimild- arlögin um fjárskipti væm sett af fullum velvilja til slíkrar úr- lausnar, þá Hafa, er til skyldi taka, reynst á þeim ýms mis- j smíði, sem torvelda um skör fram undirbúning og samþykkt ' slíkra framkvæmda heima fyr- ir. Skilyrði fyrir samþykkt f jár- | skiptafrumvarps í héraði er að 3/4 þeirra atkvæðisbærra ■ manna, sem mæta til atkvæða- I 7 greiðslu, gjaldi því jákvæði. Er það að sönnu mjög frekt meiri- hlutaskilyrði, en þó mætti því una, ef sá skildagi bættist ekki ofan á, að þessi 75% meiri hluta þarf jafnframt að vera 2/3 allra atkvæðisbærra fjár- eigenda á svæðinu. Það er næsta ólíklegt, að gildi þessa ákvæðis hafi verið mjög ger- hugsað fyrirfram. Ætlunin mun hafa verið, að hindra það að fjárskipti yrðu samþykkt af til- tölulega fámerinum fundi. Þá lá beint fyrir að setja lágmarks- skilyrði um kjörsókn. Eins og 1 ákvæðið er, verkar það einung- | is til að tryggja „rétt“ og að- . stöðu þeirra f járeigenda, sem ' af meðfæddu tómlæti, eða þá | þegnskaparleysi, hafa enga | skoðun á málinu, til að ráða úr- slitum þess, með því að sitja heima. Auk þess verður ákvæð- ið til þess að þeir menn, sem vegna óviðráðanlegra forfalla (t. d. veikinda eða fjarveru) ' geta ekki sótt atkvæðagreiðslu, j eru umsvifalaust látnir vinna gegn samþykkt málsins með fjarveru sinni, enda þótt þeir kunni að vera yfirlýstir fylgis- menn þess. — Ber því margt til þess, að þetta ákvæði er eitt- hvert fáránlegasta fyrirmæli, sem tekið hefir verið í lög hér á landi. Annað misfelluákvæði lag- anna snertir atkvæðisréttinn um fjárskipti, en hann miðast við 25 kinda fjáreign við síð- asta skattframtal á undan at- kvæðagreiðslu. Nú hefir reynsl- an sýnt, að bændur, sem f járfá- ir eru fyrir, missa brátt atkvæð- is rétt, er pestin herjar fé þeirra. Þannig munu fleiri tugir bænda í Þingeyjarsýslu ekki hafa þenn- an atkvæðisrétt eftir að næstu skattaframtöl eru komin fram, og eru, eftir það, sviftir rétti og aðstöðu til að stuðla að þeirri úrlausn, sem þeir aðhyllast í mesta vandamáli sinnar eigin stéttar. Nær slík réttarskerðing vitanlega engri átt. Enn er það, að þó tvímæla- laust hafi verið réttmætt að krefjast mikils fylgis við fjár- skipti, áður en til þeirra er stofn- að á tilteknu svæði, hafi laga- smiðirnir tæpast hugleitt hversu mikil ólíkindi eru á að fjáreig- endur á stóru sóttvarnasvæði geti orðið reiðubúrúr samtímis til að ráðast í slíka framkvæmd. — Fjárpest, sem ekki berst ör- ara yfir en Þingeyska mæðiveik- in, er langt komin að eyða fjár- stofninum í sumum byggðarlög- um, þegar hún er á byrjunar- stigi í öðrum, á sama sóttvarna- svæði, sem fylgjast verður að um f járskipti. Þar sem nú af- staða alls þorra manna, í svona máli, mótast fyrst þegar fjár- pestin gerist þeim nærgöngul, getur einn hreppur, sem leng- ur kann að hafa varist en aðrir, alveg hindrað framgang máls, þó yfirgnæfandi fylgi hafi ann- ars staðar á svæðinu — og það því fremur, þegar atkvæðisrétt- urinn, vegna fjárfækkunar, gengur af mörgum þeim mönn- um, sem búsifjar af völdum pestanna hafa gert ákveðnasta fylgismenn fjárskipta. Ákvæðin um atkvæðisrétt um fjárskipti og skildagar lag- anna fyrir frumvarpssamþykkt, þurfa ábyggilega endurskoðun- ar við, ef heimildarlögin um fjárskipti eiga að verða nothæf til almennra framkvæmda, eft- ir tilgangi sínum. Þeir annmarkar og ástæður, sem hér hafa verið raktar, hafa vissulega torveldað allan við- búnað um samþykkt fjárskipta í Þingeyjarsýslu. Þó hefir þetta ekki verið aðalþröskuldurinn fyrir framgangi málsins, heldur andstaða sauðfjársjúkdóma- nefndar. Jafnframt því, sem hún hefir lagt á móti öllum rétt- arbótum, sem fram á hefir ver- ið farið að Alþingi gerði á fjár- skiptalögunum — en fyrir sum- um sjálfsögðustu breytingunum hefir verið gerð grein hér að framan — hefir hún, enn sem komið er, þverlega synjað sam- þykkis þeim málaleitunum, sem fram við hana hafa verið born- ar, um stuðning til fjárskipta í Þingeyjarsýslu, og það jafnt, þótt lagt yrði fram frumvarp til samþykktar um fjárskipti, sem samþykkt hefði verið af héraðs- búum með áskildu atkvæða- magni að lögum. Þannig er málavöxtum varið. En ekki hefir verið samið vopnahlé milli Þingeyinga og sauðfjársjúkdómanefndar í þessu máli, og verður væntan- lega ekki meðan óbreytt ástand helzt við í fjárpestarmálunum. III. Þótt skipuleg tilraun yrði gerð á sérstöku ríkisbúi um úr- val þeirra fjárkynja til framtíð- artímgunar, sem mestar vonir þætti gefa um viðnámsþrótt gegn mæðiveikinni, er hagnýts árangurs af því mjög langt að bíða fyrir fjáreigendur, þó að hann væri í vændum. Tilraunir með sæmilega öruggt úrval tæki langan tíma, og þá væri eftir að útbreiða það um land- ið, en það kostaði sennilega eins konar fjárskipti. Sama máli gegnir um lækningatilraunir, að þær yrði mjög langdregnar. — Samkvæmt upplýsingumBjörns Sigurðssonar frá Veðramóti má búast við að undirbúningur og tilraunir í því efni sé áratuga starf, þó heppni og tilviljun kynni að leysa þann hnút á skemmri tíma. Slíka bið þolir sauðfjárbúskapurinn ekki með nokkru móti, þar sem búnaðar- (Framhald á 7. síðu). SÖGN OG SAGA ---Þjóðfræðaþættir ,JDags“- ARI SÆMUNDSEN (Niðurlag). eftir messu, en Ari kvaðst naumast mega það; hefði hann ekki dannebrogskross sinn með sér, en svo hefði konungur fyrir lagt, að hann skyldi bera krossinn við öll hátíðleg tækifæri. Bætti Jón úr þeim vanda á þann hátt, að sendur var ríðandi maður til Ak- ureyrar eftir krossinum, — og er það þó rösk hálfs annars tíma reið í góðu færi. — Varð Ari því feginn, hlýddi messu með kross- inn á treyjukraganum, og fór allt vel fram. ENDIR.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.