Dagur - 05.04.1944, Blaðsíða 6

Dagur - 05.04.1944, Blaðsíða 6
DAQUR Miðvikudagur 5. apríl 1944 $ e/fm sr£fM#em (Framhald). ið. Hvellurinn var eins og ai byssuskoti. Pan Kratochvil hrökk í kút. „Eg skal fara!“ kveinaði hann á ný. „Fyrir yður, yðar hágöfgi, geng eg út í eld og vatn.“ „Eg gef þér tveggja stunda frest,“ sagði Reinhardt. „Eg skil það, yðar hágöfgi.“ Pan Kratochvil hneigði sig djúpt og hvarf út úr herberginu. Hann gekk hljóðlaust, eins og köttur; það hafði ekki verið illa til fundið, að kalla hann „ósýnilega manninn." Og þannig varð það, að Reinhardt lögreglustjóri var síðla þenn- an sama dag á ferð niður litlu hliðargötuna nálægt St. Stefáns- kirkju. Hann var klæddur í venjuleg jakkaföt með hatt á höfðinu. Hann var að velta því fyrir sér, hvers konar stúlka þessi Milada mundi vera. Líklega mundi ekki fegurðinni fyrir að fara, fyrst að náungi eins og Glasenapp hafði átt vingott við hana. En þó var aldrei gott að fullyrða slíkt að óreyndu, — og í feyndustu hugar- fylgsnum lögreglustjórans bólaði á illkvittnislegri hugmynd. Lögregluforinginn skimaði í kringum sig, þegar hann kom inn í götuna. Hann staldraði við fyrir framan hús númer 6, en hélt síðan ótrauður upp tröppurnar. Inni í forstofunni var dimmt og og svalt. Hann hélt rakleitt upp á loft. Öldruð kona stóð í her- bergisdyrum þar á ganginum., „Býr ungfrú Milada Markova hér?“ spurði Reinhardt. „Hvað viljið þér henni?“ ..Opinber erindisrekstur, lögreglan,'1 svaraði hann, stuttaralega, og ýtti henni úr dyrunum. „Nú, já,“ sagði hann, þegar inn kom, „er hún ekki heima? Eg bíð þá bara eftir henni.“ „En------“ „Engar vífilengjur. Heyrðuð þér ekki, hvað eg sagði? Eg er hér í opinberum erindum. Þér heitið frú Klein og lifið á matsölu. Eg veit allt um yður.“ Húsmóðir Milödu var nærri hnigin niður af skelfingu. „Látið þér ekki svona, kona,“ sagði Reinhardt rólega, um leið og hann litaðist um í herberginu. „Lokið þér heldur dyrunum og reynið að jafna yður. Maðurinn yðar var í hernum, var það ekki?“ „Jú,“ hvíslaði frú Klein. ,,Og féll í Galisíu? Það var næsta sorglegt, — sennilega góður maður. En við lifum á styrjaldartímum." Reinhardt hafði sagt þetta blátt áfram og eðlilega, næstum vingjarnlega, en nú sneri hann snögglega við blaðinu. „Hvenær kom Glasenapp liðsforingi hingað síðast?“ spurði hann í hvellum skipunartón. „Já, eg vissi að það mundi enda með skelfingu," kveinaði frú Klein, en hann var góður, — alls ekkert líkur. . . .“ — „nazistunum," greip Reinhardt fram í, og brosti. „Þér megið til með að segja mér meira um hann. Þau rifust'síðast, liðsforing- inn og ungfrú Markova, var það ekki?“ „Rifust?" Frú Klein var nú að ná sér eftir fyrstu undrunina og átta sig á, að bezt mundi, að reyna að fara gætilega. „Það getur vel verið. Eg veit það ekki. Eg ligg ekki á gægjum." „Langar yður til að koma á lögreglustöðina?“ spurði Reinhardt ógnandi. „Það er bezt fyrir yður, að vera ekki með neinn heimsku- legan þráa. Um hvað deildu þau?“ Lykli var snúið í ytri hurðinni og samtalið slitnaði. Milada kom inn. Þegar hún sá gestinn lá nærri, að hún hljóðaði af skelfingu. En hún stillti sig á síðustu stundu og herti upp hugann og mætti ís- köldu augnaráði hans. „Gott kvöld,“ stundi luin loksins upp. „Gestir?" „0, ungfrú Milada,“ hrópaði frú Klein. „Þetta er voðalegt. Lög- reglan. .. .“ „Eg skal kynna mig sjálfur,“ greip Reinhardt fram í, byrstur, um leið og liann stóð á fætur. „Reinhardt, foringi ríkislögreglunnar. þér eruð Milada Markova?" Þá er komið að því, hugsaði Milada. Þarna er óvinurinn. Nú byrjar barátta mín. Hverjar hugmyndir, sem lögregluforinginn kann að hafa gert sér um vinstúlku Glasenapps. þá er víst, að hann liafði ekki átt von á að sjá persónu neitt svipaða stúlkunni, sem nú stóð frammi fyrir tionum. Hún var augsýnilega vel mönnuð og hafði yfir sér ein- hvern sérstakan yndisþokka, sem féll lögregluforingjanum vel í geð. Honum þótti nú Glasenappsmálið sveigjast inn á óvænta og ánægjulega braut. „Þér verðið að afsaka, að eg kem svo óboðinn,“ byrjaði Rein- hardt, ,,— en í okkar starfi er ekki ævinlega tími til þess að full- nægja öllum kurteisisreglum!" Frú Klein var ennþá skjálfandi á beinunum og utan við sig af skelfingu. „Allir virðast vera hræddir við mig,“ kvartaði Reinhardt'. „Hvers vegna? Lít eg út eins og villdýr?" Hann brosti. „Enginn þarf að óttast mig. Eg þarf aðeins að fá svör við nokkrum spurningum. Þér megið fara, frú Klein.” Gamla konan skjögraði út. „Guð almáttugur veri með þér, bless- að barn," tautaði hún um leið og hún lokaði dyrunum. (Framhald). ^ÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍSÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍ^ GOSDRYKKIR! Höfum hér eftir allar algengustu teg- undir af GOSDRYKKJUM til sölu í ný- lenduvörudeild vorri og útibúunum í bænum. 5% afsláttur! — Ágóðaskylt! KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA &5ÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍ5ÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍSÍÍÍÍÍÍS5ÍÍ5Í5ÍÍÍ5ÍÍÍÍÍ5ÍÍÍ5ÍÍÍÍÍ^^ ’KARLMANNÁFÖT OG KARLMANNÁRYKFRAKKA fyrir vorið og sumarið — höfum við í góðu úrvali. Komið, meðan úr mestu er að velja. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Vef naðarvörudei ld. BLÓMAFRÆ OG MATJURTAFRÆ nýkomið. STJÖRNU APÓTEK HEIMSKRINGLA Gleymið ekki að gerast áskrifendur að þessu stórmerkilega ritverki. — Sendið áskrift í póstbólf 42, Akureyri. KAUPUM næstu daga TÓMAR FLÖSKUR Sápuverksmiðjan SJÖFN HWHWHWBWHWHWHWHWHWHWHWHWH> WWhWhWHWhMHWHWHWhMHWhWHWWs Frú Margrét Árnadóttir fimmtug Þann 25. marz varð 50 ára Margrét Árnadóttir, húsfrú að Klængshóli í Skíðadal. Hún er dóttir myndarhjónanna, Árna Runólfssonar og Önnu Björns- dóttur, sem lengi bjuggu á Atla- stöðum í Svarfaðardal; þar er Margrét fædd og uppalin. Eng- um, sem kynnist henni, getur dulist, að hún hefir alizt upp við blíðufaðm foreldranna, hún er trygglynd og dagfarsgóð, af- bragðs vel gefin kona og öllum hlýtur að vera sönn ánægja að kynnast henni. Ef Margrét veit um einhverja, sem bágt eiga, hvort heldur eru menn eða mál- leysingjar, er hún þar venjulega komin með sinn ásthlýja hugg- unarróm og hlífir ekki kröftum sínum til að veita öðrum sem mesta og bezta sjálp. Margrét er gift gáfu- og dugnaðarmann- inum Kristjáni Halldórssyni, og eiga þau sjö myndarlegar og skemmtilegar dætur, allar upp- komnar, sú elzta gift Eiríki Lín- dal á Dalvík. í hvert sinn, er ég kem að Klængshóli, er mér þar tekið sem eg komi í foreldrahús, og margar minningar frá liðn- um árum eru bundnar við Klængshólsfjölskylduna. Og ég vil þakka Margrétu af heilum hug allar liðnar samverustundir og vona að mega njóta vináttu hennar sem lengst. Svo vil eg þess biðja, að sólskinsrikir verði hennar ókomnu ævidagar. Skíðdælingur. • BRÉF • Lestrarfélag til sölu! j*G GEKK inn í Fomsöluna um daginn og sá þar fjölda íslenzkra bóka eftir Einar Kvaran og Jón Trausta, Fomaldarsögur Norðurlanda o. fl. o. fl. Bækurnar voru allar merkt- ar með tölustöfum, svo að auðséð var, að þarna var komið heilt lestrar- félag úr einhverju byggðarlaginu hérna í nágrenninu. Þeim, sem notið hafa fróðleiks og skemmtunar bóka úr lestrarfélagi í ungdæmi sínu, blöskra þessi viðskipti. Þarna hafa skammsýnir menn verið að verki. Lestrarfélögin eru menningarstofn- anir í hverri sveit. Flestar eldri ís- lenzkar bækur eru nú því sem næst ófáanlegar. Það er því ekkert á- hlaupaverk að bæta úr því, er margra éra söfnun er tvístrað í allar áttir.. Á þessum tímum rúmra fjárráða í sveit og bæ, ætti að leggja áherzlu á að auka og bæta bókasöfnin, bæði að lestrarefni og aðstöðu, svo sem með skápa, húsnæði o. s. frv. Vonandi er sú stefnan víðasthvar og hér um að ræða leiðinlega undantekningu. B. DAGUR fcest keyptur í Verzl. Baldurshaga, Bókaverzl. Eddu og Bókabúð Akureyrar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.