Dagur - 27.04.1944, Blaðsíða 4

Dagur - 27.04.1944, Blaðsíða 4
4 DAGUR DAGUR Rltstjóm: Ingimar EydaL Jóhann Frimann. Hcrutur Snarrason. AígreiíSslu og innheimtu anncœt: SigurSur Jóhannesson. Skrilstoía við Kaupvangstorg. — Sími 96. % ■ — Blaðið kemur út á hverjum fimmtudegi. Argangurinn kostar kr. 15.00. Prentverk Odds Bjömssonar. Allir eitt. ýMIS SÓLARMERKI benda til þess, að árið 1944 muni verða eitt hið merkasta og minnisstæðasta ár mannkynssögunnar, enda hníga ýmsir fornir spádómar mjög í þá átt. En þótt svo kunni að fara, að endanlegt uppger milli siðmenningar og villimennsku frestist enn um stund, er hitt víst, að dómi hinnar íslenzku þjóðar yfir sjálfri sér, framtíð sinni og orðstír úti um heiminn verður ekki frestað. Á þessu herrans ári fæst úr því skorið til fulls, hversu einhuga vér fögnum því að heimta aftur fornt frelsi vort og full landsréttindi í hendur erlendr- ar þjóðar, — hversu samtaka vér verðum um stofnun nýs, óháðs lýðveldis á íslandi. pYRSTU ATKVÆÐIN, sem skera munú úr um þetta, eru þegar fallin. Og að vörmu spori að kalla verður þjóðin öll kvödd til þess að gegna þeirri þegnskyldu sinni að láta í ljós með atkvæði hvers einasta borgara, hvort hún er samþykk lýðveldisstofnuninni og skilnaðin- um við Dani. Til allrar hamingju tókst á síð- ustu stundu að miðla svo málum milli stjórn- málaflokkanna í landinu og hinna ólíku sjónar- miða gagnvart því, hvernig þessi vandi skyldi leystur, að þjóðmálamennirnir og öll landsmála- blöð — a. m. k. öll þau, sem nokkurt minnsta mark er á tekið — hafa látið allar ýfingar og ágreining um þetta mál niður falla. Það væri og þjóðarsmán, ef atkvæðagreiðsla sú, sem nú er hafin, leiddi í ljós tómlæti eða ágreining þessar- ar litlu þjóðar, er hún stendur nú loks við loka- takmark aldalangrar sjálfstæðisbaráttu sinnar. Það slys má ekki henda einn einasta íslending, að hann bregðist þegnskyldu sinni, þegar þjóð hans liggur allra mest á að vitna á sem allra glæsilegastan og ótvíræðastan hátt um vilja sinn og einhug í þessu örlagaríka máli. gVO ER HAMINGJUNNI fyrir að þakka, að allar líkur benda til þess, að oss íslending- um auðnist að leiða sjálfstæðisbaráttu vora til svo mildilegra og giftusamlegra lykta, að það verði hvorki, að vér þurfum að slíta síðustu stjórnarfarstengslin, er binda oss við erlendar þjóðir, með haturs- eða óvildarhug í garð nokk- urs annars ríkis, né heldur, að aðrar þjóðir þurfi að bera þykkju til vor út af þeim málalokum. Hið nýja, íslenzka lýðveldi mun óska eftir frið- samlegum skiptum og nánu samstarfi við allar aðrar' lýðræðisþjóðir heims á grundvelli fulls jafnréttis og bróðemis. Ekki mun heldur af veita, því að óneitanlega eru ýmsar ískyggilegar og tvíræðar blikur á lofti yfir vöggu þess. En við það skal hér ekki dvalið að sinni. Sá einhugur, sem hér verður að ríkja um lausn sjálfstæðis- málsins sjálfs, mætti gjarnan og verða oss leið- arljós við lausn annarra stórmála og í hverjum vanda, sem bíður hins nýstofnaða lýðveldis í framtíðinni. JSLENZKI SKÁLDSPEKINGURINN Einar Benediktsson sagði einhverju sinni um hinn volduga nágranna vorn i suðaustrinu: „Þegar býður þjóðarsómi, þá á Bretland eina sál“. Sá eiginleiki hefir, vissulega framar öðru HVAR TAKA ÞEIR LAND NÆST? Allir búast nú við, að innrás Bandamanna á meginland Evrópu hefjist þá og þegar. Tilkynnt hefir verið, að innrásarherinn ráði yfir 80.000 innrásarbát- um. Myndin sýnir slíka báta við sendna strönd. „Steinninn, sem verkamennimir brottköstuðu. . . . “ pRÁ BLAUTU BARNSBEINI hefir okkur verið kennt, að hér á Is- landi séu raunar aðeins tveir undir- stöðu-atvinnuvegir, sem allt annað at- vinnu- og menningarlíf í landinu byggist á: landbúnaður og sjávarút- vegur. Langt fram eftir öldum voru þetta raunar einu atvinnuvegirnir, sem íslendingar stunduðu og þjóðin hafði framfæri sitt af. Samfara — og sem skilyrði fyrir — aukinni félags- legri þróun og menningu hefir svo á síðustu tímum — síðustu áratugum að kalla — ný og fullkomnari verka- skipting komið til skjalanna, nýir og þýðingarmiklir atvinnuvegir, svo sem iðnaður og verzlun, hafa risið é legg og látið æ meira til sín taka, er stund- ir liðu fram. En þrátt fyrir þetta er þó jafnan talið, að hinir fornu aðal- atvinnuvegir landsmanna, sjávarút- vegurinn og landbúnaðurinn, séu þó enn grundvöllurinn undir allri fram- leiðslu — öllu mannlegu lífi í land- inu. Og erfitt mun enn að benda á með hvaða hætti aðrar stéttir manna ættu að bjargast af, ef sjómenn legðu öllum skipum sínum í naust og bænd- ur hættu að framleiða kjöt, ull, mjólk, smjör, rjóma og aðrar landbúnaðar- vörur — og það þótt ekki væri nema um fárra daga eða vikna „verkfall" að ræða. „Ótrúlega mikill auður“. - P*N VERA MÁ, að þessi gamla kenning sé aðeins ómerkileg „auðvaldslýgi", þegar öll kurl hinna „nýju félagsvísirida" koma til grafar. Það getur því verið furðu fróðlegt að leggja við eyrun, þegar helztu andans menn hinnar „rauðu“ félagsmálaskoð- unar taka til máls og hyggjast leiða okkur í allan sannleika um gildi og þjóðhagslega þýðingu hinna fornu að- alatvinnuvega okkar. Nú vill svo vel til, að sjálfur æðsti prestur íslenzkra kommúnista, Halldór Kiljan Laxness, hefir alveg nýskeð ritað alllanga hug- vekju um þetta efni í blað sitt „Þjóð- viljann“ í Rvík, og hefir „Verkamann- inum“ hér að vonum þótt svo mikið til greinarinnar koma, að hanrr ver s. .1 laugardag bróðurpartinum af sínu takmarkaða rúmi til þess að endur- prenta hana óstytta, svo að boðskap- ur skáldsins fari ekki algerlega fram- hjá lesendum blaðsins hér á Akur- eyri heldur. — Grein H. K. L. nefnist „Þjóðlýgi" og fjallar um þann mikla misskilning og rangfærslu, að við fs- lendingar séum fátæk þjóð. Sannleik- urinn sé raunar sá, að við höfum allt- skapað hið brezka heimsveldi og varðveitt það í hverri raun. Hið nýja lýðveldi vort verður einnig að eiga „eina sál“ á hverri hættu- og reynslustund fram- tíðarinnar. Þá mun því vel farn- ast. af verið vellauðug þjóð, jafnvel á hin- um verstu neyðartímum miðaldanna, sem svo hafa verið kallaðir. íslend- ingar hafa „frá upphafi vega staðið undir ótrúlega miklum auði,“ stendur þar orðrétt tilfært. „Hvergi á byggðu bóli moka jafnfáar hræður saman jafnmiklu fé“ o. s. frv. o. s. frv. Það ætti að leggja íslenzka bænd- ur inn á spítala, í stað þess að láta þá „stunda sveitabúskap sér til skemmtunar“, segir skáldið. P*N GALLINN er aðeins sá, að við höfum alltaf farið afarilla með þennan „ótrúlega auð“, segir H. K. L. Og ekki sízt nú, þegar hann er allra mestur, er honum sóað í fullu ráð- leysi og óhófi. Og nú skulum við heyra hver verstu afglöpin eru í þess- um efnum, að dómi þessa ágæta læri- föður kommúnistanna. Orðrétt stend- ur þar: „Við leggjum vegi, brýr, síma og kostum byggingar og land- búnaðarstarfsemi á afskekkt- um, óbyggilegum stöðum, þar sem fáeinar sálir stunda sveita- búskap sér til skemtunar, án þess að starfsemi þeirra hafi nokkurt þjóðhagslegt gildi eins og hún er rekin.*) I þessa skemmtistarfsemi köst- um við sum árin tugmiljónum króna án þess að liugsa okkur um, — auðvitað alltaf með því sama gamla viðlagi: við ís- lendingar erum fátæk þjóð. Við kostum gufuskipaþjón- ustu meðfram strjálbýlli strandlengju, sem er svo dýr, að frá þjóðhagslegu sjónar- miði mundi borga sig betur fyrir ríkið að kosta íbúa sumra þessara staða á spítala og láta mata þá þar árið um kring, lieldur en kasta fé og orku í að flytja þeim nauðsynjar. Slíka handarbakavinnu í rekstri þjóðarbúskapar er ekki hægt að kosta nema með óheyrilegum auði.“ (Leturbr. hér). Rökvísin óskeikul og samræmið gulls ígildi! ^IÐ SKULUM nú draga saman í eitt höfuðlærdómana af þessari stórmerkilegu grein, sem kommún- istablöðin keppast við að prenta og endurnýja í ótal útgáfum: Jafnvel á *) Það er munur eða starfsemi at- vinnuleysingjanna í stærstu bæjunum við sjávarsíðuna! (Framhald á 8. síðu). Fimmtudagur 27. apríl 1944 VIÐTAL VIÐ JÓN RÖGNVALDSSON garðyrkjumann. „Þykir yður eg ekki vera nokkuð snemma á ferð til þess að spyrja frétta af vorsáningum?11 spyr eg Jón Rögnvaldsson garðyrkjumann, er eg gekk við hjá honum á dögunum. „Nei, það er nú öðru nær,“ segir Jón, „ekki er ráð, nema í tíma sé tekið, og það veitir víst ekki af að fara að hefjast handa, ef einhver árangur á að fást.“ „Hvað getið þér nú sagt mér um sáningu sumarblóma, svona yfirleitt?“ „Um hana mætti nú margt segja, en það er nú bezt að byrja á byrjuninni. Sá, sem ætlar að ala upp sumarblóm, en það finnst mér sjálfsagt að sem allra flestir geri, þarf að byrja á því að fá sér grunna kassa. Gott er að hafa svo sem 1 cm. borð á kassann. Sumarblómafræinu er nú sáð í kassann, og er ekki nauðsynlegt að hafa mikla nákvæmni við þá sáningu. Þá er sett gler ofan á kassann, og gott er að hafa pappírsblað ofan á glerinu fyrst í stað. Strax og fer að koma upp er blaðið tekið ofan af og þess þá gætt að hafa kassann í sem beztri birtu og góðum yl, þó ekki of miklum hita. Þegar plönturnar eru orðn- ar það stórar, að komin eru 4—6 blöð á þær, er umplantað. Það gerist á þann hátt, að plönturn- ar eru teknar upp úr moldinni með varúð, og þeim plantað niður aftur með ca. 3 cm. bili á milli.“ „Viljið þér ekki gera svo vel að nefna mér einhverjar tegundir, sem þér teljið bezt að koma til hér.“ „Ein þeirra tegunda, sem bezt er að sá inni, er stjúpurnar. Það er að vísu nokkuð seint að sá þeim nú, en þó ættu þær að geta blómstrað í júlí, ef þeim væri sáð strax. Levkoj, morgunfrú og nemensía eru einnig góðar viðfangs, en aðal- atriðið er að koma þeim vel til inni. Aftur á móti er bezt að sá valmúa, nemophol- ia og blönduðu sumarblómafræi beint í garðinn um miðjan maí. Sama er að segja um iberishör (ein) og strandlevkoj, þetta eru harðgerðar teg- undir og blómstra í öllu meðal árferði.“ „Þakka yður nú kærlega fyrir þetta, en hvað er svo að segja um grænmetið?“ „Það mun vera nokkuð hæfilegur tími að fara að sá grænmetisfræinu nú. Annars vil eg taka það fram, að eg tel, í flest- um tilfellum, heppilegt fyrir fólk að kaupa hvít- káls-, blómkáls- og rauðrófuplöntur í garðyrkju- stöð. Af grænmetisfræinu er bezt að sá grænkáli og spínati inni í kassa og nota þá sömu reglur og við sumarblómasáninguna. Aftur á móti á að sá salati, hreðkum og gulrótum úti. Sérstak- lega vil eg minna á, að sá gulrótunum beint í garðinn, því að þær þola illa umplöntun, en þeim má sá, þó að frost sé ekki alveg komið úr jörðu. Gott er að láta gulrótarfræið liggja a. m. k. viku í vatni áður en sáð er, en þá verður að þurrka það vel, t. d. á dagblaði, svo að fræin tolli ekki saman, þegar farið er að sá.“ . „Hvernig hefir gengið að undanförnu með að fá fræ?“ „Það er yfirleitt erfitt, því að nú er bezti markaðurinn lokaður, þ. e. a. s. Norðurlönd, en þaðan var að fá miklu öruggari og harðgerðari stofn. Sumt af því fræi, sem við fáum frá Ame- rríku, reynist vel, annað miður.“ „Verður ekki hægt að fá keypt hjá yður bæði fræ og plöntur nú í vor?“ „Jú, hvort tveggja munu verða til sölu, eins og að undanförnu. En það vil eg taka fram að lokum, að ef fólk vill hafa fallega garða, þá eru sumarblómin stórt atriði, því meir af þeim, því fallegri garðar. En þetta getur ekki orðið, fyrr en fólk fer að rækta mest sjálft.“ „Jæja, þakka yður nú kærlega fyrir, Jón, og verið þér sælir.“ „Puella“. ★

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.