Dagur - 29.06.1944, Blaðsíða 5

Dagur - 29.06.1944, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 29. júní 1944 DAGUR 5 ÞÓRÐUR JÓNSSON á ÞóroddsstöSum: Siar við opnu bréfi Sýslunefndarmanns Grímseyjarhrepps j 23. tbl. Dags, 8. júní sl., sendir I sýslunefndarmaður Gríms- eyjarhrepps okkur Ólafsfirð- ingum kveðju sína í opnu bréfi. Af gefnu tilefni segist hann vilja setja þœr leikreglur, að við — það er hann og við Ólafsfirð- ingar — ræðum málið sjálft, og ekki „hugarfar hvers annars og innræti“. Þó ræðir hann all- mjög hugarfar okkar, og skal síðar komið að því. Hann skýrir frá því, að árið 1940 hafi lögreglustjóri f. h. hreppsnefndar sótt um, að sýslunefnd samþykkti hækkun á bryggjugjöldum í Ólafsfirði, og skyldi sú hækkun leggjast í sjóð, er verja ætti til styrktar hafnarbótum í Ólafsfirði. Þessu guldu allir sýslunefndarmenn jákvæði, nema hann einn. Hann var hjartanlega því samþykkur að safnað væri í sjóð, en því jafn hjartanlega mótfallinn, að honum væri varið til að verja bryggjuna fyrir aðburði, eða annara bættra skilyrða við hana. Það má telja furðulegt, þegar sýslunefndarmaður er mótfallinn tekjuöflun til varnar þegar gerðu mannvirki, er telja má lífsnauðsyn heilu byggðar- lagi. Svo segir sýslunefndarmaður- inn, að hann hafi beitt sér gegn ábyrgð og heimild til lántöku, meðfram af því, að áætlun og greinargerð frá okkur um það, hvemig við hyggðumst standa undir kostnaðinum, hafi hvergi fyrirfundizt. Mér dettur í hug, að sýslunefndarmaðurinn hafi hvergi fundið hana, af því að ekki lá fyrir nein beiðni um, að sýslunefnd samþykkti tekjuöfl- unarleið í því skyni. En í hafn- arlögum fyrir Ólafsfjörð em nefndir nokkrir liðir til tekjuöfl- unar fyrir hafnarsjóð, en sýslu- nefndarmaðurinn hefir ef til vill ekki lesið hafnarlögin. Ef svo hefði verið, að hreppsnefnd og hafnarnefnd Ólafsfjarðar hefði yfirsézt um að láta uppi um það, hvernig ætti að afla hafnarsjóði tekna, þá finnst mér að vænta hefði mátt þeirrar föðurlegu umhyggju sýslunefndar, að hún hefði látið hreppsnefnd vita um þá vöntun, svo að hægt hefði verið að reyna að bæta úr því. --------Nei, í stað þess synj- aði sýslunefnd hreppsnefnd um að fresta afgreiðslu málsins um tvo daga, svo að hún gæti kom- ið fram með frekari rök í mál- mu. Síðan fer sýslunefndarmaður- inn að tala um grynnsli f jarðar- ins, og að þegar hafrót sé kom- ið, þá muni ekki alltaf verða greið leið inn á höfnina. Þetta vita Ólafsfirðingar að komið getur fyrir, en þeir vita einnig, að svo er víðar á landinu t. d. í Vestmannaeyjum; þar er sagt, að bátar og skip komist ekki inn á höfnina, þegar stór vonzka er í sjó, og er þaðan þó rekin.stór útgerð, sem engum dettur í hug að leggja niður. Þeir vita einnig, að ef bátar em staddir hér úti fyrir og stórsjór er kominn, þá er þeim opin leið inn á Eyja- f jörð, og þangað munu þeir leita fremur en að tefla á tæpasta vað með að leita hafnar í Ólafs- firði. þÁ BYRJAR sýslunefndar- maðurinn að lýsa hugmynd- um okkar um, hvernig straumar séu á Ólafsfirði og hvemig við álítum, að þeir muni breytast við hafnargerðina. Hvaðan hef ir Kristján Eggertsson þessar hugmyndir okkar? Eg hygg, að eg hafi haft aðstöðu til að kynn- ast hugmyndum eins margra Ólafsfirðinga um þetta mál eins og bréfritarinn, og hefi eg aldrei orðið var við þessar hugmyndir, og dettur mér því í hug, að hann hafi dreymt þetta þessa einu nótt, er hann telur sig hafa gist í Ólafsfirði. Annars virðist sýslu- nefndarmaðurinn líta allmjög á sig sem mann með verkfræðilega þekkingu, og væri svo, að hann sé verkfræðilegur ráðunautur sýslunefndar, þá væri ekki frá- leitt að vænta þess, að sýslu- nefnd léti hann ekki dvelja hér til athugunar meir en eina nótt, þótt eg verði að viðurkenna, að það mun ekki auka á álit Ólafs- firðinga á verkfræðilegri þekk- ingu hans, að hann heldur því fram, að það sé bót fyrir höfn, ef vatnsfall rennur í gegnum hana. Þá segir sýslunefndarmaður- mn: „Þið munuð tæpast búast við því, að stærri skip geri sér tíð- förult inn á þessa höfn. Og stór- Útgerð er með öllu útilokuð Staðurinn hefir engin vaxtar- skilyrði þrátt fyrir höfnina" Þama er um svo ósvífnar stað- hæfingar að ræða, að það gegn- ir furðu, að þær skuli settar fram af manni, sem aðeins hefir dvalið eina nótt á staðnum. Þessi ummæli em það langt fyr- ir neðan allt velsæmi, að eg virði þau ekki þess að ræða þau við hann, enda veit eg, að marg- ir þekkja Ólafsfjörð það mikið, að þeir vita, að hann á mikil vaxtarskilyrði, ef hann fær höfn. gÝSLUNEFNDARMAÐUR- INN gefur landslagslýsingu af Ólafsfirði, þannig: „Brött klettafjöll standa að firðinum báðum megin. Úr þeim hrynur meira og minna á ári hverju á fjörur niður“. Eftir að hafa gef- ið þessa lýsingu á landslagi og afleiðingum þess, stingur hann upp á því, að útgerðin úr Ólafs- fjarðarkauptúni verði flutt að Kleifum, sem eru — eins og hann sjálfsagt veit — spölkom út með firðinum að vestan. Það mætti því láta sér detta í hug, að hann styngi upp á þessu til að koma útgerðinni sem fyrst fyrir kattarnef, svo að hún eftir nokkur ár yrði urðuð undir framhmni klettafjallannna að vestan. En svo mun þó ekki vera, því að hann veit, að vestan fjarðarins eru fjöllin ekki það brött, að árlega hrynji mikið grjót í sjó fram. Nei, það er ó- hætt að flytja byggðina vestur fyrir fjörðinn vegna grjóthruns úr fjöllunum, og skal eg þó ekk- ert dæma um það, hvort byggð- in væri betur komin en þar, sem hún nú er. Ekki get eg ráðlagt hafskip- um — sem hann mun kalla svo — að halda óhikað að bryggju á Kleifum.------------Væri nú svo sem hann segir, að hafskip geti lagzt það nærri landi að kasta megi steini í land, þá skilst mér, að ef byggja á þar hafnargarð, þá komi fljótt fram á það mikið dýpi, að ókleift sé vegna dýrleika að hafa hann það langan, að hann myndi það, er kalla má höfn. Hann telur, að hafnargarður að Kleifum ætti að koma þar utan Við „Á“, og er það í sam- ræmi við hugmynd hans um, að nauðsyn sé, að ár renni í gegn um hafnir. Læt eg svo staðar numið að þessu sinni og sendi sýslunefnd- armanninum kveðju mína. Ólafsfirði 22. júní 1944. Menntaskólinn á Akureyri: STUDENTSPROF 1944 Máladeild. Baldur Jónsson (Ak.) I. 6,61 Bjarni Benediktss. (N.-Múl.) I. 6.87 Einar Eiríksson (Ef.) I. 6.96 Einar H. Eiríksson (ísaf.) I. 6.22 Finnbogi Jónasson (Ak.) I. 6.58 Geir S. Björnsson (Ak.) II. 5.52 Gestur Magnússon (Dal.) I. 6,95 Guðl. Þorvaldss. (Gullbr.) I. 7.36 Guðm. Benediktsson (Hafnf.) I. 7.14 Guðmundur Ólafsson (Barð.) I. 6.89 Guðmundur Skaftason (Ef.) I. 6.09 Guðni Guðmundsson (Rvík) I. 6.50 Gunnar Finnbogason (Mýr.) II. 5.80 Gunnar Jörgensen (Sigluf.) II. 5.72 Gunnar G. Steindórss. (Ak.) II. 4.50 Inger Schiöth (Sigluf.) I. 6.81 Jón Friðriksson (Rvík) II. 5.91 Júlíus Daníelsson (Ef.) I. 6.55 Magnús T. Ólafsson (Barð.) I. 7.14 Margrét Björgvinsdóttir (Ak.) I. 6.28 Páll S. Árdal (Sigluf.) I. 7.40 Runólfur Þórarinsson (N.-ís.) I. 6.50 Rögnvaldur Finnbogas. (Ak.) I. 6.06 Sigfús. Kr. Gunnlaugss. (Ef.) I. 6.80 Soffía Þ. Magnúsdóttir (Dal.) I. 6.82 Stefán H. Einarsson (Ak.) I. 6.19 Víkingur H. Arnórsson (Ef.) I. 6.83 Þorv. G. Kristjánss. (V.-ís.) I. 6.69 UTANSKÓLA: Hafst. Bjargmundss. (Rvík) I. 7.37 Karl Jónasson (Rvík) I. 6.42 Stærðfræðideild. Arnkell Benediktss. (Húnav.) I. 6.82 Ármann Jónsson (Húnav.) II. 4.77 Árni Halldórsson (N.-Múl.) II. 5.38 Eggert Steinsen (Ak.) I. 6.51 Erlingur Guðmundsson (Ak.) I. 7.11 Gunnar Björnsson (N.-Þing.) I. 6.88 Guttormur Þormar (S.-Þing.) I. 7.27 Jón Þorsteinsson (Ak.) I. 6.61 Ólafur Júlíusson (Ak.) II. 5.17 Óttar ísfeld Karlss. (N.-ís.) I. 6.08 Ragnar Emilsson (Hafn.) II. 4.52 Sigurður Jónsson (N.-Múl.) I. 6.97 Sverrir Markússon (Dal.) II. 5.79 Valdemar Jónsson (N.-Múl.) I. 6.21 UTANSKÓLA: Einar B. Sigurðss. (S.-Múl.) III. 4.38 Til þess að standast próf þarf III. einkunn 4.25, til II. einkunnar þarf 4.50, til I. einkunnar 6.00, til ágætis- einkunnar 7.50. Stjómskipaðir prófdómendur voru þeir Björn Bjarnason, cand. marg. í Reykjavík, Brynjólfur Stefánsson, forstjóri í Reykjavík, Friðrik Magn- ússon, lögmaður, Jónas Rafnar yfir- læknir í Kristnesi, séra Guðbrandur Bjömsson, prófastur í Hofsósi, Stein- grímur Jónsson, fyrrv. sýslumaður, Steinn Steinsen, bæjarstjóri. ÚR BYGGÐUM ' BORGAR- \ FJARÐAR. Ritger&asaín Kristleiís Þor- steinssonar að Stóra-Kroppi. Þóröur Kristleifsson bjó til prentunar. Ísaíoldarprentsmiðja, Rvík 1944. þETTA ER MIKIL BÓK að vöxtum, 334 bls. í stóru broti, enda er þarna safnað sam- an öllum ritgerðum Kristleifs, er birzt hafa eftir hann um ýmis efni á undanförnum árum á víð og dreif í blöðum, tímaritum og bókum, — öðrum en Héraðs- sögu Borgarfjarðar, — en auk þess flytur bókin mjög mikið af nýju efni, er hvergi hefir áður birzt á prenti. Sumt af því er meðal lengstu þátta bókarinnar, svo sem: Geitland, Bernsku- minningar, Kalmannstungu- þáttur, Olbogabörn, Vinnuþörf og vinnukapp o. fl. í efnisyfirlit- inu er efni bókarinnar skipt í þessa meginflokka: Ritgerðir um ýmis efni, Dulrænar sagnir, Minningar, en það eru ritgerðir FRÁ BÓKAMARKAÐINUM um einstaka menn, og loks Kennimenn og alþýða, og eru í þeim kafla þættir af Gilsbakka- og Lundarprestum, frásagnir um kirkjurækni og helgihald, borg- firzka jólasiði og fleira þ. u. 1. Fjöldi mynda af einstökum mönnum og borgfirzkri náttúru- fegurð prýðir bókina, og er út- gáfan öll hin veglegasta. Hefir sonur höfundarins, Þórður söng- kennari að Laugarvatni, séð um hana af hinni mestu prýði. Má t. d. geta þess, að við skjótan yf- irlestur virðist mér prófarka- lestur stórum betri en tíðast er hér á landi á þessari öld hraðans hroðvirkninnar í ýmsum grein- um. Kristleifur að Stóra-Kroppi er löngu þjóðkunnur orðinn fyrir ritstörf sín og fræðimennsku, einkum þó síðan Héraðssaga Borgarfjarðar kotn, út, en til þess ritverks lagði hann, svo sem kunnugt er, miklu drýgri skerf en nokkur annar einstakur maður. Hann er manna sann- fróðastur og gjörhugalastur um þær geysilegu og gagngerðu breytingar, sem orðið hafa í ís- lenzku þjóðlífi á hans löngu æfi — hann er nú háaldraður orð- inn — en einkum þó á þeim slóðum, þar sem hann er kunn- ugastur, en það er í Borgarf jarð- arhéraði. Kristleifur fylgir ávallt þeirri reglu að segja satt og ýkjulaust frá, án þess þó „að draga fjöður yfir svo margt, að allt, sem vogað er að segja, sé slétt og bragðlaust“, eins og hann kemst sjálfur að orði á einum stað í Héraðssögunni. Stíll Kristleifs er rólegur og lát- laus, en þó yfirbragðsmikill og ramíslenzkur, og hið sama er að segja um málfar hans allt að öðru leyti. Hitt kemur svo siður þessu máli við — en er þó hug- stætt öllum þeim, sem þekkja hann persónulega — að þessi borgfirzki bændaöldungur er einnig að öðru leyti óvenjulegur maður, drengur og höfðingi. — Bók hans er skemmtilegur og ágætur minnisvarði um íslenzka alþýðumenningu, þar sem hún rís hæst. • J■ Fr. ÁRSRIT Garðyrkjufélags ís- lands 1944 er komið út undir ritstjórn Ingólfs Davíðssonar. Af efni ritsins er hið bezta að segja. Klemenz Kristjánsson rit- ar um kartöfluafbrigði o. fl., Jónas læknir Kristjánsson um garðrækt og manneldi, Bjarni F. Finnbogason um trágarða, Gunnlaugur Kristmundsson um melgrasið, Arnaldur Þór um riddarastjörnu, Ingólfur Davíðs- son um grasbletti og limgerði, gúrkukvilla, fræ og spírun o .fl. — Margt fleira er í ritinu girni- legt til fróðleiks. OLÍUKÁPUR á kr. 49.00. OLÍUFÖT (buxur og treyjur). Kaupfélag Eyfirðinga Járn- og glervörudeild. >••••••••••••< Gluggatjaldagormar, Gluggahengsli, Penslar, Múrbretti. Kaupfélag Eyfirðinga Járn- og glervörudeild.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.