Dagur - 29.06.1944, Blaðsíða 8

Dagur - 29.06.1944, Blaðsíða 8
8 DAGUR Fimmtudagur 29. júní 1944 ÚB BÆ OG BYGGÐ KIRKJAN. Messað í Akureyrar- kirkju kl. 11 árdegis nk. sunnudag. Gjöí til Akureyrarkirkju: Kr. 100 frá N. N. — Þakkir. Á. R. Stúkurnar á Akureyri, „ísafold" og „Brynja“, halda þingfulltrúumoggest- um samsæti í Samkomuhúsi bæjarins föstudaginn 30. júní (á morgun) k. 8 e. h.---Stúkufélagar á Akureyri til- kynni þátttöku sína nú þegar til skrif- stofunnar í Skjaldborg (sími 124) og vitji aðgöngumiða í síðasta lagi í kvöld. Leiðrétting. í síðustu málsgrein í grein Jónasar Baldurssonar á 3. síðu þessa tbl. hefir misprentazt: í hinni nóttlausu veröld DAGSINS í stað VORSINS. Leiðréttist þetta hér með, og er höfundurinn beðinn velvirðing- ar á mistökum. Þá hefir og orðið sú misprentun á sömu síðu 4. dálki 14. 1. a. n. ;— í grein um Hótel Kea — að þar stendur: í sambandi við herberg- ið; á auðvitað að vera: í sambandi við hótelið, o. s. fr. fyrrum bóndi á Grýtubakka, er nýlátinn, rúmlega áttræður að aldri. Hann var fæddur 14. febr. 1864 í Víðigerði í Eyja- firði, þar sem foreldrar hans, Ari Jónsson skáld og kona hans, Rósa Bjarnadóttir, bjuggu þá. Nokkru síðar fluttust þau hjón að Þverá á Staðarbyggð, bjuggu þar lengi og farnaðist vel, og þar óx Bjarni upp til fullorðinsald- urs. Hann kvæntist Snjólaugu Sigfúsdóttur frá Varðgjá, — bjuggu þau fyrst á Svalbarði og síðan á Grýtubakka um fjölda ára og komust í góð efni. Hætti Bjarni búskap fyrir nokkrum árum og hrörnaði mjög síðustu árin, sem hann lifði. Hann var mikill túnræktarmaður og bætti jörð sína mikið. Hann starfaði mikið að bindindismálum, eins og faðir hans hafði gert, og sýndi mikinn áhuga í þeim efn- um. — Hann var gleðimaður og tíðum hrókur alls fagnaðar á mannfundum og í samkvæm- um, góður söngmaður og að öllu drengur góður og vinsæll. Annáll Dags. (Framhald af 1. síðu). og smáa. í fararbroddi var bor- inn stór íslenzkur fáni af Frið- þjófi Pálssyni símstjóra. — 5—6 hundruð manns tók þátt í skrúð- göngunni. Gengið var suður að- algötu bæjarins og að Barnaskól- anum, eða að „Garðarsbæ“. Er talið, að þar hafi bær Garðars Svavarssonar landnámsmanns staðið. — Flutti Júlíus Havsteen sýslumaður þar ræðu og karla- kórinn „Þrymur“ söng ættjarðar- ljóð. — Að því búnu var gengið í kirkju og hlýtt á messu hjá séra Friðrik A. Friðrikssyni. Kl. 16.30 var aftur gengið í kirkju og þar lilýtt á söng og ræðuhöld. — Karl Kristjánsson oddviti talaði fyrir minni íslands og las upp tvö kvæði: Hátíðarljóð Huldu skáld- konu og kvæði eftir Steingrím Baldvinsson, bónda í Nesi, ort í tilefni dagsins. Axel Benedikts- son kennari talaði fyrir minni Orðsending frá slysavarna deildunum á Akureyri Vikuna sem leið var hér í bænum fulltrúi Slysavarnafél. ísl., herra Jón Oddgeir Jónson, er hann á ferðalagi á vegum slysavarnadeildanna og heim- sækir verksmiðjur, ýmsa vinnu- staði, lögreglu, brunalið o. m. fl. lítur eftir öryggi á hverjum stað og leiðbeinir um það sem ábóta- vant er. Hefur hann hvarvetna feng- ið hinar ágætustu viðtökur og notið skilnings viðkomandi að- ila. Slysavarnadeildirnar á Akur- eyri hafa ákveðið að halda nám- skeið í slysavörnum og hjálp í viðlögum. Námskeiðin munu fara fram á kvöldin og hefjast 4. júlí n. k. í Samkomuhúsi bæj- arins. Sérstök kennsla verður fyrir verkstjóra og verksmiðju- fólk, um slysavamir á vinnu- stöðvum og hvað beri að gera til bráðabirgða ef slys ber að höndum. Þá verða og sérstök námskeið fyrir lögregluþjóna, skáta og slökkviliðsmenn. Enn- fremur er í ráði, að hafa nám- skeið fyrir húsmæður og svo fyrir almenning. Á námskeiðunum verður lögð sérstök áhersla á slysavarn- ir á vinnustöðvum og í heima- húsum, ennfremur lífgun drukknaðra og hjálp í viðlögum. Námskeiðin eru ókeypis og ætl- uð öllum, jafnt hvort fólk er í slysavarnadeildunum eða ekki. Á námskeiðunum verður bókin „Hjálp í viðlögum" eftir J. O. J. notuð við kennsluna og fæst sú bók hér hjá bóksölum. - Þeir, sem hafa í hyggju að taka þátt í námskeiðium þess- um, og þeir verða eflaust marg- ir, eftir því sem undirtektir hafa verið, eru beðnir að. láta skrá- setja sig hjá frk. Sesselju Eld- járn, formanni Slysavamafél. kvenna, sími 247, eða hjá Helga Pálssyni, sími 38 og 438. Fulltrúi Slysavarnafélags ís- lands, herra Jón Oddgeir Jóns- son, er nú á námskeiðsferðalagi og mun kenna á Dalvík, Hrísey, Árskógsströnd og Hjalteyri. — Síðan mun hann hefja kennslu hér á Akureyri þ. 4. júlí næstk., eins og áður segir, og jafnframt eiga tal við ýmsa um öryggis- mál. Þingeyjarsýslu og flutti fmmort kvæði. Njáll Bjarnason kennari las kvæði Jóhannesar úr Kötlum, sem verðlaun hlaut ásamt ljóð- um Huldu. Kristján Ólason skrifstofumaður las upp kvæði eftir frú Björgu Pétursdóttur, Húsavík, nefndi liún kvæðið: 20. maí 1944. Júlíus Havsteen las kvæði eftir Sigurð Jónsson skáld á Arnarvatni. Var Björgvin Guð- mundsson tónskáld rétt búinn að semja lag við það. Einar J. Reyn- is talaði fyrir minni Norður- landa og stjórnaði einnig sam- komunni. — Milli erinda söng karlakórinn „Þrymur“ og kirkju- kór Húsavíkur. Var dagur þessi hinn ánægju- legasti, enda var veður eitt hið bezta, sem komið hefir á þessu vori. 100 ára minning samvinnuhreyfingarinnar (Framhald af 1. síðu). með 21457 félagsmönnum og hafði þeim fjölgað um 1268 menn. Á fundinum gengu í Sam- bandið tvö félög: Kaupfélagið „Dagsbrún" í Ölafsvík og Slát- urfélagið „Örlygur“, Gjögrum við Patreksfjörð. Eru því sam- bandsfélögin nú 52. Samkv. tillögu Gunnars Gunn- arssonar skálds á Skriðuklaustri, — en hann var meðal fulltrúa á fundinum — var samþykkt að gefa kr. 20 þús. af ársarði Sam- bandsins til hjálpar nauðstödd- um Dönum, en áður hefir S. í. S. gefið svipaða upphæð til Noregs- söfnunarinnar. Fjársöfnun með- al ísl .samivnnumanna til endur- reisnar samvinnufélaganna í her- numdu löndunum eftir stríðið fer nú fram á vegurn S. í. S. — Þá samþykkti fundurinn ein- róma að skora á Alþingi að veita Gunnari skáldi Gunnarssyni föst, árleg heiðurslaun til æfi- loka. Samvinnuhátíðin að Hrafnagili. Kl. 2 á laugardaginn hófust svo hátíðarhöld þau að Hrafna- gili, er Kaupfélag Eyfirðinga og Samband ísl. samvinnufélaga beittu sér fyrir og kostuðu til minningar um 100 ára afmæli samvinnuhreyfingarinnar í heim- inum. Veður var ekki gott, en mikill mannfjöldi streymdi þó að Hrafhagili þennan dag, enda gátu hátíðahöldin fariðfram inn- anhúss í tveim geysistórum skál- um — auk aðstöðu til veitinga — og hrukku þeir þó naumast til að rúrna allan mannfjöldann. — Gjallarhornum hafði verið kom- ið fyrir svo, að allir gátu fylgzt gjörla með því, sem fram fór. — Formaður S. I. S., Einar Árnason fyrrv. alþm., setti samkomuna með ræðu og stjórnaði henni. — Jónas Jónsson alþm. flutti aðal- ræðuna í tilefni dagsins, en aðrir ræðumenn voru: Hermann Jón asson fyrrv. forsætisráðherra, Vil- hjálmur* Þór atvinnumálaráð herra, dr. Richard Beck prófess or, er flutti kveðjur frá Vestur- íslendingum, Gunnar Gunnars- son skáld, Hólmgeir Þorsteins son bóndi að Hrafnagili, Ingi' mar Eydal ritstjóri og Bernharð Stefánsson alþm. \7oru ræðurnar hinar snjöllustu, og hlýddi mannfjöldinn á þær með athygli og þakkaði ræðumönnum með dynjandi lófataki. Mátti glöggt á því marka.m. a., hve sterk ítök málstaður samvinnunnar á í hér aðsbúum. Karlakórinn Geysir, undir stjórn Ingimundar Árna- sonar, skemmti með söng milli ávarpanna, kvikmynd var sýnc lengi dags og fleira um hönd haft skemmtunar. Loks var dans stiginn , í veizluskálunum um kvöldið. Hátíðarhöld þessi fóru öl fram með miklum menningar- og myndarbrag, svo sem bezt hæfði tilefni þeirra, og voru öll- um hlutaðeigendum til verð- skuldaðs sóma. Gúmmístakkar koma með ,,Selfossi“ Vöruhús Akureyrar XILIFERÐALAGA; Rykfrakkar, vatnsheldir, Gúmmíkápur, Olíukápur, Stormtreyjur, Stormblússur, Bakpokar, Svefnpokar, Ullarteppi, Vattteppi, Kventöskur með axlaról, mjög hentugar. BRAUNS VERZLUN Páll Sigurgeirsson L Ný verzlun, ÁSBYRG var opnuð síðastliðinn laugardag í Skipagötu 2. Mikið úrval af alls konar smávöru, svo sem: V ef naðarvörum, Sportvörum, Snyrtivörum, Músíkvörum, Tóbaks- og sælgætisvörum. Komið og reynið viðskiptin, — það mun borga sig. Virðingarfyllst. LOFTUR EINARSSON. KHKhKhKhKhKhKhKhKhKhKhKhKhKhKhKhKhKhKhKhKhKKhKhKhKhK Barnavagn óskast keyptur, afgr. vísar á. PRJÓNAVÉL 160 nála, með tilheyrandi áhöldum, til sölu. Upplýsingar hjá Halldóri Jónssyni Oddag. 7 Akureyri og undirrituðum. Jón Halldórsson, Grímsnesi, Dalvík. STÓRSTÚKUÞINGIÐ. (Framhald af 1. síðu). ur-íslendinga. — Stigveitingar hafa farið fram á þinginu, og var 24 templurum veitt stórstúku- stigið. Reykvískir templarar hafa gef- ið 3 þús. kr., er varið skal til þess að reisa minnisvarað til heiðurs Friðbirni Steinssyni bóksala, en hann var einn af fyrstu og fremstu brautryðjendum Good- templarareglunnar hér í bænum og landinu. Á mánudagskvöldið héldu templarar kynningarkvöld í Samkomuhúsi bæjarins, og er þess getið á öðrum stað hér í blaðinu. Flutti stórtemplar þar ávarp til gestanna, en forseti bæjarstjórnar Akureyrar, Ámi Jóhannsson, þakkaði fyrir hönd þeirra. Silkisokkar Verð frá 5 kr. parið. Hannyrðaverzlun Ragnh. O. Bjömsson. HROSS ASÝNIN G AR verða haldnar 11. júlí n. k. kl. 13 að Reistará og 12. júlí á sama tíma að Grund í Eyjafirði BÚNAÐARSAMBAND EYJAFJARÐAR. KARLMANNS-ARMBANDS- ÚR tapaðst frá Hafnarstræti 37 á leiðinni út í bæ, miðvikudag- inn 21. þ. m. Finnandi vinsam- lega beðinn að skila því í Hafn- arstræti 37, niðri, gegn fundar- launum. HEFI TVO 2 Vá tonns vörubíla til sölu, með vökvasturtum og í góðu lagi. Einnig 1V2 tonns vörubíl og óuppsett- an 8 sylindra „Ford“- mó- tor. GUÐM. BENEDIKTSSON fré Moldhaugum. Amerísk Magazín, leynilögreglu- og glæpasögur o. fl. — Áður kr. 2.00 og kr. 3.00. — Nú kr. 1.00 og kr. 1.50. Tilvalin lesning í sumarfríið. Lítið í austasta gluggann í Bókaverzlun ÞORST. THORUQUS *$******

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.