Dagur - 06.07.1944, Blaðsíða 6

Dagur - 06.07.1944, Blaðsíða 6
6 DAGUR Fimmtudagur 6. júlí 1944 (Framhald). Hún reyndi ennþá að frelsa sig úr klóm hans. Hún tók á öllu, sem hún átti til, blóðið steig henni til höfuðs, og henni fundust æðarnar ætla að bresta. En þá íæsti hann stálgreipunum um hana svo fast, að hún hljóðaði af sársauka. Jafnskjótt féll hún í ómegin. Eftir langa stund reis lögregluforinginn upp af legubekknum. Honum þótti fyrir því, að stúlkan hafði verið meðvitundarlaus all- an tímann, en þó hafði það gefið honum hina langþráðu eignar- og yfirráðatilfinningu. Já, fögur var hún og heillandi, og hann hafði beygt hana undir vilja sinn. Allt varð að lúta vilja hans. Milada var að rakna úr'öngvitinu. Hann gekk inn í næsta her- berginu til þess að ná í flösku og glös. Þegar hann kom inn í skrif- stofuna aftur lá lmn með opin augun og liafði nælt rifnum kjóln- um að sér. Hann hellti í glas og rétti henni. Hún hristi höfuðið og gráturinn braust fram á varir hennar. Þungar, þurrar ekkastunur. Hún vildi ekki gráta i augsýn hans, og brátt tókst henni að stöðva hinar krampakenndu gráthviður, sem sett hafði að henni. t „Eitt staup hressir yðurl“ sagði hann. „Og skemmtileg músik róar taugarnar.“ Hann gekk að útvarpstækinu og opnaði það. Tón- ar Hohenfriedberger Marsch bárust um Iierbergið. „Eg er hræddur um, að eg þurfi að útvega yður nýjan kjól,“ hélt hann áfram. „Hvaða litur fellur yður bezt?“ Göngulaginu lauk og þulurinn tilkynnti, að fréttir myndu lesn- ar innan lítillar stundar. „Langar yður til þess að heyra fréttirnar," sagði Reinhardt og var hin kumpánalegasti. „Þér þurfið ekki að spyrja mig hvort mig langi til eins eða neins," svaraði hún bitrum rómi. „Aldeilis rétt hjá yður, stúlka mín, — en kurteisin sakar nú ekki á stundum. ... “ Allt í einu fannst Milödu kraftaverk gerast. Því að um herberg- ið allt, hornanna í milli, ómaði rödd Breda og hún fann nærveru lians. Það var röddin hans, sterkleg, hreimfögur og áköf. Það var ekki um að villast. „Borgarar £ Prag! Á morgun eiga tuttugu gislar að láta lífið fyr- ir dráp eins Þjóðverja — liðsforingjans Glasenapp. — En þessi liðs- foringi var ekki myrtur. Hann framdi sjálfsmorð.“ Reinhardt var orðinn öskugrár í framan. Hann þaut að skrif- borðinu sínu og greip símann, flækti hendurnar í þræðinum í óða- gotinu, blótaði og kallaði. - „í þessu landi eru engin lög til lengur, — ekki einu sinni nazista- lög. Þeir drepa til þess eins að drepa og kvelja til þess eins að njóta kvala okkar.“ Milada var staðin á fætur, áköf, hrifin, — fagnandi. Orðin voru til allra, en rödd Breda talaði til hennar. Á mestu niðurlægingar- stund lífs hennar hafði hann hefnt hennar grimmilega. Eg er hjá þér, ástvinur, hjá þér, þrátt fyrir allt. Þessi orð ómuðu í sál hennar, eins og fagur, glaður söngur. „Héðan af getur engin frambærileg ástæða verið fyrir því, að við lifum friðsamlega við hlið innrásarhersins. Við verðum að berjast við hann. Við verðum að ónýta þau verk, sem þeir ætla okkur að vinna, sprengja í loft upp járnbrautarlestirnar, sem þeir senda um landið, brenna birgðaskemmur þeirra, ökutæki þeirra, íbúðarhverfi þeirra.“ „Stöðvið þetta,“ öskraði Reinhardt í símann, — „stöðvið þetta.“ „Þið getið það ekki,“ hrópaði Milada. „Við erum hér, við erum þar og alls staðarl" „Kúgum þá, eins og þeir kúga okkur! Berjum þá, eins og þeir berja okkur. Drepum þá, eins og þeir drepa okkur.“ Reinhardt barði hnefanum í skrifborðið. Hann ranghvolfdi aug- unum og öskraði skipunarorð, ýmist í símann eða til undirmanna sinna í næsta herbergi. Hvellt málmhljóð heyrðist í gjallarhorninu. Þulurinn, móður og auðheyrilega yfirkominn af skelfingu, bað afsökunar. Það höfðu orðið mistök. Dálítil mistök í útsendingunni. Nú mundi verða nokkurt hlé, en útvarp síðan hefjast aftur á fréttum. Reinhardt skálmaði yfir gólfið og lokaði fyrir. Hann gekk ekki að því gruflandi hvað þetta þýddi. Leyndarmálið, sem hann hafði lagt svo ríkt á að varðveita, var nú komið út um borg og byggð, mundi á hvers manns vörum. Allir vissu það. Ráðagerðir hans, allar hinar sniðugu áætlanir, — allt starf hans í þessu máli, — allt sa^nan til einskis. — Hvert einasta mannsbarn í Prag mundi hlæja að honum! og Heydrich! Heydrich, — nú mundi hann allt í einu eftir honum, og ísköld skelfingin laumaðist niður bakið á honum. Ríkisvemdarinn var ekki vanur að sýna miskunn, þegar undir- menn hans gerðu axarsköft. Hann heyrði einhvern hlæja. Hlæið! Hlæið bara, hugsaðí hann. Allur lýðurinn hlær hvort gem er. Hann leit upp og 6á, að það var Milada, sem hló. Það tilkynnist vinum og vandamönnum, að konan mín og móðir okkar, RÁÐHILDUR INGVARSDÓTTIR, andaðist á heimili okkar, Hrafnsstöðum í Svarfaðardal, föstudaginn 30. júní. Jarðarförin er ákveðin laugardaginn 8. júní og hefst með húskveðju á heimili okkar kl. 1 eftir hádegi. Páll Friðfinnsson. Kristín Pálsdóttir. Gunnar Pálsson. Alúðar þakkir vottum við undirr. öllum þeim, eem auðsýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför AUÐAR ÞORSTEINSDÓTTUR, húsfreyju, Gnúpufelli, sem lézt á heimili sínu 5. f. m., og jörðuð að Saurbæ 15. s. m. Aðstandendur. UTSÖLUVERÐ á amerískum vindlingum má ekki vera hesrra en hér segir: Lucky Strike ..... 20 stk. pakkinn .... kr..3.40 Old Gold ......... 20 stk. pakkinn .... kr. 3.40 Raleigh .......... 20 stk. pakkinn .... kr. 3.40 Camel .......... 20. stk. pakkinn .... kr. 3.40 Pall Mall......... 20 stk. pakkinn .... kr.. 4.00 Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má útsöluverð vera 5% heerra vegna flutningskostnaðar. TÓBAKSEINKASALA RÍKISINS FRÁ LANDSSÍMANUM Tvær stúlkur verða teknar til náms á lands- símastöðina í þessum mánuði. Eiginhandar- umsóknir, þar sem getið er aldurs og mennt- unar sendist undirrituðum fyrir 10. þ. m. Símastjórinn á Akureyri. GUNNAR SCHRAM. KOTAB TIMBUR járn, ágœtt í þök á hlöður og geymsluhús, ein- angrunarefni (tré-tex), gluggar, hurðir o. fl., selt með tækifœrisverði meðan birgðir endast. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Byggingarvörudeild. (Sun-tan) nýkomin frá Ameríku. Reynið eitt glas Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeild. krem, vötn, kústar, blöð. Handáburður. Andlitsolía. Kaupfélag Eyfirðinga. Nýlenduvörud. og útibú. GRAPE FRUIT ávaxtasafi í dósum, sætur og ósætur Nýlenduvörudeild og útibú. KELLOGGS-vörur: Corn Flakes All Bran Rice Krispies Krumbles Nýlcnduvörudeild og útibú.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.