Dagur - 11.01.1945, Blaðsíða 1
ANNALL
DAGS
■ ...
ERLENDUR.
5. janúar. Montgomery tekur
við yfirherstjórn norðan Ar-
dennafleygs Þjóðverja, en Brad-
ley sunnan fleygsins. Báðir lúta
yfirstjórn Eisenliowers. Banda-
menn sækja á við norðurhlið
fleygsins, vörn Þjóðverja mjög
hörð. Bilið milli herjanna sunn-
an og norðan fleygsins 22 km. —
Ghurchill kemur heim úr Frakk-
landsferð. Riissar viðurkenna
Lublinnefndina, sem bráða-
birgðastjórn Póllands. Bretar og
Bandaríkjamenn viðurkenna
áfram útlagastjórnina í London.
Þetta mál talið eitt alvarlegasta
ágreiningsefni Bandamanna. —
Þjóðverjar hefja gagnsókn fyrir
vestan Búdapest.
6. janúar. Hæg sókn Banda-
m^nna á Ardennasvæðinu.
Þjóðverjar sækja á fyrir norðan
og austan Strasbourg. — Mót-
spyrnu Elas-flokkanna í Aþenu
og Pireus lýkur. — Roosevelt
ávarjiar þjóð sína. Ræðir um
styrjaldarhorfur og ágreinings-
mál heima og erlendis. — Franski
rithöfundurinn Romain Rolland
látinn.
7. janúar. Amerískar risaflug-
vélar og herskip hefja árásir á
stöðvar Japana á Luzoney, Fil-
ippseyjum og á Formosa. Japan-
ar telja árásirnar upphaf innrás-
ar Bandaríkjamanna á Luzon.
Ekkert sagt um þetta efni meðal
Bandamanna. Lítil breyting á
vesturvígstöðvunum. Þjóðverjar
koma framsveitum yfir Rín,
skammt frá Strasbourg. Banda-
menn sækja á norðan og sunnan
fleygs Þjóðverja. Bilið milli
herja þeitra 19 km. Þjóðverjar
taka samgöngumiðstöðvar vestan
Budapest. Áframhald á bardög-
um í borginni.
8. janúar. Frakkar kveðja sex
árganga til vopna. Miklar loft-
árásir á Þýzkaland, 12. loftárásar-
dagurinn í röð. Lítil breyting á
vígstöðunni í Ardennafjöllum og
við Budapest.
9. janúar. Lítil breyting á
vesturvígstöðvunum. Banda-
menn vinna þó lítið eittá á Ar-
dennasvæðinu, þrátt fyrir hríð-
arveður og ofsalega andspvrnu
Þjóðverja. Bandaríkjamenn gera
loftáiás á Tokyo og fleiri staði í
Japan. Áframhald á árásum á
Formosa.
10. janúar. MacArthur til-
kynnir að innxás Bandaríkja-
manna á Luzon, sem er mest
Filippseyja, sé hafin. Hernaðar-
útgjöld USA næsta fjárhagsár
áætl. 70 milljarðar dollara.
Friðrik Þorgrímsson
úrsmiður, 75 ára
Einn af elztu og velmetnustu
borgurum bæjarins, Friðrik Þor-
grímsson, úrsmiður, verður 75
ára næstk. þriðjudag. — Friðrik
/ hefir dvalið hér í bænum mest-
allan aldur sinn og stundað úr-
smíðar um áratugi. Þessa merka
borgara og iðnaðarmanns verð-
ur nánar minnzt hér í blaðinu
Siðav,
XXVIII. árg. Akureyri, fimmtudaginn 11. janúar 1945. 2 tbl.
Undarlegur málflulningur sljórnarflokkanna i hneykslis-
Nýju vegargerðinni yiir Öxnadals- heildsalanna
heiði og um Norðurárdai væntaniega
lokið á næstu 4-5 árum
Kommúnistar beina örvum sínum að fyrrv. ríkis-
stjórn aðallega, en ekki hinum ákærðu heildsölum.
Sjálfstæðisblöðin ræða ekki málið.
Líklegt að sú leið verði þá jafnaðarlega bílfær
allt árið.
Úr greinargerð vegamálastjóra um vega- og brú-
argerðir 1944.
Ríkisstjórnin hefir ennþá ekki fyrirskipað
opinbera rannsókn.
Eins og lauslega var frá greint í síðasta blaði hóf verðlagseftir-
litið aðgerðir nú um áramótin til þess að stemma stigu við óhæfi-
legu okri á neyzluvörum almennings af hálfu heildsölufyrirtækja í
Reykjavík. Eitt fyirirtæki var kært fyrir sakadómara í Reykjavík
fyrir áramótin. Var það fyrirtækið G. Helgason & Melsted og laust
eftir nýjár sendi verðlagseftirlitið kæru á heildsölufirmað O. John-
son & Kaaber. Báðum fyrirtækjunum er gefið að sök, að þau hafi
pjÁRVEITINGAR í fjárlög-
um til vegamála voru rúmar
14 millj. kir., en samtals hefir
heildarkostnaður orðið hátt á 17.
millj. króna. Hér af ervorueftir-
stöðvar frá árinu 1943 um 1,5
millj. kr. og um 1,7 millj. kr.
greiðslur frá setuliðinu til við-
halds þjóðvega. Er þetta hærri
upphæð en nokkru sinni fyrr, en
aðgætandi er, að vegna verð-
hækkunar á öllum sviðum eru
framkvæmdir ekki mjög miklu
meiri en áður, og jafnvel nokkru
minni en 1943, en þá nam heild-
areyðslan urn 16,4 millj. kr.
Að nýbyggingu á þjóðvegum
var unnið á um 100 vegaköflum
víðs vegar um land allt fyrir
samtals nær 6 millj. kr. Frestað
var vinnu á nokkrum köflum,
sumpart vegna lítils framboðs
verkamanna, en sumpart vegna
vöntunar á stórvirkum vélum.
Geymast þær fjlrveitingar til
næsta árs.
Margar stórvirkar vélar hafa
verið í pöntun, surnar meir en
árlangt, en vegna þess að út-
flutningsleyfi hafa ekki fengist,
hafa engar slíkar vélar bætzt við
til afnota 1944. Hafa-því aðeins
verið í notkun þær 3 jarðýtur,
sem vegagerðin á, auk 2—3
annarra, sem leigðar hafa verið
um tíma og nokkurra véla, sem
setuliðið hefir lánað um tíma.
Virðist nú nokkur von um að
eittbvað rýmkist um útflutn-
ingsleyfi. Samtals eru meir en 30
slíkar vélar í pöntun, bæði jarð-1
ýtur, vegheflar, grafvélar og
ámokstrarvélar. Fjárveitingar
1944 og 1945 til vélakaupa eru
samtals 2,4 millj. kr. Er vitan-
lega gert allt sem unnt er til
þess að ná sem flestum vélanna
fyrir vorið, enda veltur mjög á
því um framkvæmdir á næsta
ári, svo mjög, að sjálfsagt þykir
Aðalfundur miðstjórnar
F ramsóknarf lokksins.
Ákveðið hefir verið, að aðal-
fundur miðstjórnar Framsókn-
arflokksins hefjist i Reykjavík
hinrn 6, febrúar naestkomandi,
að fresta ýmsum nýbyggingum,
nema lientugar vélar fáist, þar
eð kostnaður myndi ella fara
fram úr öllu hófi.
Á Norðurlandsleið var mest
unnið í þessum köflum: Hafnar-
fjallsvegi í Vatnsskarði og í
Öxnadal. Nýgerði kaflinn í
Hafnarfjallsvegi kemur ekki að
notum nema að nokkru leyti
fyrr en fullgerður er tæplega 5
km. kafli til viðbótar í Hafnar-
skógi, sem gerður verður á næsta
ári. Þegar ennfremur er lokið
þar, væntanlega 1945, tæplega 5
km. kafla um Fiskilækjarmela,
verður fullgerður upphleyptur
vegur frá Akranesi til Borgar-
fjarðarhéraðs og á þá að vera
fengin þar örugg vetrarleið.
Vatnsskarðsvegur er nú kominn
svo langt, að vænta má, að full-
gerður verði á næsta ári nema e.
t. v. smákaflar hjá Bólstaðarhlíð
og Víðimýri. Á Öxnadalsheiði er
fullgerður kaflinn upp brekk-
una hjá Bakkaseli að Grjótá og
nokkuð byrjuð vegagerð vestar.
Vegurinn frá Silfrastöðum um
Norðurárdal norður að Grjótá
er um 22 km. að lengd og tepp-
ist venjulega þegar kemur fram
á haust og fram í júníbyrjun.
Þarf að leggja áherzlu á að ljúka
honum sem fyrst, og fá til hans
hærri fjárveitingar, en nú, þegar
lokið er Vatnsskarðsvegi. í ár
var mest unnið í Öxnadal innan-
verðum og lokið þar kaflanum
innan við Öxnadalsá, ennfremur
nokkurn kafla utar. Eru þar þó
enn ólagðir 3,5 km., sem væntan-
lega verða fullgerðir á næsta ári.
Þegar lokið er vegagerð um
Norðurárdal og Öxnadalsheiði,
væntanlega eftir 4—5 ár má gera
sér von um, að leiðin til Akur-
eyrar verði jafnaðarlega bílfær í
snjóléttum vetrum. Á Norður-
landsleið var ennfremur unnið
að nýlagningu í Húnavatnssýslu
hjá Enniskoti og hjá Bólstaðar-
hlíð. Verða þeir kaflar fullgerðir
á næsta ári og mun þá batna all-
verulega vetrarleiðin.
Á Norðurlandi var auk aðal-
(Fminhnid i 7. »íðu),
látið umboðsmenn sína eða úti-
hú í Ameríku reikna sér stórum
hærri umboðslaun en heimilt
er, eða með öðrum orðum, falsa
þá innkaupsreikninga, sem lagð-
ir eru íslenzkum yfirvöldum í
liendur. Jal'nframt var upplýst,
að mörg önnur fyrirtæki hefðu
þrjóskazt við að senda verðlags-
eftirlitinu . frumrit innkaups-
reikninga og leikur því grunur
á að þau séu einnig sek í þessu
efni. Viðskiptaráðið hefir gefið
þessum fyrirtækjum frest til 20.
febrúar til þess að skila reikn-
ingum og verður þeim ekki út-
hlutað innflutningsleyfum á
meðan.
Talið er í sunnanblöðunum,
að hér sé um stórfelld hneykslis-
mál að ræða. Hafa orðið snarp-
ar umræður um þau í öllum
blöðum höfuðstaðarins, nema
Morgunblaðinu og Vísir. Morg-
unblaðið hafði þegar síðast frétt-
ist tekið þann kostinn að leiða
málið að mestu hjá sér og hafði
aðeins birt greinargerð Við-
skiptaráðs athugasemdalaust og
réttina um kæruna til sakadóm-
íra, einnig athugasemdalaust af
olaðsins hálfu.
Verkamannafélagið skor-
ar á bæjarstjórn að hefja
atvinmiframkvæmdir
nú þegar
yERKAMANNAFÉLAG
Akureyarrkaupstaðar hefir
sent bæjarstjórn Akureyrar
áskorun um, að láta þegar hefja
atvinnuhótavinnu fyrir 80—100
manns. Telur félagið a. m. k. svo
marga verkamenn í bænum at-
vinnulausa um þessar mundir.
Félagið bendir á eftirfarandi
verkefni: Grjótsprenging og
mölun á grjóti, áframhald vinnu
við hafnargarðinn á Oddeyri og
útgröftur á lóðum þeim, sem
bærinn á við vestanvert Hafnar-
stnpti.
Kommúnistar undirbúa undan-
hald.
Af hálfu stjórnarliðsins er því
svo að sjá, sem kommúnistum sé
ætlað að ræða málið á opinber-
um vettvangi og marka þá
stefnu, sem ríkisvaldið tekur í
málinu. Skrif kommúnista eru
með undarlegum og nær óskilj-
anlegum hætti, nema að tilgang-
urinn sé sá, að hjálpa til þess að
kveða það niður og fyrirbyggja
opinbera rannsókn málsins. Þyk-
ir nú margt benda til þess, að
þeir ætli að þægjast Sjálfstæðis-
forystunni og bjarga stjórnar-
samvinnunni í bráð með því að
leiða málið inn á annarlegan
vettvang og þagga það síðan
niður.
Það, sem. einkum bendir til
(Framhald á 8. síðu).
Bílstjórar vilja að bærinn
kaupi veghefil
gÍLSTJÓRAFÉLAG AKUR-
. EYRAR hefir skorað á bæj-
arstjórn Akureyrar að gera nú
þegar ráðstafanir til þess að
kaupa nýjan veghefil til notkun-
ar í bænum. í erindi sínu benda
bílstjórarnir á það, að til þessa
hafi einum veghefli verið ætlað
að hefla alla vegi frá Akureyri, þ.
e. Eyjafjraðarbraut, Vaðlaheíði,
Dalvíkurveg, Kræklingahlíð og
Öxnadal, að Bakkaseli. Auk þess
göturnar í bænum. Hefillinn var
í ólagi í sumar og annaði þá ekki
nær því öllu þessu svæði og um
miðjan september bilaði hann
alveg og komst ekki í lag í tæka
tíð í haust. Af þessu leiddi meðal
annars það, að göturnar í bæn-
um voru mjög slæmar yfirferðar
í sumar og haust, svo að til stór-
vandræða horfði. Bílstjórarnir
halda því fram, að þetta verkefni
sé ofviða einum hefli, þótt i lagi
væri, og þess vegna sé nauðsyn-
legt, að bærinn eigi veghefil til
þess að halda vegum í bænum og
Frarohalú á 8. siðu.