Dagur - 11.01.1945, Blaðsíða 7

Dagur - 11.01.1945, Blaðsíða 7
Fimmtudaginií 11. janúar 1945. D A G U R 7 Tilkynning Með tilvísun til tilkynningar Viðskiptaráðsins, dags. 11. okt. s.l., hefur ráðið ákveðið, að frá og með 15. jam 1945 skuli vörubirgðir, sem eru eldri en frá 6. okt. 1944, verðlagðar samkvæmt ákvæðum tilkynningar þessarar. Þetta tekur þó aðeins til þeirra vörutegunda, sem verðlagsákvæði voru sett um í fyrsta sinni með ofangreindri til- kynningu. Reykjavík, 27. des. 1944. V erðlagsst jórinn FÉLAGSRAÐSFUNDUR K. E. A. verður haldinn á Akureyri, föstudaginn 19. janúar n.k. og hefst í starfsmannasal félagsins kl. U/2 e. h. Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga. Efemía Benediktsdóttir, kona kona Gísla Konráðssonar, var ágætlega hagorð. — Var það j almæli, að ort hefði hún bezt j kveðnu rímuna í Andrarímum — Draugsrímuna sem kölluð var, — og hendir ein vísa í mansöng rímunnar á, að svo muni hafa verið. Þegar þau hjón bjuggu í Skagafirði, var eitt sinn hjá þeim unglingsstúlka, er Gísli hafði oft gaman af að glettast við. — Var það vani Efemíu, eins og þá var reyndar altítt, að skammta fólki sínu í búri og láta vinnukonur eða unglinga bera matinn til baðstofu. — Var það þá eitt kvöld, að hún var að skammta, og unglingstsúlkan að bera inn. — Bar hún sig þá upp við húsmóður sína um það, að í hvert sinn, er hún kæmi inn, kvæði Gísli um 'sig níðvísur. — Sagði þá Efemía, að sjálf skyldi hún fara með næsta skammt; tók hún þá matinn og gekk til baðstofu. — Gísli sat á rúmi sínu og kembdi ull, leit hann ekki af kömbunum, en kvað þegar við raust, er hann heyrði að irtn var komið, og byrjaði þarmig: Enga kurt her auðarlín, er í ringu standi, en ekki komst hann lengra, því Efemía tók þegar við og sagði: Konráðsson við konu sín kveður svolátandi. Varð Gísla bilt, við og er þess ekki getið, að harm hafi skemmt sér þenna leik aftur. (Handrit Harmesar í Hleið- argarði). ★ Gáta eftir Þorvald Jóhannes- son, sem dáinn er fyrir allmörg- um árum og átti síðast heima i Rauðhúsum i Saurbæjarhreppi. Fyrst var eg drykkur af feitum klerks- nafna, sem torðum var mikill fræðimaður. Þar næst var eg af hyrsinnishlóðum hreint lagðut flatur við raméjörva byééiné- Svo var eg stunéinn 'með sverðatýs- heiti oé fleinum úr melrakkabýli troðið í éötin! eé teyéðist þá allur, unz teyéjan í mér var klárleéa þrotin. Þeir voru reknir með fjallaófæru, féll mér það hvorki vel eða illa. Veran þar éerði miévíst mjöéóþjálan, var þar kafþoka flest um daéa. Loksins var eé þó burt þaðan, mié lanéaði ei heldur í meira af svo éóðu, en það var samt ekki alltsaman búið: Eg var strax keyrður saman tvöfaldur oé við mié brúkuð aðferð, er hafa aðérundir þá er tilbúa rekkum hreint ómissandi hrollkuldaverjur. Hér við eé breyttist oé það ekki lítið. Eé varð á svipstundu allsannarseðlis, áreiðanleéa af blauðu kyni. En svo að þessu öllu búnu í mié var látið bjaðarreyfi. Ráðninéar sendist blaðinu. ★ Sigluvíkur-Sveinn, æm eitt sinn átti heima á Kjarna og var stundum kenndur við þann bæ kvað eftirfarandi vísu um Sig- urð nokkurn Kristjánsson, sem einnig var hagorður og þótti nokkuð níðyrtur í kveðskap þegar því var að skipta: Nef ber strýlu náfölur, napurt vítir meðbræður, innföll skrítin oft hefur einn frá Grýtu Sigurður. Sigurður svaraði með þessari stöku um Svein: Kjarna-Sveinn illhvataður, hvergi hreinn, lúsataður, í hrygg óbeinn, marghataður, hórdóm einn í rataður. Úr greinargerð vegamáiastjórá. (Framhald af 1. síðu). eiðarinnar sérstaklega unnið í Skagastrandarvegi, Út-Blöndu- 11 íðarvegi, S iglu f jarðarskarðs- vegi, Svalbarðsstrandarvegi og Brekknaheiðarvegi. í Skaga- strandarvegi er verið að leggja nýjan vegkafia skammt utan við Blönduós út að Laxá, og mun meginhluti hans verða fullgerð- ur á næstu 2 árum. í Blöndu- hlíð í Skagafirði er nú kominn allgóður vegur frá Héraðsvatna- brú á Grundarstokki um 12 km. út byggðina og er þá leið þessi austan vatna, alla leið að ytri arúnni orðin nokkuð greiður vegur. í Siglufjarðarvegi var mest unnið í Fljótum og er nú orðið bílfært skammt út fyrir Hraun, en að norðan upp í há-. skarðið, sem er rúmlega 600 m. yfir sjó. Er fyrirhugað að ljúka vegagerð þessari á 2 árum. Á Svalbarðsströnd er fyrirhugaður vegur allt út til Höfðaverfis. Varð kaflinn út að Miðvík full- gerður í ár, en ólagðir eru enn um 6 km., sem ætti að ljúkast á 3 árum. Brekknaheiðarvegur liggur frá Þórshöfn áleiðis til Langanesstranda og eru enn ólagðir um 6 km. til byggðar ná- lægt Gunnólfsvík. Á Austurlandi var víða unnið að minniháttar vegagerðum, en vegna manneklu og vélavöntun- ar var frestað vinna í Odds- skarðsvegi milli Eskifjarðar og Norðfjarðar, svo og að mestu ieyti í Fjarðarheiði. Nokkuð var unnið í Fáskrúðsfjarðarvegi, sem nú er nær því kominn að Hafra- nesi við Reyðarfjörð, en þaðan er hæg sjóferð innfjarðar til Eskifjarðar. Lengd akfærra þjóðvega er nú nær 4500 km. og eðlilegt, að við- halds- og nauðsynlegasti um- bótakostnaður nemi árlega all- miklu fé. Hann varð þannig alls irúmar 11 millj. kr. 1943, en 1944 væntanlega um 8 millj. kr. Allmargar nýjar brýr voru gerðar, en flestar smáar, og varið samtals til brúargerða nær 1 millj. kr. Eru þessar helztar á Norðurlandi: Vesturhópshólaá í Húnavatnssýslu, Kornsá í Vatns- dal, Brúnastaðaá í Fljótum og Reykjadalsá hjá Laugaskóla í Þingeyjarsýslu. — Fjárveitingar voru fyrir hendi til 20 annarra brúa, víðsvegar á landinu, en þeim varð að fresta, sumpart vegna vöntunar á efni og brúar- smiðum. F. H. Cumberworth „Pabbi er með inflúeiuu, börnin mega ekki koma inn.“ BILLI: „Það hlýtur að vera dæmalaust gott, að fá „l>ú mátt koma inn, mamma, 'við liöfum líka inflúenzu." inflúenzu, — sérðu jarðarberjaklasann, sem pabbi faer,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.