Dagur - 11.01.1945, Blaðsíða 8
s
D AGUR
Fimmtudagirm 11. «jahúar 1945.
HEILDSALAMALIÐ
Hérmeð tilkynnist vinum og vandamönnum, að
móðursystir mín,
KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR,
andaðist þann 8. þ. m. Ákveðið er, að iarðaríörin fari fram að
Grund í Eyjafirði, þriðjudaginn 1B. þ. m., og hefst með bæn á
heijnili hennar, Skólastíg 7, Akureyri, kl. 11 f. hád.
Akureyri, 11. ianúar 1945.
Jónas Kristjánsson.
Jarðarför SIGURLÍNU JÓNSDÓTTUR frá Látrum, fer fram
frá Akureyrarkirkju, föstudaginn 12. ianúar, kl. 1 e. h.
Aðstandendur.
Árshátið Knattspyrnufélags Akureyrar
verður haldin að HÓTEL NORÐURLAND, laugar-
daginn 20. p. mkl. 8.30 e. h. — Áskriftarlisti liggur
framrni i Bókaverzlun Gunnlaugs Tr. Jónssonar
til 18 þ. m.
SKEMMTINEFNDIN
FATASAUMUR
Höíum íengið mikið úrvcri aí íataefnum,
bæði í vetrar- og sumarfatnað. Tökum
einnig efni til að sauma úr fyrir þá, sem
þess óska.
SAUMASTOFA KAUPFÉLA.GS VERKAMANNA
Strandgötu 7.
OÍHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKH
ÚR BÆ OC BYCGÐ
Rún 59451177.: - Frl.
KIRKJAN. Messað í Akureyrar-
kirkju næstk. sunnudag kl. 2 e. h.
Kveníélagiö „Hlít“ heldur aðal-
fund í Skjaldborg miðvikudaginn 17.
þ. m. kl. 8.30 e. h.
Fimmtugsafmæli átti Tómas
Bjömsson, kaupmaður hér í bænum,
sl. mánudag.
Hjúskapur. Ungfrú Ingunn Hall-
grímsdóttir frá Siglufirði og' Friðfinn-
ur Gíslason, Hátúni, Glerárþorpi.
Hjónaefni. Á gamlársdag opinber-
uðu trúlofun sína ungfrú Guðrún
Baldvinsdóttir, verzlunarmær, Hrísey,
og Björn Björnsson, sjómaður, s. st.
Barnastúkan Samúð heldur fund
næstk. sunnudag kl. 10 f. h. í Skjald-
borg. — Hagnefnd skemmtir og
fræðir.
Noregssöfnunin. Þakksamlega mót-
tekið frá Bened .Einarssyni, Kirkju-
bæ, kr. 50.00. Akureyrardeild Nor-
ræna félagsins.
I. O. G. T. — Stúkan Brynja nr. 99
heldur fund í Skjaldborg þriðjudag-
inn 16. jan. næstk. kl. 8.30 e. h. —
Erindi (Þorl. Jónsson). — Upplestur.
— Framhaldssagan. — Smáleikur. —
Félagar fjölmennið.
Kvennadeild Slysavamafél. Akur-
eyrar heldur fund næstk laugardag
kl. 9 e. h. í Geysisskálanum í Grófar-
gili. Æskilegt að taka með sér kaffi
og handavinnu.
Frá Iðju, Almenn atkvæðagreiðsla
fer fram 13 .og 14. þ. m. um uppsögn
á núgildandi kaupsamndngum við S.
í. S. og K. E. A.
Bílstjórar skora á bæjarstjóm
að kaupa veghefil
(Framhald af 1. síðu).
nágrenni hans í sæmilegu lagi.
Benda þeir og á, að það fé, sem
lagt er í viðhald gatnanna verði
oft á tíðum að engu, í úrkomu-
samri tíð, af því að ekki sé hægt
að hefla göturnar.
Þá er þess að geta, að hefill get-
ur haft þýðingarmiklu hlutverki
að gegna að vetrinum til þess að
færa snjóinn af götunum. Skapar
það mun greiðari umferð um
bæinn og mundi ekki sízt sporna
við því, að keyrt sé allt í sömu
hjólförunum, en það orsakar
óeðlilegt slit á malbiki og götunr
í heild.
Væntanlega tekur bæjarstjórn-
in þetta erindi til afgreiðslu og
úrlausnar hið bráðasta. Það er
mála sannast, að göturnar í bæn-
um og á vegum hér í nágrenninu
hafa í haust og vetur verið í
hörmulegu * ásigkomulagi og
bráð nauðsyn að gera þar ein-
hverja bragarbót á. Tillaga bíl-
stjórafélagsins um nýjan veghefil
sýnist eðlileg og sanngjörn og
ætti bæjarstjórnin að vinda bráð-
an bug á útvegun hefils. Má
benda á það, í þessu sambandi,
að nú fer fram í Reykjavík sala
setuliðsvéla, þar á meðal ein-
hverra vegagerða- og vegavinnu-
véla. Væri ef til vill hægt að leysa
málið á skjótan hátt með kaup-
um af þeim eignum.
JARPUR KEYRSLUHESTUR
í óskilum á Ytri-Bægisá.
TILKYNNING
frá blindraiðn K. T.
Höfum fyrirliggjandi
tvaer stærðir
af dívönum.
Vinnustofan Brekkugötu 15.
(Framhald af 1. síðu).
að svo sé, er þetta: Kommúnist-
ar beina örvum sínum að fyrr\'.
ríkisstjórn, en ekki að hinum
ákærðu heildsölum og okri
þeirra á almenningi. Engin op-
inber rannsókn hefir ennþá
verið fyrirskipuð í málinu. Rík-
isstjórninni þykir ekki ástæða til
að einn þeirra manna, sem
stjórnar öðru hinu ákærða fyrir-
tæki, láti af fyrirhugaðri sendi-
för til Svíþjóðar í erindum rík-
isins.
Skrif kommúnista um fyrrv.
stjórn í þessu sambandi eru
furðuleg. Saka þeir hana um, að
liafa komið i veg fyrir, að hafizt
væri handa, fyrr en nú um ára-
mótin. Þetta er yfirskin eitt, eins
og bezt má marka af því, að
fyrrv. stjórn stofnsetti verðlags-
eftirlitið og Viðskiptaráðið í nú-
verandi mynd. Þessar stofnanir
eru allar skipaðar nær því sömu
mönnum og í tíð fyrrv. stjórnar.
.Undirbúningur málsins hófst í
liennar tíð, eins og gleggst má
sjá af skýrslu Viðskiptaráðsins,
sem birtist í útdrætti hér á eftir.
í tíð núverandi stjórnar liefir
ekkert sérstakt verið gert í þess-
um málum, og engin stefnu-
breyting orðið til af hennar völd-
um. Það, sem nú er aðAoma í
ljós, er árangur af langri rann-
sókn verðlagseftirlitsins.
Þjóðviljinn hefir einkum
reynt að gera Vilhjálm Þór grun-
samlegan í þessu sambandi og
gefið í skyn, að hann hafi þar
einkum borið hag SÍS fyrir
brjósti. Þetta er óheyrilega ósvíf-
in og andstyggileg aðdróttun.
Vilhjálmur Þór mun hafa átt
sinn þátt í því, að því skipulagi
var komið á verðlagseftirl itið,
sem leitt hefir til þessara opin-
berana og um SÍS er það að
segja, að það hefir aldrei haft
neinna hagsmuna að gæta í yfir-
hilmingu verðlagsbrota, heldur
þvert á móti. Sambandið mun
nær því hið eina fyrirtæki, sem
jafnan hefir afhent frumreikn-
inga til verðlagseftirlitsins, enda
öllum landslýð kunnugt, að
ameríkuvörur kaupfélaganna
hafa í fjölda tilfella verið mun
ódýrari, en vörur kaupmanna,
sem verzlað hafa við heildsala.
Hagur Sambandsins er, að gera
sem hagstæðust innkaup og
þeirrar skyldu hefir það jafnan
gætt af fyllsta trúnaði.
Opinber rannsókn
óhjákvæmileg.
Það, sem mörgum mun þykja
ískyggilegt við þetta mál, eru
ekki aðeins brot þeirra tveggja
firma, sem þegar er kunnugt
um, heldur framkoma þeirra
firma, sem alls ekki vilja af-
henda frumreikningafia. Slíkt
getur tæplega skoðast öðruvísi
en eins konar sektarjátning.
Ástæðan til þessarar fram-
komu og margt annað, sem enn
er á huldu í þessu máli, þarf að
upplýsast til fullnustu. Til þess
verða að teljast mjög vafasamar'
líkur, að þær upplýsíngar fáist,
ef ekki verður beitt öðrum að-
ferðum en þeim, sem verðlags-
eftirlitið hefir yfir að ráða.
markaðir, eins og reynzlan hefir
sýnt. Eina vonin til verulegs
árangurs í þessum efnum er, að
ríkisstjórnin iyrirskipi opinbera
allsherjarrannsókn á þessum
brotum og öðrum skyldum. Op-
inber rannsóknardómari hefir
marga' fleiri og betri möguleika
og meira vald til sannanaöflun-
ar en verðlagseftirlitið og hefir
jafnframt betri aðstöðu til að
leita samvinnu erlendra réttar-
valda, ef þörf krefur. Þess verður
því að krefjast, að dómsmálaráð-
herrann fyrirskipi tafarlaust op-
inbera allsherjanannsókn og sjái
um að hún verði framkvæmd nú
þegar. F.r það vitanlega sjálfsagt,
að sú rannsókn verði fram-
kvæmd í náinni samvinnu við
verðlagsráð og joessir tveir aðil-
ar, ráðið og rannsóknardómar-
hin styðji hvorir annan eftii
rnegni.
Greinargerð Viðskiptaráðs.
„Þegar sú breyting var gerð á
verðlagseftirlitinu snemma á ár-
inu 1943, að það var fengið í
hendur Viðskiptaráðinu og sér-
stakur verðlagsstjóri var skipað-
ur, höfðu ýms fyrirtæki í Reykja-
vík umboðsmenn eða útibú í
Bandaríkjunum til Jiess að ann-
ast vörukaup fyrir sig, auk þess
sem nokkrir íslenzkir ríkisborg-
arar höfðu sezt jrar að til að
kaupa vörur fyrir íslenzk fyrir-
tæki í gildandi verðlagsákvæð-
um vorti engin hámarksákvæði
um umboðslaun slíka aðila: . . .
Flálfum mánuði eftir að ráðið
var fullskipað til þess að fjalla
um verðlagsmál, gaf það út nýj-
ar verðlagningareglur, og var
þar m. a. ákveðið, að fyrirtæki,
sem hefðu umboðsmenn eða úti-
bú erlendis, mættu ekki reikna
þeirn meira en 5% í umboðs-
laun.....
Eftirlit með því, hvort fyrir-
mælum um að reikna umboðs-
mönnum í Ameríku aðeins 5%
væri hlýtt, var að ýmsu leyti
mjög erfitt, enda höfðu ýmis fyr-
irtæki erlenda umboðsmenn.
Var þó á ýmsan hátt reynt að
fylgjast með þessu m. a. með því
að athuga, hvort sambærilegar
vörur væru dýrari hjá þeim, sem
hefðu fasta umboðsmenn í
Bandaríkjunum. en öðrum. —
Kom í ýmsum tilfellum í ljós, að
svo virtist, jiótt ógjörningur væri
að færa sönnur á, hver sökin
kynni að vera.
í september 1943 komst verð-
lagseffcirlitið svo að raun um
mjög gildar líkur fyrir því, að
ákveðið fyrirtæki í Reykjavík
léti útibú sitt reikna sér hærri
umboðslaun en heimilt er. Var
nú hafinn víðtækur undirbún-
ingur að rannsókn Jiessa máls,
m. a. með aðstoð ræðismanns ís-
lands í New York. í október var
ákveðið, að verðlagsstjórinn,
sem var á förum til Bandaríkj-
anna ,skyldi einnig athuga þessi
mál þar. Kom hann aftur til
landsins í febrúar 1944. —
Skömmu síðar gaf ráðið út fyrir-
mæli um það, að óheimilt sé að
byggja verðlagningu á vöru-
reikningum íslenzkra borgara í
Bandaríkjunum og litlu síðar
var öllum ínnflytjendum, sgm
verðlagt höfðu vörur á grund-
vejli reikninga frá íslenzkum
TAPAZT HEFIR
frá Sigluvík á Svalbarðs-
strönd, dökkrauður hestur
með litla stjörnu í enni, ó-
járnaður, , brennimerktur á
framhóf St0x.
Ef einhver yrði hestsins
var, er hann beðinn að gjöra
aðvart, annaðhvort í Sigluvík
eða til Stefáns Ingjaldssonar
í Hvarnmi, Grenivik.
umboðsmönnum eða' útibúum,
síðan fyrirmælin um 5% um-
boðslaun voru sett, fyrirskipað
að senda verðlagseftirlitinu
frumreikninga frá erlendum
seljendum. . . . Þegar frumreikn-
ingar tóku að berast, kom í ljós,
að grunur verðlagseftirlitsins
hafði við rök að styðjast. Hins
vegar hafa ýmis fyrirtæki ekki
enn orðið við Jressum fyrirmæl-
um, þrátt fyrir ítrekanir og all-
langan frest, og hefir Viðskipta-
ráðið því ekki séð sér annað
fært en að tilkynna þeim, að
þeim muni framvegis ekki verða
veitt innflutningsleyfi, hafi þau
ekki fullnægt umræddum fyrir-
mælum fyrir 20. febrúar næstk.“.
Síðustu viðbuirðir í málinu.
Verðlagseftirlitið hefir kært
firmað S. Árnason &: Co. fyrir
brot á verðlags- og innflutnings-
ákvæðum, Ólafur Johnson, sem
gegnt hefir störfum í Innkaupa-
nefnd íslenzka ríkisins í Amer-
íku, auk þess sem hann hefir
veitt forstöðu útibúi O. Johnson
& Kaaber í New York, hefir sagt
af sér störfum í nefndinni. Þá er
uppvíst orðið um skyld verðlags-
brot nokkurra skartgripaverzl-
ana í Reykjavík. Mun þar um að
ræða bæði beiii verðlagsbrot og
tollsvik,
Nýkomnar:
,,GEVARET“-filmur, stærð
6—9, með járnspólum.
Balduin Ryel h.f.
Alskozkur hrútur
til sölu. Upplýs hjá Ólafi
Sigurðssyni, Gilsá eða Aðal-
steini Ólafss., Sandhólum.
Tilboð
óskast í erðafestuland á
ágætum stað ofan við bæ-
inn. — Upplýsingar gefur
Otto Ryel.
NÝJA BÍÓ
i sýnir í kvöld kl. 9:
i Undir oki hernámsinsl
j Föstudaginn kl. 9:
| I glaumi lífsins
I Laugardaginn kl. 6:
I Erkiklaufi
I Laugardag kl. 9:
| Undir oki hernámsins[
I Sunnudaginn kl. 3:
| I glaumi lífsins
j Sunnudaginn kl. 5:
| Fantasía
(vegna dskorana) \
Í Kl. 9: s
| Undir oki hernámsins
Kristján Tryggvason.;
Möguleikar þess til að afla
pægra sann^na, eru mjög tak-