Dagur - 11.01.1945, Qupperneq 5
Föstudaginn 5. janúar 1945.
D AG U R
5
Þjóðhátíðarhald á Oddeyri 2. júlí 1874
J|INS og kunnugt er minntist
íslenzka þjóðin 1000 ára af-
mælis síns árið 1874 víða um
land. Aðalhátíðarhaldið fór fram
á Þingvöllum við Öxará og var
rnjög rómað.
Hér á Oddeyri vár mikil sam-
koma 2. júlí þetta ár. Forstöðu-
nefnd undirbjó þetta hátíðar-
hald, og var Steincke kaupmað-
ur oddviti nefndarinnar.
Samkoma þessi vakti mikla
hrifningu samkomugesta, sem
marka má á því, að á árunum frá
1880 til 1890 voru menn enn að
ræða um hana og dást að því,
hvað hún hefði verið tilkomu-
mikil og skemmtileg, enda mun
hafa verið tjaldað öllu því bezta,
er þá var völ á. Þjóðin var í há-
tíðarskapi og vakningaralda fór
um landið, m. a. vegna stjórnar-
skrárinnar, er Kristján IX. gaf
íslendingum. Skáldin fóru eldi
urn hugi manna með frelsis- og
fagnaðarljóðum, sem lærð voru
og sungin um allt land.
Þess skal getið, að á þessum
tíma, fyrir 70 árum, var íbúatala
Reykjavíkur lítið yfir 2000, en
íbúar Akureyrar innan við 400.
Blaðið Norðanfari, sem var
eina blaðið, er gefið var út á Ak-
ureyri á þessum tímum, skýrir
svo frá hátíðarhaldinu á Oddeyri
2. júlí 1874.
•
J7YRST um morguninn var
bjart og kyrrt veður og
„himininn heiður og blár“, en
er fram yfir dagmál kom fór að
hvessa landnorðan, og þá lengra
leið á daginn varð hér um þenna
tíma sjaldgæft hvassveður með
kulda miklum, en úrkomulaust
allan daginn, þar á móti mistur
mikið, svo várla sást til dala eða
fjalla, sízt er í fjarlægð eru. Þeg-
ar um morguninn fór fólkið að
streyma að úr öllum áttum á
Oddeyrina, sumt gangandi, sumt
ríðandi og sumt sjóleiðis, svo
var talið, þá getum vér ekki sagt
með vissu um tölu þess, en á að
[ gizka hefir það verið full tvö
þúsund“.
brátt sást mót á því, að allri
venju framar mundi þar verða
kvikt af mönnum og hrossum.
Fólkið nam staðar við 20 tjöld,
er tóku yfir dagsláttu á lengd, er
þar höfðu verið reist næstu daga
á undan af forstöðunefndinni og
öðrum forgöngumönnum
næstu hreppum í Eyjafjarðar-
sýslu hér innan fjalla, Þrjú mið-
tjöldin höfðu venjulega húsalög-
un, en til beggja hliða voru þau
skúrmynduð. Þau stóðu öll í röð
hvert við annað á sléttum gras-
velli, frá norðri til suðurs, nema
eitt, er stóð vestur úr röðinni, en
var þó áfast hinum tjöldunum,
framundan því var autt svið, er
umgirt var af tjöldum á 3 vegu,
en á einn veginn (að austan-
verðu) með grindum, og var
gengi inn fyrir þær gegnum
hátt hlið, upp yfir því stóð með
stóru létri: „LAND OG ÞJÓГ.
Þar upp af var löng flaggstöng.
Tjöldin voru ýmist með stórum
dyrum. eða vegglaus að framan.
Hvert tjald var með stöng og
veifu á; voru þær með ýmsum
litum. Súms staðar voru skóg-
viðarhríslur settar niður sem í
runnum, og sums staðar héngu
blómhringar, en öllu var mjög
haganlega og fagurlega fyrir
komið. Þegar um morguninn var
veifa hér á hverri stöng í bænum
og á skipunum, er lágu á höfn-
inni, en þó kvað að vonum mest
að skrautinu á herskipinu
„Fyllu“, er hafði uppi á siglu-
trjám sínum- allt að 50 veifur,
sína með hverri gjörð, og
stóll með tröppum upp í, sem
sveipaður var hvítu lérefti og
skreyttur með hárri stöng og
stórri, danskri veifu, einnig
blómhringum og skógviðarhrísl-
um kring. Af því sem veðreiðar,
glímur og dansleikir áttu að fara
ur fram ,þá var þessu hverju fyrir
sig afmarkað svið. Veðreiðaleið-
in var afmörkuð með smástaur-
um og strengjum í milli í hálf-
hring, og var hún nálægt 280
föðmum á lengd. Þar sem dansa
átti var 144 ferhyrningsálna pall-
ur, girtur lágum grindum. Þá
allt fólkið var saman kornið, var
öllum raðað niður til hátíðar-
göngu, hverju félagi fyrir sig,
með merkismanninn í broddi
fylkingar hverrar. Á undan
gengu hljóðfæraleikarar af
„Fyllu“, svo hver röðin eftir'
annari, hér um bil 6 menn í
hverri. Flokkurinn hóf göngu
sína frá tjöldunum sólarsinnis
umhverfis stóran grasflöt, sem
hátíðarhaldið fram fór á, og
staðnæmdist síðan við ræðustól-
inn; merkjamennirnir næstir
með fána sína, og svo hver út frá
öðrum; byrjuðu þá hljóðfæra
leikararnir — er alltaf höfðu spil
að undir göngunni — á hjart-
næmum sálmi eftir prófast Björn
Halldórsson í Laufási, og söng
allur söfnuðurinn með. Að hon-
um enduðum sté síra Björn í
ræðustólinn og flutti þar af
brjósti fagra og hjartnæma
ræðu. Að henni lokinni var
sungið verst eftir síra Björn, því
það fögur sjón.
Þá er hið flesta af fólkinu, sem
von gat verið á, var saman kom
ið frarnan við og inni í tjöldun
um, fór söngæfing fram. Akur
eyri og hver hreppur fyrir sig
hafði sitt merki og sína merki
stöng, hver umsjónarmaður sína
einkunn. Nokkru austar en
tjöldin stóðu, var byggður ræðu
var næst fyrsta og síðasta versið af
þjóðsöngnum Eldgamla ísafold,
og flutti þá síra Arnljótur Ólafs-
sori á Bægisá fróðlega og sögu-
lega ræðu af brjósti fram. Var þá
sungið og leikið á hljóðfæri, en
Einar hreppstjóri Ásmundsson
frá Nesi flutti eftir skrifuðum
blöðum fagra ræðu. Að henni
endaðri hrópaði söfnuðurinn:
„Lengi lifi hin eldgamla ísa-
fold“ með þreföldu húrra! og
riðu þá af 3skot, og á meðan sté
Einar úr stólnum, en í hann aft-.
ur herra amtmaður Christianson
og flutti stutta ræðu fyrir kon-
ungi vorum, Christiani IX. með
fögru þakklæti fyrir 1000 ára af-
mælisgjöf þá, er hann hefði Yeitt
þjóð vorri með stjórnarbótinni,
og hrópaði söfnuðurinn að
henni lokinni margfalt húrral og
riðu þá af 3 skot. Síra Guttormur
Vigfússon frá Saurbæ hélt síðan
skörulega ræðu. Var svo þetta at-
riði hátíðarhaldsins endað með
því að syngja hið fagra og áhrifa-
mikla kvæði „Vorhvöt" eftir
Steingr. skólakennara Thor-
steinson. Á meðan ræðurnar
stóðu yfir, tók timburmeistari og
ljósmyndasmiður Jón Stefáns-
son hér í bænum ljósmynd af
mannfjöldanum, ræðustólnum
og tjöldunum, sem allt er á einu
spjaldi.
Þá öllum ræðunum var lokið,
var enn spilað og sungið. Að
þessu búnu var gengið heim að
tjöldunum og inn í þau og sezt
að veitingum, er þar voru nógar,
af víni og vistum. Jafnframt
ræddu menn þá ýmislegt sér til
skemmtunar. Minni voru drukk-
in og mælt fyrir skálum. Þá þessu
hafði fram farið um hríð, hófust
veðreiðarnar, og vann Jón Jóns-
son frá Munkaþverá hin fyrir
heitnu verðlaun, sem vonfYand-
aðar beizlisstengur, en Páll Jó-
hannsson í Fornhaga næstu verð-
laun, silfurbúinn písk. Að þessu
búnu byrjúðu glímurnar, hlaut
Jón Ólafsson frá Seljahlíð í Eyja
firði glímuverðlaunin, er voru
silfurdósir. Nú var tekið til að
leika sér á pallinum með dansi
og hljóðfæraslætti, sem stóð
yfir fram á morgun. Að endaðri
hátíðinni var skotið á herskip-
inu ,,Fyllu“ 21 fallbyssuskoti.
Af því sem. fólkið, sem hér
kom saman nú á Óddeyri, eigi
Stafsetningarreglur eftir Halldór
Halldórsson. Útgefandi Þorst.
M. Jónsson, Akureyiri. Prentverk
Odds Bjömssonar 1944.
Bókaforlag Þorsteins M. Jóns-
sonar skólastjóra á Akureyri hef-
ir um langt skeið gefið út marg-
ar bækur árlega og flestar merk-
ai'.
Telja þeir, sem gott skyn bera
á útgáfustarfsemi, verði þeirra
hafa verið stillt vel í hóf og jafn-
vel óskiljanlega lágt á sumum
bókum.
Meðal nýrra bóka forlagsins
eru Stafsetningarreglur eftir
Halldór Halldórsson, mennta
skólakennara á Akureyri. Verð
12,00 kr.
Bók þessi er L20 bls. í áttungs-
broti. Ekki skartar hún í yfirlæt-
islegum búningi, og líklega verð-
ur hún ekki keypt til tækifæris-
gjafa. Þó er hún gagnmerk.
1 farmála bókarinnar eru með-
al annars þessi eftirtektarverðu ur-
orð: „----------Nauðsynlegt er,
að allir nái nokkurri færni í lög-
boðinni stafsetningu, hvernig
sem hún er, á sama hátt og allir
Frá bókamarkaðinum
verða að læra kurteisisvenjur,
hversu fánýtar sem þær kunna
að vera í sjálfu sér. Hins vegar er
það til of mikils mælzt, að allir
kunni stafsetningu til hlítar,
enda mun það mörgum ofraun.
Aðalatriðið við stafsetningarnám
er að fá vitneskju um takmörk
sín.
Menn þurfa að vita, hvað menn
kunna að rita og hvað ekki. Ef
menn vita þetta og hafa nenning
,til að fletta því upp í stafsetning-
arorðabók, er menn eru óvissir
um, er óþarft að krefjast meira.
En sorglega marga skortir
þessa menningu. Menn skamm-
ast sín ekki fyrir að láta frá sér
fara vitleysur, sem þeir geta vel
leiðrétt sjálfir. En þetta er skort-
ur á vöndugleika eða nokkurs
konar sóðaskapur og dónaskap-
Þó að þetta sé rétt sagt hjá
bókarhöf., þá eru fleiri ástæður
en hér eru taldar til þess, að
menn nota ekki stafsetningar-
orðabók, þegar þeir skrifa bréf,-
ritgerðir eða annað þ. h. Meðal
annars finnst sumum einhver
minnkun að því. Og mörg
heimili eiga ekki bókina.
En þegar kennarar og foreldr-
ar átta sig nógu vel á því, hve
brýn þörf börnunum er að eign-
ast og nota stafsetningarorðabók,
þegar þau fara að skrifa fyrstu
æfingar sínar í réttritun, verður
árangur móðurmálskennslunnar
og náms barnanna meiri og auð-
fengnari en nú er. Þá verður
notkun bókarinnar almenn og
varanleg.
Bók Halldór Halldórssonar er
fullkomnasta leiðbeiningabók
(námsbók), sem til er nú um
stafsetningu íslenzks ritmáls, frá-
bærlega vel og skipulega samin,
ljós í skýringum og djúptæk.
Höfundinum hefir tekizt á
hagfelldan hátt að gefa notend-
um bókarinnar skýringar og úr
lausnir á fjölmörgum þeim atrið-
um stafsetningarnáms, er enginn
kostur hefir verið að öðlast,
nema hjá lærðum málfræðing-
um. Má því segja, að bókin sé
gullnáma íslenzku námsfólki
Hún mun og kærkomin hjálpar
bók öllum alþýðukennurum,
hvort sem þeir starfa að ungl-
ingafræðslu eða barnafræðslu.
Það eykur enn gildi bókarinn
ar og gerir hana ánægjulegri i
notkun, hversu kreddulaus höf-
undurinn er, einarður og hrein-
skilinn í skýringum sínum á
vafasömum málfræðiatriðum.
Ætla mætti, að bók þessi se
þurrar og kaldar fræðireglur, en
því fer fjarri. Hún hefir að bjóða
lifandi og litríka kennslu. Enda
ber niðurskipun efnis bókarinn-
ar og meðferð þess engu síður
vitni æfða kennaranunr en mál-
fræðingnum.
Nokkrar prentvillur eru í bók-
inni, en augljósar og því ekki
nreinlegar.
Stafsetningarorðabók Frey
steins Gunnarssonar og Stafsetn
ingarreglur Halldórs Halldórs-
sonar eiga að vera til á hverju ís-
lenzku heimili.
Egill Þórláksson.
■^IÐ frásögn Norðanfara af há-
tíðarhaldinu á Oddeyri skal
hér litlu einu bætt vantandi
heimilda. Er sú viðbót aðeins
eftir munnlegum heimil<Jum.
Blaðið getur typ ljóð eftir sr.
Björn Halldórsson í Laufási,
senr sungin hafi verið á hátíð-
inni. Ekki er þéim, er þetta rit-
ar, kunnugt úm, að þau ljóð hafi
nokkurn tíma verið prentuð, og
munu þau þó hafa verið þess
verð, því að höfundurinn var
prýðilegt skáld. En í ungdæmi
mínu var oft sungið vers, sem
mér var ságt að væri eftir sr.
Björn og sungið hefði verið á
Oddeyrarhátíðinni. Það var haft
á þessa leið:
Dýrð í liæstum hæðum guði,
með hjartanlegum samfögnuði
hans blessuð syngi barnahjörð.
Lof sé föður lífs og tíða,
en lýsir sér lians miskunn blíða
á feðra vorra fósturjörð.
Enn gróa grös á ný,
enn glóir sól við ský,
hallelúja.
Frá velli og dal
guðs vegsemd skal
sér lyfta upp í ljóssins sal.
Eins og flestum mun kunnugt
var síra Björn faðir Þórhalls
biskups.
Ræðumennirnir á hátíðinni eru
allir þjóðkunnir menn. Síra
Guttormur Vigfússon var á
þessum tíma aðstoðarprestur
tengdaföður síns, síra Jóns Aust-
mann í Saurbæ og síðast lengi
prestur að Stöð í Stöðvarfirði.
Um verðlaunaglímuna heyrði
eg þettá talað:
Fjórir glímumenn voru til-
nefndir, Jón Ólafsson, sem verð-
launin fékk og Norðanfari nafn-
greinir, Jóhann og Þorvaldur
Árnasynir, sem nefndir voru
Villingadalsbræður, og Árni
Kristjánsson, eyfirzkur maður
eins og allir hinir. Þrír hinir
fyrstnefndu voru á bezta aldri,
Jón var kappsamur kraftamað-
ur, en ekki glímufimur að sama
skapi, glímdi af kröftum og not-
aði mest hælkrók, Villingadals-
bræður \oru báðir orðlagðir
glímumenn, og þó Árni öllu
fremur og féll aldrei fyrir nokki'-
um manni. Hann var og af-
renndur að kröftum. Hann
beitti einkum klofbragði. Hann
var drykkfelldur nobkuð, kom-
inn um fertugt, þegar þessi saga
gerðist, og orðinn nokkuð slit-
inn og gráhærður. Dagana á und-
an hafði hann verið við öl meira
en hófi gengdi og var því miður
sín.' Það vissu kunningjar hans
og réðu honum frá að taka þátt
í glímunni, en hann fór ekki að
[rví. Hann glímdi við hina þrjá,
lagði að venju á þá klofbragð,
vóg þá' upp á bringu sér, en
skorti mátt til að koma við nægi-
legri sveiflu, svo að þeir komu
jafnan fótum fyrir sig. Lauk svo
þeirn leik, að hvcxrki Árni eða
keppinautar hans féllu og skildu
slétt. Aftur á móti felldi Jón þá
Villingadalsbræður og hlaut því
silfurdósirnar og bar þær síðan
alla æfi og varð gamall maður og
(Framhald i 6. síðu).
/