Dagur - 18.01.1945, Page 3

Dagur - 18.01.1945, Page 3
Fimrnrudagur 18, janúar 1945 © A G U R I Arni Jónsson á Syðri-A skrifar um: Hafnarmál Ólafsfjarðar Sextugur: Jónas Þorbergsson, útvarpsstjóri fyrrv. ritstjóri Dags (Niðurlag). Eg þekki sjóinn og landtök- urnar hér, bæði af sjón og reynslu. Á því sviði er skólastjór- inn þekkingar- og reynslusnauð- ur; menntunarhrafl hans og skáldgáfa koma J:>ar ekki að nein- um notum. Það er óumdeilan- legt, að þrautalendingin hér hef- ir verið og verður við Löngu- fjöru, þó nálægt sé bústað mín- um. Enda langt síðan menn fundu, að nauðsyn var að gera þá lendingu örugga. Og jafnvel nú er því hreyft af mörgum, að ekki verði minni þörf fyrir lendingar- bæturnar, eftir að höfnin hefir verið byggð, og er það ekki fjarri sanni, ef sjósókn og útvegur ætti eftir að aukast- hér. aftur til muna, — sem vænta má, — en það hefir tilfinn^nlega dregist saman hin síðustu ár. En það mun þykja kynlegt, — þeim sem lítið þekkja til, — að höfnin hér verði ekki hin fullkomnasta lendingarbót. Skólastjórinn virðist vilja gera lítið úr öryggi því, sem sé fyrir báta hér vestan megin fjarðar- ins. Enginn neitar því, að hér er bátum ekki óhætt á hverju sem gengur. Hitt er þá álíka athuga- vert, að komið getur fyrir, að ekki sé með öllu liættulaust að fara út frá fjöru og að í brimum á smábátum, til þess að ná mönn- um í land úr mótorbátum, sem leita hér lægis. Og eftir að Flóa- báturinn fór að ganga hér um tíðlega að vetri til, hefir ferð eft- ir ferð þurft að taka farþega hér í land, misjafnlega á sig komna, í stórum veðrum. ÍJt af þessu hafa menn sérstaklega fundið, að þörfin var brýn fyrir bætta lend- ingu, því fullur smábátur af fiski er ekki ákjósanlegur farmur í brirni við stórgrýtta fjöru. Skólastjórinn minnist á hvítasunnugarðinn, sumarið 1935, þegar mikill hluti báta- flotans fór í bendu inn í sand- inn þarna við kauptúnið, eða sökk þar niður. Hvað hyggur skólastjórinn, að slíkt hefði oft komið fyrir, ef mönnum hefði ekki gefist tækifæri til þess að forða bátunum hér vestur undir í tíma? Það er fremur sjaldgæft, að slík áhlaup geri, sem þetta, á þeim tíma sumars, og menn vör- uðu sig ekki, enda var ekki svo slæmt veður um kvöldið, að bú- ast mætti við, að ófært mundi orðið út í bátana með morgni. Aðeins einn formaður var svo tímanlega að, eða svo djarfhuga, að hann lagði út og komst í bát sinn og flutti hingað. Hitt vita svo allir, að ef bátarnir hefðu legið hér, hefði ekkert* tjón átt sér stað. Hér lágu nokkrir þil- farsbátar, og jafnvel opnar smá- trillur, og fóru vel með sig. Þá getur skólastjórinn þess, að margir bátar séu búnir að fara á legunni hér að vestan. Já, þeir eru of margir, þó nú sé orðið nokkuð langt síðan bátur hefir farið hér. En við, sem hér búum, vitum, að meiripartur þeirra báta, sem töpuðust hér á fyrstu árum mótorbátaútgerðarinna’*, fóru vegna ófullkominna legu- færa. En vill nú ekki skólastjórinn, — af því hann hefir mætur á há- um tolum, — geta sér til um, hvað mörgum bátum, eða hvað miklum verðmætum er búið að forða frá töpum, fyrir það eitt, að hingað var hægt að flýja? Vænti eg þess, að skólastjórinn, — ef hann ber eins mikla um- hyggju fyrir jjeim, sem um sjó- inn fara, eins og grein hans virð- ist bera með sér, — að þegar hann er kominn í bæjarstjórn- ina okkar, láti liann ekki lengi bíða að gangast fyrir því, að full- gerðar verði lendingarbæturnar við Löngufjöru, og reyni að gleyma, eða láti ekki aðra gjalda, hversu nærri staðurinn er mér. Þetta 'ætti að vera auðvelt, þar sem þrír einstaklingar hér hafa fyrir nokkrum árum byrjað á verkinu, og varð sá kostnaður um 15 þúundir króna, hefðu þeir sjálfsagt haldið áfram, ef fjárhagur hefði leyft og stríð og dýrtíð ekki skollið á. Hið hóflausa skrum skóla- stjórans um Ólafsfjörð, held eg hljóti að missa marks, þó í góðri meiningu sé framsett. Ólafs- fjörður hefir verið, og er, fremur harðbýl sveit, snjóajDung og úr- komusöm, en grasgefin, þegar fram frá sjónum dregur, í sæmi- legum sumrum, og sjósókn hefir verið örðug. En ekki síður er ástæða til að revna að bæta kosti Jæss fólks, sem hér hefir tekið sér búsetu. Manni dettur í hug, Gabriel í „Vesturförum“ Matthí- asar við lestur óskapanna. Skóla- stjórinn hefði átt að rita slíkt á öðru tungumáli, því að enginn íslendingur tekur þar mark á. Á einum stað í grein sinni, — J)ar sem hann telur, að fáir staðir á landinu hafi upp á meiri fram- tíðarmöguleika að bjóða, en Ól- afsfjörður, hyggur hann, að mönnum. muni þykja nokkuð mikið sagt. Eg er ekki frá því. Eg hefi ekki farið mikið um þetta land, en þó finnst mér, að eg hafa komið á marga staði, sem byggilegri eru en Ólafs- fjörður, þó eg sé hér fæddur og uppalinn. Er eg ekki með því að draga úr réttmætum heiðri Ól- afsfjarðar, eins og skólastjórinn orðar það, er hann talar um Gunnólfsá. Veit eg, að skóla- stjórinn er ekki lengur í ösku- stónni — sem honum verður svo tíðrætt um — og svo mikið hefir hann farið um býggðir landsins, þó hann sé nú á síðustu árum orðinn meira staðbundinn af umhyggju fyrir embætti sínu, að eg lteld að hann hljóti að hafa enn einhverjar öskudrefjar í augum, ef hann hefir aldrei komið auga á stað, eða skynjað hann, sem hefir framtíðarmögu- leika á borð við Ólafsfjörð. — Finnst mér tilvalið, að skólastjór- inn verði gerður landkynningar- maður. Er það ólíkt veglegra, en heitið landráðamaður, sem hann virðist vilja sæma nokkra sveit- unga sína, Það að skólastjórinn telur út- flutning Ólafsfirðinga 3V& mill- jón að verðmæti, leiði eg hjá mér, þó ætla mætti að viðauki ætti sér stað, eins og víðar. Eða hvað segir Hagstofan um Jiað at- riði? Eg vil taka undir með skóla- stjóra, að það er fagnaðarefni og lofar góðu, ef Jiað sem búið er að byggja af höfninni hér, er til muna undir kostnaðaráætlun. F.n ekki mun það trúlegt þykja, Jíeim er þekktu byrjuninaáfyrra ári, og svo það, sem unnið var í vor, áður en verkstjórinn kom, því það var gert af vanefnum — hvað áhöld snerti — vankunn- áttu og ófullkominni stjórn, svo að máttugur er Sveinn Jónsson, hafi honum tekist að bæta það allt upp. í þessu sambandi má geta þess, að hvorugur garðstúf- urinn er nærri fullgerður. Viðurkenningin um vinsæld- ir, verkstjórn og dugnað Sveins Jónssonar, er í fyllsta máta mak- leg, og tapar vonandi ekki gildi sínu fyrir að vera feld inn í allt J^etta skáldlega skrum og fjálg- leik. Eg get ekki gengið fram hjá Jdví atriði í grein skólastjórans, að hann telur það svipað óráð, að höfn verði gerð hér vestan megin fjarðarins, og að Akur- eyrarhöfn væri færð undir Hall- landsbakka. Samlíkingin er dá- samleg og sýnir, að fleiri geta farið með fjarstæðu en Kiljan. En til þess að þóknast skólastjór- anum, get eg fallist á, að hægara muni að gera skipalægi við Hall- landsnes — svo innarlega sem. sá staður er með Eyjafirði — heldur en hér við Kleifar, en saman- burð á Akureyrarhöfn og höfn- inni við Ólafsfjarðarhorn, leiði eg hjá mér, aðrir mega draga ályktun af slíkum málflutningi. Þó vil eg vekja athygli skólastjór- ans á því, að jafnvel Akureyri hefir orðið að láta undan lög- máli náttúrunnar. Þar sem áður var þéttbýlast og verzlunarmið- stöð bæjarins, fækkar húsum og verzlunin hverfur. Hið mikla og góða mannvirki innri hafnarkví- in er nú ónotuð, en miðstöð at- hafnalífsins er nú flutt að hinni ágætu höfn innan Oddeyrar, við Torfunef, og svo er út á Oddeyr- inni. Og nú er í ráði að byggja hafnarmannvirki, utan Oddeyr- ar, innan Glerárósa. Akureyr- ingar hafa ekki álit á Leirunni við f jarðarbotninn. Að lokum þetta: Eg hefi nú í tugi ára verið fulltrúi sveitunga minna í hreppsnefnd og skatta- nefnd, um nokkurra ára bil sýslunefnd, og um éitt skeið skólanefnd. Varla hafa störf mín verið svo fullkomlega af hendi leyst, að mér sé þess ekki þörf að góðgjarnari menn, en skólastjór- inn, leggi þar dóm á. En mjög glæpsamlega hefir varla verið. Annars hefðu þeir verið búnir að leysa mig af fyrir löngu. Og þegar eg nú lít yfir liðna tíð og athuga málið, þá staldra eg við, þar sem eg gerðist stuðningsmað- pr Sigursteins Magnússonar, er, Þann 22. þ. m., eða næstk. mánudag, er Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri sextugur að aldri. Degi er skylt og ljúft að minn- ast J. Þ. á þessum tímamótum í æfi hans og jxakka honum gömul tynni. Hann var ritstjóri blaðs- ins frá vordögum 1920 til haust- daga 1927. í minningarriti Jdví, er Dagur gaf út, Jaegar blaðið var 25 ára, segir svo m. a. um ritstjórastarf J. Þ. við það: „Það getur varla orkað tví- mælis. að ])að hafi verið mikið iiapp fyrir Dag að njóta starfs- krafta Jónasar Þorbergssonar um 7—8 ára skeið. í blaða- mennskustarfi hans kom það í ljós, að hann var einn af ritfær- ustu mönnum landsins, skarpur í hugsun og orðfimul' í riti. Þessir rithöfundarkostir hans orkuðu því, að Dagur várð-undir lans ritstjórn að áhrifamiklu blaði á því sviði, er það náði til. Það gefur að skilja, að í jafn íarðvítugri flokkaskipun, er hér var og er enn, hlaut J. Þ. að lenda í hvössum deilum við and- stæðingana um málefni og per- sónur. Lét hann aldrei sinn hlut þar eftir liggja og var ódeigur málsvari Framsóknarflokksins og samvinnufélaganna alla sína rit- stjórnartíð. Þótti andstæðingum hans, er hann átti í höggi við, ekki óhult að búa undir vopn- um hans.“ Þessi orð um starfshæfni J. Þ. sem blaðamanns standa í jafn fullu gildi nú eins og fyrir tveimur árum, og þó þar mætti mörgu við bæta, verður þessi endurtekning látin nægja. Sjálfum hefir J. Þ. farist svo orð í fyrrgreindu riti um starf sitt við Dag: „Um ritstjórn mína og þátt minn í gengi Dags ber mér ekki að dæma. Blaðið hlaut allmjög aukna útbreiðslu á þeim árum og átti sinn þátt í sókn flokksins einkum í þeim landshlutum, sem það vegna staðhátta hlaut til yfirsóknar, allt úr Skagafirði í Múlasýslur. Eg var. þar, í alls- herjarsókn Framsóknarflokksins, aðeins í fylkingararmi, ef svo má að orði komast. — Hitt get eg vottað, að Dagur átti alhug minn, að eg lagðist á árar, eftir því sem orkan leyfði og mér var óljúft að láta hlut minn við hvern sem var að skipta.“ Dagur minnist þess enn og ætíð, hve knálega J. Þ. réri á „langskipinu" og hve hátt og djarft hann bar merkið á árun- um 1920-27. Jónas Þorbergsson hefir síðan 1930 veitt forstöðu nýrri menn- ingarstofnun á íslandi og hefir á þann hátt gerzt brautryðjandi í mikilvægu alþjóðlegu menning- armáli. Megi það starf hans auka hróður hans og halda nafni hans lengi á lofti. Dagur flytur hér með Jónasi hann sótti um æðstu stöðu við barnaskólann hér. Á því bið eg afsökunar. Þorbergssyni innilegustu ham- ingjuóskir á sextugsafmæli hans og væntir þess, að hann eigi enn eftir lengi að starfa þjóð sinni og ættjörð til sæmdar og vegsauka. Og alúðarkveðju flytur blaðið honum fyrir öll gömlu kynnin. Níræður héraðs- höfðingi Guðmundui' Guðmundsson, fyrrverandi hreppstjóri á Þúfna- völlúrn í Hörgárdal, verður ní- ræður á morgun. Líkamsþrek hans er allmikið tekið að bila og hann orðinn rúmfastur fyrir nokkru, en and- Iegir kraftar hans láta lítt á sjá, og hann fylgist vel með atburð- um tímanna, bæði innan lands og utan. í rúminu unir hann við lestur bóka og blaða og samræð- ur við vini og kunningja. Kona hans, Guðný Loftsdótt- ir, er nokkrum árum yngri en maður hennar og svo ern, að hún getur hjúkrað honum. í júlí síðastl. áttu þau hjón 60 ára hjúskaparafmæli og var þeirra þá minnzt nokkuð í þessu blaði og æfistörf Guðmundar rakin í stuttu máli. Vísast til þess, sem þar var sagt ,og verður það ekki endurtekið hér. Aðeins skal á það minnt, að þessi níræði kar- armaður var fyrrum um langt skeið einn athafnamesti héraðs- höfðingi innan Eyjafjarðarsýslu og í fylkingarbrjósti um flest framfaramál á því svæði. Dagur árnar hinu níræða af- mælisbarni hamingjuríks jefi- kvölds. MacArthur yfirhershöfðingi stjórnar sjálfur herafla Bandaríkjamanna á Lu- zon. Hersveitir hans hafa sótt fram 45 km. í áttina til Manilla, höfuðborgar Filippseyja, Sigrar Bandarikjahersins hafa stofnað til stjórnarkreppu i Tokyo.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.