Dagur - 18.01.1945, Page 4

Dagur - 18.01.1945, Page 4
4 Ð AGUR Fimmtudagnr 18. janúar 1945 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðslu og innheimtu annast: Marinó H. Pétursson. Skrífstofa við Kaupvangstorg. — Sími 96. Bl«ðlS kemur út á hverjum fimmtudegi. Árqrangurinn kostar kr. 15.00. Prentverk Odds Bjömssonar. Úlfseyrun og sauðargæran ■^IÐ ÍSLENDINGAR deilum tíðum um ýmsa hluti og deilum stundum hart. Mörgum finnst t. d. nóg um stjórnmálaerjurnar, og vissu- lega eru þær oft persónulegri og illvígari en þörf er á. Þó lendir þar tíðast við orðin ein — í blöð- um, á fundum eða jafnvel manna á milli, einkunt þegar líður að kosningum. Þess á milli — og þeg- ar skyggnzt er undir yfirborðið — rista þessar deilur sjaldnast mjög djúpt, sem betur fer. Og vissulega er það órækt vitni urn lýðfrelsi þjóðar- innar, að okkur leyfist að deila hart og ói'ægilega um alla liluti að kalla á milli himins og jarðar og halda fram hinum óskyldustu sjónarmiðum og skoðunum í hverju máli. Það er hryggilegt, að þetta frelsi er stundum misnotað með strákslegu og siðlausu orðbragði, ódrengilegum og tillits- lausum bardagaaðferðum og persónulegu og rætnu níði um pólitíska andstæðinga. En á hinn bóginn er það harlá gleðilegt, að sérhver íslend- ingur getur sagt og ritað það, sem honum býr í brjósti, hver sem í hlut á, meðan því er haldið innan einhverra eðlilegra og sæmilegra tak- marka, án þess að eiga annan dómstól en almenn- ingsálitið yfir höfði sér, en hvorki pólitískar fangabúðir, útlegð, pyndingar né líflát, eins og sums staðar er tíðkanlegt, þegar svo stendur á. ylSSULEGA ÓSKUM VIÐ þess öll - eða a. m. k. langflest, — að þjóðin megi njóta þessara réttinda um alla framtíð — njóta fulls skoðana-, rit- og málfr'elsis, sem aldrei verði af henni tekið. En hitt er og jafnvíst, að fæst okkar gera sér þess fulla grein, hversu mjóu munar, að við lendum undir áhrifavald þeirrar heimsskoðunar og stjórnmálaþróunar, þar sem allt annað er uppi á teningnum í þessum efnurn — þar sem engin op- inber boðun eða skoðanaflutningur er leyfður né þolaður, nema hann sé áður skekinn og mældur í hinum löggildu mælikerum ráðandi stjórnar- valda. Úlfseyru skoðanakúgunarinnar eru farin að standa nokkttð oft út undan sauðargæru lýð- ræðisskrafsins hjá sumum stjórnmálaflokkum okkar. Ekki er t. d. langt síðan, að nokkrir for- vígismenn þjóðmálastefnu, sem lætur mikið til sín taka hér á landi nú á síðari árum, urðti að standa opinberar skriftir, auðmýkja sig mjög og biðja flokksforustuna miskunnar og afsökunar fyrir þá sök eina, að þeir höfðu villzt ,,út af lín- unni“ og haldið fram öðrum skoðunum en þeim, sem hinum andlegu feðrum og æðstu stjórnend- um flokksins austur í löndum gazt bezt að þá í svipinn. Og sannarlega eru fregnirnar af vinnu- brögðum þeitn, sem þessi sami stjórnmálaflokkur viðhafði á nýafstöðnu stéttarþingi alþýðusam- takanna á íslandi, ekki til þess fallnar að auka mönnum bjartsýni og trú á skoðanafrelsið og lýð- ræðið undir handarjaðri þessarar stefnu, ef hún næði hér fullri og óskoraðri aðstöðu til þess að beita skoðanakúgun og ofbeldi í svo ríkum mæli sem hún virðist hafa tilhneigingar og vilja til. Mörg fleiri dæmi mætti nefna þessu til sönnun- ar, ef þörf gerðist, þótt ekki verði hér lengra far- ið út í þá sálma að sinni. þAÐ ER TÍMABÆRT fyrir þjóð, sem harla lítið á undir sér, að gera sér þess fulla grein, að hverju stefnir í þessum efnum og sofna ekki á verðinum. þegar slíkar vættir andlegrar ánauðar og ófrelsis sækja á garðinn, þar sem hann er lægstur. Voldug stórveldi með stórum glæsilegri og rótgrónari lýðræðiserfðir en við getum hrós- að okkur af, virðast sannarlega eiga í þröngri vök að verjast í þessum efnum. Þau virðast meira Á ÞÝZKRI GRUND Fallbyssur Bandaríkjamanna skjóta á varnarvirki Þjóðverja tyrir austan Aachen. Stórskotaliðið hefir komið sér fyrir í þorpinu Bitt- ohen, scm eitt sinn var eitt af meginvirkjum Siegfriedlínunnar á þessum slóðum. ■ ■■■ I I II I ■■III | >| | „Farið þið til ljandans.“ glNHVERJUM RÁÐANDI Sjálf- stæðismönnum hér á Akureyri hefir víst fundizt ritstjóri málgagns flokksins í bænum full hógvær og sanngjarn maður og helzt til mikið prúðmenni í rithætti til þess að hon- um væri fulltreystandi til að túlka málstaðinn með orðbragði því og stíl- máta, sem þeir óskuðu helzt eftir til prýðis og menningarauka fyrir blað flokksins. Nýr maður hefir því verið settur honum til höfuðs, og mun hanti eftirleiðás eiga að stjórna hinni póli- tísku sókn blaðsins, og einkum ráða munnsöfnuði þess. Fyrsti „leiðari“ hins nýja ritstjóra nefnist „Viðhorf“ og birtist í síðasta tölublaði „íslend- ings.“ Þar er stjórnarandstöðunni lýst með þessum spaklegu orðum: — „Allt framferði Framsóknarmanna í garð hinnar nýju stjórnar hefir mót- azt af hugsuninni: Það vildi ég, að þú dræpist og færir til fjandans.“ Auðvitað er engin minnsta tilraun til þes gerð að finna þessum orðum að segja nú um stund a. m. k. telja sig tilneydd að horfa á það þegjandi, að samherjar þeirra troði hugsjónir þær, er þau hafa gert að styrjaldarmarkmiðum, undir fótum sér og hafi þær áð engu. Hver hreyfir nú tungu eða hiind til að andmæla því, að varnarlaus smáríki séu innlimuð hvert af öðru — „þegjandi og hljóðalaust“ — í nágrannaríkið, sem neytir aðstöðu sinnar og vopnavalds í þágu miskunnar- lausrar stórveldastefnu? Og land- flótta þjóðhöfðingi hrakinnar og hernuminnar þjóðar fær harða ofanígjöf hjá „verndur- um“ sínum fyrir það eitt að dirf- ast að. lýsa skorinort yfir van- þóknun sinni á einræði eins flokks, en trú, sinni á almennar kosningar og lýðræði í landi.sínu, þegar „styrjöldin fyrir frelsi og s j á 1 fsákvörðunar rétt smáþ j óð- anna“ er til lykta leidd. Það er sýnt, að við íslending- ar höfum engu að treysta í þess- um efnum nema vakandi rétt- Jætiskennd og heilbrigðri frelsis- þrá okkar eigin alþýðu. Ef lýð- skrumurum og málrófsmönnum tekst að slæva eða svæfa þessá eiginleika hennar, er voðinn vís og öld hins pólitíska ójafnaðar og flokkslegrar áþjánar stendur fyrir .dyrum. nokkurn stað, nefna dæmi til skýr- ingar né fást um rök eða líkindi fyrir þessari einkar hógværu staðhæfning. Sennilega hefði nú Jakob verið eín- fær um að hugsa álíka grunnt og þetta, ef hann hefði einbeitt sér að hundasundinu, en Bárði einum var til þess treystandi að færa hugunina i svona snyrtilegan búning. Munu margir Sjálfstæðismenn hér í bænum hugsa gott til framhaldsins, ef það verður allt í stíl við upphafið: And- stæðingunum lögð orð í munn og gerðar upp skoðanir, eftir því sem bezt þykir við eiga á hverjum tima, og orðbragðið haft sem óhrjálegast. Og síðan verður barizt knálega og af mikilli vígfimi við þessar vindmyllur, að dæmi Don Quixote og annarra taumlausra farandriddara ímyndunar- aflsins og getsakanna. FIMMTUGUR: lóhann líröyer kjötbúðarstjóri. Næstkomandi sunnudag á Jó- hann Kröyer, kjötbúðarstjóri K. E. A., fimmtugsafmæli. Hann er fæddur á Svínárnesi :í Látraströnd. Foreldrar hans voru hjónin Þorsteinn Gíslason bóndi og Anna Jóakimsdóttir bónda á Kussungsstöðum í Fjörðum. Jóhann lauk gagn- fræðaprófi á Akureyri 1915 og gerðist síðan verzlunarmaður í Neskaupstað um skeið. Árið 1926 gerðist hann verzlunarmað- ur hjá Kaupfélagi Eyfirðinga. Árið 1929 varð liann útibússtjóri K. E. A. í Ólafsfirði og gegndi því starfi til ársins 1933, er hann tók við forstöðu kjötbúðar K. E. A. og hefir gegnt því starfi síðan. Jóhann er tvíkvæntur. Fyrri konu sína, Evu Pálsdóttur Bergssonar kaupmanns og út- gerðarmanns í Hrísey, missti han nárið 1941. Slðari kona hans Tramhald á 8. slðu). Andlitsþvottur Allar viljum \ið vera snyrtilegar — ekki satt? En til þess að geta verið snyrtilegar verðum við að vera hreinar. Okkur ætti heldur ekki að vera nein vorkunn að halda líkama okkar hreinum — lauga okkur reglulega, helzt tvisvar í viku. — En hvað um andlitið? Hvernig á að þvo það, til þess að fá sem fallegastan hörundsblæ? Úr sápu og vatni? — eða sápulausu vatni? Úr heitu vatni eða köldu? Kannske engu vatni, aðeins hreinsunarkremi? Eða hvortveggja, ef til vill? Um þetta eru skiptar skoðanir, en þó fer þeirn stöðugt fjölgandi, sem álíta vatns- og sápuþvott inn það eina rétta. Eg ætla að lofa ykkur að heyra álit amerísks læknis og sérfræðings í kvensnyrtingu dr. f Howard Cruni á jrví, hver sé réttasta og bezta aðferðin við andlitsþvott. Segist læknirinn hafa komizt að þessari niður- stöðu eftir margra ára reynslu og rannsóknir. Hann heldur eindregið með vatns- og sápu- Jrvotti. „Auðvitað þværðu andlit þitt,“ segir hann, „því að flestar konur, nú orðið, gera það. En það er ekki ein af tíu þúsundum, sem þvær Jrað á réttan hátt.“ Nú skuluð j)ið heyra, hvernig Jressi sérfræð- ingur vill að við þvoum andlit okkar: „Láttu renna úr báðum krönum (heitt og kalt) í þvottaskálina, Jrar til vatnið et vel volgt. Bleyttu allt andlitið og hálsinn, þar til hör- undið verður heitt. Löðraðu nú sápufroðu á and- lit og háls .og burstaðu rækilega, annað hvort með grófum þvottaklút eða venjulegum nagla- bursta. — Þú skalt ekki halda, að höriind þitt meiðist af þessari grófu meðferð, þvert á móti mun það hafa afar gott af henni. Við burstunina skaltu nota hringhreyfingu en bursta ekki upp og niður eða til hliðanna. Þegar andlitið ler að roðna ertu á réttri leið. Ég á ekki við, að þú rispir það eða rífir — það væri hlægilegt. En jafn vel, þótt það kæmi lyrir, myndi það ekki skaða þig neitt. En þetta er algerlega óþarfi, þú átt aðeins að fá hörundið til þess að roðna. Gættu jæss, þegar J>ú gerir jretta í fyrsta sinn, að hæta, þegar hörundið er farið að roðna. Þvoðu nú sápuna á burt með volgu vatni. Bættu svo smám saman heitu vatni í skálina og bleyttu stöðugt (í 2 mín.) andlit og háls, svo að hörundið hitni. Heltu burt beita vatninu og settu að lokum kalt vatn í skálina. Bleyttu nú andlit og háls úr kalda vatninu (í 2 mín.) eða jtar til hörundið er orðið kalt. Til Jressa má nota þvottaklútinn eða einungis hendurnar. — Síðan þerrar þú andlit og háls rækilega með grófu handklæði og nýrð hörundið vel. Til að byrja með, ráðlegg eg þennan jrvott tvisvar í viku. En þegar hörundið fer að venjast honum — annað hvort kvöld. Þú mátt ekki búast við neinu undri eftir einn þvott eða svo, en ef þolinmæði þín er í góðu lagi mun koma að því, að J)ú munt finna og sjá árang- urinn. Þessi aðferð kostar ekkert — en mun gefa þér mikið í aðra hönd, þ. e. fallegan hörundsblæ." Nú er eftir að vita hvernig okkur fellur þetta. Það væri nógu gaman að reyna! „Puella“. ★ R Á Ð. Þegar þú bakar köku, sem ckkert egg er í, skaltu gæta jress, að hafa ofninn ögn heitavi en venjulega. Hitaðu prjóninn, sem þú notar til þess að reyna, hvort kaka sé bölnuð. Kakan fellur síður.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.