Dagur - 05.04.1945, Qupperneq 2
2
D A © U R
Fimmtudaginn 5. apríl 1945
Aldarárfíð Jónasar Hallgrímssonar
Nýlega hefir verið úthlutað
styrk til skálda, rithöfunda og
annarra listamanna af opinberu
fé. Hæst hefir einstaklingi hlotn-
azt sex þúsund kr. ársstyrkur og
öðrum þaðan af minna. Epn ltef-
ir verið áformað að reisa bygg
ingu yfir einn listamanninn og
verk hans fyrir 300 þús. kr. Það
er ánægjulegt til þess að vita, að
ráðamenn þjóðarinnar hafa öðl-
azt þroska til að meta andleg
verðmæti, sent skáld hennar
franileiða, hvort sem þau yrkja
í ljóðum eða á annan hátt.
En um leið og við fögnum
yfir þessu, ættum við að skyggn-
ast. hundrað ár aftur í tímann.
Þann 26. maí 1845 andaðist í
Kaupmannahöfn, einmana og
allslaus íslendingur, svo fátækur
af veraldarauði, að hann átti
ekki fyrir útför sinni. Þó hafði
liann gefið þjóð sinni listaverk í
ljóðum, sem aldrei fyrnast, með-
an íslenzk tunga er töluð og bók-
menntaleg snilld er nokkurs
metin. Síðan Jónas Hallgrímsson
leið, hefir hann orðið þjóð sinni
hjartfólgnastur allra skálda
henrtar fyrr og síðar. Hann hefir
löngum verið nefndur „lista-
skáldið góða“, „ljóðsvanur ís-
lands“ og öðrum gælunöfnum.
En meðan liann lifði sína stuttu
ævi, var honunr ekki sinnt eða
að honum hlúð af kynslóðinni.
Það er gamla sagan, að þjóðin
kannast ekki við „tign síns bezta
manns“, fyrr en hann er dáinn.
Að vísu voru til undantekningar.
Fámennur hópur vina Jónasar
og samverkamanna, dáðust að
honum og vildu allt fyrir hann
gera, en gátu lítið.
Þó að núlifandi kynslóð vilji
bera Jónas Hallgrímsson á hönd-
um sér, þá á hún þess engan kost.
En hitt getur hún gert, að halda
minningu hans í verðskulduðum
heiðri. Listamannaþing verður
sett í Reykjavík 26. maí næst-
komandi í tilefni þcss, að Jrá eru
liðin hundrað ár frá dauða „lista-
skáldsins góða“. Þar verður Jón-
asar og verka hans að sjálfsögðu
minnzt vel ogrækilega. Ef til vill
verður skáldsins víðar rninnzt
Jrann dag. Er þá komið að aðal-
atriði þessa greinarkorns, en Jrað
er að minna Eyfirðinga og Akur-
eyrarbúa á, að alveg sérstaklega
ætti Jiað að falla í Jreirra hlut, að
minnast skáldsins góða á Jjessum
tímamótum, því að Jónas Hall-
grímsson var sprottinn upp úr
sama jarðvegi og þeir. Hann var
Eyfirðingur að ætterni og upp-
eldi, fæddur í Hraun í Öxnadal
og alinn upp á Steinsstöðum hjá
foreldrum sínum og að nokkru
í Hvassafelli hjá móðurfólki
sínu, eftir að föður hans missti
við. Hann á enn nokkra ættingja
hér um slóðir, og alla ævi hélt
hann tryggð við æskustöðvar
sínar.
Eg vil 410 hiklaust varpa fram
Jreirri tillögu að stofnað verði til
hátíðlegrar minningarathafnar á
100 ára dánarafmæli Jónasar
Hallgrímssonar, annaðhvort hér
á Akureyri eða í grenndinni.
Mundi Jretta að líkindum gert
með samkomuhaldi, jiar sem
flutt yrðu erindi um skáldið og
verk hans, sungin og lesin upp
kvæði hans o, s. frv. Þar ætti að
tjalda öllum þeim beztu kröft-
um, sem völ er á. Lauslega vil ég
benda á nokkra slíka krafta.
Davíð Stefánsson ætti að vera
sjálfkjörinn til að tala um skáld-
ið Jónas Hallgrímsson. Þá væri
Sigurður skólameistari prýðilega
til þess fallinn að tala um J. H.
og íslenzkuna og Steindór Stein-
dórsson um náttúrufræðinginn
J. H. Völ er á að minnsta kosti
tveimur góðum upplesurum hér
í bænum, þeim Jóni Norðfjörð
og Árna Jónssyni. Um söngkral't-
ana þarf ekki að efast. Er hér
gert ráð fyrir svipuðu formi um
ræðuhöld og við var haft á sam-
komu á Akureyri á 100 ára fæð-
ingaraímæli Jónasar Hallgríms-
sonar, 16. nóv. 1907, sem margir
rosknir menn munu geyma í
minni. Þar ræddi síra Matthías
um skáldskap J. H„ Stefán kenn-
ari um náttúrufræðinginn, en
Andrés Björnsson um J. H. og.ís-
lenzkuna og sagðist öllurn mæta-
vel, einkum var ræða Stefáns
rómuð.
En ekkert gerist af sjálfu sér.
Til Jiess að koma framangreindri
hugmynd um hátíðarhald á
þessu vori í framkvæmd, þurfa
einhverjir að taka liana að sér og
gera hana að veruleika. Mér
finnst Jiað vera tilvalið og hæfi-
legt verkefni fyrir Stúdentafélag
Akureyrar. Þess vegna skora ég
á félagið að taka þetta mál til at-
hugunar íyrst og fremst og síð
an til undirbúnings og fra'm-
kvæmda, ef fært Jiykir og félagið
hefir ánægju af að beita sér fyrir
þeim á Jiann hátt, er því Jiykir
bezt henta svo að minningu
skáldsins sé sæmandi. Þá yrði
hlutur Stúdentalelagsins góður
ef það fylltist af anda Ejölnis-
manna við þetta starf sitt, og þá
þarf eríginn að óttast, að Jiað tæk
ist ekki vel.
Tilgangur Jiessa greinarstúfs
var ekki annar en sá, að reifa
málið lítilsháttar. Vilji Stúdenta-
félag Akureyrar ekki sinna Jiví,
eða treysti sér ekki til þess ein-
hverra ástæðna vegna, og fái
málsreifun Jiessi heldur engan
stuðning í blöðum bæjarins eða
annars staðar, Jiá er sýnilegt, að
hún hefir engan hljómgrunn og
er þá dauðadæmd. En Jiá dylst
mér ekki, að mér þykir heldur
ver farið en heima setið, Jiví satt
að segja hefi eg gert mér vonir
um, að slík minningarhátíð, sem
hér hefir verið minnzt á, gæti
skapað „sólski'nsblett í heiði“,
sem margir gætu ef lil vill glatt
sig við um langar stundir.
Jngimnr Eydal.
17. gr. jarðræktarlaganna og
,sigur" Morgunblaðsins
rr*
Síðasta Búnaðarþing lagði til
að 17. grein jarðræktariaganna
yrðí afnumin og önnur lagaá-
kvæði sett í liennar stað, sem bet-
ur fullnægðu tilgangi hennar.
Það er öllum kunnugt, að um
þessa lagagrein hafa orðið mikl-
ar og langvarandi deilur. Fram-
sóknarmenn voru henni yíirleitt
fylgjandi, en Sjálfstæðismenn á
móti. Tilgangur hennar var sá,
að sporna við jarðabraski og ó-
eðlilegri verðhækkun bújarða.
Fjöldi dæma er fyrir því, að
frumbýlingar, sem keypt hafa
jarðir til ábúðar, liafa reist.sér
hurðarás um öxl með því að
kaupa jarðirnar of dýru verði og
bundið sér þann skuldabagga,
sem Jieir hafa orðið að rogast
með alla sína búskapartíð og
stundum alls ekki undir risið. Á
þessu átti 17. greinin að ráða
bætur með því að gera jarðrækt-
arstyrkinn að „fylgifé" jarðanna,
án þess að þær hækkuðu í verði
vegna umbóta þeirra, er á þeitn
voru gerðar fyrir styrkinn, en
það er sama og koma í veg fyrir
að jarðræktarstyrkurinn gengi
kaupum og sölum.
Andstæðingar þessarar hug-
myndar með Morgunblaðið í
broddi fylkingar, héldu Jiví fram
með þrálátum áróðri, að 17. gr.
verkaði þannig, að óðalsbændur
eða jarðeigendur töpuðu með
öllu jarðeignum sínum og þær
lyrfu undir ríkið, yrðu ríkis-
eign, eins og kommúnistar vildu.
Þess vegna kölluðu þeir þessa
stefnu jarðránsstefnuna, með Jiví
að 17. grein væri ekki annað en
grímuklædd tilraun í þá átt að
væna bændur jörðum sínum á
lævísan hátt. Þeir, sem þessu
héldu fram, þóttust vera miklir
bændavinir og vilja frelsa þá frá
rániríu.
Tilgangurinn með umræddri
grein jarðræktarlaganna var rétt-
ur og heilbrigður. Hitt er svo
annað mál, hvort tilganginum
varð náð með fyrrgreindri laga-
setningu. Þegar reynslan hafði
sýnt, að 17. greinin megnaði
ekki að halda verði jarða niðri,
eins og til hafði verið ætlazt.
liiirfu meðhaldsmenn hennar að
J)\ í ráði að leggja til, að hún yrði
úr gildi numin. Er það hygginna
manna háttur að viðhalda ekki
þeirri löggjöf, sem kofnið er í
1 jós um að nær ekki tilgangi
sínum.
Það var þetta sjónarmið, Sem
réði gerðum síðasta -Búuaðar-
Jiings í þessu máli, en ekki breytt
viðhorf til kjarna málsins, sem er
í því fólginn að koma í.veg fyrir
óhæfilega hátt verð á jörðum og
jarðabrask. Er þetta vitanlega
gagnstætt hugsunarhætti Morg-
unblaðsmanna, sem leggja stund
á að gera þá ríku ríkari og Jiá
fátæku fátækari.
Morgunblaðið er kampakátt
yfir því að hafa unnið einhvern
mikinn sigur í þessn máli. 1
hverju skyldi sá sigur vera fólg-
inn? Ekki getur hann falizt í því,
að allar kenningar Jiess um jarð-
rán eru hrundar til grunna.
Þetta voru þó aðalröksemdir þess
gegn 17. greininni. Nú hefir
reynslan leitt það í Ijós, að Jiessi
margnefnda grein hefir ekki
megnað að halda verði jarða
niðri, eins og henríi var ætlað,
hvað þá að ræna jarðeignum til
Hefir Ólafur Thors orðið sér
til skammar?
Sendinefnd er nýlega koniin
til Reykjavíkur frá Bretlandi.
Erindi hennar var að semja um
sölu á fiski til Bretlands á þessu
ári.
Margir óttuðust, að' samning-
arnir myndu ganga treglega,
Jiegar um hagsmuni íslands er að
ræða, og að liskverðið myndi
falla. Var þessi ótti ekki ástæðu-
laus. M. a. hafði sendiherra ís-
lands í Londoii gert ráð fyrir því
í viðtali við íslenz.ka blaðamenn
í vetur, að fiskverðið myndi stór-
tim lalla, strax og Bretar sjálfir
gætu sinnt fiskveiðum. En nú
liefir stríðið dregist á langinn, og
á meðan gat verið von um að
fiskverðið héldist. Þessi liefir og
orðið raunin. Samningarnir hafa
gengið vonum framar. Verðið er
óbreytt frá Jiví í fyrra, ríema ó-
beint á frysta fiskinum, sem staf-
ar af því, að þunnildirí mega
ékki lerígur lylgja honum. Er
Jiað talið svara til allt að 10%
verðlækkunar.
Allir íslendingar fagna Jiví, að
samningar hafa gengið eins vel
og raun er á orðin.
En blöð stjórnarinna-r, eink-
um Jió Morgunblaðið, hafa not-
að Jietta fagnaðarelni til þess að
ráðast á stjörnarandstæðinga
með brigzyrðum og ófrægingum
fyrir Jiað eitt, að þeir vöruðu við
lallandi fiskverði og vildu, að
þjóðin byggi sig undir' það.
Stjórnarblöðin bera Jiað á and-
stæðinga sína, að Jieir hafi orðið
fyrir miklum vonbrygðum,
vegna þess hvað samningarnir
hafi gengið vel, því að Jieir „óski
hruns og hrakfara í atvinnulífi
landsins“, og þeir beri einnig í
brjósti óskir um „minnkandi
aflabrögð." Öll Jiessi o. fl. hrak-
yrði stjórnarblaðanna um Eram-
sóknarmenrí eru byggð á Jiví
einu, að þeir hafa gert ráð fyrir
fallandi fiskverði og varað við
því, en að vara við einhverju er
samkvæmt rökfærslu Mbl. hið
sama og að óska eftir því, þrá
það. Mbl. og Þjóðviljinn eru
sammála um, að Framsóknar-
menn hafi orðið sér til skammar,
af því þeir hafi gert ráð fyrir
fallandi fiskverði, en hinir nýju
samningar hafi nú leitt annað í
ljós. En hvað segir Jiá Mbl. um
átrúnaðargoð sitt, Ólaf Thors,
sem jafnframt. 'virðist nú um
sinn einnig vera átrúnaðargoð
kommúnista?
í áramótaboðskap Ó. Th. 31.
des. 1943 segir hann orðrétt, eft-
ir því sem Mbl. sjálft skýrir frá:
„Um hið háa verðlag á höfuð-
útflutningsvöru okkar skal það
handa ríkinu, enda mun því
aldrei hafa verið haldið fram af
sannfæringu heldur aðeins í á-
róðursskyni til þess að reyna að
koma af stað tortryggni gegn
pólitískum andstæðingum.
En nú er 17. gr. jarðræktarlag-
anna úr sögunni, en þrátt fyrir
kæti Mbl. yfir því, er eins og
blaðið sjái eftir lienni í aðra
röndina. Það stafar líklega af
Jiví, að Mbl.menn langi í nöldr-
ið sitt af gömlum vana.
eitt sagt, að- Jiað mun ekki
standa deginum lengur, eftir að
Bretar og aðrar Jijóðir að nýju
hefja fiskveiðar að ófriðarlokuni.
Og þá mun verðfallið fyrr en
varir verða svo mikið, að óvíst
er, hvort við fáum meira en 1/5
eða 1/10 hluta jiess verðs, er við
nú bemm úr býtum“.
Þetta er nú hrakspá, sem tekur
í hnjúkana. Ekki komast Eram-
sóknarmenn með tærnar, þar
sem Olafur Thors hefir hælana
í lirakspám sínum um lágt fisk-
verð. Ur'því nú að stjórnarblöð-
in hafa staðhæft, að Framsókn-
armenn hal i orðið sér til jkanini-
ar fyrir of lágar hugmyndir um
fiskverð í framtíðinni, þá er.ekki
úr vegi að spyrja Mbl.: Hefit
ekki Ólafur Thors orðið sér til
enn meiri skammar fyrir sína
hrakspá, sem gengur miklu
lengra? Eða óskaði Ól. Th. eftir,
að fiskverðið yrði aðeins 1 /10
af Jiví, sem það var, Jiegar lirak-
spáiri var gerð, af jiví að þá var
hann stjórnarandstæðingur?
Svari Mbl. þessum spurnirig-
uirí neitandi, er Jjað orðið sjálfu
sér sundurþykkt. En svari það
játandi, Jrá er óskiljanlegt, að
Ólafur Thors geti eftir Jiað litið
framan i nokkurn mann.
NÝKOMIÐ:
Eldhúsvaskar,
Handlaugar
(með krómuðum krön-
um og botnventli)
Salerni
(lágskolandi)
Kaupfélag Eyfirðinga
M iðstöð vardei ld
Slípivélar
(Twinplex stroppers)
fyrir rakvélablöð
verð kr. 19.40
Kaupfélag Eyfirðinga
Járn- og glervönideild.
Iðnaðarmaður
óskar eftir herbergi 14. maí
n. k. — Tilboð óskast lögð
inn á afgr. blaðsins fyrir 10.
apríl.