Dagur - 05.04.1945, Blaðsíða 3
Fimmtudaginn 5. apríH945
Ð AG U R
S
ÍÞRÓTTAÞÁTTUR
Bernharð Stefánsson, alþingismaður:
LAIINALÖGIN
Stjórnarflokkarnir bera
einir ábyrgð á afgreiðslu
þeirra.
Réttmætri gagnrýni framsókn-
armanna á óforsvaranlegri af-
greiðsln launalaganna liafa
stjórnarblöðin, einkum Morgun-
blaðið, svarað með því tvennu,
að framsóknarmenn hafi greitt
atkvæði með flestum einstökum
hækkunartillögum, þó þeir að
lokum greiddu atkvæði á móti
málinu í lieild og að eg hafi í
fyrstu verið einn af flutnings-
mönnum málsins; Framsóknar-
flokkurinn beri því sömu ábyrgð
á launalögunum eins og stjórnar-
liðið.
Fyrra atriðinu er óþarfi að
svara, því það er blátt áfram
rakalaus ósannindi. I Ed. t. d.
báru framsóknarmenn ekki fram
neina liækkunartillögu við frv.
og greiddu yfirleitt atkvæði á
móti hækkunum. í Nd. stóðu
þeir að vísu, ásamt öðrum þm.,
að fáeinum till. til hækkunar,
en þær voru eingöngu bornar
fram til samræmis við annað,
sem búið var að samþykkja. Hitt
er aftur rétt, að eg var einn
af flutningsmönnum launalaga-
frumvarpsins, þó eg ltins vegar
beri enga ábyrgð (og þaðan af
síður flokkurinn) á endanlegri
afgreiðslu þess, af þeirri einföldu
ástæðu, að eg fékk engu um hana
að rdða.
En af því nafn mitt hefur, sem
fyrr segir, töluvert verið dregið
inn í umræðurnar um launalög-
in, þykir mér rétt, að gera hér
nokkra grein fyrir afstöðu minni
til þess máls.
Að mínu áliti var setning
nýrra latinalaga orðin aðkallandi
nauðsyn, enda hafði Alþingi oft-
ar en einu sinni skorað á ríkis-
stjórnina að undirbúa það mál
og tvívegis hlutazt til um, að
miHiþinganefndir voru skipaðar
til að athuga það.
Launalögin voru frá árinu
1919 og eðlilega orðin úrelt,
enda komið svo um framkvæmd
þeirra, sem oft vill *verða þegar
lög eru ekki lengur í samræmi
við ástandið, að lítið var eftir
þeim farið hin síðustu ár, heldur
voru alls konar uppbætur veittar
á laun ýrnissa opinberra starfs-
manria, surnar samþykktar af Al-
þingi, en aðrar ákveðnar af ríkis-
stjórninni einni. Margar nýjar
opinberar stöður höfðu verið
stofnaðar síðan 1919 með sér-
stökum lögum og voru þær yfir-
leitt mikið betur launaðar held-
ur en gömlu embættin, sem
launalögin tóku til, þá höfðu og
hinir einstöku starfsmannahópar
haft mjög misjafna aðstöðu, eða
ef til vill einnig misjafnan dugn-
að og ógengni, til að ná í auka-
uppbætur hjá þingi og stjórn.
Ýmsum embættum fylgdu auka-
tekjur (læknar, innheimtumenn)
og voru þær orðnar geisi háar
hjá sumum, þannig fékk toll-
stjórinn f Reykjavík árið 1943
49 þús. kr. í innheimtulaun að-
eins, frá einni stofnun (Trygg-
ingarstofnuninni) fyrir utan all-
ar aukatekjur og embættislaunin
sjálf. Ástandið var því þannig,
að fáeinir embættismenn höfðu
gífurleg laun, miðað við ástæð-
ur okkar íslendinga, æði margir
munu hafa hal't sæmileg og hóf-'
leg laun, en svo voru líka margir
hinna lægst launuðu, sem
bjuggu við svo léleg kjör, að með
engu móti varð við unað, sízt nú,
þegar allar aðrar stéttir þjóðfé-
lagsins höfðu fengið stórbætt
kjör. Samræmi var því lítið eða
ekkert í launagreiðslum hins
opinbera og full nauðsyn var að
bæta kjör margra starfsmanna,
eftir því sem geta leyfði. Að bceta
úr þessu tvennu dtti þvi að vera
höfuðtilgangurinn með setningu
nýrra launalaga, en hvernig hef-
ur það tekizt?
Eins og kunnugt er var launa-
laga frumvarpið sarnið af milli-
þinganefnd, en ekki okkur flutn-
ingsmönnunum, enda áskildum
við okkur allir óbundin atkvæði
um einstök atriði málsins — og
er þess getið í greinargerð. Eg
fyrir mitt leyti leit frá upphafi
svo á, að launagreiðslur samkv.
frv. væru of háar rniðað við getu
ríkissjóðs og ákvað því að bera
frarn lækkunartillögur, sem eg
og gerði. Hins vegar hafði frum-
varpið aðra kosti, sem í mínum
augum voru svo miklir, að eg var
fús til að gerast flutningsmaður,
enda bjóst eg þá við, að málið
yrði athugað af þinginu í heild
og skynsamlegar breytingar tekn-
ar til greina, en samningur um
einliliða afgreiðslu þess lá þá
ekki fyrir.
Kostir frumvarpsins voru
einkum þessir:
1. Laun opinberra starfs-
manna voru samræmd; sömu
laun ákveðin fyrir sams konar
störf og hóflegur rnunur gerður
á mismunandi störfum og laun
flestallra opinberra starfsmanna
ákveðin í frv., einnig þeirra, sem
ekkl taka laun sín beint úr ríkis-
sjóði, svo sem er um starfsnrenn
banka og fleiri opinberra og hálf-
opinberra stofnana.
2. Ákveðin voru sömu laun
fyrir sams konar störf hvar sem
er á landinu, í stað þess, að lrærri
laun hafa verið greidd fyrir
störf í Reykjavík heldur en ann-
ars staðar, sem nú orðið er með
öllu ástæðulaust, þar sem verð-
lag mun nú sízt hærra þar en á
öðrum stöðum.
3. Aukatekjur embættismanna,
annarra en presta og lækna, voru
afnumdar samkv. frv., þó orða-
lagið um það atriði væri ekki
skýrt.
4. Launakjör lægst launuðu
starfsmannanna voru stórbætt.
Eins og áður segir, taldi eg
launagreiðslur samkv. frv. of há-
ar, bæði miðað við getu ríkis-
[sjóðs og lífskjör almennings í
landinu. Eg sá t. d. ekki ástæðu
til, að fólk, sent ekki gegnir á-
byrgðarstarfi né starfi sem sér-
þekkingu þarf til, fengi hærri
laun en nemur meðalárstekjum
bænda og verkamanna samkv. á-
liti 6 manna nefndarinnar og út-
reikningi hagstofunnar. Eg bar
því fram- breytingartillögur til
lækkunar á launastiganum (sem
þó ekki náðu til lægstu flokk-
anna) og hefðu þær lækkanir
numið rúml. 2 milj. kr. á ári frá
því sem frv. gerði ráð fyrir, mið-
að við núverandi vísitölu, en þó
hefðu lægra launaðir starfsmenn
fengið stór bætt kjör frá því, sem
áður var. Þessar tillögur minar
voru felldar af öllu stjórnarlið-
inu í Ed.
Að mínurn tillögum föllnum
bar Hermann Jónasson fram til-
lögu um að fresta gildistöku lag-
anna þar til ný löggjöf kæmi um
embættiskerfið að öðru leyti;
skyldur og réttindi embættis-
manna o. s. frv., en stjórnarliðið
felldi einnig þessa tillögu. Á
sömu leið fór er Skúli Guð-
mundsson bar fram tillögu í Nd.
um að í stað núverandi dýrtíðar-
uppbótar kæmi uppbót sam-
kvæmt þjóðhágsvísitölu. Þ. e.:
launagreiðslur hækkuðu og
lækkuðu eftir afkomu þjóðar-
heildarinnar.
Þamrig voru allar tillögur
okkar framsóknarmanna til um-
bóta á launalögunum felldar. En
ekki nóg með það, heldur stór-
spillti stjórnarliðið frumvarpinu
að öðru leyti og gerði að litlu
eða éngu þá kosti, sem það hafði
upphaflega og áður er getið. Sem
dæmi um þetta nefni eg eftirfar-
andi:
1. Tekin voru út úr frum-
varpinu launaákvæði við ýmsar
stofnanir, sem að vísu hafa sér-
stakan fjárhag, en eru þó í eðli
sínu opinberar stofnanir, svo
sem bankarnir, Tryggingarstofn-
unin, Brunabótafélagið, Samá-
byrgðin o. fl. Afleiðingin af
þessu er, að álls engin trygging
er fyrir því, að launagreiðslur
við þessar stofnanir verði í
nokkru samræmi við launa-
greiðslur ríkisins. Þvert á móti
má fyllilega búast við sama ó-
samræminu í þessu efni og verið
hefur og sama ósamrœmi innan
stofnananna sjdlfra.
(Framhald á 5. síðu).
Að þessu hefir íþróttaþáttur-1
inn aðallega fjallað um íþrótta-
mál Akureyrar og Eyjafjarðar.
Nú hefir mér borizt bréf úr
Skagafirði, sem ég þakka, og birt-
ist hér í dag útdráttur úr því.
Vonandi er, að fleiri verði til að
senda smápistla til birtingar liér,
íþróttafréttir eða e. t. v. þanka-
brot um íþróttamál og livatn-
ingarorð — ef engar eru fram-
kvæmdir, sent til frétta gætu tal-
izt. Sendið til J. }., Strandgötu 5,
AkureyTi.
Úr Skagafirði (11. marz).
í Ungm.samb. Skagafjarðar
eru nú átta ungm.félög. Samb.
hefir íþróttamót 17. júní, árlega.
Sérstök iþróttaafrek hafa varla'
verið unnin þar að þessu, en
árangur fer batnandi og þátttaka
vex með ári hverju.
Á hverju surnri fer fram sund-
keppni í sundlauginni í Varma-
hlíð um Grettisbikarinn, silfur-
grip er nokkrir Skagfirðingar í
Reykjavík gáfu í tilefni af vígslu
laugarinnar 27. ág. 1939. Þetta
er farandgripur, og skal keppt
urn hann á 500 m. siíndi —
frjálsri aðferð. Hefir þarna náðst
góður tími á bringusund. Sigur-
vegari var fjögur fyrstu árin Kári
Steinsson. S.l. sumar keppti hann
ekki og fyrstur varð þá Gísli
Felixson. Þátttaka hefir verið
heldur lítil.
Á Sauðárkróki kennir Guðjón
Ingimundarson, fimleika við
barnaskólann og unglingaskól-
ann. Sömuleiðis lijá U.M.F.
„Tindastóíl“ og er þar þátttaka
mikil og áhugi ágætur. Kennslan
fer franr í samkomuhúsinu og er
aðstaða mjög ill, ekki búnings-
herbergi eða böð, salurinn lítill
og áhöld af skornum skammti.
En áhugi er nú mikill fyrir bygg-
ingu nýs barnaskóla og íþrótta-
húss í samb. við hann — og senni-
lega verður byrjað á þeirri mik-
ilsverður framkvæmd á komandi
sumri.
Skíðaáhugi eða skíðaferðir eru
vaxandi og eiga nú flestir ungl-
ingar skíði. Ferðir eru farnar
með nemendur skólanna og
þeirn þá leiðbeint nokkuð, án
þess að um verulegt námskeið sé
að ræða. n Eungm.samb. hefir
fullan hugáaðsinnaþessum mál-
um meira og betur í framtíðinni.
Á vegurn Ungm.sambandsins
er nú Karl Guðm.s. íþróttakepn-
ari með mánaðarnámskeið á
Hofsósi og kennir e. t. v. síðan
hjá fleiri félögum á samb.svæð-
iau.
Axel Andrésson, knattspyrnu-
kennari, dvaldi urn tíma á Hól-
um og kenndi Hólasveinum
íþrótt sína. Hann kenndi einnig
í U.M.F. Hjalta. Áhugi var mik-
ill á báðum stöðum. Axels er
vænzt til Sauðárkróks í vor og
eru Sauðkræklingar nú þegar
farnir að hlakka til komu hans
og að fá tækifæri til að æfa og
læra knattspyrnsuna hjá góðum
kennara.
Óhætt er að segja, að íþrótta-
áhugi sé talsverður í Skagafirði,
en fólksfæð í sveitum og vöntun
á sæmilegri aðstöðu dregur mjög
úr framkvæmdum og árangri,
enn sem komið er.
M. A. Akureyri.
Að kvöldi þess 26. þ. m. var
fimleikasýning. í fimleikasal
Menntaskólans. Komu þar fram
4 flokkar stúlkna, úr 1., 2. og 3.
bekk og svo einn úr efri bekkj-
um skólans sameiginlega. Kenn-
ari stúlknanna er frú Þórhildur
Steingrímsd. og sýndi hún þarna
allar námsmeyjar skólans, þær,
sem fimleika stunda og ekki voru
veikar, er klukkan kallaði saman
liðið til sýningar. Hver flokkur
var inni 10—15 mín, og að síð-
ustu gerðu allar saman — um 60
talsins — nokkrar æfingar.
Sýning þessi var nokkuð sér-
stök í sirini röð, ekki gert ráð
fyrri að sýna nein afrek eða full-
komnustu leikni, heldur daglegt
starf allra námsmeyjanna í fim-
leikasalnum. Undanfarna vetur
hefir ekki verið um neitt l’im-
leikanám að ræða og því heldur
ekki von á bezta árangri nú
þegar.
I heild var sýningin skemmti-
leg og margar æfingar fallegar
og mjög vel gerðar. Undirleik —
með sumum æfingunum — önn-
uðust námsmeyjar sjálfar.
Kennarar og nem. skólans
höfðu skipað sér þétt í sæti og
„stæði“ og virtust vel meta
íþróttir bláklæddu meyjanna.
Fimleikasalurinn er sýnilega
vel viðgerður og góður orðinn
en fimleika-áhöld vanta þar eitt-
livað enn.----
Fimleikasýningar, þar sem af-
rekin fá áheyrendur til að gapa
af undrun, samræmi og fegurð í
stíl vekur hrifningu, eru vissu-
léga mikilsverðar. En sé það eina
myndin, sem almenningur fær
af leikfiminni, er hætt við, að
einn og annar, karl og kona, segi
á þá leið, að ekki sé til neins fyrir
sig að eiga við fimleika og gefi
slíkt alveg frá sér.
Aftur á móti eru skólasýning-
ar og" sýningar eftir stutt nám-
skeið, líklegar til að auka trú
fólksins á eigin mátt til starfsins
og hafa m. a. þess vegna mikla
þýðingu. Innan skóla munu þær
auka áhuga nemenda og lieil-
brigða keppni.
íþróttafél. á Akureyri, K. A.
og Þór hafa bæði haft aðalfundi
sína fyrir skömmu.
Bæði fél. hafa æft fimleika og
handknattleik í íþróttahúsinu í
vetur og farið til skíðaæfinga
saman, þegar vel hefir gefið.
Bæði leggja áherzlu á vaxandi
íþróttastarfsemi á komandi vori
og sumri.
í. K. A. eru nú um 300 með-
limir. Stjórn fél. skipa: Eorm.
Sigurður Eiríkss.. Ritari: Helga
K. Júníusd. Gjaldkeri: Haraldur
Sigurgeirsson. Varaform. Árni
Sigurðss. Meðstjórnandi Sveinn
Kristjánsson.
Félagar í Þór eru 340. í stjórn
fél. eru nú: Form. Jónas Jónsson.
Ritari Sverrir Magnúss. Gjald-
keri. Sigmundur Björnss.. Vara-
forrn. Gunnar Óskarsson. Spjald-
skrárritari Jón Kristinsson.
íþróttafél. Þór verður 30 dra
á þessu sumri.
/. S. í.
Aðalf. í. S. í. er ákveðinn á
(Framhald á 5. síðu).
Amerískur karlmannafatnaður
af allra nýjustu gerð og úr bezta efni. Sumarkjólefni,
kvenbolir og buxur, baðmullar. Léreft, einlit, misl.
Silkisokkar.
BALDUIN RYEL H.F.