Dagur - 26.04.1945, Blaðsíða 4

Dagur - 26.04.1945, Blaðsíða 4
4 B AOUR Fimmtudaginn 26. apríl 1945 DAGUR Ritsijóri: Haukur Snorrason. Afgreiðslu og innheimtu annast: Marinó H. Pétursson. Skrifstofa í Hafnarstræti 87. — Sími 166. Blaðið kemur út á hverjum fimmtudegi. Árgangurinn kostar kr. 15.00. Prentverk Odds Björnssonaq Fimm mínútur yfir miðnætti. gEISARINN lagði niður vopnin þegar enn var stundarfjórðungur til miðnættis. Eg er hirts vegar maður, sem ekki hættj að berjast fyrr en klukkan er fimm mínútur yfir tólf.“ Svo mælti Adolf Hitler eitt sinn. Sagan mun að lík- indum dæma, að hann hafi efnt þetta lieit. Vissu- l^ga er komið frarn yfir miðnætti í hinni tilgangs- lausu hatursbaráttu, sem nazistar heyja nú á eig- in grund. Sú stund er liðin, að Þýzkaland geti tekið kostum Bandamanna um skilyrðislausa uppgjöf. Ríkið er ekki lengur til, sem ein heild. Stórveldið er gliðnað sundur. Herinn, sem einu sinni ógnaði allri veröldinni, býr nú í fangabúð- um Bandamanna, eða undir mosagrónum leið- um á sléttum Rússlands og ökrum Frakklands. Leifarnar leita tortímingar í rústum eigin höfuð- borgar. Aldrei fyrr í sögunni hefir stórveldi liðið undir lok á Jrennan háltt. — Uppgjöfin 1918 var þessu gjörólík. Þá tóku stjórnmálamennirnir í tauminn og reyndu að bjarga því sem bjargað varð. Uppgjöfin á Ítalíu 1943 var meðjrví sama marki. En nazistarnir þýzku hafa brennt allar brýr að baki sér. Öllu er stefnt í gin tortímingar- innar með hinni æðisgengnu hatursbaráttu. Af- leiðingarnar eru víðtækar og öfyrirsjáanlegar. jyjYNDIN, sem dregin er af ástandinu í Þýzka- landi í erlendum fregnum þessa dagana er óhugnanl'eg. Gert er ráð fyrir, að þegar síðustu varnarvirki nazista eru brotin á bak aftur, verði 80—90 milljónir manna innan landamæra þess ríkis, sem einu sinni var Þýzkaland. Meirihlut- inn er þýzkur almenningur, hitt stríðsfangar frá Bandamannaþjóðunum og erlendir verkamenn, sem nazistar hafa haft í nauðungarvinnu. Þetta fólk hefst við í rústum borganna. og úti á víða- vangi. Alla skipulag í stjórn innanlandsmála er gjörsamlega hrunið í rúst, er Bandamenn her- nema héruðin. Enginn umboðsmaður ríkisvalds- ins er til þess að semja um uppgjöf. Engir mynd- ugir embættismenn eða stjórnmálamenn til þess að reyna að koma á samvinnu borgaranna um endurreisn. Engin merki um pólitískan áhuga, líkt og var á ítalíu. Frétltaritarar lýsa fólkinu sem auðsveipu, hlýðnu og ráðvilltu. Það er eins og tólf ára línudans og foringjadýrkun hafi sljóvgað alla eiginleika til sjálfstæðis og hugsunar af éig- in hvötum. J^EIKNUM er nú senn lokið. Það er augljóst, að í Þýzkalandi verður ekki að ræða um neina stjórnmálabaráttu á borð við það sem gerzt hefir í þeim löndum Evrópu, s'em frelsuð hafa verið undan kúgun nazista. Þar logaði kyndill frelsis og sjálfstæðrar hugsunar öll þrengingarárin. Af fregnum þeim, sem nú berast frá Þýzkalandi er svo að sjá, sem öll slík ljós frá dögum Weimar- lýðveldisins séu slokknuð fyrir löngu. Á meðan svo 'er, verður ekki að ræða um stjórnmál í Þýzkalandi, heldur aðeins stjórn. Það er að vísu ekki mikil breyting í orð frá því sem var á vel- maktardögum Hitlers, en þó gjörbreyting í raun. Nazisminn stefndi b'einlínis að þeirri niðurlæg- ingu einstaklingsins, sem sjálfstæðrar veru, sem nú er opinberuð. Stjórn Bandamanna, sú er koma skal, mun hins vegar miða að ræktun ein- staklingsins og þeirra hugsjóna, sem lengst hafa skilað mannkyninu á vegferðinni til*.menningar og þroska. Þýzka þjóðin verður nú að þræða slóð- ina til lýðveldisáranna og hefja þaðan gönguna rrieð öðrum þjóðum. Sú leið verður ekki fljótfar- in og mun að líkindum taka mörgum sinnum tólf ár, SIGURVEGARI Á ÍTALÍU Myndin er a£ Mark Clark hershöfðingja, yfirmanni herja Bandamanna á Ítalíu. Herir hans hafa tekið borgina Bologna, sem í 8 mánuði hefir verið í vegi á sóknarleið Bandanianna til Pósléttunnar, og hersveitir hans eru nú komnar að Pófljótinu á allbreiðu svæði. Barnabrek á helgum stað. . . n KUREYRARKONA“ skrifar " blaðinu á þessa leið m. a.: „Eg er víst ein af þeim, sem teknir eru að gerast gamaldags og fátækir í andan- um og fylgjast því illa með ýmsum kenjum hins nýja tíma. Og nú skal eg segja þér eitt dæmi um það, hversu illa mér gengur stundum að samlagast ýmsum þeim nýju siðum, sem nú virðast vera að ryðja sér til rúms og eiga e. t. v. eftir að setja svip sinn á menningarlíf hins nýja þjóðveldis- tímabils okkar Islendinga. — Sl. sunnudag gekk eg i kirkju og hlýddi á guðsþjónustu og fermingarathöfnina, sem þar fór fram. Eg er vísu ekki sér- lega tíður kirkjugestur, en þá sjaldan eg geng í guðshús, ætlast eg til þess, að eg njóti þar hvíldar og fullkomins næðis til þess að fylgjast sem allra bezt með öllu því, sem fram fer. Einkum hefir mér alltaf þótt hátíð- legt og hjartnæmt að heyra og sjá hóp prúðbúinna og siðlátra barna staðfesta trú sína í viðurvist foreldra sinna og annarra ættingja, sóknar- prests og safnaðar. Þetta hefir oftast áður reynzt mér hrífandi og hátíðleg stund. Og sannarlega virðast hér öll skilyrði fyrir hendi til þess, að svo þ I’ IR viðburðir, sem eru að ger- ast þessa dagana, eru Jrví heimssögulegir fyrir fleir^ en það, að Evrópustyrjöldinni er að Ijúka er fimm mínútur eru yfir miðn^etti. Þeir bera með sér 'endalok stórveldis, sem vafasamt er hvort nokkurn tíma rnuni rísa V af grunni í þeirri nrynd. Þeir boða útför nazismans. Hann mun aldrei eiga sér upprisu von. Og síðast en ekki sízt boða þeir dagrenning eftir langa nótt í lífi þjóðanna á nteginlandi álfunn- ar. í San Fransisco sitja „fjöru- t.íu smáir“ við borð m'eð „fimm stórum" þessa dagana til þess að leggja fram sinn skerf að skipan alþjóðamála er dagur rennur tifc fulls. Ef til vill verður þýzku þjciðinni gefinn kostur á því, að sitja til borðs með hinum fjöru- tíu þá tímar líða. Smáþjóðirnar í Evrópu gætu verið henni, og raunar fleiri jzjóðum, lærimeist- ari í friðsamlegum samskiptum og menningarlegri uppbygg- ingu. Og raunar væri þá betur en fimm mínútur yfir miðnætti í málefnum þjóðanna, ef þáð fordæmi mætti sín einskis. megi ávallt verða: Guðshúsið er fag- urt og glæsilegt musteri, sóknarprest- urinn í fremstu röð virðulegustu pre- láta þessa lands, hljóðfæraleikur og kirkjusöngur ágætur og allt eftir þessu. JPJN ÖLL ÞESSI ágætu ytri skilyrði hrukku ekki til á sunnudaginn var til þess að gera athöfnina slíka sem eg ætlast til, að hún sé. Þegar eg kom í kirkjuna — alllöngu fyrir messubyrjun — voru allir fremstu bekkirnir þegar fullskipaðir börnum -—- sumum langt fyrir innan fermingu — sem voru þar ein síns Iiðs og al- gerlega eftirlitslaus, að því er-virtist. Eg efast um, að allt fullorðna fólkið — jafnvel allir aðstandendur ferm- ingarbarnanna — hafi fengið sæmileg sæti, eða jafnvel komizt inn í kirkj- una, en við þessum aðhaldslausa lýð, sem hvorki virtist hafa aldur né þroska, vit né vilja til þess að fylgjast með því, sem fram fór af nokkurri alvöru eða eftirtekt, var þó ekki stuggað. Og í stuttu máli sagt fylgdi slík ókyrrð og kliður þessari hjörð, að allur sá hátíðleiki og alvara, sem eg hafði vænzt við þetta tækifæri, fór gersamlega út um þúfur fyrir mér a. m. k. Hálfstálpaður drenghnokki skálmaði t. d. hvað eftir annað fram og aftur rétt fyrir framan kórdyrnar, meðan á sjálfri fermingarathöfninni stóð. Börnin stóðu upp á strjálingi ásamt aðstandendum hvers ferming- arbarns, þegar presturinn staðfesti þau hvert um sig, settist aftur í miðj- um klíðum, stóðu up á ný o. s. frv., o. s. frv. Og verst var þó, að allur þessi losarabragur og sniðleysi virtist smita fermingarbörnin sjálf. Sum þeirra sýndust algerlega ósnortin af því, sem fram fór, skimuðu og hvim- uðu í allar áttir í tíma og ótíma og allt eftir því. OVONA MA þetta ekki ganga leng- ur. Þá fer það litla, sem eftir er af kirkjurækni og virðingu fyrir guðs- þjónustunni, algerlega forgörðum. Engum manni — hvorki eldri né yngri — má haldast uppi að trufla gúðsþjónustuna. Að mínum dómi ætti að banna börnum innan ákveð- ins aldurs að sækja kirkjur nema í fylgd foreldra sinna eða annarra full- orðinna, svo að tryggt sé, að þau •valdi ekki ókyrrð og truflunum að þarflausu og venjist sjélf á að líta á kirkjurnar sem hvern annan óvalinn samkomustað. Það breytir engu, þótt vitað sé, að vxðar er pottur brotinn í þessum efnum en hér á Akureyri, og þó kannske miklu fremur. Mér er t. d. sagt, að þegar herra biskupinn yfir Islandi gekk til altaris í dómkirkj- unni í Reykjavík nú á dögunum, hafi lítill drengsnáði slegizt í för með hin- (Framhald á 5. síðu). Bók um snyrtingu og fleira FG HEH stundum verið að velta Jrví fyrir mér, hve aðstæður okkar ungu kvennanna í land- inu væru margfalt betri og möguleikarnir fleiri, bæði til náms o. fl„ heldur en mæður okkar og formæður áttu við að búa. Mikill fjöldi kvenna situr árlega á skólabekk og nemur við hinar ýmsu menntastofnanir lands- ins. — Auk Jiessa er fræðslu, um ýmis mál, er kvenþjóðina varða, víða að finna, bæði í blöðum og tímaritum, og síðast en ekki sízt í hinum margvíslegu bókum, sem stöðugt koma fleiri og fleiri á markaðinn og eru eingöngu ætlaðar kvenþjóðinni. Hér á eg við: matreiðslubækur hvers konar, útsaumsbækur, bækur um meðferð og hirðingu ungbarna, bækur um uppeldi barna, um líkams- rækt og heilsufræði, um snyrtingu, klæðaburð o. s. frv. Til þess að hafa sem mest not af slíkum bók- um, verðum við að kunna að þekkja hismið frá kjarnanum — tileinka okkur það, sem er hentugt okkur og heilbrigt, en láta hitt mæta afgangi. Þessar línur eru ritaðar til þess að minnast lítil- lega á nýja bók, sem kom fyrir skömmu á mark- aðinn og er ætluð kvenþjóðinni. — Bók þessi er: „Aðlaðandi er konan ánægð“, eftir Joan Bennet, en frú Þórunn Hafstein hefir íslenzkað bókina. Bókinni er skipt í átta aðalkafla: I. Hvað er að gerast í heiminum? — II. Aðlaðandi er konan ánægðari. — III. Fljótleg snyrting er varanleg. — IV. Kvenþjóðin hefir krafta í kögglum. — V. Hreinlæti nú á tímum. — VI. Klæðnaðurinn. — VII. Að geðjast karlmönnum. — VIII. Húsmóð- urstarfið er margþætt. Hér er að finna mikið af ágætum leiðbeining- um. Sérstaklega finnst mér kaflinn um hreinlæti ágætur, — þó að við verðum, fyrst um sinn, að láta okkur dreyma um bað á degi hverjum. — Þá eru ágætar ráðleggingar fyrir feitari konur, sem prentað er á umbúðir þessa varnings. En ís- góð ráð um litaval á fötum og meðferð þeirra og ýmislegt fleira, sem vert er að gefa gaum. Frú Þórunni Hafstein hefir tekizt ágætlega við þýðinguna, málið er létt og liðugt og bókin öll hin læsilegasta. Bókin er prentuð á ágætan papp- ír og er prýdd fjölda mynda. Bókfellsútgáfan gefur hana út. „Aðlaðandi er konan ánægð“ hefir selzt mjög vel, en það sýnir, að kvenfólkið vill læra þá miklu list ,að vera aðlaðandi. Og mér dettur í hug, hvort ekki muni hjálpa til í því námi það, sem kunningi minn einn sagði við mig á dögunum. Hann vildi snúa bókarheitinu við: — Ánægð er konan aðlaðandi. — „Puella“. ★ ^EGNA ÞESS að Jón í Grófinni (í síðasta tölu- bl. íslendings) var að benda okkur á að nota íslenzkar vörur — kjötsoð, — langar mig til þess að'geta þess, að þessi skrif mín um erlend mat- væli, eru gerð samkvæmt beiðni nokkurra kvenna, sem eiga óhægt með að átta sig á því, sem prentað er á umbúðir þessa varning. En ís- lenzkuna skilja þær, og sé eg því ekki ástæðu til að skrifa sérstaklega um umrætt kjötsoð. — P. ★ gÓKÓ-DRYKKUR (Ovaltine) þykir mjög heil- næmur. — Konum, sem hafa börn á brjósti, er ráðlagt að drekka Ovaltine í mjólk-Jaglega. Auk bætiefnanna inniheldur Ovaltine mjólk, sojamjöl, egg, kókó, salt o. fl. Börnum er gefið Ovalitine, einnig eldra fólki, sem vill fita sig. — Þrjár teskeiðar of Ovaltine eru hrærðar út í einum bolla af heitri mjólk (ekki soðinni) og sykur settur í eftir smiekk. — Einnig má hafa drykkinn kaldan. Eru þá 3 tesk. hrærðar út í 1 bolla af ískaldri mjólk, sykur eftir smekk og síðan er þetta hrist vel í lokaðri krukku, eða þar til gerðu áhaldi (shaker). Ovaltine er afbragðs kvölddrykkur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.