Dagur - 26.04.1945, Blaðsíða 2

Dagur - 26.04.1945, Blaðsíða 2
2 » AGU R Fimmtudaginn 26. apríl 1945 „Hundaþúfan hreykli kamb" Mér datt þessi vísa Steingríms í hug, þegar ég lauk lestri grein- arinnar „Hólastóll og hunda- þúfa“, er birtist í Morgunblað- inu 6. þ. m., undirrituð „Norð- lendingur". Hundaþúfur eru þær þúfur nefndar, sem viss dýrategund notar til þarfinda sinna. Þetta hlutskipti þeirra hefir jafnan þótt fremur óveglegt. Mbl. hefir lengi gerzt hunda- þúfa þeirra manna, sem fýsir að svívirða íslenzku bændastéttina og samtök hennar. „Norðlend- ingur" notar sér kostulega þessa aðstöðu. Hann segir, að bænda- stéttin sé rislág og kotungslegri í hugsun en aðrar stéttir. Þegar aðrar stéttir tali um nýsköpun þeirra Ólafs og Brynjólfs, þá sé hún svo syfjuð, að þetta hrífi hana elcki! Bændur eru nú samt ekki syfj- aðri en það, að hvergi nærri er hægt að fullnægja eftirspurn þeirra um kaup á jarðvinnslu- vélum. „Nl.“ getur ekki um þetta, þó að hann að sjálfsögðu viti það vel, því að það hefði dregið úr syfjubrigzlunum til bænda. Bændur eru heldur ekki svefn- ugri en það, að meðal þeirra er nú að rísa alda í þá átt að setja sjálfir á fót áburðarverksmiðju, sem þeir ólafur og Brynjólfur og þeirra nýsköpunarlið ætlar að svíkjast um að koma í fram- kvæmd. „Gáinn“ segir líka í Mbl. 14. þ. m„ að ódýr og auð- fenginn áburður sé frumskilyrði þess, að sú hugsjón bænda verði að veruleika að geta aflað allra heyja á ræktuðu landi, en jafn- framt eys hann skömmum yfir Vilhjálm Þór og Framsóknar- flokkinn fyrir að beita sér fyrir framgangi þessa hugsjónamáls bænda! Samræmið er stundum ekki á marga fiska meðal þessara Mbl.sauða. Bændur eru ekki síður vak- andi en aðrar stéttir og hafa ekki minni framfaraáhuga. Hitt mun sönnu nær, að þeir séu öllu trú- ardaufari á nýsköpunarhjal stjórnarinnar en sumir aðrir, en þó er sú tni líka óðum að slokkna meðal annara stétta og það af gildum ástæðum. Að clómi Mbl.„Norðlendings“ tekur það þó út yfir allan þjófa- bálk, er eyfirzkir bændur gerast þeir dauðans ræflar að láta Kaupfélag Eyfirðinga nota spari- skildinga sína til að reisa hótel- byggingu á Akureyri. Nær hefði verið að verja þeim peningum, er fóru í gistihúsið, til að rækta jörðina heima fyrir og fjölga skepnum og afla sér auk þess ýmsra þeirra þæginda, sem van- hagar um í sveitinni. Ef þessi leið hefði verið farin, mundi fólksstraumurinn úr sveitunum til kaupstaðanna hafa stöðvast. Öxnadalurinn m. a. risið úr rústum. Samkvæmt þessum kenning- um „Norðlendings" í Mbl.grein- inni er gistihússbyggingu K. E. A. reglulegt niðurdrep fyrir bú- skapinn í sveitum Eyjafjarðar, þar sem peningarnir til bygging- arinnar hafi verið teknir af spari- fé bændanna, sem þeir hafi trú- að félaginu fyrir til geymslu. Látum okkur nú athuga þetta allt dálítið nánar. í K. E. A. eru bændur, sjó- menn og útgerðarmenn, verka- nrenn, iðnaðar- og verksmiðju- fólk, verzlunar- og skrifstofufólk og embættismenn. Alls um 4000 manns, þar af um 17 hundruð bændur. Flest af þessu fólki hefir nú á stríðsárunum aurað saman meira og minna af sparifé, sein það bað K. E. A. að ávaxta fyrir sig, eftir því sem föng væru til; sagði sem var, að ekki væri í annað hús að venda, þar eð ríkis- stjórnin gerði ekkert til hjálpar í því efni t. d. með útgáfu og sölu ríkisskuldabréfa. K. E. A. vékst vel undir þetta, þó að erf- itt væri um vik með ávöxtun peninga. Voru þá tveir kostir fyrir höndum: annar sá að láta peningana liggja nær vaxtalausa í lánsstofnunum, hinn sá að ráð- ast í eitthvert arðbært fyrirtæki og leggja sparifé í það. Síðara ráðið var valið. Þá varð hið margumrædda gistihús til, en á því var mikill skortur í höfuð- stað Norðurlands. Jafnframt því að verða félagsmönnum að liði með ávöxtun sparifjár þeirra, eins og þeir höfðu óskað, var bætt úr brýnni þörf í sambandi við gistihússleysið. Sú fjárhæð, sem í gistihúsið fór, er vísu ekki nema nokkur hluti þess sparifjár, sem K. E. A. hefir tekið á móti frá félags- mönnum sínum. Hótel K. E. A. mun hafa kostað rúmlega hálfa milljón kr. Af þessari upphæð er líklegt að bændur eigi náiægt 1/3, segjum allt að 200 þús. kr. Nú eru bændur í félaginu fuil 1700. Það eru til jafnaðar ná- lægt 100 kr. frá hverjum. Mbl.- „Norðlendingur" heldur því fram, að þessar 100 kr. hefðu get- að gert kraftaverk heima fyrir, með þeim hefði mátí rækta jörðina, stækka búin og jafnvel reisa við hrunda bæi í Öxnadal! Nú vill svo vel til, að Mbl.- „Norðlendingur“ upplýsir, að ærskjátan kosti 200 kr„ kýrin 1700 kr„ trippið 500 kr. og rækt- un á dagsláttu í túni um 1200 kr. Og nú getum við, Norðlend- ingur góður, reiknað út frá þessu verðlagi. . Fyrir spariféð, sem bóndinn lagði í Hótel K. E. A., hefði hann getað keypt V£ ærskjátu, eða 1/17 úr kú, eða 1/5 úr trippi, eða ef hann hefði heldur viljað leggja það í ræktun, þá hefði hann getað stækkað tún sitt um 1/12 úr dagsláttu = 75 ferfaðma! Nú er loku fyrir það skotið, að bændur geti neytt þessara bjargráða! Kaupfél. Eyf. hefir séð fyrir því með þeim yfirgangi og frekju að taka hálft ærverð eða 17. part ar kýrverði af spari- fé bóndans og leggja það í hótel- byggingu, þar sem það mun gefa góða vexti, ella enga. Það er ekki að furða, þó að Norðl. heiti á bændur að „hrista þenna ófögnuð af sér.“ En það, sem „Norðl.“ svíður mest, er þó, að Hótel K, E. A. skuli vera myndarlegt og vel úr garði gert. Ef það hefði verið lít- ilfjörlegur kumbaldi, hefði hann ef til vill látið það kyrrt liggja. En að byggja hótel, sem kaupstaðabúar gætu verið þekkt- ir fyrir að koma inn í — það var hneyksli. Eins og fyrr er sagt birtist grein „Norðlendings" 6. þ. m. Þann 14. s. m. hreykti hunda- þúfa Ólafs Thors kamb. Mbl. réð sér ekki fyrir drambi út af þessari makalausu grein, Um hana segir blaðið m. a.: „Greinin „Hólastóll og hundaþúfa“, sem birtist í Morg- unblaðinu 6. apríl, vakti meiri athygli en nokkur önnur grein, sem komið hefir í blöðum lands- ins síðustu mánuðina svo eigi sé lengri tími til tekinn. Greinin er skrifuð af þeirri list, sem hittir í mark.“ Síðan lýsir Mbl. landbúnaðar- ástandinu í sveitunum á hinn hörmulegasta hátt, en nefnir þó sérstaklega eyfirzka bændur í því sambandi. „Sumir þeirra hafi látið ginnast og gerst böðlar á sinni eigin stétt 'og sínum at- vinnuvegi.“ Svo bætir blaðið því við, að það bæti ekki úr, þó að K. E. A. byggi fyrir peninga bænda „luxushótel". Með hólinu um grein „Norð- lendings“ og snoppungunum til eyfirzkra bænda stefnir blað Ól- afs Thors markvisst að því að rægja K. E. A. Kaupfélagið á að hafa ginnt bændur í Eyjafirði til að gerast eigin böðlar. Þeir hafa verið ginntir til að velja Einar Árnason og Bernharð Stefánsson fyrir þingfulltrúa. En nú hafa Sjálfstæðismenn frelsað eyfirzka bændur frá Einari og gefið þeim í staðinn dánumanninn Garðar. Á sínum tíma svara eyfirzkir bændur og stéttarbræður þeirra um land allt Mbl.,,Norðlend- ingi“ og hundaþúfunni með sinn hreykta kamb. Má þá svo fara að bæði setji niður. Gamall sveitakarl. Perluli I I Kalt II I I (Casco) Kaupfélag Eyfirðinga Járn- og glervörudeild Ford vörubifreið til sölu. Upplýsingar gefur Sigurjón Rist, bílaverkstæð- inu Mjölni. Þegar sýslumannssonurinn hyggst ræða landbúnaðarmál! ,,J. H.“ fullu nafni Jóhann Hafstein, sýslumannssonur frá ^ Húsavík, nú framkvæmdarstjóri ^ Sjálfstæðisflokksins gerir tilraun til þess í lítilli grein í Morgun- blaðinu frá 14. marz s. 1. — sem þó er að mestu fengin að láni frá öðrum, að svara og lirekja grein eftir mig, Afneitun ung- mennafélaganna, sem birtist í Tímanum 6. marz s. 1. Reyndar er það helzr mikið sagt, að kalla samseining J. H. svar, þar sem hann hliðrar sér algjörlega hjá því, að t.ika til meðferðar málið sem fyrir bgg- ur: uppruna ungmennaféíag- anrta og félagsstafrsemina á þeirra öndverðum áruiri við þ ið, að glæða þjóðmálahugsun og þegnlegan þroska meðlimanna og svo starfsleysi þeirra nú í þeim efnum. Ekki sniðgengur J. H. málefnið vegna viijaleysis á því að ræða það, heldur sýni- lega vegna fullkomins getuleysis. í stað Jress að hrekja það, að það hafi verið samvinnnfólkið í landinu og æska þess, setn hóf ungmennfélagshreyfinguna, tal- ar hann um það, að „Framsókn- arnepjan" frysti „dómgreind" mína. — Það ber víst að taka þetta sem fyndni, enda þótt höf- undi gangi illa að dylja hina á- berandi fátækt fyndnigáfu sinn- ar. í stað þess að afsanna það að þjóðskóli ungmennafélaganna æfði nemendur sína í því að rök- hugsa og rökræða þjóðfélags- málin frá sjónarmiði jafnréttis hugsjóna og einstaklingsfrelsis samvinnustefnunnar, talar liann um, að ég láti stjórnast af „hé- 1 gómlegum barnaskap," sem á víst að skilja svo, að leysi hann frá þeim vanda að finna orðum sínum stað. Þegar þar kemur máli J. H. að hann ætlar að ómerkja um- mælin um afstöðu núveiandi ríkisstjórnar til íslenzku sveita- byggðanna, hyggst hann að grípa til þungra raka, enda ekki van- þörf á því að sjálfs hans dómi, þar sem „barnaskapurinn" er horfinn en ógnandi alvara kom- in í staðinn. Vitnar hann því í stjórnarsáttmálann máli sínu ril sönnunar, sáttmálann, sem al- mennt er kallaður „plötuslátt- urinn hans Ólafs Thors“ sá, sem misheppnaðist í fyrstu tilraun að festa á gúmí og margir freistuð- ust til þess að líta á sem lákn- rænan fyrirburð stjórnarörlag- anna. Upp úr „plötusáttmálanum" tekur J. H. sem sönnunargögn fyrir hjartahreinni og þökkva- lausri umhyggju ríkisstjórnar- innar fyrir velferð sveitanna það, að hún ætlar að verja „af er- lendum gjaldeyrir bankanna í Bretlandi og Bandaríkjunum .... eigi minna en 50 millj. kr. til kaupa á vélum og þess háttar til áburðarverksmiðju, vinnslu og hagnýtingu landbúnaðaraf- urða og jarðyrkjuvéla og efnis til rafvirkjana". Var það til staðfestingar þess- um ummælum og til framgangs þessum áformum, sem stjórnar- i flokkarnir vísuðu áburðarverk- smiðjufrumvarpinu og jarðrækt- arlagafrumvarpinu frá og svæfðu frumvarpið um rafvirkjanir í sveitum á Alþingi í vetur? J. H. vill gera nafn Péturs Magnússonar í ríkisstjórninni að öruggri líftryggingu fyrir sveit- irnar. Pétur Magnússon hefir sagt að núverandi ríkisstjórn muni ekki koma sér saman um fleiri fjárlög. Er ekki hans góða mannorð næg sönnun fyrir því að þetta sé satt? En hver verður þá minnisvarðinn um sveitaum- hyggju ríkisstjórnarinnar að entu hennar lokadægri annar en vitnisburðujr þingsögunnar um meðferðina á landbúnaðarfrum- vörpunum þremur á Alþingi veturinn 1945? Fyrst og síðar í Morgunblaðs- greinni notar svo J. H. þá gamal- frægu íhaldsaðferð að.brigsla andstæðingi sínum tim „geð- bilun“. Þegar á allt er litið, þá er þess kannske ekki að vænta að tillegg sýslumannssonarins, sem orðinn er framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins reynist öllu drýgra en þetta, þegar hann hyggst ræða eðli og áhrif ungmennafélags- skaparins og afstöðu hans til þjóðmálanna í dag. Engan veg- inn getur það þó talist þungt í vigtinni. 27. marz 1945. Jónas Baldursson, Lundarbrekku. i »<»<»»<»<»»»»»<»»»»»<>»»»»»»»4 Kaupum egg alla daga nema laugardaga. Pakkið eggin ekki í hey! Brauðgerð K.E.A. DAGUR fast keyptur i Verzl. Baldurshaga, Bókabúð Akureyrar Bókaverzl. Eddu og Verzl. Hrisey

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.