Dagur - 26.04.1945, Blaðsíða 10
10
ÐA6UR
Fimmtudagínn 26. apríl 1945
Ef Eimskipafélag íslands sér ekki fært að
hefja siglingar milli Norður- og Austur-
lands að ófriðnum loknmu. verða Norð-
lendingar og Austfirðingar að stofna sitt
eigið skipafélas:
Verzlunarsamband okkar
Austfirðinga og Norðlendinga
við önnur lönd, með umhleðslu
á vörum í Reykjavík er óþarft og
of dýrt fyrirkomulag. —
Norðanlands og austan býr
hér ttm bil 1/3 hluti þjóðarinn-
ar. Sunnanlands og vestan býr og
1/3 hluti landsmanna og í
Reykjavík þriðj i þriðjungurinn.
Ef Eimskipafélag Jslands vill
halda heiðursnafni, sínu „óska-
barn þjóðarinnar“, eins og það
hefir gei|t, verður stjórn þess að
minnast þess, að þjóðin er dreifð
um þetta land og mun verða það
framvegis. Ástæðurnar til þess að
þjóðin dreifir sér.um landið eru
margar, en fyrst og fremst þær,
að auðsuppspretturnar eru
dreifðar, meðfram ströndum
landsins á landi og sjó.
Hafi Eimskipafélag íslands ráð
á sex skipum eiga Itvö af þeim að
sigla eingöngu milli hafnanna á
Austur- og Norðurlandi og er-
lendra hafna, ef miðað er við
fólksskiptinguna.
Þegar framleiðslumagn lands-
ins er athugað og siglingaþörfin
vegna þess, getur hlutfall þetta
breytzt. Eg hefi að vísu ekki við
hendina skýrslu um skiptingu
þess. F.n þó langar mig itil að
vekja athygli á nokkrum stað-
staðreyndum. Geta þeir, sem
vilja, svo kynnt sér nánar það,
sem hér er um að ræða.
1. Framleiðsla landbúnaðaraf-
urða mun vera eins mikil á
Norður- og Austurlandi eins
og Suður- og Vesturlandi,
nema mjólkurframleiðslan
vegna Reykjavíkurmarkaðs-
ins.
2. Framleiðsla á síld og síldar-
afurðum er nærri öll á Norð-
ur- og Austurlandi og lang-
samlega mest á Norðurlandi.
3. Framleiðsla á þorski er
dreifð umhverfis allt landið,
en er langsamlega mesit við
Suður- og Vesturlandið.
Eg hefi hér í stórum dráttum
leitast við að benda á, hvernig
háttað er framleiðslu lands-
manna, og vil með því vekja at-
hygli á þessum höfuðundrstöð-
um millilandaviðskipltanna.
Mér er kunnugt um, að Eim-
skipafélag íslands hefir flutt síld-
arafurðir frá Norðurlandi með
skipum sínum vestur fyrir land
til Norðurálfuhafna. Slíkt at-
ferli er bersýnilega sóun á tíma
og Um leið skiprúmi. Þá leið
virðist aðeins eiga að sigla þegar
halda skal til Veslturheims. Að
svo stöddu skal ekki frekar farið
út í þessa hlið málsins. Aðeins
skal eg láta þá skoðun mína í
ljósi, að mér þykir það furðu
djarflt af forráðamönnum Eim-
skipafélagsins, er þeir þola ekki
,,kritik“ á meðferð þeirra á sgil-
ingum félagsins, þ. e. a. s. ef
þeir vilja að félagið sé sú alþjóð-
ar stofnun, sem þeir láta í veðri
vaka.
Eg lít svo á, að æskilegasta
lausnin á þessu máli væri sú, að
Eimskipafélagið itæki að nýju
upp siglingar milli Norður- og
Austurlandsins og útlanda. At-
hugað væri hvort ekki væri
heppilegri önnur stærð og gerð
skipa, en félagið hefir átt fram
að þessu.
Sjái Eimskipafélagið sér ekki
fært að sinna þörfum þessara
umræddu landshluta á eðlilegan
og hagkvæman hátt sé eg ekki
betur en Norðlendingar og Aust-
firðingar verði að stofna sitt eig-
ið félag til þess að halda uppi
þessum samgöngum.
Væri þá eðlilegast, að Sam-
band ísl. samvinnufélaga yrði
þáttltakandi í því félagi, eða fyr-
irætlanir þess um skiparekstur
styrktar af alefli úr þessum hér-
uðum.
Hánefsstöðum 5. apríl 1945.
Sig. Vilhjálmsson.
Iðnskólanum slitið
13 iðnnemar brottskráðir.
Iðnskólanum á Akureyri var
slitið 18. þ. mán. — síðasta vetr-
ardag. — Hélt Jóhann Frímann
skólastjóri ræðu við tækifæri, af-
henti einstökum nemendum
verðlaun fyrir námsafrek og
brottskráðum iðnnemum próf-
skírteini þeirra. 112 nemendur
hafa stundað nám í skólanum í
vetur og 12 kennarar störfuðu
þar auk skólastjórans. Hæstu
einkunn við vorprófið hlaut
Reynir Ragnarsson húsgagna-
smiður, nemandi í 2. bekk I. ág.
9,17. Viðurkenningu fyrir beztu
iðnteikningu skólans að þessu
sinni hlaut Jón Karlsson hús-
gagnasmiður í 4. bekk, en fyrir
bezta fríhendisteikningu Ragnar
Magni Magnússon klæðskeri í 3.
bekk skólans.
13 iðnnemar stóðust burtfar-
arprófið að þessu sinni. Far nöfn
þeirra og aðaleinkunnir hér á
eftir:
Agnar Tómasson, klæðskeri III. 5.10
Árni Magnússon, járnsmiður II. 6.50
Ásgeir Kristjánss., bifvélav. I. 7.77
Ásgrímur Stefánss., húsasm. II. 7.23
Gunnar Bjarnason, bifvélav. I. 7.70
Héðinn Friðrikss., húsg.sm. II. 6.36
Ingvi Hjörleifsson, rafvirki II. 7.30
ívar Ólafsson, járnsmiður II. 7.13
Jón Karlsson, húsgagnasm. I. 8.50
Karl K. Bárðarson, bólstrari I. 8.50
Steindór R. Jónss., bifvélav. II. 7.38
Svava J. Þorsteinsd. hárgr. II. 6.92
Þórir T. Sæmundss., múrari II. 7.00
Sýning á teikningum* allra
bekkja skólans — flatar- og rúm-
teikningum, fríhendisteikning-
um og fagteikningum hinna
ýmsu iðngreina — var opin fyrir
almenning í skólahúsinu 15. þ.
mán. Var hún mjög fjölsótt,
enda margt þar að sjá haglega
gerðra og kunnáttusamlegra
teikninga.
Skíðamót Akureyrar
endaði sl. sunnudag
Á Skíðamóti Akureyrar, sem
eftir nokkurt hlé var haldið
áfram með sunnudaginn 22. apr-
íl, var keppt í bruni og stökki.
Eór keppnin fram í Reithólum í
Hlíðarfjalli í grennd við skála,
sem Gagnfræðaskóli Akureyrar
er að reisa sér þar. Brunbrautin
var brött og færi mjög erfitt,
með 500 metra falli og 2.8 km.
lengd í A- og B-flokki, en 400
metra fall og 1,8 km. lengd í C-
flokki. Úrslit urðu þessi:
A-flokkur:
1. Guðmundur Guðmundsson, K.
A., 2 mín, 11 sek.
2. Magnús Brynjólfsson, K. A., 3
mín. 40 sek.
3. Hreinn Ólafsson, Þór, 4 mín.
35 sek.
B-flokkur:
1. Finnur Bjömsson, Þór, 3 mín.
36 sek.
2. Sigurður Samúelsson, Þór, 3 mín.
45 sek.
3. Páll Línberg, K. A., 5 mín. 19 sek.
C-flokkur:
1. Júlíus B. Jóhannesson, M. A.,
2 mín. 26 sek.
2. Jóhann Indriðason, Þór, 2 mín.
53 sek.
3. Sveinbjörn Guðmundsson, K. A.,
3 mín. 38 sek.
í skíðastökki var bæði einstakl-
ingskeppni og sveitarkeppni um
Stökkbikar Akureyrar, sem
Morgunblaðið hefir gefið. Var
fyrst keppt um bikarinn vetur-
inn _ 1943 og vann hann þá
Iþróttafélag Menntaskólans. Þar
næst vann hann sveit Knatt-
spyrnufélags Akureyrar. Crslit
urðu sem hér segir:
A- oé B-flokkur:
1. Guðmundur Guðmundsson, K.
A., stökk 31 og 32 metra.
2. Páll Línberg, K. A.
3. Magnús Brynjólfsson, K. A.
í yrtgri ffokki:
1. Finnur Bjömsson, Þór, stökk 29
og 29,5 metra.
2. Vignir Guðmundsson, Þór.
3. Pétur Þorgeirsson, K. A.
í sveitarkeppni sigraði sveit
Knattspyrnufélags Akureyrar, og
er það því öðru sinni, semisveit
K. A. vinnur bikarinn.
í sveitinni voru:
1. Guðmundur Guðmundsson.
2. Páll Línberg.
3. Magnús Brynjólfsson.
Amerískar
Khakiskyrtur
Kosta aðeins 14 kr.
Verzl. Eyjafjörður h.f.
Silkiljereft
nýkomln
Verzl. Eyjaf jörður h.f,
♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦4
Til hreingerniDga:
Gólfklútar
Quillayabörkur
Sódi
Blautasápa
Stangasápa
Opal ræstiduft
Vim
Húsagagnaáburður m. teg.
Bon Ami gluggasápa
Bon Ami duft
Kaupfélag Eyfirðinga
Nýlenduvörudeild og útibú.
Kjólatau
einlitt og
m islitt
í mjög fjölbreyttu úrvali
KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA
V ef naðarvörudeild
I Gefjunardúkar
m
I Ullarteppi
I Kambgarnsband
Lopi
<>
er meira og minna notað á hverju heimili
á landinu.
Gefjunar-ullarvörur eru þjóðkunnar fyrir
gæði.
Gefjunar-vörur fást hjá öllum kaupfélögum J
landsins og víðar.
Ullarverksmiðjan GEFJUN
*&$>♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ ♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦