Dagur - 17.05.1945, Blaðsíða 1

Dagur - 17.05.1945, Blaðsíða 1
— -ANNALL DAGS 10. MAÍ. Göring handtekinn. Ermarsundseyjar á valdí Breta. Dunkirk á valdi Frakka. Banda- menn handtaka Súdetaleiðtog- ann Henlein og dr. Frank, land- stjóra Þjóðverja í Póllandi. Þjóð- verjar berjast enn í Tékkó- Slóvakíu. 400 risaflugvirki ráðast á Japan. Norskt og brezkt fall- hlífalið kemur til Osló. Ter- boven landstjóri Þjóðverja í Nor- egi og Rediess, Gestapoforingi þar, sagðir hafa framið sjálfs- morð. Frakkar tilkynna, að þeir taki þátt í stríðinu gegn Japan. 11. MAÍ. Tilkynnt í Washing- ton, að 1,3 miilj. amerískra her- manna verði leystar úr herþjón- ustu á næstu 12 mánuðum. Setu- lið Vesturveldanna í Þýzkalandi verður 400 þúsund menn. Quisl- ing og ráðherrar hans allir, nema Jonas Lie og Risnes, fangar norska heimahersins. Frakkar handtaka Weygand hershöfð- ingja. Danski flotinn kemur lieim til Khafnar. 200 idsaflug- virki ráðast á Japan. 12. MAÍ. Ennþá barizt í Tékkó-Slóvakíu. Júgóslafar gera tilkall til Trieste-borgar. 13. MAÍ. Churchlill flytur ræðu í tilefni af 5 ára stjómarafmæli sínu. Rekur gang styrjaldarinn- ar og varar við bjartsýni. Mikið starf óunnið enn í Evrópu og Asíu. Bandamenn finna ger- sémahirzlur nazista í saltnámu hjá Salzburg. Kínverjar í sókn. Ástralíumenn taka Wewak á Nýju-Guineu. 14. MAÍ. Bandaríkjamenn sækja fram á Okinawa. Rússar hafa tekið meira en 1 millj. fanga á 4 dögum. Endalok bardaga í Tékkó-Slóvakíu. Bandamenn taka Guderian hershöfðingja. Matarskortur í Frakk'landi. 500 risaflugvirki ráðast á Japanseyj- ar. 15. MAÍ. Churchill og Tm- man telja líklegt, að fundur þeirra Stalins verði brátt hald- ínn. Störf San Fransisco-ráðstefn- unnar ganga vel. Vesturveldin senda Tito marskálki harðorðan boðskap í tiléfni af framferði Júgóslafa í Trieste. 16. MAÍ. Samningar um af- hendingu Karpata-Ukrainu til Rússlands fara fram milli Sovét- stjómarinnar og tékknesku stjómaránnar. Barnaskóla Akureyrar slitið. 100 börn tóku fullnaðarpróf. Barnaskóla Akureyrar var slit- ið 9. þ. m. Hannes J. Magnússon, settur skólastjóri flutti tæðu og gerði grein fyrir starfsemi skól- ans. 703 börn stunduðu nám i skólanum og skiptust þau í 27 deildir. Vegna þrengsla var 7. bekkur til húsa í nýja Gagn- fræðaskólahúsinu. Um 100 börn tóku fullnaðarpróf. Skólabörn söfnuðu samtals kr. 32 þús. kr. til hjálpar bágstödd- um börnum á Norðurlöndum. i. o. o. f. imism XXVIII. árg. Akureyri, fimmtudaginn 17. maí 1945 20. tbl. Skyndif jársöfnun um land allt til hjálpar nauð- stöddum Norðurlandabúum Snjóar loka landleiðinni 600 þús. kr. höf ðu safnazt er síðast fréttist Almenn fjársöfnun á Akureyri næstkomandi miðvikudag og fimmtudag. Ríkisstjórn hefir gefið út svo- hljóðandi ávarp til þjóðarinnar: „Undanfarna daga hafa íslend- ingar fagnað því, að bræðraþjóð- irnar í Danmörku og Noregi hafa endurhelimt frelsi sitt. Rík- isstjórnin hefir ákveðið að minn- ast þessara gleðitíðinda með því að beita sér fyrir skyndifjársöfn- un í því skyni að styrkja bágstatt fólk í þessum löndum. Er ætlun- in að senda matvörur og klæðnað tiil Noregs og Danmerkur. Hafa þegar verið gerðar ráðstafanir til að útvega skip tiil þessara flutn- inga. Söfnunin stendur aðeins yf- ir í tvær vikur eða til laugardags- ins 26. maí. Ríkisstjórnin hefiir skipað fimm manna nefnd til að annast framkvæmd málsins. í nefndinni diga þessir menn sæti: Gunlaugur E. Briem, formaður, Birgir Thorfacius, Bjama Guð- mundsson, Henrik Sv. Bjöms- son, og Torfi Jóhannsson. Mun nefndin tilkynna almenningi allt, er varðar ti'lhögun söfnunar- innar. Ríkisstjórnin skorar á alla íslendinga, að verða fljótt og vel viið tilmælum hennar um fjár- framlög.“ í tilefni þessa voru formenn fé- íaga í bænum og blaðamenn, kallaðir á fund með bæjarfulltr. sl. þriðjud. til þess að ræða um, hvernig haga skyldi fjársöfnun hér. Var ákveðið að 9 manna nefnd frá ýmsum félögum og félagasamtökum í bænum hefði framkvæmd á hendi. Nefndin hefir gefið út ávarp til bæjarbúa og er það svohljóðandi: ' Við undirrituð, sem kvödd höfum verið í nefnd til að annast framkvæmdir við skyndifjársöfn- un til bágstaddra Dana og Norð- manna, sem ríkisstjórnin gengst fyrir, beinum þeirri áskorun til Akureyringa að bregðast vel við, þegar til þeirra verður leitað af starfsliði fj ársöfnunarinnar. Ekki þarf að fara mörgum orð- um um það, hver þörf er fyrir fé það, er safnast kann, og þótt skerfur vor íslendinga hrökkvi skammt, er hann vitni um það hugarþel, er vér berum til hinna norrænu frændþjóða vorra. Akureyringar hafa sýnt það fyrr, að þeir láta ekki sinn hlut eftir liggja, þegar hjálpar þeirra er leitað, og væntum við þess, að svo verði enn. Veitt verður mót- taka bæði peningum og fatnaði, helzt nýjum. Okkur er kunnugt, að ýmsir starfsmenn hafa þegar heitið upphæð, er svarar launum eins vinnudags, og vonum við að fleiri muni eftir fara. Fyrirkomulag söfnunarinnar verður með þeim hætti, að mið- vikudag og fimmtudag 23. og 24. maí næstk. munu skátar fara í hvert hús í bænum og safna því, er menn vilja af mörkum láta. Fara þeir á miðvikudagskvöldið um innbæinn út að Grófargili, en á fimmtudagskvöildið um út- bæinn. Auk þess veitir pósthúsið samskotum viðtöku daglega. Akureyringar! Sýnið örlæti yð- ar og bróðurþel til frændþjóð- anna og takið vel erindi skát- anna. Steinn Steinsen, form. nefndarinnar. Brynja Hlíðar, skátaforingi. Guðmundur Karl Pétursson, frá Rauða krossi Akureyrar. Jóhann Þorkelsson, héraðslæknir. Jón Ingimarsson, frá Fulltrúaráði verklýðsfélaganna. Jónína Steinþórsdóttir, frá Kvenfélag- inu „Hlíf“. Laufey Jóhannsdóttir, frá Kvenfélag- inu „Framtíðin". Steindór Steindórsson, frá Norræna félaginu. Tryggvi Þorsteinsson, skátaforingi. Samkvæmt þessu verða aðal- fjársöfnunardagarnir hér í bæn- um næstk. miðvikudagur og fimmtudagur. Er þess fastlega vænzt, að allir bæjarbúar leggi fram sinn skerf til þess að söfn- unin megi verða myndarleg og bænum til sóma. Ættu menn að hafa gjafirnar tilbúnar, er skát- arnir koma, svo að allt gangi sem greiðlegast. Þegar síðast fréttist höfðu landsöfnunarnefndinni borizt um 600 þúsund krónur. Mikið af því fé eru stórgjafir frá fyrir- tækjum og stofnunum. Talsverð- ar gjafir hafa þegar borizt póst- afgreiðslunni hér, t. d. hefir starfsfólk Skinnaverksmiðjunnar Iðunnar gefið eins dags laun til söfnunarinnar og starfsfólk KEA hefir hafið söfnun innan sinna vébanda. Fleiri slíkar gjafir munu vera í undirbúningi. Þá er víst talið, að bæjarstjórn muni ákveða að leggja eitthvað af mörkum. Af þessu má þegar ráða að söfnunin verði myndarleg, en glæsilegastur verður árangurinn ef þátttakan verður almenn, — hver borgari lætur eitthvað af hendi rakna, hvort sem það er stórt eða smátt. Lystigarðurinn opnaður á hvítasunnudag. Frú Margarethe Schiöth hefir skýrt blaðinu frá því, að Lysti- garðurinn muni verða opnaður fyrir almenning á hvítasunnu- dag ef veður leyfir. Garðurinn var í mjög góðri framför áður en núverandi kuldakast gekk í garð, og gangi ekki frost þessa næstu daga mun þess ekki langt að bíða, að hann verði í fullum skrúða. Danska sýningin kemur til Akureyrar. Ákveðið hefir verið, að ljós- myndasýningin frá frelsisbaráttu Dana, sem haldin hefir verið í Reykjavík að undanförnu, verði opnuð hér nú um hvítasunnuna. Ekki er ákveðið enn hvar sýning- in verður til húsa og verður það auglýst á götunum. Á sýning- unni eru 150 ljósmyndir frá ýms- um þáttum í baráttu danskra föðurlandsvina fyrir frelsi lands síns. Sýningin vakti mikla at- hygli í Reykjavík. til Reykjavíkur. Aftaka norðanveður gerði um Vestur- og N.-vesturland nú um sl. helgi. Kyngdiniðursnjóogeru margar heiðar ófærar bifreiðum. Holtavörðuheiði er alveg ófær vegna snjóa og ganga póstbílar milli Rvíkur og Akureyrar ekki að sinni. Búizt er við fjárfelli af völdum veðurhörkunnar. ,,Mansöngvar ; og ;! minningar" i; “ Upplestur úr nýrri Ijóðabók. : ; STEINDÓR SIGURÐSSON, rit-:; ;; höf., flytur kvæði úr nýrri ljóða- i; ;: bók sinni „Mansöngvar og;: minningar", í Nýja Bíó á annan 1 \ í hvítasunnu, kl. 1.30 e. h. Bókin ;: ; er nú í prentun og er líkleg til;; : að vekja athygli. Steindór Sig-!; urðsson mun hafa lagt tals- \\ ;; verða stund á framsögn bund-;; ;: ins máls er hann dvaldi á;; j Norðurlöndum, og naut hann ;| ;;þá tilsagnar ágætra kennara.!; ;; — Aðgöngu miðar verða seldir ;! :;í bókaverzlunum bæjarins og ;| ; við innganginn. :; Gagnfræðaskóla Akureyrar slifið 49 gagnfræðingar brautskráðir. Skólahúsið nýja verður fullgert í sumar. Gagnfræðaskóla Akureyrar var slitið sl. laugardag, að viðstöddu fjölmenni. Athöfnin hófst með söng skólanemenda, undir stjórn Áskels Jónssonar, söngkennara, en að því búnu flutti Þorst. M. Jónsson, skólastjóri, skýrslu um starf skólans og síðan ávarpaði hann gagnfræðinga með snjallri ræðu. í skýrslu sinni gat skólastjórinn þess, að nú væri lokið 15. starfs- ári skólans. Þau ár hefðu verið frumbýlingsár skólans, en nú mætti heita, að þeim væri lokið. Skólinn hefði nú til umráða hið nýja skólahús, að mestu fullgert, en það sem á vantaði yrði unnið í sumar. Áhöld vantaði skólann enn tilfinnanlega, og mundi reynt að bæta úr því svo fljótt sem völ væri á. Skólinn hefir komið sér upp skíðaskála í Hlíð- arfjalli í samvinnu við Iðnskól- ann. Hafa kennarar og nemend- ur lagt fram fé til efniskaupa í skálann. Þá gat skólastjóri þess óhapps, er 10 nemendur urðu húsnæðislausir er Hótel Gullfoss brann. Varð tjón nemendanna mjög mikið. Var hafin fjársöfn- un innan skólans og nam hún kr. 5497. Þá sendi Gagnfræðaskóli Reykvíkinga 2153 kr. og nokkrir aðrir lögðu fram fé, svo að söfn- unin nam alls kr. 9580. (Framh. á 6. síðu). 17. maí. í dag er þjóðhátíðardagur Norðmanna, hinn fyrsti, er þeir halda frjálsir í eigin landi, síðan 1939. — Mikil liátíðahöld fara fram um öll Norðurlönd il tilefni þess. Tilkynning um bifreiðaskoðun. Skoðun bifreiða fer nú fram ciaglega við lögregluvarðstofuna á Akureyri sam- kvæmt áður auglýstri skrá. Er hér með lagt fyrir þá bílaeigendur, sem vanrækt hafa að koma á tilsettum tíma, að koma nú þegar með bíla sína til skoðunar. Enn frernur eru þeir bílaeig- endur, sem eigi er enn komið að á skránni, áminntir um að koma á tilsettum t'íma. Vanræki menn þetta, verða þeir látnir sæta ábyrgð samkvæmt bifreiða- lögum. Akureyri, 16. maí 1945. BÆJARFÓGETI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.